Tíminn - 13.03.1984, Blaðsíða 10
Étttttim
ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 1984
-" , a> <*»*.
10
viðskiptalífið
umsjón: Skafti Jónsson
lónadardeilcfl Sambandsins selur Sovétmönnum ullarflíkur:
„STÆRSTISAMNINGUR SEM VHI
HÖFIIM GERT UM SÖLU Á FATIUDI”
segir Sigurður Arnórsson, aðstoðarframkvæmdastjóri deildarinnar
■ „Þessi samningur er gífurlega mikill
að vöxtum og ábyggilega sá stærsti um
sölu á fatnaði sem við höfum gert frá
upphati. Þó er saga viðskipta á milli
okkar og sovéska Samvinnusambandsins
orðin nokkuð löng,“ sagði Sigurður
Arnórsson, aðstoðarframkvæmdastjóri
Iðnaðardeildar Sambandins á Akureyri,
þegar Tíminn spurðist fyrir um sölu-
samning deildarinnar við Sovétmenn,
sem undirritaður var á Akureyri fyrir
helgina.
Sigurður sagði, að með þessum nýja
samningi og öðrum sem undirritaður var
skömmu fyrir jólin væri búið að selja
Sovétmönnum fatnað fyrir á milli 100 og
110 milljónir króna til afhendingar á
þessu ári. Hann sagði að alls væri um að
ræða 274 þúsund flíkur, stærstur hlutinn
væri peysur og barnajakkar.
„Samningurinn við Samvinnusam-
bandið, sem gerður var fyrir helgina, er
miklum mun stærri en þeir hafa verið
undanfarin ár. 1 fyrra seldum við þeim
170 þúsund flíkur en núna 250 þúsund.
Ef við gefum okkur að aðrir markaðir
haldist óbreyttir frá í fyrra er fyrirsjáan-
legt að við þurfum að fjölga mannskap í
okkar verksmiðjum verulega og við
erum reyndar þegar farnir að fjölga
smátt og smátt. Ef við hins vegar getum
ekki annað þessu í okkar verksmiðjum
munum við dreifa þessari framleiðslu á
fleiri staði, til dæmis til prjónastofunnar
Dyngju á Egilsstöðum og fleiri,“ sagði
Sigurður.
Hann sagði, að í verksmiðjunni á
Akureyri væru prjónavélar í gangi 24
tíma í sólarhring. Hins vegarværi aðeins
saumað í 16 tíma og vel gæti komið til
greina að setja á næturvaktir við sauma- Hann sagði að grunnurinn að þessum deildinni farið til Moskvu til viðræðna um nema brot af heildarsölunni. Stóri
skapinn, en í því sambandi væri ekkert samningi hefði verið lagður í desember við kaupendurna. Þá hefði hins vegar samningurinn hefði svo borist til Akur-
ákveðið ennbá. síðast liðinn. ÞáhefðumennfráIðnaðar- ekki verið hægt að skrifa undir samning eyrar með pósti í vikunni sem leið.
■ Nú eru prjónavélar Iðnaðardeildar Sambandsins á Akureyri í gangi allan sólarhringinn.
Félag íslenskra iðnrekenda fer af
stað með vöruskrá
„GEYMIR ALHUÐA UPPLÝSINGAR
UM ÍSLENSKA IÐNFRAMLEIDSLU“
segir Víglundur Þorsteinsson, form. fél.
■ Skúli Skúlason tekur við styrknum úr hendi Ragnars S. Halldórssonar fyrír hönd
sonar síns, Ingólfs, sem er við nám í London Business School.
TVEIR FENGU STYRK
IÍR NAMSSJOÐI V.Í.
■ Á aðalfundi Verzlunarráðs íslands
28. febrúar sl. voru afhentir tveir styrkir
úr nýstofnuðum Námssjóði ráðsins, hvor
styrkur að upphæð kr. 50 þúsund. Styrk-
ina hlutu Ingólfur Skúlason og Steinn
Logi Björnsson.
Ingólfur Skúlason er fæddur 1957.
Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skóla Kópavogs 1977 og kandidatsprófi í
viðskiptat'ræði frá Háskóla íslands 1982.
Lokaritgerð hansfjallaði um ákvarðana-
töku stjórnvalda og birtist í Fjármálatíð-
indum sama ár. Hann stundar nú nám í
fjármálum og markaðsmálum við
London Business School og hyggst ljúka
þar Masters prófi 1985.
Steinn Logi Björnsson cr fæddur 1959.
Hann er stúdent frá Verzlunarskóla
íslands 1980. Hann lauk BA prófi í
hagfræði frá Drew University í New
Jersey 1983 og stundar nú Mastersnám
við Columbia University Graduate
School of Business, þar sem hann leggur
einkum stund á fjármálastjórn og mark-
aðsöflun.
■ „Vöruskráin geymir alhliða upplýs-
ingar um íslenska iðnaðarframleiðslu og
við stefnum að því að fá inn á hana alla
iðnaðarvöru sem framleidd er hér á
landi. Þannig getum við bent þeim sem
áhuga hafa, til dæmis opinberum stofn-
unum, fyrirtækjum, einstaklingum og
erlendum aðilum, á hvar þá vöru sem þá
vantar er að finna. Einnig gerir skráin
okkur kleift að finna út hvar helstu
möguleikar á nýrri framleiðslu liggja,“
sagði Víglundur Þorsteinsson, formaður
Félags íslenskra iðnrekenda, á blaða-
mannafundi þar sem kynnt var vöruskrá
FÍI, en nú er um það bil ár síðan farið
var að safna efni í hana.
Skráin var fyrst kynnt opinberlega á
sýningunni „Skrifstofa framtíðarinnar'1,
sem haldin var síðast liðið haust. Eftir
það var unnið að nokkrum lagfæringum
á breytingum á skránni. Hún var síðan
tekin í notkun fljótlega eftir áramótin og
með henni er í fyrsta sinn hægt að fá á
einum stað alhliða upplýsingar um ís-
lenska iðnaðarframleiðslu.
I skránni eru nú þegar geymdar upp-
lýsingar. um framleiðsluvörur og þjón-
ustustarfsemi obba íslenskra iðnfyrir-
tækja. Auk þess eru geymdar í henni
upplýsingar um hvert fyrirtæki, sérsvið
þess og markaði heima og erlendis.
Skráin er tölvuvædd, sem eykur mjög
þá möguleika sem hún býður upp á og
gerir alla leit mun hraðari og einfaldari
en ella. Þannig er til dæmis hægt að kalla
fram á skjáinn ákveðið fyrirtæki og fá á
svipstundu upplýsingar um ákveðna
þætti í rekstrinum, vörutegundir sem
fyrirtækið framleiðir, tollflokka, þau
sérsvið sem fyrirtækið framleiðir fyrir og
þá útflutningsmarkaði sem fyrirtækið
hefur áhuga á að hefja útflutning til eða
flytur út til. Einnig er hægt að leita eftir
ákveðnum vörutegundum og fá þannig
fram á skjáinn nöfn þeirra fyrirtækja er
framleiða viðkomandi vörutegund.
Um þessar mundir er verið að kynna
vöruskrána innkaupastofnunum, verk-
fræði- og arkitektastofum, bygginga-
verktökum, sveitarfélögum og ríkisfyr-
irtækjum. Þá má nefna að skráin er
einnig skipulögð með það í huga að hana
megi bera saman við innflutningsskýrsl-
ur, þannig að finna megi vörutegundir
sem fluttar eru inn í einhverju magni, en
ekki framleiddar hér á landi. Þannig
getur skráin í framtíðinni gegnt mikil-
vægu hlutverki í sambandi við vöruþró-
un og leit að nýiðnaðartækifærum.
Vaxandi bjartsýni í
norrænum fataiðnaði
■ „Það voru mörg met slegin á
þessari sýningu. Í fyrsta lagi voru
sýningaraðilar fleiri en nokkru sinni,
eða 942 og gestirnir voru 2(1.3(81 fata-
kaupmenn, sem einnig er inet. Og
samkvæmt skýrslu sýningaraðilanna,
var salan mun meirí en við cigum að
venjast, eða um 4,5 milljarðar ís-
lenskra króna,“ sagði Per Andersen,
framkvæntdastjóri, Norrænu karl-
mannafatasýningarinnar í Bella Center
í Kaupmannhöfn, sem lauk fyrir
skömmu.
í fréttatilkynningu, sem gefin var út
eftir sýninguna, kemur fram, að sýn-
ingin vakti verulega alþjóðlega athygli.
Gestir voru sérstakiega margir frá
Bandaríkjunum, Þýskalandi, Ítalíu og
Spáni, en alls komu kaupendur frá um
30 löndum á sýninguna. „Bandaríkja-
markaðurinn cr auðvitað stærsti mark-
aðurinn og við erum sérstaklega
ánægðir með það að nokkur stærstu
fyrirtækin á þessu sviði í Bandaríkjun-
um hafa gert stóra kaupsamninga við
nokkra sýningaraðila,“ er haft eftir
Per í fréttatilkynningunni. Hann sagði
ennfremur, að stórar spænskar og
ítalskar verslunarsamsteypur hefðu
sýnt áhuga á að gera sérstakt átak til
að selja föt frá Norðurlöndum næsta
haust.
Þá segir í fréttatilkynningunni að
vaxandi bjartsýni gæti meðal fata-
framleiðenda á Norðurlöndum, meðal
annars vegna þess að innflutningur
ódýrs fatnaðar frá Austurlöndum fjær
sé á undanhaldi, en hann hefur verið
gífurlegur undanfarin ár.