Tíminn - 13.03.1984, Blaðsíða 12
16
ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 1984
Veröld samræmis og fegurðar
■ Þjóðleikhúsið: íslenski dansflokkur-
inn, - Öskubuska Tónlist eftir Serge
Prokofév. Frumsýning á nýrri gerð með
leiksögu eftir Yelko Yurésha og er hann
jafnframt dansahöfundur og stjórnundi,
sá um leikmynd, búninga og lýsingu.
Yfirumsjón með dönsum: Belinda
Wright.
Það var gaman í Þjóðleikhúsinu að
kvöldi öskudags þegar Islenski dans-
flokkurinn frumsýndi Öskubusku. Sýn-
ingin var falleg, lipur og ásjáleg í
hvívetna, og má þakka það hinum
júgóslavneska stjórnanda, svo og því
auðvitað að hér er nú að vaxa úr grasi
sveit atvinnumanna í ballett, en íslenski
dansflokkurinn minntist fyrir skömmu
tíu ára afmælis síns.
Ballett er fögur list, og Öskubuska
hugtækt verkefni. Mikinn þátt í því á
tónlist Prokofévs, svo létt og heillandi
sem hún er. Ævintýrið um Öskubusku
þekkjum við öll úr Grimmsævintýrun-
um, en hér er byggt á gerð þess eftir
Perrault sem mér er annars ekki kunnur.
Rómantísk fegurð ævintýrisins birtist
okkur hér í hinu sjónræna formi „hreyfi-
listar“, í klassískum þokka sínum.
„Prokofév hefur lýst því að ballettinn
um Öskubusku hafi þrjú mcginstef eða
þemu", segir í leikskránni, „fyrst sorgog
í þegar við meðtökum söguna góðu um
Öskubusku og hamingjudraum hennar-
og hversu hann rættist. Látum okkur
einu gilda þótt ævintýramórallinn eigi
ekki lengur upp á pallborðið í okkar
skáldskaparsnauða heimi. Hér veltur
allt á því hvernig tekst að bregða upp
heillegri mynd þar sem allt lúti einni
heildarsýn: hreyfing, umgerð, tónlist,
samspil dansaranna. Og ekki var annað
að sjá en þetta tækist bærilega í Þjóð-
leikhúsinu á miðvikudagskvöldið.
Fjöldi dansara kemur fram í Ösku-
busku, og verður ekki farið út í að telja
þá alla hér. Nefna má þó nokkra sem
mest mæddi á: Ólafía Bjarnleifsdóttir,
Dísin góða; Auður Bjarnadóttir, Sumar-
dísin og Birgitta Heide og Ingibjörg
Pálsdóttir, stjúpsysturÖskubusku. Allar
eru þær færir dansarar, að vísu misjafn-
lega léttvígar. Á karldansarana reyndi
mun minna og enda eru þeir færri,
aðeins Örn Guðmundsson og Jóhannes
Pálsson í sérgreindum hlutverkum. -
Fjöldi fólks, börn og fullorðnir, koma
auk þess við sögu og fannst mér hópsen-
urnar yfirleitt vel og smekkvíslega á svið
færðar.
Eftir er að telja aðaldansarana. Ásdís
Magnúsdóttir í hlutverki Öskubusku var
stjarna kvöldsins, dansaði ísenn af létt-
hrynjandi tónlistar og hreyfinga sem
mvnda svo samræmda heild, hlýtur mað-
ur að spvria siálfan sig: hvað er það sem
dregur nútímafólk, börn hinnar sundr-
uðu, æpandi og þverstæðufullu verald-
undur er að fara með hiutverkaskipting-
unni í lokin er ekki vel Ijóst, nema það
sé til að undirstrika að kennarar og
nemendur séu á sama báti. Enda er ein
persónan skilgreind svo að hún sé „pæja
sem þekkir varla kennara frá nemend-
um.“
Ég verð að játa að „skólamála-
umræða" vekur ekki mikinn áhuga hjá
mér. En leikritið Aðiaðandi er veröldin
ánægð þótti mér víða skemmtilegt og
hnyttið, vel „spunnið" og frjótt viðfangs-
efni hinum ungu leikendum. Hvernig
væri að aðrir ungir höfundar vorir færu
að dæmi Antons Helga og settu saman
texta handa skólanemum, þreifuðu
þannig á því hvaða lífsmagni textar
þeirra eru gæddir? Sýningin við Sund
bendir á leið sem gaman væri að prófa.
Af amerískri sveitasælu
Herranótt: OKLAHOMA Söngleikur
eftir Rodgers og Hammerstein.Þýðandi:
Óskar Ingimarsson. Leikstjóri: Kolbrún
Halldórsdóttir. Leikmynd: Baltasar K.
Samper.
Á Herranótt hjá M.R. bregður annað
við. í Tónabæ er sýnt amerískt músíkal
víðfrægt, Oklahoma sem margir þekkja
úr kvikmynd og Þjóðleikhúsið sýndi
fyrir allmörgum árum. Ég fór loks á
sunnudag í Tónabæ. Þetta er mannmörg
sýning en leikhúsið slæmt. Sýningin
fjörug sem skólasýninga er vandi.
Eitthvað telur leikstjórinn sig þurfa að
útskýra eða réttlæta valið: „Hvers vegna
ætti saklaus skemmtun ekki að teljast
leikhúsinu samboðin?" spyr hún í leik-
skrá. „Er leikhúsið kannski eitthvert
snobb apparat ætlað einhverri óskil-
greindri menningar elítu?“ Sei, sei, nei.
Hins vegar eru til leikrit sem bæði eru
skemmtileg og áríðandi. Oklahoma upp-
fyllir að mínum dómi rétt í meðallagi
fyrri kröfuna en alls ekki þá seinni. En
hvað um það: amerísk músíköl hafa
gengið um allar jarðir og því þá ekki á
skólasýningu í Reykjavík.
Góða söngkrafta þarf í verkefni eins
og Oklahoma, og fannst mér nokkuð
Gunnar
Stefánsson
skrifar
um leiklist
niðurlægingu aðalpersónunnar, þá
hreinleika hennar og dagdrauma og loks
gleði hennar og ást.'Hann reyndi einnig
að túlka aðalpersónurnar í tónlistinni
„svo áhorfendum yrði ekki óviðkomandi
mótlæti þeirra og gleði." Þá hefur hann
sagt að það sem helst heillaði hann við
efnið var ævintýrið í sögunni og kvikn-
uöu t.d. af þessu Dísir árstíðanna og
dansar þeirra, en þarna er líka að finna
glens og grín eins og t.d. í stjúpsystrun-
um.“
Bygging ballettsins er þannig afar föst
og skipuleg, klassísk í formi í fyllsta
mæli. Þessum anda verksins hefur stjórn-
andinn verið trúr, leikmyndin öll úr
þeirri ævintýraveröld sem við hrærumst
æika, fimi og þokka, en hlutverkið
krefst þess að leikið sé á marga strengi
sem nærri má geta. Er ástæða til að fagna
því hve glæsilegan dansara við höfum
hér eignast. - Á móti henni í hlutverk
prinsins var fenginn kunnur franskur
dansari, Jean Yves Lormeau. Hann
sveif um sviðið af mikilli kúnst, greini-
lega þrautþjálfaður kunnáttumaður og
samleikur þeirra Ásdísar víða einkar
fallegur, ekki síst í lokaþættinum eins og
vera bar.
Áhorfendur tóku sýningunni með
kostum og kynj um. Yelko Yurésha flutti
að lokum stutt ávarp, lýsti ánægju sinni
yfir árangri íslenska dansflokksins og
brýndi menn til að sækja fram á þessu
■ Þeir, sem sótt hafa háskólatónleika í
vctur, eru orðnir sterkir í blásaratónlist,
því á 5 vikum hafa verið þrennir tónlcik-
ar af þessu tagi: Tréblásarasextett I.
febrúar, treblásararkvintett 15. febrúar,
einleikur á klarinett með píanói 29.
febrúar, og nú þann 7. marz kom
brassblásarakvintett þeirra Lárusar
Sveinssonar (tp), Jóns Sigurðssonar (tp),
Þorkels Jóelssonar (hn), Williams Gre-
gory (bs) og Bjarna Guðmundssonar
(tb). Þessi kvintett héfur leikið næstum
árlega á háskólatónleikum síðan 1980,
en það ár var hann stofnaður, þótt
nokkur mannaskipti hafi orðið í básúnu
og horni á þessum tíma. Brassblásarak-
vintett er í heimi tónlistarinnar að sumu
leyti líkur kraftlyftingum í heimi íþrótt-
anna, hljóðfærin eru öll raddsterk og
dómínerandi, en koma hér saman sem
jafningjar í tónverkum sem oft eru af
dálítið sérstöku tagi með gamansömu
ívafi. í þetta sinn léku þeir félagar tvö
verk eftir bandarísk tónskáld, Vaclav
Nelhybel (f. 1919), Tékka sem fluttist til
New York árið 1957, og Arthur Fracken-
pohl (f. 1924). Báðir eru þó Evrópu-
menntaðir að hluta til a.m.k., en hvergi
á blikk-blásaratónlist líklega auðveldara
uppdráttar en í Bandaríkjunum, því þar
rís hljóðfæraleikur af þessu tagi hæst að
því sagt er.
Þetta voru bráðskemmtilegir tónleikar
og tónlistin að auki bráðfalleg á köflum,
enda finnast varla göfugri samhljómar
en í blikkinu - sumir telja raunar að hinn
æðsta megi finna hjá Wagner með sex
básúnur í kór. Allir felagar kvintettsins
leika með Sinfóníuhljómsveitinni, og
spiluðu af mestu prýði svo sem vænta
mátti.
Tónleikarnir voru allvel sóttir. Sumir
hafa kvartað yfir því að tíminn sé
óheppilegur, í hádeginu á miðviku- •
dögum. En fyrir aðra hefur sá tími
mikla kosu, enda er svo komið, að
helgarnar eru fullsetnar tónleikum af
öllu tagi og um allan bæ og þarflaust að
auka þar enn á.
Þrennir tónleikar eru nú eftir í þessari
röð: nú á miðvikudaginn leikur Anna
Málfríður Sigurðardóttir verk cftir Beet-
hoven og Chopin, 21. mars flytja Mic-
hael Shelton og Helga lngólfsdóttirsón-
ötur eftir Jóhann Sebastían Bach, og
loks spilar Einar Markússon á píanó 28.
mars.
11.3. Sig. St.
Sigurður
Steinþúrsson
skrifar um tönlist
listsviði, - „í mínum augum er það engin
þjóð sem ekki hefur ballett,“ sagði
hann. Og satt er það: hversu miklu
fátækara yrði ekki listalíf okkar, og
starfsemi Þjóðleikhússins svipminni ef
ballettinn hyrfi þar af fjölum. Enda er
hann nú kominn í fast form, og á
traustan grundvöll að séð verður.
Þegar maður horfir á klassískan ballett
eins og Öskubusku, hina formföstu
Leikur í skóla
og um skóla
Blásaratónleikar
■ Talía, leiklistarsvið M.S.: AÐLAÐ-
ANDI ER VERÖLDIN ÁNÆGÐ.
Farsi um misskilning í menntaskóla.
Handrit: Anton Helgi Jónsson, Leik-
stjóri: Hlín Agnarsdóttir.
Svo mikið er aðgerast í leiklistarlífinu
að einn gagnrýnandi kemst ekki yfir það
allt. Skólalcikrit framhaldsskólanna hafa
meðal annars setið á hakanum. En mér
þótti fróðlegt að sjá hversu tekist hefði
að sérsemja leikrit handa nemendum við
Sund. - Ekki síst af því þarna er um að
ræða skóla leikrit í fyllstu merkingu, og
það eftir ungan höfund sem hefur vakið
á sér athygli með Ijóðum og skáldsögu
sem votta góða frumleiksgáfu. Svo ég
dreif mig á frumsýningu í M.S. á
fimmtudagskvöld.
Leikurinn gerist í skóla og lýsir
kennslu sem þar fer fram í framkomu og
snyrtisérfræði. Inn í þetta fléttast orð-
ræðui kennara um nemendur og hlut-
verk og stöðu hverra um sig. Lýkur svo
að einn nemandinn er allt í einu orðinn
kennari og reyndar ólétt eftir kennara
sem reynst hefur lítill garpur þegar til
alvörunnar kemur.
En þetta er farsi eins og hér segir.
Leikritið mun orðið upp úr „spuna“
undir stjórn Hlínar Agnarsdóttur, og
Anton Helgi var fenginn til að semja
brúklegan texta handa krökkunum.
Þannig verður leiksýningin eðlilegur
hluti náms og þjálfunar nemenda, ekki
uppákoma sem til er stofnað til hátíða-
brigða svo sem tíðast er um skólasýning-
ar. Af þeirri ástæðu er þessi skólasýning
við Sund eftirtektarverð, og ýmiss konar
gaman mátti af henni hafa á fimmtudags-
kvöldið.
Það sem einkum var skemmtilegt var
OPGL
Opel er tákn vestur-
þýskrar vandvirkni og
kunnáttu. Tækni, sem
þú getur treyst.
BIFREIDADEILD SAMBANDSINS
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVORUM
hversu skýrar og skemmtilegar týpur
leikstjóra og handritshöfundi tókst að
búa til. Kennslustundirnar í framkomu
og snyrtisérfræði urðu einatt mjög lif-
andi í meðförum leikenda. Brynja er
kennarinn og hcfur þá kenningu, sem er
auðvitað góð og gild, að allt lífið sé próf
í framkomu og snyrtisérfræði. Þetta er
stærsta hlutverk í leiknum og Soffía
Gunnarsdóttir skilaði því skörulega og
vel. Annars sé það fjarri mér að gefa
leikendum einkunnir, þeir fá vísast nóg
af slíku hvunndags. Aðeins skal frá því
skýrt að allir skiluðu sínu af áhuga og
góðum skilningi undir öruggri leikstjórn
Hlínar sem nýtti í senn hina frumstæðu
leikaðstöðu. áhuga og kraft leikendanna
af útsjónarsemi.
En ég var að nefna týpurnar. Þetta eru
raunar stereótýpur sem sumar hverjar
eru vinsæl skotmörk í seinni tíð: Sperr-
ingur Framason sem ætlar sér auðvitað
mikinn hlut í viðskiptalífinu. Friðþjófur
Hermannsson stud. kúr sem ekki hugsar
um annað en skyndipróf, Gæfa, vinstri
sin n i, Vala kjarnorkuandstæðingur,
Vera, félagi í raunkvennasamtökunum
sem tekur flest sem árás á kvenfólk. Svo
er Heimskringla Snorradóttir
bókmenntahönnuður, Ósk Eilífs frá
leitendasamtökunum, aðdáandi hinnar
jákvæðu brosmildu lífsafstöðu. Allt
verða þetta skýrar farsamanngerðir og
textinn víða hnyttinn, liðlegur: Anton
Helgi hefur ótvíræða kunnáttu, sem
áður er fram komið, til að búa til
skopgervinga. En hann vill gjarnan
blanda mjöðinn og af því kemur líklega
Sóley, hin ástfangna unga kona sem
tekur flest til sín persónulega: það er
hún sem að lokum gengur inn í hlutverk
kennarans.
Kennari: nemandi. Þetta er ósköp
eðlilegt viðfangsefni í skólaleik, en ein-
hvern veginn fannst mér kennararnir
tveir sem sátu að tafli yfir höfðum
leikendanna og áhorfendanna, dálítið
utangátta. Annar er „frjálslyndur", hinn
íhaldssamur og hefur áhyggjur af lægri
standard í skólum. Þetta var heldur
ófyndið, og ekki fannst mér sérlega vel
heppnuð tengingin við persónuleg
vandamál Kveiks kennara sem barnar
nemanda (eða var það annar kennari),
kveðst illa launaður og bendir stúlkunni
á fóstureyðingu. Og hvað handritshöf-