Tíminn - 23.03.1984, Síða 9

Tíminn - 23.03.1984, Síða 9
'm *' • \ e~4 FOSTUDAGUR 23. MARS 1984 BLAÐAUKI HAFNARFJORÐUR 9 Deilur um billjard- stofu í Hafnarf irði — rætt við Þorgeir Haraldsson æskulýðsfulltrúa ■ Þorgeir Haraldsson er æskulýðsfull- trúi í Hafnarfirði. Rætt var við hann um ýmis mál sem tengjast því starfi. - Það hafa borist fréttir af billjarðsal sem standa deilur um. Hvernig standa þau mál? „Málið er enn óafgreitt frá hendi bæjarstjórnar. En það kom til Æskuiýðs- ráðs erindi frá Bæjarráði Hafnarfjarðar í október þar sem var óskað eftir til- lögum um breytingar á 41. grein lögreglu- samþykktarinnar sem fjallar um þessi mál, og því var skilað af sér í byrjun janúar, og sú breyting var samþykkt. Þetta var sent til dómsmálaráðuneytis- ins, þar sem það liggur núna.“ - Um hvað snýst þetta mál? „Það snýst um spilakassa. Nýir eigend- ur keyptu staðinn, Snóker, og þá hafði staðurinn leyfi til 1. janúar, til að reka billjarðstofu fyrir 16 ára og eldri, en ekki spilakassa. Þessir nýju eigendur settu hinsvegar inn eina 13 spilakassa og ráku þetta frameftir janúar og fram í febrúar, fyrir unglinga langt undir aldri.Þá fóru að koma kvartanir bæði frá kennurum og ein- staklingum um að þarna væru of ungir krakkar. Þá var þeim bent á að leyfið gilti aðeins fyrir ofan 16 ára, og þeir fóru að vinna eftir því. Þá í febrúar sendu eigendurnir umsókn inn um að fá að reka staðinn og hafa spilakassa. Þetta leyfi hefur ekki verið afgreitt ennþá. Það hefur verið unnið mikið í þessu, en það sem aðallega er fjallað um núna er hvort eigi að leyfa þeim að hafa þennan fjölda af spilakössum, eða hvort eigi að leyfa einn eða upp í þrjá kassa. Breyt- ingatillagan sem ég talaði um áðan /jallar um það að ekki skyldu settir upp leiktækjasalir, eins og er f Reykjavík, og sem slæm reynsla er af, heldur er leyft að setja upp allt að þremur spilakössum á hverjum stað.“ - Nú heyrðist af sniff-faraldri í Hafnar- firði nýlega. „Það sem ég þekki til var að þetta gekk aðallega yfir sl. sumar og haust, og ekki lengi fram eftir hausti. Krakkarnir eru mikið úti við þetta, en gengur ekki upp á veturna, eins og veður eru, þannig að þetta deyr út á þeim tíma. Og hefur alveg stoppað í vetur“. - En kemur þá kannski næsta sumar? „Það má alveg búast við því. Fyrir- byggjandi ráðstafanir hafa einhver áhrif.“ - En hvernig er aðstaða fyrir unglinga í Hafnarfirði. Er einhver æskulýðsmið- stöð? „Já, það er það sem heitir Æskulýðs- heimilið, gömul verbúð sem var gerð > upp á sínum tíma. Vinnuskólinn braut þar allt niður á sínum tíma og byggði upp aftur, krakkarnir gerðu þetta að mestum hluta sjálf, og það er orðið mjög snyrtilegt og þokkaleg aðstaða, og í rauninni allt til alls fyrir krakkana. Það er mikil aukning í því starfi. Það hefur ekki verið starfað mikið á þessu sviði, því að allt tómstundastarf fer fram að miklu leyti í skólunum. Við erum með starf í öllum skólum og fólk þar í vinnu. þannig að mest af klúbbastarfinu fer fram þar. Æskulýðsheimilið er fyrir opnari klúbba." - Er mikið um hljómsveitir í Firðin- um? „Já við útvegum hljómsveitum að- stöðu í plássi sem Vinnuskólinn hefur á sumrin og þar eru fjórar hljómsveitir. Svo eru fleiri í skólunum. Hljómsveitirn- ar spila oft í skólunum og svo erum við með árlega hljómsveitakynningu. Einnig troða þær upp 17. júní og við öll möguleg tækifæri. Þannig að það er mjög mikið líf í því.“ - Það lítur-þá vei út með æskulýðsmál í Hafnarfirði? „Já, mér finnst vera stígandi í þessu. Það er líka mikill áhugi á þessum málunt I hí“ þcim sem ráða og veitir ekki af.“ Þorgeir Haraldsson æskulýðsfulltrúi Tírnarnvnd GE w Tökum að okkur allskonar húsgagna- og innréttinga-smíði. Aðeins vönduð vinna Kraftaverkin gerast skyndilega. Hið óframkvæmanlega tekur aðeins lengri tíma Helluhraun 14 220 Hafnarfirði Sími50395 VIÐ LEIGJUM UT JAPANSKA OG FRANSKA BÍLA SENDUM BÍLINN SÍMI52007 BILALEIGAN TRÖNUHRAUN11 SIMI52007

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.