Tíminn - 27.03.1984, Blaðsíða 1
Allt um íþróttir helgarinnar — Sjá bls. 11-15
FJÖLBREVTTARA
OG BETRA BLAÐ!
Þriðjudagur 27. mars 1984
74. tölublað - 68. árgangur
Siðumula 15—Póstholf 370 Reykjavik —Ritstjorn86300—Augtysingar 18300— Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvóldsimar 86387 og 86306
EITT MJSUND
NAGLASKOTUM
STOUÐ
■ Eitt þúsund naglaskotum af
sterkustu gerð var stoiið úr
vinnuskúr við Hólabrekkuskóla
um helgina. Eitthvað af skotun-
um er komið í lcitirnar og fund-
ust þau i fórum barna, í Breið-
holti.
„Það er nú eiginlega koininn
tími til að biðja þá sem sjá um
þessi skot að geyma þau ekki í
skúrum yfir nóttina, heldur taka
þau með sér heim sagði Njörður
Snæhólm yfirlögregluþjónn hjá
Rannsóknarlögreglunni í samtali
við Tímann í gær. All títt er að
nagalskotum af þessu tagi sé
stolið og yfirleitt eru börn og
unglingar þar að verki. Fyrir
skömmu var m.a. stolið 400
naglaskotum úr fokheldu húsi
við Neðraberg. Þar voru 12-13
ára gamlir drengir að verki en
áður en málið upplýstist höfðu
skot komist í hendurnar á tals-
verðum hópi barna. - GSH.
KAUPIR SÍS
4000 TONNA
GÁMASKIP?
Jm \ llf / i
■ „Við höfum vcrið að þreifa
fyrir okkur og undanfarið hafa
átt sér stað viðræður við þýskt
fyrirtæki um að við keyptum af
því tæplega 4000 tonna gáma-
skip. Ef af verður er líklegt að
við fáum skipið fljótiega, jafnvel
eftir einn eða tvo mánuði", sagði
Omar Jóhannsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Skipadeildar
Sambandsins, þegar hann var
spurður hvort deildin væri að
kaupa nýtt skip í stað Dísarfells,
en það hefur verið selt grísku
fyrirtæki og verður aflient því í
dag.
Ornar sagði að skipið sem hér
um ræðir hefði verið í áætlana-
siglingum frá höfnum á megin-
landi Evrópu til Miðjarðarhafs-
hafna. Það hefði verið byggt árið
1976 og bæri alls 210 gáma
þannig að ef af kaupurn yrði
myndi flutningageta Skipadeild-
arinnar aukast verulega.
Aðspurður um frystiskipið
sem nú er verið að smíða fyrir
Skipadeild Sambandsins á Eng-
landi sagði Ómar að srhíðin
gengi samkvæmt áætlun og búist
væri við að skipið yrði. afhent í
lok október í haust. - Sjó.
FJÖLDI ÁVÍSANA
EYKST ÞRÁTT FYR-
IR KREDITKORTIN
■ „Fjöldi ávísana virðist ekki minnka, enn sem komið er. Útgefnir
tékkar eru um 12% fleiri í janúar í ár en sama mánuð í fyrra. Hitt er
annað mál, að notkun tékka hefur farið jafnt og þétt vaxandi,
sérstaklega á undanförnum árum, þannig að spurningin er hvort
kreditkortin hafi kannski eitthvað dregið úr þeirri aukningu sem ella
hefði orðið, þ.e. að tékkum hefði annars fjölgað ennþá meira", sagði
Þórður B. Sigurðsson, forstjóri Reiknistofu bankanna. Hann var
spurður hvort tilkoma mörg þúsund kreditkorta í umferð hafl orðið
til að minnka tékkanotkun fólks eins og spáð var þegar kreditkortin
hófu fyrir alvöru að rfðja sér til rúms hér á landi.
Útgefnir tékkar á árinu 1983
voru alls 11.954,000 talsins, sem
Samningur Félags
bókagerdarmanna:
Drjúgur meiri-
hluti samþykkur
■ Drjúgur meirihluti þeirra
sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu
um nýjan kjarasamning Félags
bókagerðarmanna var samningn-
um samþykkur, að sögn Magn-
úsar E. Sigurðssonar, formanns
félagsins í gærkvöldi.
Spurður hvort samningurinn
væri betri en ASÍ/VSÍ samning-
urinn sagði Magnús hann bæði í
grundvallaratriðum öðruvísi og
betri að mati sinna félagsmanna,
og koma þeim betur. Með þess-
um samningi hefðu náðst fram
ýmiss atriði bæði launalega séð
og eins varðandi samræmingu
samninga og annað sem lengi
hafi verið reynt að ná fram.
- HEI.
jafngildir því að hver einasti
íslendingur yfir 19 ára aldri hafi
gefið út 78 tékka. Meðalupphæð
þessara tékka var 9.404 kr., eða
samtals um 112.418 milljónir
króna. Tékkafjöldi í janúar s.l.
var um 89 þús. samanborið við
817 þús. í janúar 1983. Þótt
Þórður segði ekki vitað um skipt-
in milli fyrirtækja og einstaklinga
væri öruggt að miklum mun fleiri
séu útgefnir af einstaklingum.
Úr því fjöldi tékka eykst sam-
fara stóraukinni notkun kredit-
korta hlýtur öll skriffinnska í
kringum þessi greiðsluform að
aukast hröðum skrefum. Þórður
kvað það liggja í augum uppi og
að út frá þvi sjónarmiði væri
tékkinn þjóðfélagslega séð æski-
legra greiðsluform. Eyðublað í
þríriti með kalkipappír, sem
fylgir kreditkortaviðskiptunum
geti ckki vcrið ódýrari en eitt
tékkaeyðublað, og vinnan við að
fylla hið fyrrnefnda út sennilega
ívið meiri. Þar við bættist -eins
og nú háttar- handavinna við að
skrá inn á vél allar kreditkorta-
færslurnar, en tékkar séu lesnir
vélrænt hjá Reiknistofu bank-
anna.
Sem dæmi um aukningu skrif-
finnskunnar gat Þórður þess að
þegar Reiknistofan byrjaði árið
1975 hafi verið áætlað að þar
þyrftu að fara fram um 7-9
milljónir færslna á ári næstu
árin. Þær hafi hins vegar verið
komnar í um 15 milljónir strax
árið 1977, orðið 19 millj. árið
eftir, 25 millj. árið 1979,32millj.
árið 1981 og komist upp í 41,5
milljónir króna á síðasta ári.
Vegna vélvæðingarinnar sagði
Þórður þó ekki hafa þurft að
fjölga fólki hlutfallslega eins
mikið og færslufjöldi aukist.
„Við afköstum hérna með 60
manns og vélum vinnu sem áður
þurfti hundruð manna til að sjá
um í bönkunum", sagði Þórður.
-HEl
„Sólksinshópur"
■ Um leið og sést til sólar bregst
það ekki að hópar Frónbúa eru þar
með komnir í sólbað — allt eins þótt
hitastiginu hafi ekki enn tekist að
mjaka sér upp fyrir frostmarkið. Á
þennan „solskinshop“ rakst Ijós-
myndarinn okkar í „Læknum“ góða
í sólskininu um helgina.
Tímamynd Árni Sæberg.
Landsvirkjun:
REKSTRARTAPIÐ
AÐEINS 22 MILU-
ÓNIR SÍÐASTA ÁR
— á móti 152 mill]-
ónum árið áður
■ Kekstrartap Landsvirkjunar
í fyrra nam tæplega 22 milljónum
krúna, sem er mun skárri afkoma
en árið 1982, en þá var tapið
rúmlega 152 milljónir.
Rekstrartekjur fyrirtækisins
námu á árinu alls 1.529 milljón-
um króna sem er tæplega 184%
meira en 1982. Tekjur frá al-
mcnningsrafveitum jukust um
200%, sem auk verðhækkana á
árinu kemur til af rúmlega 21%
söluaukningu, sem að verulegu
leyti stafar af sameiningunni við
Laxárvirkjun á miðju ári.
Langtímalán Landsvirkjunar
gerðu meira en að tvöfaldast á
árinu, þau jukust um 6.325 millj-
ónirog námu alls 12.154 milljón-
um, en það er tæpur þriðjungur
af heildarskuldum þjóðarbúsins
við erlenda aðila.
b-Sjó.
Sjá nánar bls. 10