Tíminn - 27.03.1984, Page 4

Tíminn - 27.03.1984, Page 4
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1984 4 fréttir Forsætisráðherra um bankamálafrumvarpið: „HEHH VIUAD GANGA LEHGRA HVAfi VARBAR FÆKKIIN BANKANNA” ■ „Ég tel margt í framvarpi banka- málanefndarinnar vera athyglisvert, en á hinn bóginn hefði ég viljað sjá gengið lengra, svo sem hvað varðar fækkun banka, en það held ég að sé nauðsynlegt til þess að koma á hagkvæmari rekstrar- einingum, en í þessu frumvarpi er ekki tekið á því sem skyldi," sagði Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra er Tíminn spurði hann í gær hvert hans álit væri í frumvarpi bankamálanefndar um breytta skipan bankamála hér á landi. Forsætisráðherra sagðist vera því hlynntur að Útvegsbankinn og Búnaðar- bankinn væru sameinaðir og bætti við í því sambandi: „að vísu þyrftu að fylgja slíkri sameiningu tilfærslur á milli ríkis- bankanna, en ég tel nóg að hafa ríkis- bankana tvo.“ Fosætisráðherra sagðist vona að ákvæðið um hlutafélagabank- ana yrði til þess að þeir ættu eftir að sameinast eitthvað og verða þar með öflugri og hagkvæmari rekstrareiningar. Aðspurður um álit á tillögum nefndar- innar hvað varðar Seðlabanka íslands, sagði forsætisráðherra: „Mér finnst sjálf- sagt að Seðlabankinn greiði ríkissjóði 50% af hreinum arði. Það er gert mjög víða, og ég hef alltaf verið fylgjandi því. Hins vegar held ég að sumar tillögur, eins og þær um frjálsa vaxtaákvörðun viðskiptabankanna séu þess eðlis, að til þess að framkvæma þær, þurfi verulegt og strangt aðhald, því ég er ekki viss um að við séum komin niður á þann verð- bólgulausa hugsunarhátt sem nauðsyn- legur er í því skyni. Það þyrfti hugsan- lega ákveðinn aðlögunartíma, áður en slíkt ákvæði tæki gildi.“ Forsætisráðherra sagðist að öðru leyti ekki geta tjáð sig um frumvarpið, því hann væri enn að kynna sér það. -AB utanáliggjandi og innfelldir í hringlaga dósir. Sími 19840 Sendum í póstkröfu um land allt Þénið meira og vinnið erlendis t.d. U.S.A. Canada, Saudi Arabía, Venezuela o.fl. er óska að ráða til skemmri eða lengri tíma: Iðnaðar- menn, verkamenn, tæknimenn o.fl. Sendið 2 alþjóðleg svarmerki og fáið nánari upplýsingar. OVERSEAS, DEPT. 5032 701 Washington Street, Buffalo, New York, 14205, U.S.A. ■ Mæting varð ekki eins góð á seinni Dagsbrónarfundinum eins og þeim fyrrí. DAGSERÚN SAMÞYKWR ■ Nýir Dagsbrúnarsamningar voru samþykktir á almennum félagsfundi á sunnudaginn með öllum þorra atkvæða gegn 8. Helstu atriðin umfram ASI og VSÍ samning eru niðurfelling sérstaks unglingataxta og flokkahækkanir til þeirra sem starfað hafa yfir 15 ár hjá sama atvinnurekenda. Einnig telja Dags- brúnarmenn mikilvægt samningsatriði að fyrir 1. sept. n.k. skuli unnið að endurskoðun launauppröðunar Dags- brúnarmanna í launataxta. á vegum samstarfsnefndar beggja samningsaðila. RÍKIÐ FELL- URFRÁUNG- LINGATAXTA ■ Fjármálaráðherra tilkynnti BSRB í gær, að lágmarkstekjur fyrir fulla dagvinnu skuii vera 12.660 kr. á mánuði fyrir alla starfsmenn 16 ára og eidri, frá 1. mars að telja. Sérstakur taxti fyrir 16-18 ára starfsmenn, sem samið var um í kjarasamningi þann 29. febr. s.l. er þar með ekki lengur í gildi. L0KAT0LUR HIÁBSRB ■ Lokið er talningu í allsherjar- atkvæðagreiðslu BSRB um aðal- kjarasamning samtakanna og ríkisins. 11.997 voru á kjörskrá en 9682 kusu sem er 80,7% kjörsókn. Já sögðu 5596 eða 57,8%, nei sögðu 3846 eða 39,7%. Auðir seðlar og ógildir voru 240. Kosningin stóð yfir s.l. mánudag og þriðjudag en meginþorri at- kvæða var talinn á miðvikudags- kvöldið. 300 atkvæði voru geymd þar til ljóst var að öll atkvæði sem voru send utan af landi í pósti höfðu borist. GSH. MatthíasÁ.Matthésen,bankamálaráðherra: „Ég er að kynna mér f rumvarpið" ■ „Ég er enn að kynna mér frumvarpið og mun taka mér eðlilegan tíma til þess að kanna þaðáður en ég gef upp afstöðu mína til þess, eða einstakra liða þess,“ sagði Matthías Á. Mathiesen bankamálaráðherra er Tíminn spurði hann í gær hver skoöun hans væri á frumvarpi bankamálanefndar um nýja skipan bankamála, sem nefndin skilaði ráðherra sl. föstudag. Ráðherra var spurður hver hans skoðun væri á því ákvæði sem gerði ráð fyrir að fasteignir megi ekki nema meiru en 65% af eigin fé bankanna: „Mér finnst eðlilegt að setja einhverja viðmið- un í sambandi við þessa hluti, en ég hef ekki myndað mér skoðun á því hver rétta talan er.“ Samkvæmt heimildum Tímans þá munu það vera tveir bankar nú í dag sem ekki uppfylla þetta ákvæði, Verslunar- bankin og Samvinnubankinn. Tíminn spurði Matthías hvort þeir bankar sem ekki myndu uppfylla þau skilyrði sem sett yrðu, hvort sem það yrði 65% eða önnur prósentutala af eigin fé, myndu þurfa að fækka útibúum sínum, eða hvort þetta viðmiðunarákvæði myndi einungis gilda fram í tímann: „Banka- málaráðherra sagði: „Þá fá bankarnir að sjálfsögðu einhvern frest til þess að aðlaga sig nýjum kröfum sem settar verða í slíkri löggjöf.“ -AB Tímamynd: Ámi Sæberg. UMRÆDUFUNDIR UM VEHN OG FISKREKTARMÁL ■ Umræðufundir um veiði og fisk- ræktarmál verða á næstunni haldnir á vegum Landssambands stangaveiðifé- laga á eftirtöldum stöðum: Borgarnesi 31. mars, Selfossi 14. apríl, Blönduósi 5. maí og Akurcyri 19. maí. Frum- mælendur á fundinum verða frá: Veiði- málastofnun, Líffræðifélagi íslands, Landssambandi veiðifélaga, Lands- ' sambandi fiskeldis og hafbeitarstöðva og Landssambandi stangaveiðifélaga. Er þetta sagt í fyrsta sinn sem fulltrúar allra þessara aðila koma saman og reifa mál sín á opinberum fundum. Landssamband stangaveiðifélaga skorar á áhugamenn um veiði og fiskræktarmál að korria á fundina og blanda sér í umræður, enda komi væntanlega fram á fundinum allar helstu hugmyndir sem uppi eru varð- andi veiði ogfiskræktarmál. Allirfund- irnir vera á laugardögum og hefjast kl. 10 að morgnif -HEI.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.