Tíminn - 27.03.1984, Side 20
Opið virka daga
9-19
Laugardaga 10-16
H
HEDD
Shemmuveg' 20 Kopavogi
Simar (91 >7 75 51 & 7 80 30
Varahlutir
Mikiö úrval
Sendum um land allt
Ábyrgö á öllu
Kaupum nylega
bíla til niðurrifs
SAMVINNU
TRYGGINGAR
&ANDVAKA
ARMULA3 SIMI 81411
.«9
abriel
HÖGGDEYFAR
'S’QJvarahlutir .KST’
Ritstjorn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306
Hæstaréttardómur kominn í stóra bflasvikamálinu:
DÆMDIR í NÍU OG FJÖG-
URRA MJlNADA FANGELSI
■ Hæstiréttur hefur dæmt
innflytjanda á notuðum bílum
i 9 mánaða fangelsi fyrir
skjalafals og brot gegn
lögum um tollheimtu og toll-
eftirlit. Þá var bifreiðaeftir-
litsmaður dæmdur i 4ra mán-
aða fangelsi fyrir að vera í
vitorði með innflytjandanum
og að hafa skráð ranglega
upplýsingar um bifreiðar i
spjaldskrá og í skráningar-
skírteini. Fyrir ári var inn-
flytjandinn dæmdur i 15
mánaða fangelsi, þar af 12
mánuði skilorðsbundið í
Sakadomi Reykjavikur; og
bifreiðaeftirlitsmaðurinn i
5 mánaða fangelsi, þar af 4
mánuði skilorðsbundið, en
ríkissaksóknari áfrýjaði mál-
inu til Hæstaréttar.
Má! þetta kom upp áriö 1977
þegar í Ijós kom að framleiðslu-
númerum á vél og undirvagni
notaðs bíls sem innflytjandinn
flutti inn frá Þýskalandi. bar
ekki saman. Umfangsmikil rann-
sókn stóð yfir í 4 ár og að henni
lokinni var innflytjandinn
ákærður fvrir að hafa falsað
inntlutningsskjól vegna52ja not-
aðra nila. bannig að þeir virtust
vera eldri en þeir voru og að-
flutningsgjöld þvi lægri.
í dómi Hæstaréttar segir m.a.
að ákærði notaði sem fylgigögn
með aðflutninesskvrslum .vöru-.
reikninga sem hann hafði ritað
og höfðu að geyma rangar upp-
lýsingar um kaupverð bifreið-
anna, árgerð þeirra og verk-
smiðjunúmer. Við nokkrar toll-
afgreiðslur notaði hann í stað
vörureiknings pantanir sem hann
hafði sjálfur ritað á eyðublöö frá
Sportwagen Zentrum Paulinen
Garage. A sum af framangreind-
um skjölum falsaði hann undir-
skriftir. Flest eru þó án undir-
skriftar en öll gefa skjölin til
kynna að þau stafi frá þýskum
bílasölufyritækjum. Með því að
nota þessi fölsuðu skjöl gagnvart
tollyfirvöldum telur Hæstiréttur
að ákærði hafi unnið ti! refsingar
samkvæmt 1. mgr. 155. gr. al-
mennra hegningarlaga um skjala-
fals, auk refsingar samkvæmt'
lögum um tollheimtu og tollyfir-
lit.
Þá er sannað að bjfreiðaeftir-
litsmaðurinn hafi skráð ranglega
upplýsingar um bifreiðar í
spjaldskrá og í skráningarskírí-
eini í greiðaskyni við innflytjand-
ann. Því ber að refsa honum
samkvæmt 158. gr. sbr. 138 gr.
almennra hegningarlaga um
rangfærslur í opinberum
skjölum. Þar sem hann framdi
brot sín samkvæmt beiðni inn-
flytjandans ber að refsa honum
fyrir hlutdeild í þessum brotum.
Gæsluvarðhaldsvist mann-
anna kom til frádráttar fangels-
isvistinni en þeir voru dæmdir til
að greiða áfrýjunarkostnað sak-
arinnar.
Hæstaréttardómarararnir Þór
Vilhjálmsson, Björn Svein-
björnsson, Guðmundur
Jónsson, Halldór Þorbjörnsson
og Magnús Þ. Torfason kváðu
uppdóminn. GSH.
Þriðjudagur 27. mars 1984
Keflavíkur-
flugvöllur:
UNGKONA
TEKIN
MEÐHASS
■ Ung kona var handtekin á
Keflavikurflugvelli á sunnudag
þegar 100 grömm af hassi og
smávegis af amfetamíni fannst
t fórum hennar. Konan var að
koma með flugvél frá Kaup-
mannahöfn.
Konan var tekin til yfir-
heyrslu hjá fíkniefnalögregl-
unni en sleppt að þeim loknum
Hún mun hafa keypt efnið
erlendis til einkanota.
-GSH.
Xf'
■ Viðgerð á símalinunni frá
Flatcyri út á Ingjuldssand. Það
er Finnhogi Kristjánsson, eftir-
litsmaður sem hér sési uppi í
símastaur á Klúkuheiði, en þar
kvað hann liilanir einmitt lang
algengastar. Bilanir sagði hann
oftast verða vegna ísingar á
línunum. Símalínan er fest við
postulínskúlurnur með deigari
vír, sem gefur sig þá fyrr en
símalínan sjálf. Símalínurnar
falla þá gjarna niður án þess að
slitna - eins og átti ser stað í
þessu tilviki - sem gerir viðgerðir
auðveldari en ella, sagði Finn-^
bogi.
Mynd Guðm. Ástvaldsson.
Meintur fíkniefnasali:
ÚRSKURÐAÐUR
Í2JAVIKNA
GÆSLUVARÐHALD
■ Maður var um helgina úr-
skurðaður í 2ja vikna gæsluvarð-
hald hjá Sakadómi í ávana og
fíkniefnamálum, en grunur
leikur á að hann hafl stunduð
sölu á fikniefnum.
Maðurinn var handtekinn á
föstudaginn þar sem hann varð
uppvís að því að aka bíl réttinda-
laus. Maðurinn er vel þekktur
hjá fíkniefnalögreglunni og hef-
ur margoft komið þar við sögu.
Því var leitað á honum og fund-
ust um 20 grömm af amfetamíni,
sem er talsvert magn þegar um
amfetamín er að ræða.
GSH
dropar
Bjórsaga
■ Bjórstaðir í einni eða ann-
arri mynd njóta vaxandi vin-
sælda meðal höfuðborgarbúa,
enda boðið þar upp á „styrkt"
öl. Hversu mikill styrklcikinn
er gegnir öðru máli, og eru
veitingamenn þögulli en gröfln
i því efni. Dropar heyrðu af
manni einum í Reykjavík sem
sctið hafði lengi kvölds yfir
bjór af þessu tagi á ölstofu
Hótels Sögu. Þegar hann var
búinn að fá nóg í sig fór hann
að huga til heimferðar. Vegna
leigubílaskorts ákvað öldýrk-
andinn að aka sjálfur heim á
bifreið sinni, en því miður var
hann stöðvaður á leiðinni af
vörðum laga og réttar og kærð-
ur fyrir meinta ölvun við
akstur.
Löngu seinna bárust niður-
stöður úr blóðrannsókn, og
samkvæmt þeim var hann inn-
an löglegra marka, og því vel
ökufær. Hins vegar niun öku-
maðurinn hugsa sér til hreyf-
ings við val á drykkjum, úr því
styrkleiki bjórsins er ekki
meiri, og í litlum takt við það
verð sem gefið er fyrir hann.
Kílóum fækk
að um fimmtíu
■ „Hef ég einhverjar lífsregl-
ur, já: burtu með aukakílóin,
niður með brennivínið og
aldrei bjór, en vinnusemi í þess
stað, það eru mínar ær og
kýr", segir Ingimar Eydal,
hljómlistarmaður, í hressilegu
viðtali við Dag á Akureyri um
helgina. Gengur það fyrst og
fremst út á það þrekvirki sem
Ingimar vann á síðasta ári, þ.e.
að minnka þyngd sína úr 150
kílóum í tæplega hundrað.
Látum Ingimar segja frá:
„Ég get sagt þér það drengur
minn, að það er til mikils að
vinna. Má ég ef til vill bjóða
þér að hengja utan á þig 100
smörlíkisstykki og burðast með
þau með þér hvert sem þú
ferð. Ætli þú verðir ekki fcginn
að kasta þeint af þér. Eg hef
alltaf átt við þetta vandamál að
stríða, ég hef alltaf verið lyst-
ugur og ég get borðað alveg
hroðalcga mikið... Offitumað-
urinn verður að taka á sínu
vandamáli eins og alkóhólisti;
hann verður að gera sér Ijóst,
að hann er „matardópisti".
Svör átvaglsins við breyttum
aðstæðum í umhverfmu eru
þau sömu; hann fær sér auka-
bita... Stundum hef ég fengið
móralska timburmenn eftir
stærstu átveislurnar. Og þegar
maður er farinn að hafa nautn
af því að borða einn þá er þetta
að verða alvarlegt vandamál."
Krummi . . .
... gæti trúað að lítið verði eftir
af Eydal eftir tvö ár ef hann...
‘ ,• á&■ ■ ■ - .V-. ' • : ' '■ •