Tíminn - 27.03.1984, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1984
15
iþróttir
umsjón: Samúel Öm Erlingsson
Tíminn á leik Kölnar og Stuttgart:
ASCHR VflB BESTI
MAÐUR VALLAFHNS
— átti enn einn stórleikinn gegn Köln
■ Ásgeir Sigurvinsson átti rétt einn
stórleikinn með liðinu sínu VFB Stutt-
gart s.l. laugardag er liðið lék á útivelli
gegn 1. FC Köln. Mikið lá við fyrir
Stuttgart að tapa ekki þessum leik, ef
liðið á að eiga möguleika á að blanda
sér í baráttuna um meistaratitilinn.
Fréttamaður Tímans var mxttur á
leikvelli Kölnarliðsins ásamt góðum
hópi íslendinga, sem komnir voru til
að hvetja Stuttgartliðið til dáða.
Kölnarliðið mætti mjög ákveðið til
þessa leiks, enda í harðri baráttu um
sæti í UEFA keppninni að ári. Fyrstu
mínútur leiksins sóttu Kölnarleik-
mennirnir mjög og náðu að skapa sér
fjölmörg færi, enda gætti óöryggis í
vörn Stuttgartliðsins, þrátt fyrir að
Karlheinz Förster léki með, en fjarvera
hans í undanförnum leikjum hafði
mjög sett mark sitt á varnarleik liðsins.
Þegar á 5. mínúttu leiksins var dæmd
vítaspyrna á Stuttgart eftir að Makan
hafði bortið illa á skoska leikmannin-
um Mennie innan vítateigs. Vestur-
jHVERNIG VER "j
iBAYERN MUNC-i
Jhen 1
jMILUÓNUN- j
JUM? i
I- VERÐ AÐ KAUPA LEIKMENN
j FYRIR PENINGANA
■ ■ íþróttafréttaritarar vestur-þýskra •
I fjölmiðla velta því mjög fyrir sér þessa |
* daganna hvernig Bayern Miinchen .
| muni verja þeim 10 milljónum marka I
Isem Uðið fœr greiddar frá lnter Milano I
fyrir Karlhcin/ Rummenigge.
INú um helgina varð Ijóst að |
Iandsliðsmaðurinn Lothar Matthaus .
Ihja Éorussia Mönchengladbach mun I
ganga til liðs við Bayern fyrir næsta f
. keppnistimabil og fyrr í síðustu viku ■
I fcsti Bayern kaup á ungum marka- |
I* skorara frá Duisburg, Wohlfarth að ■
nafni. Nú er því frám haldið í þýskum |
blöðum að Bayern hafi jafnframt borið ■
I víurnar í markaskorarann Frank Mill |
Ihjá Mönchengladbach, sem skorað hef- ■
ur 15 mörk fyrir lið sitt í vetur. Ljóst er f
að Bayern Múnchen verður að styrkja ■
I sig með þýskum leikmönnum, þar sem *
1 nú þegar leika tveir útlendingar með I
I liðinu, belgíski landsliðsmarkvörður- ■
* inn Pfaff og danski landsliðsmaðurinn I
| Sören Lerby en fleiri útlendinga mega "
IV. þýsk lið ekki nota. Miðað við verð I
á þýskum leikmönnum, er Ijóst að *
■ Bayern getur keypt ansi marga nýja |
■ menn sýnist liðinu svo, og er raunar _
I nauðbeygt til þess, vilji stjórn félagsins |
■ koma í veg fyrir að skattstjórinn í.
IMúnchen næli í stóran hluta kaup- |
verðsins á Rummenigge fyrir stofnun .
Isína, en skattareglur í Þýskalandi eru |
þannig að lið verða að verja sölugróða .
Iaf félagskiptum leikmanny til kaupa á |
nýjum, annars er hátt hundraðshlutfall.
Isöluverðsins hcimt í skatt. I vestur I
þýsku útvarpsslöðinni SJV3 var því _
Ivarpað fram að salan á Rummenigge I
þýddi að Bayem gæti keypt sér lið sem Z
Ií engu væþ slakara en aðallið liðsins í I
dag/ fyrir gróðann. Leiku r liðsins í "
Isíðari hálfleik gegn Mönchengladbach I
sl. laugardag, þegar Rummenigge var J
Ifarinn útaf, sýndi og að ekki muni I
liðinu veita af sterkum mönnum til að :
Ifylla skarð hans og Paul Breiwiersdm I
lagði skóna á hilluna sl. vor.
- GÁG. I
þýski landsliðsmaðurinn Pierre Litt-
barski tók spyrnuna, en markvörður
Stuttgart, Rolder, var ekki í vand-
ræðum með að verja slakt skot hans.
Þetta er þriðja vítaspyrnan í röð sem
Roleder ver. Þessi geðþekki leikmaður
hefur verið mjög traustur í marki
Stuttgart að undanförnu og komist í
þýska landsliðshópinn fyrir góða
frammistöðu, en hann var hér fyrr á
árum talinn einn veikasti hlekkurinn í
Stuttgart liðinu.
Þrátt fyrir þetta fall sótti Kölnarliðið
án afláts og á 8. mínútu skoraði gamla
kempan Klaus Fischer fyrsta mark
leiksins með skalla eftir að vörn Stutt-
gart hafði opnast illa. Stuttgartliðið
tók vel við sér eftir markið, drifið
áfram af Ásgeiri Sigurvinssyni, sem
átti frábæranJeik á miðjunni. Það var
stórkostlegt að sjá glæsisendingar hans
á samherja, auk þess sem hann opnaði
vörn Kölnarliðsins oft með skemmti-
legum einleik og óvæntum skotum.
Þegar u.þ.b. 20 mínútur voru liðnar af
leiknum höfðu leikmenn Stuttgart nán-
ast náð öllum tökum á leiknum.
Hartmann var falið að hafa gætur á
Ásgeiri Sigurvinssyni, en hafði lítið í
hann að gera, og var að lokum tekinn
útaf á 57. mínútu leiksins.
Þegar allt virtist stefna í að Stuttgart
næði að jafna leikinn tókst Kölnarlið-
inu l hins vegar óvænt að skora annað
mark sitt í leiknum. Fischer var þar
aftur að verki eftir hornspyrnu Allofs,
sem Roleder mistókst að hreinsa frá.
Taldi Roleder að hann hefði verið
ólöglega hindraður í að slá knöttinn
frá, og mótmælti ákaft, en allt kom
fyrir ekki. -Staðan orðin 2:0 fyrir
Köln á 33. mínútu. Það sem
eftir.var fyrri hálfleiks sótti
Stuttgart ákaft, og á 38. mínútu
tókst Reichert að minnka mun-
inn á 2-1 með góðu skoti úr
þröngu færi eftir að
Schumacher í marki Kölnar-
liðsins mistókst að slá knöttinn
fráeftir lyrirgjöf Karlheins
Förster. Comeliusson átti tvö
góð færi á að auka við
markatöluna, en hitti ekki
markið. Staðan í hálfleikj
var því 2:1 og í
síðari hálfleik
má segja að
Stuttgart
hafi ráðið
lögum og
lofum á
vellinum. Liðinu'
tókst þó ekki að jafna fyrr en á
63. mínútu er Reichert skoraði annað
mark sitt í leiknum eftir stórskcmmti-
legt samspil við Ásgeir Sigurvinsson.
Leit nú út fyrir að Stuttgart gerði út um
leikinn, en leikmenn Kölnar vörðust
vel og náðu að beita hættulegum
skyndisóknum þegar gafst. Síðustu tíu
mínútur leiksins voru fremur daufar,
bæði lið virtust hafa sætt sig við
jafnteflið og hættu því ekki á neitt.
Ásgeir Sigurvinsson átti frábæran leik
með liði sínu eins og kemur fram í frétt
á bls 11 um dóma þýskra blaða um
leikinn.
GAG
■ Ásgeir Sigurvinsson átti einn stórleikinn enn með Stuttgart um helgina, og var
talinn áberandi besti maðurinn á vellinum í leik Stuttgart í Köln. Hann fékk víðast
hvar 1 í einkunn. Tímamynd Róbert
Búndeslígan:
JAFNT HJA HSV
■ 25. umferð Vestur-þýsku Búndesl-
ígunnar fór fram um helgina. Baráttan
á toppi og botni deildarinnar er nú að
komast í hámæli, 9 umferðir eftir. Sex
af níu leikjum heigarinnar lauk með
jafntefli, sem ef til vill bendir til að
liðin á botni og toppi deildarinnar vilji
fara varlega, ekki stefna stöðu sinni í
hættu, a.m.k. ekki á útivöllum. Ein-
ungis 18 mörk voru skoruð í umferð-
inni, óvenju lítið í Þýskalandi.
Úrslit helgarinnar urðu þessi:
Dússeldorf-Uerdingen 1:1
Werder Bremen-Kaiserslautern 1:1
Offenbach-Dortmund 0:0
Bochum Núrnberg 2:0
Mannheim-Frankfurt 1:1
Braunswig-Hamburg 0:0
Bielefeld: Leverkusen 3:0
Mönchengladb.: Bayern Múnchen 3:0
Köln-Stuttgart 2:2
Stórleikir umferðarinnar voru leikir
Mönchengladbach og Bayern Múnc-
hen og 1. FC Köln og Stuttgart (sjá
nánar hér í blaðinu). Þessir leikir og
leikur Braunsweig og Hamburger
Sportverein voru allir hinir mikilvæg-
ustu fyrir stöðuna í toppi deildarinnar,
ekkert þessara liða mátti raunverulega
við því að tapa báðum stigunum til að
dragast ekki aftur úr á toppi deildar-
innar.
Leiks Borussia Mönchengladbach
og Bayern Múnchen hafði verið beðið
með mikilli eftirvæntingu alla síðustu
viku. Stjórn Mönchengladbach hafði
gefið landsliðsmanninum Lothar Matt-
háus frest fram á föstudag til að
upplýsa hvort hann hyggðist fram-
lengja samning sinn við liðið, eða
ganga til liðs við Múnchenarliðið, eins
og gengið hafði fjöllunum hærra í
þýskum blöðum að undanförnu. Matt-
háus vildi ekkert gefa upp við fjölmiðla
fyrir leikinn, en að leiknum loknum
kom fram að hann mundi að öllu
forfallalausu skrifa undir samning við
Múnchenarliðið eftir fáeinar vikur.
Þetta er mikill missir fyrir lið Mönc-
hengladbach, sem hefur verið í mikilli
endurnýjun undanfarin ár, eftir stór-
veldistímann á 8. áratugnum. Matt-
háus er potturinn og pannan í öllum
leik liðsins og þessi 23 ára landsliðs-
maður er maðurinn á bak við vel-
gengni liðsins í vetur. Leikur liðanna
olli þó talsverðum vonbrigðum. í fyrri
hálfleik léku bæði liðin mjög varfærnis-
lega og sköpuðu sér ekki veruleg
marktækifæri. Kari Heinz Rummenigge
lék með Bayern í fyrri hálfleik, þótt
hann hefði legið í rúminu með flensu
meginhluta vikunnar. Hann fór út af í
hálfleik og í hans stað kom Mathy
inná, og var sóknarleikur Bayern enn
vandræðalegri í síðari hálfleik en í
hinum fyrri. Leikmenn Mönchenglad-
bach hresstust að sama skapi þótt liðið
sýndi engan stórleik. Fyrsta mark
leiksins kom á 80. mínútu eftir mikil
mistök belgíska landsliðsmarkvarðar-
ins Pfaff. Há sending norska leik-
mannsins Herlovsen í liði Möncheng-
ladbach fór yfir úthlaupandi mark-
vörðinn og hafnaði á kollinum á Mill
sem sendi knöttinn laglega í netið.
Leikmenn Mönchengladbach fóru á
kostum þær tíu mínútur sem eftir voru
af leiknum og Criens bætti við öðru
marki liðs síns á 82. mínútu og Mill var
enn á ferðinni á 89. mínútu með
glæsilegum skalla eftir undirbúning
Krauss, 15 mark hans í vetur. Þar með
var sanngjarn sigur Mönchengladbach
í höfn. Staðan á toppi deildarinnar er
því mjög jöfn, 3 lið deila með sér fyrsta
sætinu og Stuttgart kemur í fjórða
sæti, 1 stigi á eftir þrístirninu...
Leikur Braunstveig og Hamburger
Sportverein þótti skemmtilegur.
Hann bauð upp á allt sem góðan
knattspyrnuleik prýðir, nema það
mikilvægasta -mörk. Þrátt fyrir góð
færi á báða bóga tókst leikmönnum
liðanna ekki að skora. Markvörður
Hamburgarliðsins, Uli Stein átti frá-
bæran leik og. varði hvað eftir annað
með glæsitilþrifum hættuleg skot og
skall framherja Braunsweigliðsins.
Hamburger hefur oft gengið illa að
eiga við leikmenn Braunsweig á útivelli
og varð að halda til síns heima án
beggja stiganna. Braunsweig hefur nú
vegnað betur eftir jól en á fyrri hluta
keppnistímabilsins og liðið hefur náð
að koma sér úr hópi þeirra liða sem í
hvað mestri hættu eru með að falla í 2.
deild.
Gengi Dússeldorf er ennþá vallt,
eftir langvarandi erfiðleika tókst liðinu
þó að ná sér í fýrsta stigið í 6 síðustu
leikjum sl. föstudagskvöld er liðið
gerði jafntefli gegn nýliðum Uerding-
en, sem fyrir leikinn hafði tapað 4
leikjum í röð, flestum með miklum
mun. Theis skoraði mark Dússeldorf
með skalla á 26. mínúttu eftir góðan
undirbúning Bockenfeld, en Herget,
fyrirliði Uerdingen, jafnaði með föstu
skoti beint úr aukaspyrnu á 71. mín-
útu. Knötturinn hafnaði í varnarvegg
Dússeldorfliðsins og þaðan fór hann í
mitt mark liðsins, en markvörður þess,
Kleff, var kominn í hægra markhornið,
þangað sem boltinn hafði stefnt. Atli
Eðvaldsson átti heldur slakan dag,
eins og flestir leikmenn Dússeldorf,
fékk 5 í einkunn í Kicker í gær.
Þrátt fyrir sigurinn á Stuttgart í 8
liða úrslitum bikarkeppninnar á dög-
unum eni leikmenn Werder Bremen
enn í mikilli lægð. Liðið var heppið að
ná jafntefli á heimavelli sínum sl.
föstudagskvöld gegn ágengum leik-
mönnum Kaiserslautern, sem léku án
fyrirliða síns, landsliðsmannsins Brieg-
el, sem var í leikbanni. Kaiserslautern
náði forystu í leiknum á 6. mínútu
leiksins með marki Húbners, en Meier
jafnaði með glæsilegu skoti af 25 metra
færi á 26. mínútu leiksins. Eftir þetta
gerðist fátt tíðindavert í leiknum, en
leikmenn Kaiserlautern voru þó nær
sigri.
Staða Númberg verður nú sífellt
alvarlegri á botni deildarinnar. La-
meck og Schreier skoruðu mörk Boc-
hum gegn slöku liði Núrnberg. Þetta
var 15. mark Schreiers í vetur. Bielef-
eld, sem rak þjálfara sinn Karlheinz
Feldkamp í síðustu viku vann ömggan
sigur á Leverkusen 3:0 með mörkum
Hupe og Pagelsdorf sem skoraði tvö
mörk á síðustu 5 mínútum leiksins.
Olaidotter og Falkenmayer skoruðu
mörkin í jafnteflisleik Mannheim og
Frankfurt.
-GÁG
■ -Sjá stöðuna í Bundelígunni á bls