Tíminn - 27.03.1984, Blaðsíða 8
8'
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 19S4
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Ðjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson.
Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 1S, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Vanþekking eða
misskilningur
■ Stofnun og rekstur Miklagarös, hinnar glæsilegu verslunar
samvinnumanna í Reykjavík, hefur verið tilefni mikillar um-
fjöllunar þeirra sem telja einkaframtakiö hið eina og sanna
rekstrarform, og að fyrirtæki sem á annan veg er staðið að séu af
hinu illa. Reynt er að gera samvinnufélögin tortryggileg á flestan
hátt og einatt klifað á því að þau njóti sérstakra skattafríðinda,
sem hlutafélög og einkafyrirtæki fái ekki. Af þessari ástæðu er því
haldið fram, að samkeppnisaðstaða samvinnufyrirtækja sé miklu
mun betri en annarra. -
Það virðist vera sama hve oft þessi misskilningur er leiðréttur,
staðhæfingarnar um skattafríðindi samvinnuhreyfingarinnar
skjóta ávallt upp kollinum hvenær sem einkaframtakið telur að
sér sé ógnað, og dregin eru upp rökin fyrir óeðlilegri samkeppnis-
aðstöðu samvinnufélaga. Morgunblaðið er sá vettvangur þar sem
þessum rökleysum er oftast haldið að fólki.
Erlendur Einarsson forstjóri SÍS ritar grein í Morgunblaðið s.l.
sunnudag og hrekur þar þann misskilning og áróður, sem uppi er
hafður gegn samvinnuhreyfingunni, og sérstaklega vegna þeirra
skrifa, sem undanfarna mánuði hefur verið klifað á varðandi
Miklagarð og meint skattfríðindi þess fyrirtækis. Hann skrifar:
„Samkvæmt lagaákvæðum um sameignarfélög geta eigendur
ákveðið sjálfir í félagssamningi hvort félagið sé sjálfstæður
skattaðili eða ekki og gildir sú heimild um öll sameignarfélög.
Meginreglan er sú, að sameignarfélög eru ekki sjálfstæðir
skattaðilar, en hins vegar ef þau æskja hins gagnstæða skal það
tilkynnt sérstaklega. Nýjustu dæmin um sameignarfélög auk
Miklagarðs, sem ekki eru sjálfstæðir skattaðilar, eru Kreditkort
s.f., sem eru í eigu Útvegsbanka íslands, Verslunarbankans og
þriðja fyrirtækis og VISA-Island sem er í eigu fimm banka, þar af
tveggja ríkisbanka.
I Ijósi þess hvernig til rekstrar Miklagarðs var stofnað þótti ekki
ástæða til að víkja frá meginreglu laga um þetta efni. Það er hins
vegar rangt að fyrirtækið borgi ekki skatta til jafns við aðra.
Sú ákvörðun að félagið sé ekki sjálfstæður skattaðili þýðir
einfaldlega að tekju- og eignarskattar þess eru lagðir á eignarað-
ila."
Síðar segir: „Mergurinn málsins er sá, að til Miklagarðs er
stofnað samkvæmt ákvæðum laga um sameignarfélög og fylgt
meginreglu þeirra laga um skattalega stöðu þess félagsforms.
Tilraunir til að gera slíkt tortryggilegt eru byggðar á vanþekkingu
eða misskilningi nema hvorttveggja sé og hljóta að dæma sig
sjálfar."
Síðan gerir Erlendur samanburð á skattalögum varðandi
hlutafélög og samvinnufélög og sýnir fram á, að í megindráttum
eru þau hin sömu. Einnig sýnir hann fram á að tekjuskattur af
félögum er hverfandi lítill ntiðað við aðra skatta sem þeim er gert
að greiða og vegur mun minna í heildarskattlagningu en af er
látið.
Grein sinni lýkur hann á þennan veg: „Samvinnufélög og
einkafyrirtæki eiga víða í samkeppni og er það vel, enda þótt
samkcppnin sé víða meiri milli einkafyrirtækjanna sjálfra. Einka-
framtaksmenn sjá nú miklum ofsjónuni yfir framgangi samvinnu-
félaganna. Það er miður. Verra er þó þegar leitað er skýringa á
framgangi samvinnufélaganna í heilaspuna, sem ekki á við nein
rök að styðjast og forsvarsmenn kaupmanna bera síðan gagnrýn-
islaust á borð í opinberri umræðu. Slíkt hjálpar hvorki kaup-
mönnum né öðrum, en veldur hins vegar óþarfa deilum, sem best
er að forðast í okkar litla samfélagi.
Ég vil í fullri vinsemd benda mönnum á, að framgangur
samvinnuhreyfingarinnar liggur ekki í einhverju ímynduðu skatta-
hagræði samvinnufélaga heldur fyrst og fremst í eðli samvinnunnar
sjálfrar, á grundvelli samvinnustefnunnar, þar sem einstaklingar
og félög leysa með samvinnu og sameiginlegu átaki verkefni
líðandi stundar. Gerðu menn sér það ljóst þarf ekki að leita langt
yfir skammt til skýringar á stöðu samvinnuhreyfingarinnar á
íslandi í dag.“
O.Ó.
skrifað og skrafað
Verkefni sem lítt
er sinnt
■ Pað er skoðun fróðra
manna að lífefnaiðnaður geti
áttmikla framtíð fyrir sér hér
á lauJi el rétt er a málum
haldið. En fáfræði og sinnu-
leysi hafa valdið því að lítið
hefur verið gert í þessu efni
af opinberum aðilum. Árið
1982 var samþykkt þingsá-
lyktunartillaga sem borin var
fram af nokkrum framsókn-
armönnum um að rannsóknir
yrðu efldar til að koma
lífefnaiðnaði á fót hér á
landi, en lítið hefurverið gert
í málinu en sl. haust skipaði
iðnaöarráðherra nefnd til að
frcista þess að koma rann-
sóknum á einhvern rekspöl.
Nokkrar rannsóknarstofn-
anir hafa unnið að tilraunum
á sviði lífefnaiðnaðar en þaö
þarf samræmt átak til að gera
þennan atvinnuveg að veru-
leika. Lífefnaiðnaðurerekki
nýr af nálinni. en á síðustu
árum hafa orðið stórstígar
framfarir á þessu sviði og
mcð þeim þurfum við að
fylgjast og gera íslenskum
vísindamönnum kleift að
sinna verkefnum sem tengj-
ast lífefnaiðnaði.
Dr. Jón Bragi Bjarnason
cfnafræðingur skrifaði nýlega
grein í Dag um lífefnaiðnað
og þau tækifæri sem hann
býður upp á. Dr. Jón Brági
skrifar m.a.:
Á efnafræðistofu Raunvís-
indastofnunar hafa á undan-
förnurn árum farið fram at-
huganir á möguleikum ým-
issa þátta lífefnatækninnar á
íslandi. Rannsóknirnar hafa
hingað til farið fram með
aðstoð lausráðins fólks og
hefur í því sambandi komið
til aðstoð ýmissa aðila, svo
sem Vísindasjóðs, Framleið-
sluráðs landbúnaðarins,
Fiskimálasjóðs og Rann-
sóknarsjóðs Fláskólans. Hafa
þessar rannsóknir fyrst og
fremst miðað að því að at-
huga það hráefni, sem fellur
til hér á landi, sérstaklega í
landbúnaði og sjávarútvegi,
og að kanna vinnsluaðferðir,
scm falla best að þessu hrá-
efni og aðstæðum innan-
lands. í öðru lagi hafa þær
miðað aö því að rannsaka þá
framleiðsluvöru, sem úr hrá-
efninu fæst, sérstaklega ef
um hráefni frá sjávarútvegi
er að ræða. Þá hafa einnig
verið athugaðir möguleikar
á beitingu nýrra aðferða líf-
efnatækninnar við hefðbund-
na atvinnuvegi innlenda, svo
sem við fiskvinnslu, mjólkur-
iðnað og fleiri. Nokkur dæmi
um athuganir okkar og niður-
stöður fara hér á eftir.
Mikið er af lyfjaefninu
heparin í sauðfjárgörnum, og
er það auðvinnanlegt eftir
aðferð, sem hönnuð var á
Raunvísindastofnun. Þrjár
skýrslur liggja fyrir um
vinnslu heparins og höfum
við þar með lokið rannsókn-
um á því sviði.
Vinnsla lifhvata úr fiskúr-
gangi hefur verið til athugun-
ar um nokkurt skeið. Hefur í
því sambandi mest áhersla
verið lögð á vinnslu prótein-
kljúfandi lífhvata úr skúfum
og görnum þorsks. Nú liggur
fyrir aðferð til þess að vinna
grófhreinsaða ensímblöndu
úr þessu hráefni, sem nota
má í ýmsan iðnað, en mikil
vinna er framundan varðandi
fullhreinsun hinna ýmsu en-
síma íblöndunni. Fullhreins-
uð ensím eru eðlilega verð-
mætari en hálfhreinsaðar en-
símblöndur. Undanfarið
hafa þessar rannsóknir legið
niðri vegna fjárskorts.
Á síðasta ári hafa rann-
sóknir á verkun saltsíldar far-
ið fram á Raunvísindastofn-
un og miða þær að því að
skilja fcril verkunarinnar.
Fyrsta áfanga þessara rann-
sókna er nú senn lokið, og
bendir margt til þess aö verk-
un saltsíldar verði fyrst og
fremst fyrir tilstilli prótein-
' kljúfandi ensíma úr meltingar-
vegi síldarinnar. Ef það reyn-
ist rétt opnast ýmsir athyglis-
verðir möguleikar á síldar-
verkun með ensímum úr síld
eða þorski.
Framtíðarmögu-
leikar lífefna-
tækni á íslandi
Möguleikar lífefnatækn-
innar á íslandi eru fjölmargir,
og fer fjöldi þeirra fyrst og
fremst eftir hugmyndaauðgi
og kunnáttu fróðra manna.
Því másegja að möguleikarn-
ir séu óteljandi og þess vegna
ekki vettvangur hér til þess
að telja þá alla til. Þó skal
þess freistað að nefna nokkur
dæmi.
1. Vinnsla lífcfna.
Heparin og lífhvatar úr sauð-
fjárgörnum. Lífhvatar úr
fiskúrgangi. Lífhvatar og
hormón úr sláturúrgangi.
Fiskafóður úr loðnumjöli.
Lífhvatar úr hitaþolnum
hveraörverum. Lyfjaefni úr
blóðvökva blóðgjafa. Örver-
ufóður úr slógmeltu og mysu.
2. Ný notkun lífefna.
Síldarverkun með lífhvötum.
Sætaefna úr mysu með lífhvöt-
um. Roðflettingsíldar með
lífhvötum. Ostagerð með líf-
hvötum úr þorski.
Hér eru aðeins nokkur
dæmi tiltekin. sem gætu skil-
að verðmætaaukningu upp á
nokkur þúsund milljónir
króna árlega. En það er deg-
inum Ijósara að ekkert þess-
ara dæma verður að veru-
leika né heldur lífefnaiðnað-
ur yfirleitt án kostnaðar-
samra rannsókna og inn-
lendrar þekkingaröflunar.
Lokaorð
Eins og fyrr greindi er
helst Þrándur í Götu þróunar
lífefnatækninnar á Islandi
áhugaleysi og skortur á rann-
sóknaviðleitni. Áhugaleysi
fjárveitingavaldsins og for-
ystumanna atvinnuveganna
stafar fyrst og fremst af eðli-
legum þekkingarskorti, en
máttleysi rannsóknarstarf-
seminnar af andvaraleysi
stjórnmálamanna og for-
svarsmanna rannsóknar-
stofnana. Hinn auðfengni afli
undanfarinna ára og áratuga
hefur auðvitað haft slævandi
áhrif á viðleitni til nýjunga,
en það er lífsnauðsyn að nýta
betur innlent hráefni, eink-
um þegar skortur er á því.
Hér er um háþróaðan iðnað
að ræða, sem ekki er mann-
frekur, en skilar miklu í aðra
hönd, og það er sú tegund
atvinnustarfsemi, sem
mannfá neyslufrek þjóð þarf
á að haldá.
Ef til vill getur könnun
Rannsóknaráðs haft veruleg
áhrif til að auka áhuga manna
á lífefnatækni, en Ijóst er þó
að megin niðurstöður hennar
verða á sama veg og kannanir
iðnaðarráðuneytisins fyrrum
þ.e. að lífefnatækni lofar
góðu, en að rannsókna sé
jafnframt þörf. Það þarf því
að fyglja fast eftir meðöflugu
rannsóknarstarfi.
Þegar er fyrir hendi vísir
að rannsóknum á sviði líf-
efnatækni við Háskóla
íslands. Þennan vísi verður
að styrkja og efla nú þegar,
svo að unnt verði að viðhalda
þeirri þekkingu og reynslu,
sem búið er að byggja upp.
og samfelldni nái að haldast í
þessum rannsóknum. Ekki er
fært að bíða eftir niður-
stöðum könnunar Rannsókn-
aráðs og tilvonandi já-
kvæðum viðbrögðum.
fréttir
Bókmennta-
dagar
■ í tilefni af norrænu bókmenntaári
verðurefnt til bókmentadaga í Hásselby-
höll 6. til 10. ágúst í sumar. Það eru
norrænu félögin í höfuðborgum Norður-
landanna sem standa að bókmennta-
dögunum en félagsdeildin í Stokkhólmi
hefur tekið að sér skipulag og
framkvæmd. Þátttökugjald cr 1200
sænskar krónur og eru þeir félagsmenn
á íslandi sem áhuga hafa á þátttöku
beðnir að hafa samband við skrifstofu
Norræna félagsins í Norrænahúsinu eigi
síðar en 15. maí.
Þá eru félagsmenn Rcykjvíkurdcildar
Norræna félagsins sem hug hafa á að
sækja höfuðborgarráðstefnuna í Hels-
ingfors dagana 18. til 20 maí beðnir að
láta skrifstofuna vita sem fyrst.
HJUKRUNAR-
GÖGNUM 0G
LÆKNINGAR-
TÆKJUM SAFNAÐ
FYRIR CAPO-
VERDE
■ Á vegunt heilbrigðisyfirvalda og
Þróunarsamt innustofnunar í sam-
vinnu við Rauða Kross íslands fer nú
fram söfnun á notuðum en vclmeð-
förnum hjúkrunargöngnum og lækn-
ingjartækjum til sjúkrastofnana á
Capo-<Verde. Forráðamenn og
stjórnendur sjúkrahúsa í þéttbýli og
drcifbýli hafa sýnt þcssu starfi góðan
skilning og gcngur söfnunin allvel.
Þeir scm vilja gefa til söfnunarinn-
ar cru beðnir um að hafa samband v
við Skrifstofu landlæknis cða Rauða
Kross fslands. Ætlunin cr.að senda
göngin með skipinu Feng er fer til
Capo- Verde í apríl eða öðrum
fiskiskipum er leið eiga til Lissabon.
síðan verður göjjnum umslcipað til
Capo-Verde. , _ ÁDJ.
Málverkasýning
ar í Hafnarborg
■ Á morgun opnar í sýningarsal Hafn-
arborgar að Strangötu 34 í Hafnarfirði
málverkasýning Gunnars Hjaltasonar.
Sýningin verður opin alla daga frá tvö til
7 síðdegis og er aðgangur ókeypis. Þessi
sýning er sú fyrsta í röð myndlistasýninga
hafnfirska listamanna sem stjórn stofn-
unarinnar stendur fyrir. Sýningarnar
standa með stuttum hléum til II. júní
næstkomandi. Aðrir myndlistarmenn
sem verða með sýningar þessa daga eru
Jón Þór Gíslason, Jón Gunnarsson og
Gunnlaugur Stefán Gíslason.
Hafnarborg er menningar og lista-
stofnunHafnarfjarðarbæjar og að stofni
til gjöf hjónanna Ingibjargar Sigurjóns-
dóttur og Sverris Magnússonar sem þau
færðu bænum á 75 ára fmæli hans í fyrra.
Gjöf þeirra var fasteignin Strandgata 34,
málverka og bókasafn. - b.