Tíminn - 27.03.1984, Side 7

Tíminn - 27.03.1984, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1984 !l !l j. 1 !l !l .111 ? liggur alveg á mörkunum. Eg hef flutt þetta verk í Gautaborg og nú stendur fyrir dyrum uppfærsla með mér í Helsinki með finnsk- um hljómsveitarstjóra, Esa Pekka Salonen síðan stend- ur til uppfærsla í Osló og Stokkhólmi með Útvarps- hljómsveitinni, sú uppfærsla verður gerð fyrir sjónvarp. Annars hefur þetta verk notið mikilla vinsæida á meginlandinu og verið sett þar upp a.m.k. 60 sinnum alls, í Pýskalandi, Frakk- landi, Hollandi og auðvitað í Austurríki." Yfirskrift þessara tón- leika verður annars „Tónlist á tyllidögum“ og leikin verður skemmtihljómlist af ýmsu tagi, nýtt verk eftir Pál P. Pálsson sem heitir einmitt Tónlist á tyllidögum og í verkinu minnist tón- skáldið alþýðutónlistarinn- ar í sínu gamla heimalandi, Austurríki, þar sem hvert þorp og sýsla átti sér blásara og trumbuberjara sem spil- uðu á tyllidögum, tónlist sem á sér aldalanga hefð í þessu tónlistarinnar landi. Frumflutt verður verk eftir ungan Reykvíking, Atla Ingólfsson, sem stundað hefur tónsmíðanám að undanförnu í Tónlistarskól- anum í Reykjavík og loks verða leiknir dansar frá Vín- arborg eftir Stromayer, Jo- hann og Josef Schrammel, sem skópu hefðir í skemmti- og hressingarskálatónlist í Vínarborg á síðustu öld. Rúsínan í pylsuendanum verður svo Keisarakonsert Johans Strauss yngri, í út- setningu Arnolds Schön- bergs, forvitnileg tónlist því að varla er hægt að hugsa sér ólíkari tónskáld en þessa tvo síðastnefndu. JGK ■ Stund milli stríða hjá Hart og Mondale Hart og Mondale berjast hart um hylli Gyðinga Prófkjörið í New York getur orðið örlagaríkt ■ ÝMSIR fréttaskýrendur hafa kveðið svo að orði, að nú sé framundan örlagaríkasta vikan í keppni þeirra Harts og Mondales um framboð fyrir demókrata í forsetakosningunum í haust. Næsta þriðjudag fer fram próf- kjör í New York ríki. Gangi Mondale með sigur af hólmi í New York hefur staða hans verulega styrkzt. Að sama skapi yrði ósigur Harts þar mikið áfall fyrir hann. Mondale hefur að ýmsu leyti sigurvænlegri stöðu þar, einkum eftir að hann sigraði í Illinois. Það kom í Ijós þar, að það var mikilvægt fyrir hann að hafa bæði stuðning verkalýðsfélag- anna og helztu flokkssamtak- anna. Kosningaþátttaka varð því meiri en áður eru dæmi til í prófkosningum í lllinois. Hlutur Harts var þó engan veginn slæmur, en hann fékk 35% greiddra atkvæða. en Mondale 41%. Sá, sem kom mest á óvart, var Jesse Jackson, sem fékk 21%. Það styrkti Mondale í Illinois, að hann hafði tveimur dögum áður unnið í Michigan. Þeim sigri hans-hafði að vísu verið spáð, sökum þess, að verkalýðs- hreyfingin er hvergi öflugri í Bandaríkjunum. Hannvarðhins vegar meiri en spáð hafði verið. Það réði vafalaust allmiklu um þessi úrslit, að Mondale var búinn að setja á sig stríðshanzka, eins og hann sjálfur komst að orði. Hann hafði snúið vörn í sókn í glímunni við Hart. Hann tók sér fyrir hendur að kryfja til mergjar hina nýju stefnu, sem Hart var að boða, og tókst að gera heldur lítið úr. Jafnframt fór hann að rifja upp afstöðu Harts til ýmissa þingmála og fannst þar gæta ósamræmis orða og efnda. Hér var að ýmsu leyti kominn nýr Mondale til sögunnar, vígreifari og hressilegri en áður. Þetta virtist falla fólki vel í geð. Hart var tæpast viðbúinn að mæta þessu. Sumt reyndist einn- ig misheppnað hjá honum. Hann sagði, að Mondale hefði deilt á sig fyrir að hann hafði stytt nafn sitt og sagt sig um skeið einu ári yngri en hann var. Mondale henti þetta fljótt á lofti, því að hann hafði aldrei minnzt á þetta. Enn verra var, þegar birt var sjónvarpsauglýsing frá Hart, er ■ Jackson sækist bæði eftir fylgi hvítra og svartra. gaf til kynna að Mondale væri verkfæri umdeilds leiðtoga hjá gömlu demókrataklíkunni, scm hafði um langt skeið ráðið lögum og lofum í Chicago. Þetta varð til þess að gamla flokksvélin, sem hafði verið að mestu hlut- laus, snerist gegn Hart af hörku og ekkert dugði, þótt hann lýsti yfir því, að augiýsingin hafði verið birt af misgáningi og án þess að vera borin undir hann. í KOSNINGASLAGNUM í New York reynir Hart að forðast slík mistök. Miklu skiptir fyrir hann, að liðsmenn Mondales fái ekki svipaðan höggstað á honum aftur. Baráttan milli þeirra Harts og Mondales í New York snýst ekki sízt um það að ná fylgi Gyðinga. Gyðingar eru mjög fjölmennir í New York og standa oftast vel saman. Þeirhafalíka veriðörlát- ir á framlög í kosningasjóði. Það getur ráðið úrslitum hvar þeir standa. Yfirleitt hefur vcrulegur meirihluti þeirra fylgt demó- krötum. Núverandi borgarstjóri í New York, Ed Koch, er Gyðingur og hefur lýst stuðningi við Mondale. Sama hefur einnig ríkisstjórinn, Mario Cuomo, gert og Maynihan öldungadeildarmaður. Sá fyrr- nefndi er Itali, en síðarnefndi Iri, en Italiroglrareru fjölmenn- ir í New York og hafa oft haft mikil áhrif á kosningaúrslit í borginni. Stuðningur þessara þremenn- inga er mikilvægur fyrir Mondale. Hart verður að byggja sigurvonir sínar á því, að kjós- endur vilji fá eitthvað nýtt og að hann sé maðurinn, sem hafi slíkt fram að færa. Þess vegna leggja andstæðingar hans nú allt kapp á að klæða hann úr nýju föt- unum. Auk Gyðinga, ítala og íra eru blökkumenn mjög fjölmennir í New York. Yfirleitt hallast þeir meira að Mondale en Hart. Hart verður hér að treysta á, að Jackson nái atkvæðum þeirra. Deilt hefur verið á Hart fyrir það að vera ekki nógu mikill stuðningsmaður ísraels. Þá hafi hann haft talsverð samskipti við Araba og var það nefnt sem dæmi að hann hefði aðallega fengið kosningalán hjá First American Bank í Washington, en hann er sagður eign Araba. Hart hefur sagt, að þetta stafaði af hreinni tilviljun, en til vonar og vara, hefur hann nú flutt bankaviðskipti sín þaðan og fær nú lán frá Women’s National Bank og National Bank of Washington. Hart reynir nú að lýsa sig enn meiri vin Gyðinga en Mondale. Hann segist ckki muni láta kon- ung Jordans eða konung Saudi- Arabíu hafa áhrif á afstöðu sína, ef hann nær kosningu sem forseti. Þá ntuni hann iíka flytja sendiráð Bandaríkjanna til Jerúsalem. eins og stjórn Israels hefuróskaðeftir,en Bandaríkja- stjórn hafnað hingað til vegna andstöðu Araba við að Jerúsal- em fái viðurkenningu sem höfuð- borg Israels. í DAG mun fara fram prófkjör hjá demókrötum í Connectieut, nágrannafylki New York. Þar er Hart spáð auðveldum sigri, eins og í öðrum Nýja-Englands- fylkjum. Mondale hefur líttsinnt kosningabaráttunni þar, heldur snúið sér nær eingöngu að New York. Síðan kosið var í Illinois á þriðjudaginn var, hafa farið fram * kjörfundir, en ekki prófkjör, í Nevada. Kansas og Virginia. Hart varð hlutskarpari í Nevada, en Mondale í hinum tveimur. Republikanir láta vel yfir glímunni milli þeirra Harts og Mondale og hafa talið ávinning fyrir sig, að þeir reyni sem mest að lítillækka hvor annan. Það er þó engan veginn víst, að þetta verði þeim þeirra, sem ber sigur úr býtum, til óhags. Þeir fá mjög mikla kynningu í sambandi við þessi átök, og hafi t.d. sá, sem sigrar, staðið sig sæmilega, getur það orðið hon- um ávinningur. T.d. hefur Mon- dale tvímælalaust grætt á því, að hann er röskari og hressilegri í málflutningi en áður. Þórarinn Þorarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.