Tíminn - 04.04.1984, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 4. AFRII. 1984
&
Útgefandi: Nútíminn h.f.
' Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og
Þórarinn Þórarinsson
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Síðumúli 15, 105 Reykjavík.
Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300.
Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Verð í lausasölu 20 kr. en 22 kr. um helgar
(2 blöð). Áskrift 250 kr.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaöaprent hf.
Gatid hans
Alberts
■ Undanfarna daga hefur farið fram á Alþingi óvenjulegt
sjónarspil, sem hlotið hefur nafnið: Gatið hans Alberts.
Upphaf þess er það, að fjármálaráðherra taldi sig hafa
uppgötvað tveimur mánuðum eftir að fjárlög ársins1984
voru samþykkt, að þau væru verulega götótt. Ýmsir
útgjaldaliðir myndu fara fram úr áætlun. Hann ákvað að
bregðast þannig við þessum vanda að fá ríkisstjórn og
Alþingi til liðsveizlu með tilheyrandi blaðamannafundum
ogauglýsingum. Síðan hefur glíman við gatið hans Alberts
verið slíkt uppáhaldsefni fjölmiðla að Lucy væri fullkom-
lega gleymd, ef sjónvarpið hefði ekki notað hana í
aprílgabb sitt, en þar átti hún vissulega vel heima.
Það er ekki nýtt, að gat finnist á fjárlögum, þótt skammt
sé liðið frá afgreiðslu þeirra. Það er útilokað að ganga svo
frá fjárlagagerðinni, að.göt komi ekki til sögunnar. Þetta
hefur gerzt meira og minna hvert einasta ár áratugum
saman. Venjulegir fjármálaráðherrar hafa ekki brugðizt
við slíkum vanda með því að sópa ruslinu undir teppið,
svo að notuð séu ummæli Alberts, og þeir hafa heldur ekki
hlaupið út á gatnamót til að auglýsa, að nú hafi þeir lent
í mikilli raun.
Viðbrögð þeirra hafa alla jafnan verið þau, að þeir hafa
unnið að því í samráði við meðráðherra sína að ráða fram
úr vandanum. Þar hafa komið til greina hinar hefðbundnu
leiðir, sem Alþýðuflokkurinn hefur bent á í sambandi við
gatið hans Alberts, þ.e. sparnaður, tekjuöflun og yfir-
færsla til næsta árs. Yfirleitt hefur þetta tekizt hávaðalaust
og auglýsingalaust.
Oft hefur það líka leyst vandann að tekjur ríkisins
reyndust meiri, þegar leið á árið, en allir gætnir fjármála-
ráðherrar hafa reynt að áætla tekjurnar varlega, svo að
eitthvað væri til sem upp á mætti hlaupa, ef vissir
útgjaldaliðir færu fram úr áætlun og nauðsynlegt væri að
fylla í göt.
Albert Guðmundsson er hins vegar enginn venjulegur
fjármálaráðherra. Hann nýtur þess að vera í sviðsljósinu.
Gatið var tilvalið tækifæri til að vera í ljósi fjölmiðla. Það
hefur það líka sannarlega reynzt. Hvers vegna skyldi
Albert þá vera að bjástra við að fylla í gatið í kyrrþey að
hætti þeirra Halldórs E., Matthíasar Á., Tómasar Árna-
sonar og Ragnars Arnalds? Þessir menn kunnu ekki að
meta sviðsljósið.
Hins vegar er margt auðveldara en að fylla fjárlagagöt
frammi fyrir sjónvarpsvélum. Það hefur ekki auðveldað
starf ráðherranna að þurfa að vera að svara því daglega,
hvort þeir væru búnir að fylla einn tíunda eða fimmta eða
helminginn af Albertsgatinu.
Það hefur líka reynt á stjórnarandstöðuna, þegar hún
hefur þurft að svara því, hvernig hún vildi fylla upp í gatið.
Þar hefur reynzt fátt um hagsýn svör.
Það má mikið vera, ef þjóðin er ekki orðin þreytt á öllu
þessu fjölmiðlafjasi um gatið hans Alberts, sem er orðið
álíka daglegt brauð og að svona margir hafi verið drepnir
í Líbanon og svona margir í E1 Salvado'r.
Áreiðanlega eru þeir orðnir margir, sem eru farnir að
vænta þess, að Albert fari í kyrrþey að fylla í gatið að hætti
þeirra Halldórs E., Matthíasar Á., Tómasar Árnasonar
og Ragnars Arnalds og láti Lucy taka við aftur á skjánum.
Þ.Þ.
_____jfmmm
skrifad og skrafað
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltruar ritstjóra
Fróttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Arvakur. Reykiavik
Haraldur Svemsson.
Matthias Johannessen.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Gúömundsson.
Björn Jóhannsson
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson.
Sigtryggur Sigtryggsson.
Agúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6. sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Askrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö.
Alræði tímans
Isíðasta sunnudagsblaði
Morgunblaðsins var grein
um tímann og þar stóð með-
annars’ Maftnr horf
deginu, einmitt í dag, 1. apr- I
íl, tekur ný tímaskipan gildi [
hjá mörgum launþegum.
I 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. april 1984
Skrlfctotucttö I
AuglytJngact I
Afgr*l6«lu«t|i I
Afgr*l6*U:B [
DJÚÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs- __________
I 'hreyfingar og þjóðfrelsis
1 Utllt og höo
Rttatjóm: Am Bergmann, Emar Karl HarakJston. ao^ymu>g«r
Upplýsingar um
störf Alþingis
og borgarstjórnar
Forsenda þess að lýðræðið verði meira en kosninga-
form á nokkurra ára fresti er að almenningur fái ítar
• - (ráttir nm stefnumótun og umræður. Alþingi Of
Mlikiir menn
erum við
Hrólfur minn
■ Sumir sætta sig við
alræði tímans og aðrir
bjóða því byrginn svona
af og til. Þessi er niður-
staða leiðarahöfundar
Morgunblaðsins sem
fjallaði um hvorki meira
né minna en alræði tím-
ans s.l. sunnudag. Þeir
sem bjóða alræðinu byrg-
inn eru kjörnir fulltrúar
á Alþingi og í borgar-
stjórn Reykjavíkur.
Þeir fuglar eru svo
aftarlega á merinni að
áliti Mogga, að taka ekki
tillit til vinnutíma
blaðamanna og sitja á
fundum og ræða sín mál
á þeim tíma sólarhrings-
ins sem gerir blaða-
mönnum óhægt um vik
að koma frá sér fréttum
af árangri fundanna.
Hlýtur nú Alþingi og
borgarstjórn að endur-
skoða fundatíma með til-
liti til þarfa blaðanna.
„Fáir eru í meira
kapphlaupi við tímann
en blaðamenn. Fáir eiga
meira undir fjölmiðlum
en stjórnmálamenn,"
segir Moggi af lítillæti
sínu. „Með þetta í huga
er einkennilegt hve
íslenskir stjórnmála-
menn hafa Iítið á sig lagt
til að starfa innan þeirra
tímamarka sem eðlilegt
er að setja störfum
blaðamanna og auðvitað
eiga að taka mið af al-
mennri þróun í þjóðlíf-
inu.“
Borgarstjórnin í
Reykjavík fær ríflega
sinn skammt af umvönd-
uninni og er helst að
skilja að störfin þar séu
ur.nin fyrir gýg þar sem
fundartímanum er svo
háttað að fréttir af borg-
arstjórnarfundum lenda
óhjákvæmilega í undan-
drætti „og þá telja borg-
arfulltrúar að verið sé að
gera lítið úr störfum
þeirra.“ Síðan er Alþingi
og borgarstjórn bent á í
fullri vinsemd hvernig
haga á fundartíma svo að
eitthvert gagn verði af.
Að öllu jöfnu lesa þeir
hjá Þjóðviljanum Mogg-
ann eins og skrattinn
Biblíuna og er ekki laust
við að Moggafólk viðhafi
svipað lestrarlag þegar
það rennir augum yfir
síður Þjöðviljans.
En nú brá svo við að
leiðarahöfundur mál-
gagnsins upptendraðist
af hugrenningum Mogga
um að bjóða alræði tím-
ans byrginn, þannig að
tekið er undir hvert orð
og hnykkt á. „Morgun-
blaðið bendir réttilega
á...“ segir Þjóðviljinn, og
„Skynsamleg ábending í
leiðara Morgunblaðs-
ins...“ „Þjóðviljinn tekur
undir ábendingar Morg-
unblaðsins um nauðsyn
þess að breyta fundar-
tíma Alþingis og borgar-
stjórnar. „Sú breyting
myndi hafa í för með sér
ítarlegri fréttaflutning og
stuðla að sterkari lýð-
ræðisvitund almenn-
ings.“
Það er ekki ónýtt að
frétta að enn hraðsoðnari
og nýrri fréttir af karpinu
á Alþingi og í borgar-
stjórn stuðli að sterkari
lýðræðisvitund almenn-
ings, hvað sem það nú
annars þýðir.
Að eiga sitt
undir f jölmiðlum
í því stóra fjarlæga út-
landi, þangað sem við
sækjum hugmyndir og
framfarir, hefur allmikil
umræða staðið yfir um
fjórða valdið, það er fjöl-
miðlavaldið. Þykir
sumum nóg um umsvif
þess og aðkomumenn á
Vesturlöndum, eins og
t.d. Solzenitsynspyrhver
hafi kosið þetta vald í
þingræðisríkjum. Verð-
ur fátt um svör.
Morgunblaðið segir að
fáir eigi jafnmikið undir
fjölmiðlum og stjórn-
málamenn. Þetta bendir
til að fjórða valdið sé að
festast í sessi á íslandi og
hafa reyndar mörg teikn
verið á lofti um þessa
þróun undanfarin ár.
Hún getur verið góð eða
slæm eftir atvikum.
Vissulega er það stjórn-
málamönnum, og öðrum
ráðamönnum hollt að
hafa það aðhald sem
frjálsir fjölmiðlar veita
þeim, og þeir komast
ekki upp með að pukrast
með mál sem eðlilegt er
að allur almenningur fái
innsýn í. Og það er hlut-
verk og skylda frjálsra
fjölmiðla að veita þær
upplýsingar sem þeir vita
sannastar og réttastar í
hverju því máli sem frétt-
næmt þykir, þó með
undantekningum, svo,
sem að ganga ekki óþarf-
lega nærri einkalífi
manna eða valda þeim
óþægindum eða tjóni að
óþörfu tilefni og lítt frétt-
næmu.
En þegar stjórnmála-
menn eru hins vegar
farnir að haga orðum sín-
um oggjörðum með tilliti
til þess hvernig það tekur
sig út í fjölmiðlum og
láta það ráða ákvörðun-
um sínum og stjórnarat-
höfnum leggja þeir þar
með blessun sína yfir
fjórða valdið, sem getur
tekið af þeim ráðin séu
þeir ekki á varðbergi.
Vissulega væri það
þægilegt fyrir okkur sem
á blöðum starfa að
dagskrá Alþingis og
borgarstjórnar yrði
breytt á þann veg að
fyllsta tillit væri tekið til
vinnutíma okkar og
þeirra tímaskorða sem
prenttími blaðanna setur
ávallt. En það er fleira
sem taka verður tillit til
og alþingismenn og borg-
arfulltrúar hljóta sjálfir
að ákveða sinn vinnu-
tíma og hvernig hann
verður haganlegast
nýttur.
Það er nefnilega svo
að það skiptir meira máli
að starfað sé af viti og
fyrirhyggju af kjörnum
fulltrúum en hvernig
þeim tekst að vekja at-
hygli á sjálfum sér frá
degi til dags.
Vissulega er það rétt
að stjórnmálamenn eiga
mikið undir fjölmiðlum,
en því má bæta við að
fjölmiðlar eru einnig tals-
vert upp á stjórnmála-
mennina komnir og fer
best á því að hvorugur
þjóni óhóflega undir
hinn.
-OÓ
f réttir .
Af hugasemdir endur-
skoðenda Flugleiða
— varöandi bókfærslu á hlutabréfum félagsins í Arnarflugi
■ Vegna frásagnar í fjölmiðlum af
meðferð hlutabréfaeignar Flugleiða í
Arnarflugi í ársreikningi félagsins, vilj-
um við endurskoðendur félagsins taka
þetta fram.
Hjá Flugleiðum hefur hlutabréfaeign
í hlutdeildarfélögum verið færð í árs-
reikninga félagsins með sama hætti allt
frá árinu 1980. Hér er stuðst við alþjóð-
lega reikningsskilaaðferð sem nefnd hef-
ur verið hlutdeildaraðferð, og er ætlast
til að félagið noti þessa aðferð í ársreikn-
ingum sínum, sem notaðir eru af er-
lendum lánastofnunum og í öðrum al-
þjóðaviðskiptum. Þessi reikningsskila-
aðferð er ekki algeng í íslenskum fyrir-
tækjum.
Samkvæmt þessari aðferð brcytist
bókfært verð slíkrar hlutabréfaeignar í
samræmi við afkomu hlutdeildarfélags
og breytingu á bókfærðri eiginfj árstöðu
þess. Þannig hefur bókfært verð hluta-
bréfaeignar í Arnarflugi áður verið
hækkað vegna jákvæðrar afkomu en er
nú lækkað vegna neikvæðrar afkomu á
árinu 1983. Hlutabréfaeignin er ekki
færð úr bókum Flugleiða, heldur breytist
bókfært1 verð hennar í samræmi við
bókfært eigið fé hlutdeildarfélagsins.
Þetta er tímabundin ráðstöfun og getur
breyst þegar á næsta reikningsári.
Flugleiðir eiga nú um 40% hlutfjár í
Arnarflugi og hafa tvo af fimm stjórnar-
mönnum. Þeir höfðu upplýsingar um
afkomu og eiginfjárstöðu Arnarflugs á
árinu 1983 og á þeim er byggð sú
ákvörðun stjórnenda Flugleiða að færa
niður bókfært verð hlutabréfaeignar í
Arnarflugi í samræmi við þá reiknings-
skilaaðferð sem áður er lýst.
Ljóst er að raunverð hlutabréfaeignar
getur verið annað en bókfært verð
hennar. Raunverðið ræðst meðal annars
af markaðsverði eigna viðkomandi fé-
lags á hverjum tíma og framtíðarhorfum
í rekstri þess. Með framangreindri reikn-
ingsskilaaðferð hefur ekki verið lagt mat
á raunverðmæti hlutabréfa í Arnarflugi.
Frá Endurskoðun hf.
Guðni S. Gústafsson
Olafur Nilsson
löggiltir endurskoðendur