Tíminn - 10.04.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.04.1984, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 fréttir ¦ Um 300 konur hvaðanæva að af landinu sóttu Vorvöku 1984 um helgina. Þrjú hundruð konur sóttu vorvöku 1984 ¦ Um 300 konur hvaðanæva að af landinu sóttu Vorvöku 1984 á vegum Kvenfélagasambands íslands sem haldin var um helgina. Milli sextíu og sjötíu konur fjölluðu á einhvern hátt um við- fangsefni vökunnar „Konur í nýju land- námi". Við setningu Vorvöku 1984 í Gerðu- bergi á laugardagsmorguninn var fjöldi gesta, m.a. flestar þær konur sem sæti eiga á Alþingi og í borgarstjórn Reykja- víkur. Framan af laugardcginum fór fram erindaflutningur um tuttugu kvenna sem haslað hafa sér völl á nýjum starfssviðum og lýstu „landnámi" sínu í stjómsýslu, vísindum og menntun, at- vinnuvegunum og í listum. Þá þáði hópurinn boð forseta íslands að Bessa- stöðum, sótti leiksýningu hjá vorkonum Alþýðuleikhússins og heimsótti Kjar- valsstaði. Síðdegis á sunnudeginum var síðan tveggja tíma listadagskrá í Gerðu- bergi þar sem konur komu fram í ýmsum listgreinum. ¦ María Pétursdóttir, form. Kvenfé- lagasambands íslands setti vökuna. Tímamyndir Árni Sæberg Formaður Trabanteigendafélagsins, Gunnar Bjarnason, við glæsikerru sína. Tímamyndir Ámi Sæberg Skynsemin látin ráða í tuttugu ár ¦ Milli 25 og 30 Trabanteigendur fóru í hópakstur um bæinn á sunnudaginn. Þeir lögðu upp frá umboðinu, Ingvari Helgasyni, fóru þaðan uppá bílasýn- ingu og svo niður á Lækjartorg. Akstur- _ inn var skipulagður af Skynsemin ræður, sem er Trabanteigendafélagið í Reykja- vík, og Ingvari Helgasyni. Á Lækjartorgi afhentu 3 forstjórar Trabantverksmiðjanna, sem verið höfðu með í akstrinum, Gunnari Bjarnasyni formanni klúbbsins nýjan Trabant stat- ion de luxe, með öllum þægindum, og einnig afhentu þeir Erni Ingólfssyni, sem tekið hefur þátt í rallakstri á Trabant, rallýstýri, rallýmótor og rallý útblásturskerfi. Hópaksturinn var haldinn til að minn- ast þess að 20 ár eru nú liðin frá því að Trabant kom hingað. Hann hefur haldist óbreyttur í öllum meginatriðum síðan. -ÁDJ Flestir bankanna fylgja í kjölfar Landsbankans: „Þessi samkeppni bankanna kemur til með að hafa neikvæð áhrif" — segir Halldór Guðbjarnarson, bankastjóri Útvegsbankans ¦ „Ef við lítum á bankakefið í heild þá held ég að þessi samkeppni bankanna varðandi innlánsvexti komi til með að hafa neikvæð áhrif þegar til lengri tíma er litið. Þetta leiðir til þess að mismunur milli innláns- og útlánsvaxta minnkar sem aftur þýðir að afkomugrundvöllur bankanna versnar. Það tel ég að hafi í för með sér að þrýstingur á Seðlabanka og ríkisstjórn um hækkun útlánsvaxta þyngist stöðugt sem mundi síðan leiða til hækkandi fjármagnskostnaðar og þar af leiðandi að verðbólgan færi á meira skrið en hún er nú", sagði Halldór Guðbjarnason, bankastjóri Úitvegs- bankans m.a. er Tíminn ræddi við hann um þá gífurlegu samkeppni sem nú á sér stað milli bankanna um sparifé lands- manna, með tilboðum um hækkun inn- lánsvaxta. Það var Landsbankinn sem reið á vaðið. Útvegsbankinn hóf síðan í gær sölu á 6 mánaða innlánsskírteinum einn- ig með 6% hærri vöxtum en á almennum sparisjóðsbókum og þurfa þeirra skír- teini ekki að vera hærri en 2.000 kr. í stað 10.000 króna lágmarks hjá Lands- bankanum. I dag byrja síðan Búnaðar- bankinn og Samvinnubankinn að selja áþekk spariskírteini. Skírteini Búnaðar- bankans eru að lágmarki 1.000 kr. en Samvinnubankans 5.000 kr. í öllum tilvikum er miðað við að skírteinin séu bundin til 6 mánaða. Jafnframt hefur Verslunarbankinn boðað útgáfu svip- aðra skírteina og stefnir að því að sala þeirra hefjist 16. þ.m. og Alþýðubank- inn hefur skírteinaútgáfu í undirbúningi. Þótt bankarnir bjóðist þannig hver í kapp við annan til að ávaxta sem allra best þær krónur sem landsmönnum tekst að leggja til hliðar sagði Halldór banka- stjóri þá alls ekki hafa efni á því, þar sem lausafjárstaða þeirra sé yfirleitt mjög slæm. Mikil eftirspurn sé stöðugt eftir lánsfé en innlán aukist ekki að sama skapi, sem leiðir til yfirdráttar og þar með greiðslu hárra refsivaxta til Seðla- bankans. „Ég tel að þetta frjálsræði sem menn eru að tala um í sambandi við vaxta- ákvarðanir sé ekki tímabært fyrr en búið er að lagfæra bankakerfið sjálft. Bank- arnir þurfa allir að sitja við sama borð varðandi lánveitingar til atvinnulífsins og hinna ýmsu greina þjóðlífsins og eftir það gætu þeir farið að keppa sín í milli", sagði Halldór. Hann kvaðst sammála þeim sem telja að bönkum eigi að fækka. Undir eðlilegum kringumstæðum væri nóg að hafa 3-4 banka í landinu. „Kannski getur þessi vaxtabarátta nú orðið fyrsta skrefið til að knýja á um fækkun þeirra", sagði Halldór. -HEI Heldur upp á 50 ára af mæli ¦ Verkalýðsfélag Hrútfirðinga held- ur upp á 50 ára afmæli sitt miðviku- dagskvöldið 18. apríl n.k. í Barna- skólanum á Borðeyri,Allir fyrrverandi og núverandi félagar eru boðnir hjart- anlega velkomnir. Húsið verður opn- að klukkan 19.30 og þá um leið tvær sýningar í tilefni afmælisins: Sýning á heimilisiðnaði frá íbúum í Hrútafirði og listaverkasýning frá Listasafni Al- þýðu. Kl. 21.30 verður síðan boðið upp á kaffiveitingar. Verkalýðsfélag Hrútfirðinga var stofnað 16. febrúar 1934. Fyrsti for- maður þess var Björn Kristjáns,son á Borðeyri og stofnfélagar voru 12. í dag eru 111 manns í félaginu og núverandi formaður þess Böðvar Þor- valdsson á Akurbrekku. Sýningarnar verða opnar áfram 19. og 20. apríl klukkan 14.00 til 17.00 báða dagana. -HEI TONLEIKAR I BORGARNESKIRKJU um, allt frá Loillet til Þorkels Sigur- björnssonar. Auk verka fyrir klarinettu og píanó mun Björn Leifsson skólastjóri tónlistarskóla staðarins bætast í hópinn í klarinettudúett eftir Crusell. Tón- leikarnir fara fram í kirkjunni og hefjast eins og áður sagði kl. 17.15. Heri Joensen með fyrir- lestur um sögu Færeyja í kvöld klukkan hálf níu heldur Heri sögu Færeyja í víðu samhengi og verður ¦ Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Sigurður Ingvi Snorra- son klarinettuleikari halda tónleika í Borgarnesi n.k. miðvikudag, 11. apríl kl. 17.15. Tónleikarnir eru haldnir á vegum tónlistarskóla Borgarness. Á efnisskránni eru verk frá ýmsum tímabil- Joensen fyrirlestur um sögu Færeyja í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn er liður í Færeyjakynningu sem staðið hefur yfir í Norræna húsinu nú um nokkurt skeið og lýkur föstudaginn 4. maí með kynn- ingu á færeyskum dönsum. í fyrirlestri sínum mun Heri fjalla um hann fluttur á íslensku en Heri hefur dvalið hér á landi undanfarin ár og lagt stund á guðfræði við Háskóla íslands. Heri Joensen er frá Svíney í Færeyjum en að eigin sögn einn afkomenda Jóns Effersö sýslumanns í Færeyjum sem var af íslenskum ættum. -b. Örn Ó John- son látinn ¦ Örn O. Johnson fyrrverandi flug- maður og forstjóri Flugleiða er látinn. Hann var fæddur í Reykjavík 18. júlí 1915 og var því 68 ára að aldri. Foreldrar hans voru Ólafur Johnson stórkaupmað- ur í Reykjavík og kona hans Helga Pétursdóttir Thorsteinsson. Örn útskrifaðist úr Verslunarskóla íslands 1932 og stundaði næstu árin verslunarnám víðsvegar á meginlandi Evrópu, í Englandi og Kúbu. 1937 hóf hann nám við Boeing flugskólann í Kaliforníu og útskrifaðist með atvinnu- flugmanns og flugkennarapróf í desem- ber 1938. Árið eftir ráðist hann til Flugfélags Akureyrar sem seinna varð Flugfélag íslands. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra og flugmanns til 1946 en eftir það fr-amkvæmdastjóra starfinu til ársins 1973 að félagið var sameinað Loftleiðum og varð hann þá einn af þremur forstjórum fyrirtækisins. Hann var svo kjörinn stjórnarformaður Flug- leiða 1975 og gegndi því starfi þar til á aðalfundi í mársmánuði síðastliðnum. Örn kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Margréti Thors árið 1941 Hlífoaríatnaour im Sjóklœoageroinni: I>róaður til að marta kröfum íslcnskra sjómanna við erfiðustu aðstæður. POIY-VINYt GLÓRNK l»rælst*;rkir vinylhúðaðir vinnuvettlingar SJÓKLÆÐAGERÐINHF Mxnu oiS&íNOIHWR ^ ^«*^ SkúlogöluSl Sími 11520

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.