Tíminn - 10.04.1984, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.04.1984, Blaðsíða 16
Opiö virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 IHIjl ,H Skernmuveg' 20 Kopavogi Simar (91)7-75-51 & 7 00 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 .Ussí, abriel W HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Hamarshöfða 1 Sími 36510. Ritstjórn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 Barðastaðir á Snæf ellsnesi Þríðjudagur 10. apríl 1984 TVO HUNDRUÐ HÆNUR AFUFAÐ- AR VEGNA LÉŒGS AÐBUNAÐAR Í ¦ Hátt á annað hundrað hæn- um voru aflífaðar á bænum Barðastöðum í Staðarsveit á Snæfellsnesi á föstudag, sam- kvæmt ákvörðum sýslumanns Snæfells og Hnappadalssýslu. Ástæðan var mjög slæmur að- búnaður dýranna, vanfóðrun og vanhirða. Fuglarnir voru m.a. hafðir inni í íbúðarhúsi, í her- bergi við hliðina á eldhúsi. Að sögn Klemenz Eggertsson- ar fulltrúa sýslumanns, hafði embættinu borist kvartanir og ábendingar um slæma meðferð á fuglunum, á Barðastöðum. þar sem ástandið færðist ekki í Rannsókn málsins hófst 17. betra horf var ákveðið að aflífa janúar s.l. og fór dýralæknir þá dýrin. á staðinn. Klemenz sagðist hafa farið á bæinn af og til síðan en Þar var á annað hundrað hæn- um fargað og eyðilögð egg úr útungunarvél. Bóndinn hafði áður komið undan á annað hundrað aliöndum. -GSH. Snjósledamennirnir sem saknað var á hálendinu: SKILUÐU SER Ali- IR HEILIR Á HÚR Sjö slasast í umf erðinni ¦ Mikill viðbúnaður var í fyrri- nótt og gærmorgun vegna manna á snjósleðum sem lent höfðu í slæmu veðri á hálendinu og ekki var vitað hvar þeir voru niður- komnir. Leitað var á snjóbílum og flugvél að mönnunum en þcir skiluðu scr aftur allir heilir á húfi, þeir síðustu um hádegið í gær. Að sögn Hannesar Hafstein hjá SVFÍ, lögðu alls 26 mcnn af stað á vélsleðum frá skálanum í Nýjadal, þar sem um helgina var haldin stofnfundur Landssam- bands íslenskra vélsleðamanna. 21 fór í norður í átt að Bárðardal en 5 í suður til Sigöldu. Einn maður kom síðan að bænum Mýri í Bárðardal, kl. 23.00 á sunnudagskvöld en hann hafði orðið viðskila við félaga sína. Áður hafði aðalhópurinn klofnað í tvo hópa, 5 og 16 manna. SVFi var látið vita og gerði björgunarsvcitin Garðar á Húsavík ráðstafanir til að fá snjóbíla frá Húsavík og Fnjóska- dal til að leita að mönnunum. Um líkt leyti fékk Slysvarna- félagið tilkynningu úr Nýjadal að eins manns úr hópnum sem fór til Sigöldu, væri saknað, hinir höfðu snúið við til Nýjadals. Ekki var þó talin ástæða til að óttast um manninn þar sem hann er vanur fjallamaður. Samband náðist síðan við 15 manna hópinn í gegnum talstöð snemma um nóttina en ekki var Ijóst hvar þeir voru staddir. Nótt- in fór síðan í skipulagningu á leit að mönnunum; margir snjóbílar voru útvegaðir og flugvél fengin frá Flugfélagi Norðurlands, sem fór strax í loftið í birtingu. Lítið sást þó til vegna veðurs: all- hvassrar suðvestan áttar með blindaskafrenning. Um kl. 10.00 í gærmorgun fannst 15 manna flokkurinn ná- lægt Mjóadal og voru allir heilir á húfi. Snjóbíll sem var í Kiðagili kom síðan á slóð 5 vélsleða og reyndi að rekja hana. Maðurinn sem ætlaði suður skilaði sér síðan í Nýjadal rétt fyrir hádegið í gær og fimm- menningarnir komu til byggða í Bárðadal rétt fyrir kl. 13.00. Enn eru 100 manns í skálanum í Nýjadal. Veðurútlit er ekki gott á þessum slóðum þannig að óvíst er hvenær mennirnir kom- ast til byggða. -GSH ¦ Fjórir voru fluttir á Slysa- deid eftir árekstur tveggja bíla á mótum Sléttuvegar og Kringlumýrarbrautar á sunnu- dag. Meiðsl mannanna voru þó ekki alvarleg. Þar ók utan- bæjarmaður vestur Sléttuveg,' eftir akrein sem aðeins er ætluð strætisvögnum, f veg fyrir bíl sem kom norður Kringlumýr- arbraut. Áreksturinn var harð- ur og eru bílarnir báðir mikið skemmdir. Annar árekstur varð á sunnu- dag á tnótum Skeiðavogs og Gnoðavogs þar sem leigubíll og fólksbfll lentu saman. Far-r þegi í fólksbílnum skarst á andliti og var fluttur á Slysa- deild. Pá var ekið á tvítugan mann á Kringlumýrarbraut aðfara- nótt sunnudags. Maðurinn var að koma af dansleik og mun hafa hlaupið í veg fyrir bifreið. Hann skarst talsvert við höggið. 1 gær var síðan ekið á konu við Höfðabakka en hún mun ekki .hafa slasast alvarlega. Loks varð harður árekstur á mótum Höfðatúns og Skúla- götu í gærmorgun. Mjólkurfræð- ingaverkfall eftir viku? ¦ Mjólkurfræðingar hafa boð- að verkfall frá miðnætti n.k. sunnudagskvöld hafi nýjir kjara- samningar ekki tekist fyrir þann tíma. „Það sem bar á milH núna eru okkar réttindamál, þ.e. vinnu- réttindamál sem erfitt er að skilgreina í stuttu máli", sagði Guðmundur Sigurgeirsson form. Félags mjólkurfræðinga spurður hvað helst bæri á milli í samningaumleitunum. Hann sagði þarna um gömul baráttu- mál að ræða. Sjálfa kauptaxtana sagði hann hins vegar sára lítið farið að ræða um ennþá, Samn- ingafundur var haldinn í gær og annar fundur hefur verið boðað- ur n.k. fimmtudag. - HEI. sem meiddust í ; rcjístrimim á mótum Sléttu- .Y.egar og Knnglainýrarrbrautar "*' uiiiigu. '¦•/'•'¦"'; 1 imamynit Sverrir dropar Kvenbílstjórar fengu fyrir hjartað ¦ Áhugi íslendinga á farar- tækjum er mikill eins og tjöldi sýningargesta á alþjóðlegu bílasýningunni sem opnaði um helgina ber með sér. En þó áhuginn sé mikill, er ekki sama hvernig fyrirbserið er auglýst. Þannig fréttu Dropar af mörg- um bílaáhugamanninum af veikara kyninu sem fengið hafi fyrir brjóstið vegna aug- lýsinga í fjölmiðlum, þar sem hvatt var til ferða föður og bama á sýninguna, en þess vinsamlega getið að móðirin ætti að sofa út, hvort sem hún hafði áhuga á því eða ekki. Annað sem vakið hefur at- hygli er yfirskrift sýningarinn- ar, þ.e. Auto '84. Þykir mörg- um óþarft að nota erlent heiti, þegar til staðar er hið ágæta orð bíll, og undrast því að henni skuli ekki hafa verið gefið nafnið „Bíllinn 1984". Búsetar á „stórfundi" Dropar heyra að ýmsir for- svarsmanna byggingarsam- vinnufélagsins Búseta hafi ekki verið nógu ánægðir með „stórfund" félagsins um helg- ina í Háskólabíói. Til hans hafi verið boðað með því hugarfari að troðfylla bíóið til að sýna og sanna tyrir stjómvöldum áhuga almennings á stefnumiðum fé- lagsins. Ekki fór að óskum, því húsnæðið rétt hálffylltist þó talað sé um 7-800 fundar- menn út á við. Segja gárung- arnir að þetta hafi verið svip- aður tjöldi og sækir samkomur Herstöðvarvarandstæðinga sem oft eru haldnir í þessum sömu salarkynum, án þess að þeir vilji gera að því skóna að um sama hóp sé að ræða. Ferða- skrifstofurnar duttu báðar Undanúrslitin í sveitakeppni bridgemanna á Islandsmórinu hafa vakið athygli, ekki síst fyrir þær sakir, að báðar sveit- irnar sem mest hafa verið áber- andi í spilamennskunni í vetur, þ.e. sveitir Samvinnuferða og Úrvals, náðu ekki þeim árangri að komast í aðalúrslitin. Segja kunnugir niðurstöðuna, þó óvænt sé, hina ágætustu enda standa báðir aðilar jafiit að vígi á eftir, og starfsheiðri beggja ferðaskrifstofuforstjóranna þyí sæmilega við bjargað. Krunnmi ... ... hefiir það nú fyrir relgu að blanda ekki saman starfi og frístundum. Hitt gæti orðið svo helv... skeinuhætt, sérstaklega þegar bridge á í hlut.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.