Tíminn - 10.04.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.04.1984, Blaðsíða 2
mmmi ÞRIÐJUDAGUR 10. APRIL 1984 fréttir Tvö frumvörp um áfengismál BJORINN LEYFÐUR 0G ÁFENGISSALA ALLT ÁRIÐ - í hótelum úti á landi ¦ Tveir þingmenn hafa lagt fram frum- varp til laga um að leyfður verði innflutn- ingur bruggun og sala á áfengu öli. Það eru þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Magnússon, sem lagt hafa frumvarp- ið fram og telja þeir með þessu framtaki að eðlilegt sé að Alþingi taki afstöðu til þessa umdeilda máls, en sem kunnugt er liggur fyrir þingsályktunartillaga um að greitt verði þjóðaratkvæði um bjórinn. Tilgunginn með þessu frumvarpi segja flutningsmenn vera, að draga úr hinni miklu neyslu sterkra drykkja. Að breyta Nýr far- prestur ¦ Biskup íslands hefur skipað séra Guðmund Örn Ragnarsson á Raufar- höfn til þess að gegna öðru farprestsem- bætti þjóðkirkjunnar frá 1. maí n.k. Séra Guðmundur Örn er 37 ára, fæddur í Rcykjavík, sonur Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara og Krist- ínar Guðmundsdóttur bankafulltrúa. Hann lauk prentnámi 1%7, stúdents- prófi 1972 og guðfræðiprófi vorið 1978. Sama haust vígðist hann til Raufarhafn- arprestakalls og hefur gcgnt því síðan. Kona hans er Jónína Liira Einarsdóttir grafiklistamaður og eiga þau 3 börn. Þetta farprestsembætti er nýtt og varð ti.1 er annað prestsembættið í Vest- manníieyjum var lagt niðursem slíkt en gert að embætti farprests. Fyrir er annað embætti farprests, sem séra Ingólfur Guðmundsson þjónar. Jafnframt hefur biskup Islands auglýst Raufarhafnarprestakall laust til umsókn- ar. Umsóknarfrestur er til 10. maí n.k. drykkjusiðum þjóðarinnar til hins betra. Að afla ríkissjóöj tekna.Að efla þann hluta íslensks iðnaðar sem annast fram- leiðslu á öli og gosdrykkjum. Að sam- ræma áfengislöggjöfina. Máli sínu til stuðnings segja flutnings- menn m.a. svo í greinargerð: Aðstaðan er breytt í veigamiklum atriðum frá því sem hún var síðast þegar lagt var fyrir. Alþingi frumvarp til laga um bruggun og sölu á áfengu öli. Það er ekki vandalaust fyrir Alþingi að horfa upp á þessa þróun án þess að móta löggjöf sem er í samræmi við tíðarandann og er til þess fallin að vinna gegn drykkjusýki. Mikil- bægast er að horfast í augu við stað-. reyndir. Nú getur hver sem er orðinn eldri en 20 ára keypt öllíki sem er um eða yfir 5% af vínanda að rúmmáli. Veikustu áfengistegundir í ÁTVR eru um eða undir 9% vínanda að rúmmáli. Þessar staðreyndir tala sínu máli og sýna glögglega hversu ófullkomin áfeng- islöggjöfin er og hversu fráleitt það er að meina bruggun áfengs öls hér á landi. Miðað við þá þróun sem orðin er í áfengismálum, er það alveg Ijóst að spurning er ekki hvort innflutningur, bruggun og sala áfengs öls verður leyfð, heldur hvenær þessi síðasti angi bannlag- anna verður afnuminn. Annað frumvarp varðandi áfengismál hefur og verið lagt fram. Það er stutt og laggott og kveður svo á um að 4. málsgrein 12 greinar áfengislaganna verði numinn á brott, en hún er svona: Utan kaupstaða er einungis heimilað að veita vínveitingaleyfi á þeim árstíma sem heimsóknir erlendra ferðamanna eru að jafnaði mestar þ.e. frá 1. júní til 30. september. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps álykt- aði um þetta mál og sveitarstjóri sendi þingflokkunum bréf þar sem skorað er á þá að fyrrgreind málsgrein verði felld úr lögunum. ¦ Frá undanúrslitum íslandsmótsins í bridge. Guðmundur Eiríksson og Guðmundur Pálsson spila við Kristján Blöndal og Georg Magnússon. Tímamynd Arni Sæberg. Óvænt úrslit í Islandsmótinu í bridge: FERÐASKRIFSTOFU- SVEITIRNAR FÉLLU ¦ í geysispennandi undanúrslita- keppni Islandsmótsins í sveitakeppni i bridge um helgina tókst hvorki sveitum Úrvals né Samvinnuferða-Landsýnar að vinna sér rétt til þátttöku í úrslitakeppn- inni sem fer fram um páskana. í þessum sveitum spila stigahæstu spilarar landsins og þær hafa skipst á að sigra í stærri bridgemótum í vetur. Mikil barátta var í öllum riðlum undanúrslitanna og fyrir síðustu umferð- Stórfundur Búseta: VON Á AÐSTOD FRA NORRÆNUM HÚSNÆÐIS SAMVINNUFÉLÖGUM ina höfðu aðeins tvær sveitir, Jón Hjalta- son og Þórarinn Sigþórsson, tryggt sér sæti í úrslitunum. 14 sveitir voru enn með í baráttunni um hin sætin 6. J A-riðli var staðan fyrir síðustu umferð sú að sveit Runólfs Pálssonar og sveit Sigurðar Vilhjálmssonar höfðu 60 og 53 stig og áttu að spila saman. Sveit Samvinnuferða var með 45 stig í þriðja sæti. Sigurðurvann síðan Runólf 12-8og þö Samvinnuferðir ynnu sinn leik 20-0 og næðu þannig Sigurði að stigum varð sveitin að sætta sig við þriðja sætið því Sigurður hafði unnið innbyrðisleikinn. I B-riðli var sveit Þórarins Sigþórsson- ar örugg með sigur í riðlinum fyrir síðustu umferð en allar hinar sveitirnar fimm voru nær jafnar að stigum. Sveit Ármanns J. Lárussonar var síðan eina sveitin af þeim semvann sinn leik og fór því upp, þrátt fyrir að sveitin ynni aðeins 2 leiki af 5. Fjórar sveitir börðust í C-riðlinum, sveit Asgríms Sigurbjörnssonar frá Siglufirði vann sveit Gests Jónssonar í síðustu umferðinni 12-8, og tryggði sér með því úrslitasæti. Um hitt sætið börð- ust sveitir Sigfúsar Þórðarsonar og Stef- áns Pálssonar. Stefán þurfti að vinna leikinn 20-0, til að komast uppfyrir Sigfús. Afraksturinn varð síðan 18 stig og þá fór Sigfús upp. Sveit Jóns Hjaltasonar var örugg fyrir síðustu umferð í D-riðli en sveitir Úrvals og Guðbrands Sigurbergssonar spiluðu hreinan úrslitaleik um hitt úrslitasætið sem Guðbrandur vann, 16-4; -GSH Motstaða gegn afnámi ferðamannaskattsins ¦ Húsnæðissamvinnufélagið Búseti hélt stórfund sinn í Háskólabíói á sunnu- daginn var. Á fundinn mættu um 700-800 manns, að sögn Reynis Ingi- bjartssonar, framkvæmdastjóra hús- næðissamvinnufélagsins. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Stórfundurhúsnæðissamvinnufélags- ins Búseta haldinn í Háskólabíói 8. apríl beinir eftirfarandi áskorun til Alþingis. 1. Alþingi tryggi aðhúsnæðisfrumvarp félagsmálaráðherra er nú bíður afgreiðslu þingsins verði að lögum á þessu þingi og að við afgreiðslu frumvarpsins verði tryggð réttindi húsnæðissamvinnufélaga til lána úr hinum félagslega byggihgar- sjóði. 2. A yfirstandandi Alþingi verði bú- seturéttur viðurkenndur í lögum og ótvíræö ákvæði felld inn í húsnæðislög- gjöfina. 3. Bæði húsnæðissamvinnufélögin og verkamannabústaðakerfið eigi ótvíræð- an rétt á a.m.k. 90% lánum til a.m.k. 43 - ára. 4. Tryggt verði aukið fjármagn til hins félagslega lánakerfis þannig að lán til húsnæðissamvinnufélaga verði ekki á kostnað þcirra félagslegu íbúðabygginga sem fyrir eru í landinu." Eins og sjá má af ályktuninni var fundurinn haldinn til að þrýsta á Alþingi um að samþykkja nýja húsnæðislaga- l'rumvarpið, þannig að opnaðir yrðu möguleikar á lánum fyrir Búseta. Reynir Ingibjartsson sagði að þrátt fyrir að vonast hefði verið eftir fleiri í ljósi húsnæðisvandans í dag, hefði fund- urinn gengið mjög vel. Gestur fundarins var Invar O. Hansen, sem er fram- kvæmdastjóri sambands húsnæðissam- vinnufélagana í Noregi. Þingmönnum var öllum boðið, en aðeins 5% þeirra létu sjá sig. 550 manhs fengu félagsskír- teinið sitt afhent á fundinum og 60. manns gerðust félagar. Alls eru nú um 2500 félagsmenn í Búseta, og nýverið hafa verið stofnuð félög á Akureyri og í Árnessýslu. A Húsavík er verið að undirbúa stofnun félags, og stefnt er að stofnun Lands- sambands húsnæðissamvinnufélaga sem fyrst. I framhaldi af því verður sótt um inngöngu í samband norrænna húsnæðis- samvinnufélaga. Sú innganga verður mjög þýðingarmikil, því að með því fá íslensku félögin aðgang að margvíslegri fyrirgreiðslu norrænu félagana. Þau hafa lýst yfir áhuga sínum til að styrkja Búseta með þvíað útvega lánsfjármagn. Nú eru í gangi viðræður við banka- stofnanir um sparilánakerfi þar sem félagsmenn geti farið að safna sér fyrir kaupumábúseturétti. Þettagjaldverður væntanlega 5% af byggingarkostnaði íbúðanna, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ríjclð fjármagni 80% með lánum til 31 árs. Það 15% bil sem eftir er verður reynt að brúa með lánum frá bönkum og sparisjóðum. Einnig er unnið að því að lífeyrissjóðirnir komi inn í þessa mynd, ¦ Reynir Ingibjartsson framkvæmda- stjóri Búseta. þar sem flestir félagsmanna eiga rétt á lífeyrissjóðsláni. Reynir sagði að ekkert hefði heyrst frá Alþingi um húsnæðisfrumvarpið, og sagði að ef frumvarpið kæmist ekki í gegn fyrir vorið væru félgsmenn Búseta. illa settir hvað varðar alla sína starfsemi. Allt héngi á því að félagið kæmist inn í húsnæðiskerfið. -ÁDJ. ¦ Alþýðubandalag Alþýðuflokkur og Kvennalisti lögðust gegn afnámi laga um að skattur verði felldur niður afíerða- mannagjaldeyri. En stjómarliðarogfull- trúi Bandalags jafnaðarmanna eru fylgj- andi niðurfellingu skattsins. Þetta kom fram í umræðum í neðri deild er fjárhags og viðskiptanefnd deild- arinnar skilaði nefndaráliti. Er hér um að ræða staðfestingu á bráðabirgða- lögum frá því í fyrrasumar, en þar var gjaldið fellt niður. Þeir sem eru á móti niðurfellingu skattsins á ferðamanna- gjaldeyri telja að ríkissjóð veiti ekkert af þessum tekjustofni og að eðlilegt sé að nota hann til þjónustu við aldraða og öryrkja. Svavar Gestsson gerði harða hríð að fjármálaráðherra í umræðum um málið og krafði hann upplýsinga um hvenær vænta mætti frumvarps um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Albert Guðmundsson sagði að vand- inn væri síst meiri nú en oft áður og minnti á að síðasta ári hafi aukafjárveit- ingar numið 25% af fjárlögum, en í ár gæti farið svo að aukafjárveitingar yrðu sem svarar 10% ef ekkert verður að gert. En ríkisstjórnin er að vinna að tillögu- gerð varðandi þennan vanda og sagði fjármálaráðherra að hann gæti ekki dagsett hvenær þær yrðu birtar. ¦ Á laugardaginn hélt Iðnskólinn Iðnskóladag- inn. Þar var sýnd vinna nemenda, sem og ailar deildir skólans. A mynd- inni má sjá fjóra Iðnskóla- sveina við maskínu eina mikla. Tímamynd KE. Kristjánsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.