Tíminn - 10.04.1984, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.04.1984, Blaðsíða 1
Allt um íþróttir helgarinnar - bls. 9-13 I Þriðjudagur 10. apríl 1984 86. tölublaö 68. árgangur Sidumúla 15-Postholf 370Reykjavik - Rrtstjorn86300- Auglysmgar 18300- Atgreidsla og askritt 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 Tveimur fyrirtækjum í Vík sendur vörugjaldsreikningur ár aftur ítímann: VIÐ VERÐUM AÐ V LOKA OG HÆTTA" ¦ „Við fengum bréf frá skattstjóra Suðurlands um það að við ættum að borga 24% vörugjald, sem við höfum hvorki heyrt né séð fyrr, af þessum vörum okkar og ekki nóg með að við ættum að innheimta það héðan í frá, heldur að borga það ár aftur í tímann, þó við höfum aldrei innheimt þetta gjald. Þetta er auðvitað alveg fráleitt, enda alveg ofvaxið fyrir hvort sem er einstaklinga eða fyrirtæki að borga slikt úr eigin vasa. Hjá okkur a.m.k. kostar þetta það að við verðum að loka og hætta ef þetta gengur í gegn", sagði Páll Jónsson, verkstæðisfor- maður hjá Víkurvögnum hf. í Vík í Mýrdal. Fyrirtækið framleiðir sturtu- vagna aftan í dráttarvélar, sem Páll sagði að myndu hækka um 25%. Pað hefur aftur orðið til þess að einhverjir sem hafa pant- að vagna hafa dregið þær til baka. Páll kvaðst hafa skrifað fjármálaráðuneytinu og beðið um að sleppa við þau gjöld sem þeir hafi ekki innheimt, en ný- lega fengið synun við því erindi. Sami glaðningurinn barst til Árna Oddsteinssonar, sem ásamt konu sinni vinnur að fram- leiðslu rafmagnsþilofna í Hrafna- tindi í Vík, sá eini í landinu. Fríhöfnin: „Ég hef ekki reiknað þetta nákvæmlega út - en það er einhversstaðar á bilinu 300-400 þús. kr. fyrir síðasta ár ef við þurfum að borga þetta", sagði Árni. Auk þess að hafa lítil ráð til að borga þann skatt sem hann hefur aldrei lagt á, sagði Árni að framleiðslunni væri sjálfhætt ef innheimta ætti 24% gjaldið af' framleiðslunni. Ofnana smíðar hann úr áli, sem hann kvað hafa: hækkað um 60% á síðasta ári.' Bætist 24% gjaldið við, sem jafnframt mundi þá hækka sölu- skattsgrunninn, væri útilokað að keppa lengur við innfluttu ofn- ana, sem allir eru úr járni. Til þessahafiþettastaðið íjárnum. Ingólfur Friðjónsson í tolla- deild fjármálaráðuneytisins var spurður hvort vörugjaldið færi eftir framleiðslugreinum eða hvaða reglum þá öðrum. Hann kvað það mjög misjafnt, fara eftir tollaskrárnúmerum, en ekki hægt að tala um neina algilda reglu í því sambandi, nema hvað innflutningurinn og innlenda framleiðslan sitji að sama borði að þessu leyti vegna fríverslunar- samninganna. Vörugjaldið fer ekki eftir framleiðslugreinum - innan sömu greinar geta vörur verið með 30% gjaldi, 24% gjaldi og engu gjaldi. Ekkert vörugjald er t.d. á eldavélum og bakarofnum, en ætli einhver að framleiða rafmagnskaffikönnur er vörugjald á þeim. Og þótt vörugjald leggist á þilofna, þá er ekki vörugjald á miðstöðvarofn- um. Vöárugjald leggst heldur ekki á húsgögn, enda sagði Ing- ólfur vörugjald ekki leggjast á nema brot af þeim vörum sem fluttar eru inn. -HEI Þrjátíu þús- undum stolið úr bifreið — mörg innbrot um helgina ¦ Skjalatösku með 30.000 krónum í pcningum og skjölum í var stolið úr bíl við Álfheima ásunnudagsmorgun- ínn. Enn hefur ekki tekist að upplýsa þjófnaðinn. Tatsvert var framið af inn- brotum um helgina m.a. var brotist inn í Réttarholtsskóla aðfaranótt mánudags og stolið þaðan videótæki auk þess sem 8 hurðir voru mölvaðar í hús- inu. -GSH Umbótasinnar í HÍ GANGA TIL SAMN- INGA VIÐ VÖKU! ¦ Samþykkt var á fjölmennum fundi í Félagi umbótasinnaðra stúdenta að ganga til meirihluta- samstarfs við Vöku, félag lýð- ræðissinnaðra stúdenta innan Stúdentaráðs Háskóla íslands á komandi kjörtímabili. Fyrir ÞRKMUNGUR KAUPIRÍS- LENSKANBJOR ¦ íslenski bjórinn, sem seldur er í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli virðist ætia að njóta vinsælda með- ai farþega á leið inn í landið. Tvo fyrstu dagana, sem hann var á boðstólum í síðustu viku, nam sala hans um þriðjungi af heild- arsölu bjórs í versluninni, og yfir90% íslendinga, sem á^annað borð keyptu bjór, völdu þann fslenska. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar forstjóra Fríhafnarinnar komu 800 kassar af íslenska bjórnum fyrir helgi, 400 af hvorri tegund, Sana og Pólarbjór, og í gær voru aðeins eftir um 200 kassar. Verð ís- lenska bjórsins er hið sama og hins erlehda, eða tveir dafi'r á lítrann, en sá ís- lenski er seldúr í 24 flösku kössum á meðan 12 dósir eru í kassa af erlenda bjórnum. Guðmundur sagði, að ekki væri hægt að merkja hvor íslenska tegundin seldist betur og eftir við- brögðum fólks 'að dæma, itkaði þessi bjór vei. Ætiun- in er að hafa íslenskan bjór áfram í Fríhöfninni, svo lengi sem vterksmiðjurnar hafa undan að framleiða. -GB ¦ Sérann með fermingarbörnin. Frá dimmiteringu Menntaskólans í Hamrahlíð í gær. Prestinn leikur Ragnar Ómarsson sonur hins kunna skemmtikraftar Ómars Ragnarssonar. Tímamynd Ari fundinum lágu samstarfstilboð Vöku og Félags vinstri manna og voru næsta samhljóða nema hvað Vaka bauð upp á heldur hagstæðari stöðuskiptingar. Fundurinn í Félagi umbótasinn- aðra var langur og var sýndist sitt hverjum með hvorum aðilanum skyldi starfa. Samkvæmt þeim samningi sem samþykktur var mun Vaka ráða yfir stöðu for- manns Stúdentaráðs og fulltrúa íÆSÍ. Aðrar veigamiklar stöður munu falla í hlut umbótasinna. Þessi afgreiðsla innan félags umbótasinaðra stúdenta kom flestum þeim sem að þessum málum vinna mjög á óvart. Samningaumleitanir, við Félag vinstri manna áttu sér langan aðdraganda en samningur við Vöku leit fyrst dagsins Ijós nú um helgina. Samkvæmt upplýs- ingum sem fengust á fundinum í Félagi umbótasinna í gærkvöld verður næsti formaður Stúdenta- ráðs Háskóla íslands Vökumað- urinn Stefán Kalmansson en ráðning í aðrar stöður liggur enn ekki fyrir. Vaka hefur nú 12 fulltrúa í Stúdentaráði, Félag umbótasinnaðra 6 og vinstri menn 12. Biíasýningin: Sýningar- gestir 23 þúsund — fyrstu f jóra dagana ¦ Um 23000 manns höfðu í gærkvöldi skoðað alþjóðlegu bíla- sýninguna sem haldin er í Hús- gagnahöllinni við Bíldshöfða en sýningin opnaði á föstudags- kvöld. Að sögn Heiðu Gunnars- dóttur starfsmanns á bílasýning- unni er þetta 25% aukning á aðsókn miðað við sömu daga á síðustu bílasýningu sem haldin var hérlendis. Alþjóðlegu bílasýningunni lýkur sunnudaginn 15. apríl. -GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.