Tíminn - 04.01.1986, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. janúar 1986
Tíminn 3
Fjárdráttar-
brotum fjölg-
aði um 300%
-fyrstu ellefu mánuöi ársins 1985
■ Ríkissaksóknaraembættið gaf út
fjörutíu ákærur, fyrstu ellefu mánuði
ársins 1985, vegna fjárdráttar. Um er
að ræða gífurlega aukningu frá fyrri
árum. Árið 1984 voru gefnar út
ákærur á tíu menn. Árið 1983 voru
ákærur frá embættinu fjórtán talsins,
vegna fjárdráttar.
Þórður Björnsson ríkissaksóknari
sagði í samtali viðTímann að aldrei í
sögu embættisins hefði verið jafn
mikið um mál af þessum toga og síð-
astliðið ár. Flestar höfðu ákærurnar
orðið árið 1978, átján talsins.
Þær kærur sem gefnar hafa verið
út, eru vegna mála af hinum ýmsu
stærðargráðum, að sögn Þórðar.
Mikillar aukningar verður vart í
öllum málaflokkum. Fyrstu ellefu
nránuði ársins 1985 eru gefnar út 409
ákærur vegna auðgunarbrota. 1984
voru þær 358 talsins. Ákærur vegna
brota á hegningarlögum eru 821,
fyrstu ellefu mánuðina 1985, en voru
árið 1984 785. Á milli áranna 1983-4
var mikil aukning í þessum mála-
flokk.
Þá hefur skjalafals og aukist.
214 ákærur litu dagsins
ljós fyrstu ellefu mánuðina. 1984
voru þær 191, og árið þar áður 85.
Jón Kjartansson:
„Ómanneskjulegur
vinnuhraði<(
-í dönskum frystihúsum
■ „Þær eru fljótar - það verður að
játast - enda vinnuhraðinn í frysti-
húsum í Danmörku t.d. alveg
ómanneskjulegur. Ég spurði einn
verkstjórann hvort konurnar héldu
lengi út að vinna svona hjá honum,
og svarið var einfalt - „Það eru 100
manneskjur hér fyrir utan sem bíða
eftir hverju starfi sem losnar."
Mannkærleikurinn var nú ekki á
hærra stigi þar. í Danmörku fá konur
heldur ekki vinnu í frystihúsum
nema þær séu búnar að fara á þriggja
vikna námskeið," sagði Jón
Kjartansson, form. Verkalýðsfélags
Vestmannaeyja, en hann var einn
þeirra sem fór í launakönnunarleið-
angurinn til Norðurlandanna og
Englands á dögunum.
Tíminn spurði Jón hverjar hann
teldi helstu ástæður þess að afköst
væru svo miklu meiri í frystihúsum á
Norðurlöndum helduren hérheima.
Jón sagði afköstin úti óneitanlega
meiri - þó hann vildi að vísu taka ís-
lensku afkastatölurnar með sem
miðað er við í samanburðinum með
nokkrum fyrirvara. En þama séu ólíku
saman að jafna, varðandi allar að-
Slökkvilið Akureyrar:
- svipað og árið 1984
■ Slökkvilið Akureyrar var kallað
út 82 sinnum á árinu 1985. Árið áður
voru útköll 81. Níu útköll voru utan-
bæjar. Langflest voru útköllin í maí
mánuði, eða 19 talsins. Munaði þar
mestu um sinuelda.
Sex íkveikjur voru á Akureyri á ný-
liðnu ári, þar af þrjár í janúar. Ann-
ars voru algengustu eldsupptökin af
völdum þess að óvarlega var farið
með eld, eða að leikur barna meðeld
endaði með afskiptum slökkviliðs-
ins.
Af öllum þeim eldsvoðum sem
urðu í umdæmi slökkviliðsins, var
tjón ekki metið yfir milljón krónur, í
neinu tilfelli. Þá voru 27 eldsvoðar
sem töldust tjónlausir.
Sjúkraútköll á árinu voru 1050,
þar af 172 utanbæjar. Af þessum
1050 útköllum var 231 bráðatilfelli,
er það.. svipað og árið áður.
stæður. Lítið sé um orm í fiski í Nor-
egi og í Danmörku sé ekki einu sinni
lýsing í borðum. Hérna fari mikill
tími í ormatínslu -og jafnvel þó ekki
sé mikið af honum þurfi alltaf að
leita að ormum. Ytra sé lítil áhersla
lögð á nýtingu, en hér þetta feiknar-
lega nýtingarkropp. í sérvinnslu-
kerfunum í Danmörku - þar sem þessi
gífurlegi vinnuhraði er - sé heldur
ekki verið að skera í margar pakkn-
ingar samtímis - aðeins eina pakkn-
ingu og annað færi í marning. Þá sé
um að ræða vinnslu á sitt hvorn
markaðinn - ytra sé verið að vinna á
markaði sem greinilega geri t.d.
minni kröfur um röðun í blokkirnar,
heldur megi gösla þessu í pakkana.
Enn megi nefna að lotuskipti í vinnu-
tíma séu nánast óþekkt fyrirbrigði
úti í vinnutíma, enda borgað sérstak-
lega fyrir þau ef slíkt kernur fyrir.
Yfirleitt sé ekki unninn nema þorsk-
ur og rauðspretta. „Hvað heldurðu
að hægt sé að skúbba miklu meira af
við þessar aðstæður" sagði Jón, sem
telur ekki hægt að kenna starfsfólk-
inu um þótt dýrara sé að vinna hvert
kíló í frystihúsunum hér heima en úti
- þrátt fyrir miklu lægra kaup á
klukkutímann hér.
Spurður hvað honum hafi helst
komið á óvart í leiðangrinum sagði
Jón. „Hvað við erum aftarlega á
merinni í allri hagræðingu, sem
manni finnst alveg furðulegt, þar
sem við höfum talið okkur standa í
fremstu röð í fiskvinnslu. í Dan-
mörku þykir t.d. algerlega fráleitt að
fólk þurfi að vera að ýta, draga eða
rogast með bakka eða annað, sem
mjög mikið er um hérna.“
Getum við þá eitthvað lært af því
sem kom í Ijós í ferðinni? „Við gæt-
um lært ýmislegt af þessu. Ég held
t.d. að við höfum veðjað á rangan
hest í þessari markaðsleit okkar. Við
erum að kenna þjóð að éta fisk, sem
er hrædd við fisk, en höfum forsóm-
að stóra markaði eins og Þýskaland,
Frakkland og Bretland, þar sem fólk
kippir sér ekki upp við að fá bein upp
í sig og menn eiga ekki málshöfðun
yfir höfði sér þótt það finnist ormur í
fiski - fólk veit að þetta er skaðlaust.
Einnig er t.d. miklu meira samband
milli seljenda og kaupenda þarna úti
en hér heima, þar sem við höfum
steinrunnið sölukerfi og bein tengsl
eru oft engin milli þeirra sem eru að
framleiða vöruna og þeirra sem
kaupa hana“, sagði Jón.
Flugfélag Austurlands tekur upp áætlunarferðir
milli Reykjavíkur og Fáskrúðsfjarðar
■ Flugfélag Austurlands er nú að
taka upp reglulegar áætlunarferðir
milli Reykjavíkur og Fáskrúðs-
fjarðar. Formleg leyfi bárust um
áramótin og er ætlunin að flogið
verði þrisvar í viku, mánudaga
þriðjudaga og fimmtudaga.
„Við erum í hátíðaskapi því
þetta er okkur mikið hagsmuna-
mál“ sagði Sigurður Gunnarsson
sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði, þegar
Tíminn hafði samband við hann.
„Við höfum endurbætt og lengt
flugvöllinn sem er hér fyrir botni
fjarðarins og komið þar upp bráða-
birgðaaðstöðu fyrir fólk en síðast-
liðið sumar var steyptur grunnur að
lítilli flugstöðvarbyggingu sem ætl-
unin er að reisa í ár. Fólk hér er
mjög ánægt með að þetta mál skuli
vera komið í höfn. Það má segja
að við séum alveg himinlifandi og
það ber að þakka þetta framtak
þeirra hjá Flugfélagi Austurlands
auk þess sem Pétur Einarsson flug-
málastjóri hefur reynst okkur ákaf-
lcga hjálpsamur".
Sigurður sagði að fram til þessa
hefði fólk á þessum slóðum orðið
að aka rúma 80 kílómetra til að
komast í flug á Egilsstöðum en nú
yrði breyting á því. Til að byrja
með verður millilent á Hornafirði
eða Egilsstöðum en vonir standa til
að um beint flug til Rcykjavíkur
geti orðið að ræða.
Flugfélag Austurlands flýgur nú
reglulegt áætlunarflug til sex staða á
Austurlandi auk þcss að lljúga til
Rcykjavíkur. Fyrir utan þetta
reglulega áætlunarllug hefur félagið
með höndum umfangsmikið
sjúkraflug og mun á síðastliðnu ári
hafa farið unt 140 ferðir með
sjúklinga. .
Hafskipsmálið:
Rannsóknarnefndin
strand í Hæstarétti
■ Stjórnarfrumvarp um skipun
þriggja manna rannsóknarnefndar
vegna Hafskipsmálsins svokallaða
varð að lögum skömmu fyrir jóla-
leyfi þingmanna. Frá þeim tíma hef-
ur málið legið hjá Hæstarétti, en lög-
in gera ráð fyrir að sá aðili skipi
nefndina.
„Það er ekki búið að skipa í nefnd-
ina. Það er réttarhlé eins og er. Ég
get ekki tiltekið neinn ákveðinn dag
hvenær þetta verður", sagði Magnús
Torfason forseti Hæstaréttar. Hann
sagði að þetta mál yrði tekið fyrir um
leið og dómarar kæmu aftur saman
eftir jólaleyfi.
í nefndum lögum er gert ráð fyrir
að hlutverk nefndarinnar verði að at-
huga hvort að um óeðlilega
viðskiptahætti hafi verið að ræða í
viðskiptum Útvegsbanka íslands og
Hafskips hf. á undanförnum árum.
Hæstiréttur skal skipa þrjá menn í
nefndina og jafnframt kveða á um
hver skuli vera formaður hennar.
■ Frá afliendingu viðurkenninganna 30. desember. Frá vinslri: Þorbjörn
Guðmundsson, varaformaður Trésmíðafélags Reykjavíkur, Guðjón Davíðs-
son og Sigurður Sigurðsson frá Byggðaverki, Konráð Ingi Torfason frá Húna
og Guðjón Jónsson og Ríkharður Steinbergsson frá Verkamannabústöðum
Reykjavíkur. Tímamynd-Sverrir
Trésmíöafélag Reykjavíkur
Fyrirmyndar-
aðbúnaður
hjá þrem
fyrirtækjum
■ Þrjú fyrirtæki hlutu viðurkenn-
ingu Trésmíðafélags Reykjavíkur
fyrir góðan aðbúnað starfsfólks og
öryggi á vinnustað. Það voru fyrir-
tækin Húni sf., Byggðaverk hf. og
Verkamannabústaðir í Reykjavík
sem hlutu viðurkenninguna nú þegar
hún var veitt í fyrsta skipti.
Meðal þeirra atriða, sem koma til
álita við matið á vinnustöðunum er
hreinlætið á staðnum og kaffistofu,
búnings- og salernisaðstaða, fata-
geymslur og loftræsting. Þá skiptir
umgengni starfsmanna á vinnustað
og kaffistofu einnig máli.
Ákveðið var að veita viðurkenn-
ingu fyrir útivinnustaði í ár. Fékk
Húni viðurkenningu fyrir aðstöðuna
að Funafold í Grafarvogi, Byggða-
verk fyrir vinnuaðstöðuna við Hag-
kaupshúsið í Kringlunni og Verka-
mannabústaðir fyrir aðstöðuna á Ár-
túnsholti og í Grafarvogi. Á öllum
þessum stöðum var aðbúnaður til
fyrirmyndar, snyrtimennska í háveg-
um höfð og öryggismál eins og best
verður kosið.