Tíminn - 04.01.1986, Blaðsíða 24
Okurlánamálið svonefnda veröur
væntanlega sent ríkissaksóknara seinni part
mánaöarins. Hallvaröur Einvarðsson rannsókn-
arlögreglustjóri sagöi í samtali við Tímann aö í
mörg horn væri að líta í þessu umfangsmikla
máli og því seinkaði rannsókn málsins.
Ný aðveitustöð var tekin í notkun
viö Suðurlínu áð Prestbakka á Síðu, sem mun
bæta mjög ástand raforkumála í V -Skaftafells-
sýslu austan Mýrdalssands. Einnig mun hún
spara kostnað RARIK við keyrslu díselvéla á
Kirkjubæjarklaustri á álagstímum. Gert er ráð
fyrir að heildarkostnaður við aðveitustöðina
verði um 13 milljónir króna sem er undir áætlun.
Meðalaldur slökkviliðsbíla á Akureyri
er nú tuttugu og fjögur ár. Yngsti bíllinn er módel
1984 og ertankbíll. Aldursforsetinn í flotanum er
dælubifreið sem smíðuð var í seinni heimsstyrj-
öldinni.
I
Tíminn
Laugardagur 4. janúar 1986
Framkvæmdastjóri LÍN
leystur frá störfum:
Maður Sverris
inn samdægurs
Starfsfólk sjóösins hótar
aðgeröum
■ Sverrir Hermannsson
menntamálaráðherra ákvað í
gær að víkja Sigurjóni Valdi-
marssyni framkvæmdastjóra
Lánasjóðs íslenskra náms-
manna frá störlum og setti í
hans stað Hrafn Sigurðsson.
„Ég þarf að gera úttekt á
sjóðnum og stöðu hans allri.
Það er ýmislegt sem ég hef við
starfsemi sjóðsins að athuga
sem ég fer ekki nánar út í mcð-
an að rannsókn og úttekt er að
hefjast,“ sagði Sverrir Her-
mannsson í viðtali við Tímann
síðdegis í gær. Hann bætti því
við að framkvæmdastjórinn
fyrrverandi hefði einvörðungu
verið leystur frá störfum vegna
reksturs sjóðsins en ekki vegna
framkvæmdar laga.
„Ég hef sett Hrafn Sigurðs-
son inn í starfið til bráðabirgða
frá og með deginum í dag,“
sagði Sverrir. Menntamálaráð-
herra bætti því við að í raun væri
óþarft fyrir hann að rckja að-
dragandann að uppsögninni
fyrir blaðamann, „eins fallega
og hefur verið skrifað um það í
blaði sem reyndar er dautt".
I ályktun sem starfsmenn
LÍN sendu frá sér í gær er brott-
vikningu Sigurjóns Valdimars-
sonar harðlega mótmælt og þær
sakir sem á hann eru bornar í
brottvikningarbréfi sagðar
óréttmætar. í lok ályktunarinn-
ar segir síðan: „Þar sem svo
fautalega er að þessu staðið
áskiljum við okkur fullan rétt
til aðgerða, svo framarlega sem
ráðherrann dregur ákvörðun
sína ekki til baka fyrir hádegi
mánudaginn 6. janúar n.k.“
Flugslysið út af Reykjanesi:
Var hann rænulaus?
■ Ferlikið að komast á sinn stað í Aðveitustöð Rafveitunnar við Hverfisgötu. Tímamynd:Róbert
Jólapakkinn vó rúm 50 tonn
Rafveita Hafnarfjarðar fær nýjan aðveituspenni
■ Það var handagangur í
öskjunni hjá starfsmönnum
Rafveitu Hafnarfjarðar
þegar þeir tóku á móti nýj-
um aðveituspenni sem nú er
verið að koma fyrir á lóð
Rafveitunnar við Öldugötu.
Spennubreytirinn sem
kemur frá Portúgal vegur
rúm 50 tonn og það þurfti
tvo krana af stærstu gerð til
að ná honum upp úr Skeiðs-
fossi sem flutti þennan jóla-
pakka yfir hafið.
Jón Gestur Hermannsson
tæknifræðingur hjá Rafveit-
unni segir að spennirinn
komi til með að breyta því
rafmagni sem veitan kaupir
úr 33 kílóvoltum niður í 10
kílóvolt.
Kaupverðið var á níundu
milljón króna og lægsta til-
boðið kom frá Portúgal það-
an sem aðveituspennirinn
var keyptur.
■ Ýmislegt þykir benda til
þess að flugmaðurinn á F-15 or-
ustuþotunni, sem fórst um 85
sjómílur suðvestur af Reykja-
nesi, hafi misst meðvitund og
því hafi vélin hrapað í sjóinn.
Fjarskiptasamband flug-
manna, bæði við aðra flug-
menn og jarðstöðvar er mjög
fullkomið. Ekki heyrðist til
flugmannsins eins og ranglega
hefur verið sagt frá.
Flugmaðurinn sent talinn er
af hét Steve Jessor Nelson 31
árs gamall og ógiftur.
Engin leit fór fram á slys-
staðnum í gær, en ráðgert er að
leita að braki úr vélinni um leið
og veður leyfir.
■ Steve J. Nelson.
Sinfóníuhljómsveit æskunnar:
Tónleikar á mánudag
■ Sinfóníuhljómsveit æsk-
unnar mun halda tónleika í
Menntaskólanum við Hamra-
hlíð mánudagskvöldið 6. janú-
ar og á efnisskránni er tónlist
fyrir málmblásturshljóðfæri
eftir Susato, Gabrieli og Grieg,
tónlist fyrir tréblásturshljóð-
færi eftir Mozart og Sæverud og
tónlist fyrir blásarasveit eftir
Bernard Wilkinson og Odd
Björnsson.
Sinfóníuhljómsveit æskunn-
ar var stofnuð fyrir einu ári í til-
efni af ári æskunnar og tónlist-
arinnar. Hljómsveitin hefur
efnt til námskeiða fyrir blásara
og aðra hljóðfæraleikara og nú
28. desember sl. byrjaði eitt
slíkt, að þessu sinni eingöngu
fyrir blásara.
Að sveitinni standa tónlistar-
skólar landsins en hún hefur
haft æfingaaðstöðu í Haga-
skóla í Reykjavík og umsjónar-
maður hennar er Rut Magnús-
son. Hún sagði að yfirleitt end-
uðu námskeiðin með tónleik-
um og hefur sveitin bæði spilað
í Reykjavík og út á landi, en í
sveitinni spila milli 80 og 90
manns, en blásararnir sem tóku
þátt í námskeiðinu voru 35.
Rut taldi það ntjög góða æf-
ingu fyrir spilara að spila með
hljómsveit æskunnar, sérstak-
lega ef þeir hugsa sér að spila
með öðrum hljómsveitum
seinna.
Áðurnefndir tónleikar hefj-
ast klukkan 20.30 og miðar á þá
fást við innganginn og kostar
hver miði kr. 100.
Þingsályktunartillaga:
Bifreiðafríðindi ráðherra
og bankastjóra afnumin
■ Verða bifreiðafríðindi ráð-
herra og bankastjóra ríkis-
bankanna afnumin á árinu
1986? „Alþingi hefur þegar
sýnt vilja sinn í þessu efni en sí-
fellt hefur verið fundin ný leið
til að viðhalda umræddum
fríðindum. Það er fullur stuðn-
ingur í Alþýðuflokknum við þá
hugmynd að þessi sérréttindi
verði felld niður og ég geri fast-
lega ráð fyrir því að svo verði
samþykkt á yfirstandandi Al-
þingi," sagði Jóhanna Sigurð-
ardóttir við Tímann, en hún
lagði fyrir skömmu fram þings-
ályktunartillögu á Alþingi þess
efnis að bifreiðafríðindi ráð-
herra verði felld úr gildi.
f greinargerð að tillögunni
segir m.a.: „Þó að ríkisstjórn-
inni hafi verið Ijós vilji Alþingis
í þessu efni var engu síður gefin
út reglugerð 30. apríl. s.l. sem
felur í sér að ráðherrar, ef þeir
kjósa, geta fengið úr ríkissjóði
nánast ígildi þeirra aðtlutnings-
gjalda sem Alþingi og ríkis-
stjórn lýstu yfir á síðasta lög-
gjafarþingi að bæri að afnema.
Ekki er hægt að draga aðra
ályktun af þessu en að ríkis-
stjórnin gangi í berhögg við
vilja Alþingis í þessu efni. Hér
er því farið bakdyramegin að
hlutunum með því að fjármála-
ráðherra gefur út reglugerð þar
sem með annarri aðferð er
fundin leið til að ráðherrar geti
haldið ígildi fyrri bifreiðafríð-
inda. Þetta minnir óneitanlega
á umdeildan launaauka banka-
■ Fresturinn til að skila til-
boðum í þrotabú Hafskips rann
út á hádegi í gær. Ekkert nýtt
tilboð barst í þrotabúið og er
því tilboð Eimskipafélagsins,
sem hljóðaði upp á tæpar 400
milljónir eina tilboðið.
Markús Sigurbjörnsson,
skiptaráðandi, sagði í samtali
við Tímann að nú lægi beint við
að ganga til samninga við Eim-
skip en tilboð þeirra gildir til 5.
janúar.
stjóra sem átti að koma í stað
fyrri bifreiðafríðinda sem þeir
áður nutu“.
„Verði þingsályktunartillag-
an samþykkt hlýtur það að hafa
í för með sér að bankastjórar
ríkisbankanna missi einnig sín
Enn er eftir að ganga frá
ýmsum endum í tilboðinu. T.d.
var gert ráð fyrir að Skaftáin
yrði afhent nú í janúar, en allt
bendir til að uppboð á henni
fari ekki fram fyrr en í mars eða
apríl, að sögn Markúsar. Því
verður Skaftáin líkast til tekin
út úr og mun því tilboðið lækka
að sama skapi, hversu mikið
vildi Markús hinsvegar ekki tjá
sig um.
Tilboð Eimskips var í fjögur
fríðindi þar sem viðskiptaráð-
herra hefur mælst til þess að
bankaráðin hafi ofangreinda
reglugerð til hliðsjónar er
ákvarðanir verða teknar um
bílamál bankastjóranna"
sagði Jóhanna.
skip þrotabúsins, auk ýmissa
annarra eigna, eins og tækja og
gátna. Enn er óljóst hvort til-
boðið er bara í þá 553 gáma,
sem Hafskip átti, eða hvort
Eimskip mun ganga inn í
kaupleigusamninga, sem Haf-
skip hafði gert í gáma erlendis.
Markús sagði að rannsókn á
rekstri og viðskiptum Hafskips
væri þegar hafin. Bjóst hann
við að sú rannsókn tæki um þrjá
til fimm mánuði.
Tilboðsfrestur í Hafskip rann út í gær:
Ekkert nýtt tilboð barst
Rannsókn á viðskiptum Hafskips hafin