Tíminn - 04.01.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Tímnin
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvstj.: GuömundurKarlsson
Ritstjóri: Helgi Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: NíelsÁrni Lund
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Innblaösstjóri: OddurÓlafsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-
Hækkun ferða-
mannaskattsins
■ Hækkun ferðamannaskattsins er skammsýn ráð-
stöfun. Það þarf ekki mikla spekinga til þess að sjá,
að nær hefði verið að lækka skattinn eða afnema með
öllu. Raunar hefði maður haldið, að það væri í anda
stjórnmálaviðhorfa fjármálaráðherrans og formanns
Sjálfstæðisflokksins, en hann virðist nú vera að tapa
áttum í pólitíkinni.
Hvers konar hömlur á ferðir ferðamanna hingað til
lands, draga úr hugsanlegum tekjum, sem við gætum
haft af komu þeirra. Nú eru óbeinir neysluskattar
viðamestir liðir í tekjuöflun ríkisins, og því hefði átt
að liggja beinast við að reyna að hvetja erlenda ferða-
menn til þess að koma hingað til lands. Það er ekki
gert með því að hækka flugvallarskatt, sem er greini-
lega auðkenndur við sölu á farmiðum.
Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein, sem hefur verið
í hvað mestum vexti hér á landi undanfarin ár og trú-
lega sú atvinnugrein, sem getur tekið við flestu fólki í
framtíðinni. Forystumenn í ferðamálum hafa unnið
hörðum höndum að því að koma ráðamönnum í
skilning um þetta, en ljóst er af síðustu gerðum fjár-
málaráðherra, að menn virðast mismunandi upplýstir
um gildi ferðaþjónustu hér á landi.
í öllu tali um nýsköpun og átak í málefnum at-
vinnulífsins virðist eins og ferðaþjónustan hafi orðið
út undan. Ekkert kemst að nema fiskeldi sem er allra
góðra gjalda vert, en fiskeldi mun ekki eitt og sér
nægja til þess að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar.
Flest bendir hins vegar til þess, að ferðaþjónusta gæti
verið miklu arðbærari atvinnugrein en hún er nú þeg-
ar og munar þó mikið um hana og vaxandi með ári
hverju.
í stað þess að hækka flugvallarskatt, hefði
fjármálaráðherra átt að lækka hann og jafnvel útvega
ineira fé til öflugrar kynningar á landi og þjóð sem
áfangastað fyrir ferðamenn. í stað þess að hækka
skattinn hefði fjármálaráðherra átt að skila Ferða-
málaráði þeim þrjátíu milljónum, sem gert er ráð fyr-
ir að hafa af því í lánsfjárlögum. Á vegum Ferða-
málaráðs hefur verið unnið stórvirki við erfiðar að-
stæður og það má síst við því að missa hluta af tekjum
sínum nú, þegar atvinnugreinin er í örum vexti og
þarf á kynningu, skipulagningu og aðstoð að halda.
Rétt er einnig að benda á, að með því að þrengja að
vaxtamöguleikum ferðaþjónustu í landinu með þess-
um hætti, torveldar fjármálaráðherra mikilsvert átak
sveitarstjórna og einkaaðila í ferðaþjónustu um allt
land, þar sem mikið hefur verið gert til þess að bæta
þjónustu við ferðamenn og þannig hlúð að fjölbreytni
atvinnulífs víða um land.
Hækkun ferðamannaskattsins er hæpin skyndi-
lausn sem getur stórlega skaðað ferðaþjónustu í land-
inu.
llllllllllllllllllHlB ■NHr.MTIMAToLUD
Pétur keypti sér
axlabönd með
góðri teygju -
á meðan Páll herti
mittisólina inn
að hryggjarliðum
■ Ársins 1985 verður að mörgu
leyti minnst sem árs andstteðna hcr á
landi. Annars vcgar varða minning-
arnar vöxt og framfarir, en hins veg-
ar samdrátt og afturhald. Það veltur
allt á því hvort heldur er notast við
sjónarhól Pcturs eða Páls. Þessir
tveir sómakæru íslendingar eiga
minna sameiginlegt nú. heldur en
fyrir einu ári.
Þjóðfélagspíramíðinn
hefur hækkað
Pað þarf ekki háan aldur og
langminni til að geta vitnað til þeirr-
ar tíðar er þolanlegt jafnræði var
með islendingum, enda héldu marg-
ir því kinnroðalaust fram hér á árum
áður að stéttaskipting væri ekki til á
Islandi. Þá í þeim skilningi. fyrst og
frcmst, að efnislegum gæðum þjóð-
arinnar væri skipt þannig að engum
var beinlínis misboðið. Ef hugurinn
reikar fimm til tíu ár aftur í tímann.
þá vakna spurningar um það hvort
að þjóðfélagspíramíðinn hafi ekki
hækkað og hliðar hans orðið bratt-
ari. Þróun mála á síðastliðnu ári hef-
ur svo sannarlega styrkt þá trú.
Mestur hluti af íslensku launafólki
þiggur laun samkvæmt umsömdum
taxta. Það er eðlilegt og ákjósanlegt
fyrirkomulag við venjulegar kring-
umstæður. En kringumstæður hér-
lendis hafa hvorki verið venjulegar
eða eðlilegar undanfarin ár. Það er
alkunna að svokallað launaskrið er
afleiðing þessa og óþarft að fjölyrða
um af hverju einstakir atvinnuvegir
njóta þess fremur en aðrir. Það sem
máli skiptir er að Pétur hefur sem
framkvæmdastjóri í þjónustugeiran-
um allt aðra aðstöðu til lífs og leiks
heldur en Páll verkstjóri í fram-
lciðslugeiranum. Það hefur verið
vakinn upp gamall draugur misskipt-
ingarsem flestir álitu orðinn máttfar-
inn ef ekki máttvana.
Sundurlyndisfjandinn
mun plaga
Hvaða ályktanir má svo draga af
þessum óneitanlega raunverulcika? í
fyrsta lagi að það eru þær stéttir sem
eru fjötraðar við þá atvinnuvegi sem
ekki hafa notið tilbúinnar þenslu
sem hafa greitt niður verðbólguna. í
öðru lagi, aðef svo heldur áfram sem
horfir mun liinn títtnefndi sundur-
lyndisfjandi plaga íslendinga mun
meir á komandi árum en verið hefur.
Pétur keypti sér axlabönd með góðri
teygju. á meðan Páll herti mittisólina
inn að hryggjarliðum og efnahags-
stefna sem byggir á slíku óréttlæti
sundrar lítilli þjóð.
Það sem gerir illt verra er að á ár-
inu 1985 var ekkert að gert til að ráð-
ast til atlögu við þann fylgikvilla sem
bætir gráu ofan á svart þar sem mis-
réttið er annars vegar. Það veit
nefnilega sá sem vita vill, að margir
þeir sem hafa notið þessa launa-
skriðs greiða tekjuskatt af einungis
hluta heildartekna sinna. Ef ekki er
beinlínis samið um ákveðinn launa-
auka sem ekki er talinn fram til
skatts. þá er oft um að ræða launaí-
gildi sem viðkomandi fyrirtæki tek-
ur á sig sem kostnað. Enn sannast
það að tekjuskatturinn á íslandi er
fyrst og fremst láglaunaskattur. Sult-
arlaunin og sköttunin samtvinnast í
erfiðleikum og biturð meirihluta
landsmanna.
Frækorn hættunnar
Er menn velta vöngum um gang
sögunnar, furða þeir sig oft á hugs-
unarleysi þjóða, hópa, ætta eða ein-
staklinga sem flutu sofandi að feigð-
arósi þegar hættur blöstu hvarvetna
við. Þá er venjan að draga upp hið
gagnmerka „ef" og spá í það sem
aldrei varð. Það jánka því vitaskuld
allir að íslendinga bíður enginn
feigðarós um þessar mundir, það
væri of sterkt til orða tekið, en hins
vegar virðast landsins leiðtogar ekki
gera sér grein fyrir því að þeir hafa
plægt jarðveginn og sáð frækornum
hættunnar í plógförin.
Það veit hvert ómálga barn að
samhengi er á milli efnahagsstefnu
núverandi ríkisstjórnar og þess
ástands sem hér hefur verið lýst að
framan. f veðhlaupi íslenskra lífs-
kjara hefur meirihlutaknapannaver-
ið gert að grípa fast í taumana, með-
an öðrum hefur gefist kostur á að
hleypa. Þessi mistök hafa orsakað
neikvætt viðhorf flcstra launþega til
fulltrúalýðræðisins, sem gæti jafn-
vel orðið fjandsamlegt ef efnahags-
ástandið versnar enn. Hafa fengist
aðrar haldgóðar skýringar á viðhorfi
almennings til stjórnmálamanna í
frægri skoðanakönnun Hagvangs
fyrir nokkru? Sú fyrrnefnda gæti alla
vega átt við að hluta. Aðgerðir eða
aðgerðarleysi íslenskra stjórnmála-
manna gagnvart nýskiptingu þjóðar-
kökunnar gæti valdið því að hluti
hennar verði banabiti í hálsi íslensks
lýðræðis. Er það svo fráleitt ef litið er
til fyrri dæma um sinnuleysi?
Sturla Sigurjónsson