Tíminn - 04.01.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.01.1986, Blaðsíða 1
ELDSUPPTOK í skemmtistaönum Ríó eru enn ekki kunn þrátt fyrir rannsókn en ekkert bendir til þess að um íkveikju hafi verið að ræða samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarlögreglu ríkisins. NEYTENDASAMTÖKIN hafaskoraðð stjórn Landssambands bakarameistara að láta af þeirri ákvörðun að vilja hætta framleiðslu vísitölu- brauðanna þar sem þessi ákvörðun hafi leitt til allt að 70% hækkunar á þessum brauðum. Einnig hafa Neytendasamtökin mótmælt vörugjaldi sem leggja á á kökur. BILVELTA varð á Hörgárbraut á Akureyri í fyrrinótt. Bíllinn rakst utan ( snjóruðninga og við það missti ökumaður, sem var einn í bílnum, vald á honum. Ökumaðurinn slapp ómeiddur, en bíllinn er mikið skemmdur. GRUNDFIRÐiNGAR ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að kaupa togarann Sig- urfara II af Fiskveiðasjóði aftur. Milli 50 og 60 einstakl- ingar og félög skráðu sig fyrir hlutafé í nýju útgerðarfé- lagi - Siglunesi hf. -sem stofnað var í Grundarfirði 2. janúar í þeim tilgangi að kaupa skipið. Hlutafé var á- kveðið 30 milljónir króna. Með Sigurfara hvarf þriðjungur þess afla sem gæti komið á land í Grundar- firði þannig aðmiklu varðarfyriratvinnulífið hvorttekst að kaupa hann þangað á ný. BANDARÍKJAMENN íhuga nú marg- háttaðar refsiaðgerðir, þar á meðal hernaðaraðgerðir, gegn Líbýu sem talið er að standi á bak við morðárásir hryðjuverkamanna á flugvöllum í Róm og Vín í sein- ustu viku. Áður höfðu Israelsmenn lýst yfir að þeir myndu hefna fyrir árásirnar sem beindust gegn flugfé- lagi þeirra ELAL. LÍBÝUMENN sendu aðalritara SÞ bréf í gær þar sem þeir neita ábyrgð á blóðbaðinu á flugvöllun- um í Róm og Vín þótt þeir hafi áður lýst yfir stuðningi við aðgerðir hryðjuverkamanna þar. I bréfinu segir að Bandaríkjamenn og ísraelsmenn muni nota flugvall- arárásirnar sem átyllu til árásar á Líbýu sem muni hafa „hættulegar afleiðingar fyrir alþjóðlegan frið og öryggi." HELGARBLAÐ Tímans kemur ekki út um þessa helgi og vegna þrengsla varð Barna-Tíminn að víkja. En laugardaginn 11. jan. mun sérstakt helgar- blað fylgja Tímanum og yngri lesendur fá sinn Barna- Tíma svikalaust. Einnig er vakin athygli á að Tíminn kostar frá og með 1. janúar 45 krónur í lausasölu og 50 krónur um helgar. Áskriftarverð er 450 krónur á mánuði. Eiga Garðbæingar í erfiðleikum, eða hvað? Er áfengislög- gjöfin brotin á öllum börum? ■ Svo virðist sem lögbrot séu tíðkuð í stórum stíl á öllum börum og vínveitingahúsum og hafi svo verið um þó nokkurt skeið, eða allt frá því að krítar- kortaviðskipti voru tekin upp á stöðunum, því samkvæmt 13. gr. áfengislaganna virðast slík viðskipti óheimil: „Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, útsölur hennar og veitingeistaðir, sem leyfi hafa til veitingar áfengra drykkja, mega aðeins afhenda áfengi gegn staðgreiðslu. “ Teljast krítarkortaviðskipti staðgreiðsla? Þá spurningu lagði Tíminn fyrir Björn Líndal, deildarstjóra í viðskiptaráðu- neytinu, en hann vinnur nú að því að setja saman löggjöf um krítarkortaviðskipti. Björn sagði að krítarkorta- viðskipti væru ótvírætt lánsvið- skipti og' viðskipti með þau gætu því ekki flokkast undir staðgreiðsluviðskipti. Kort- hafi er í lánsviðskiptum við kortafyrirtækið og einnig er um lánsviðskipti að ræða milli þess sem selur þjónustuna og korta- fyrirtækisins. Sagði Björn, að þó kort þessi nefndust greiðslukort þá væri hér engu að síður um kredit- kort að ræða en ekki debitkort, þar sem korthafi er með inni- stæðu hjá fyrirtækinu. Sagði hann að t.d. í Danmörku væru þessi viðskipti flokkuð undir lánsviðskipti. Einar Einarsson, fram- kvæmdastjóri Visa Island, var ekki samþykkur þessari skil- greiningu, þegar Tíminn bar þetta undir hann. Sagði hann að mcð visagreiðslu væri gert upp urn viðskiptin á staðnum og því væri hér unt staðgreiðslu að ræða, enda auglýstu sumar verslanir að Visa væri tekið sem staðgreiðsla. Sagði hann að ef Visa teldist ekki stað- greiðsla þá hlyti það sama að gilda um ávísanir. Hinsvegar sagðist Einar samþykkur því að fólk undir áhrifum áfengis ætti ekki að nota kort við drykkju. Þær væru oft skrautlegar undir- skriftirnar, sem koma frá híf- uðu fólki. Nýuppgert einbýlishús stórskemmt í eldi ■ Allt Slökkvilið Hafnar- fjarðar var kallað út síðdegis í gær, laust fyrir klukkan hálf fimm. að Tjarnarbraut 15, en eldur hafði komið þar upp í gömlu, nýlega uppgerðui timburhúsi. Húsið var mann- laust er eldsins varð vart. Þegar Tímamenn komu á staðinn, var slökkviliðið að rjúfa þakið. Eldurinn hafði komið upp í eldhúsi á neðri hæð, en komist inn á milli þilja og upp í rjáfur. Mjög erf- iðlega gekk að ráða niðurlög- um hans, enda austan strekk- ingur. Húsið er meira og minna skemmt að innan, það sem ekki brann er illa farið af vatni og reyk. ■ Slökkviliðsmenn rjúfa þakið og ráðast að eldinum. Tímamynd Sverrir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.