Tíminn - 10.01.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.01.1986, Blaðsíða 1
MIMIR , félag stúdenta í íslenskumfræöum, hef- ur mótmælt harölega vinnubrögöum menntamála- ráöherra við veitingu stööu lektors í íslenskum bók- menntum viö HÍ. Félagið telur ákvöröun ráöherra móðgun og vanvirðingu viö Heimspekideildina og tel- ur ráðherra ekki hafa sett fram nein gild rök fyrir á- kvöröuninni. GORBACHEV Sovétleiötogi er farinn að skrifast á viö tólf ára gamla japanska stúlku sem heitir Aiko Fukuda. Aiko skrifaöi Gorbachev bréf fyrir sein- ustu jól þar sem hún sagðist vona að hann héldi á- fram aö reyna aö gera heiminn friðsælan. Hún sagöi m.a. í bréfinu: „Nú eru aö koma jól og ég vonast eftir gjöf frá þér. “ Gorbachev hefur nú falið sovéska sendi- ráöinu í Japan aö afhenda Aiko svarbréf, sem hann hefur skrifað, og jólagjöf. FARÞEGI í innanlandsflugi í Bandaríkjunum, sem flugmaður bannaöi aö reykja, var næstum búinn aö valda flugslysi í gær nálægt New York þar sem hann réöst á flugmanninn, lamdi hann og greip í flugstjórnartækin. Flugvélin hrapaði tvö þúsund fet áöur en flugmanninum tókst aö ná valdi aftur á henni eftir aö annar farþegi baröi reykingamanninn í rot. Reykingamaöurinn, sem heitir John Johnson, getur átt von á því að verða dæmdur í allt aö 20 ára fangelsi fyriraö truflaflug. ISLENSKA RÍKISSTJÓRNIN fjaii aöi í gær um erindi Bandaríkjastjórnar þess efnis að gripiö yrði til efnahagslegra refsiaögeröa gegn Líbýu vegna stuðnings þarlendra stjórnvalda viö hryðju- verkamenn. Ríkisstjórnin sá ekki ástæðu til sérstakra aögeröa af þessu tilefni, enda væru samskipti ís- lands og Líbýu mjög takmörkuð. ALÞJÓÐLEGA SKÁKMÓTINU . Hasting lýkur á sunnudag. Margeir Pétursson hefur þar forystu með 8 Vz vinning og þarf einungis 1 vinn- ing til viðbótar í tveimur síðustu skákunum til aö hljóta stórmeistaratitil. Hann tefldi viö hinn enska Conquest í gær og lauk þeirri viðureign meö jafntefli. STJÓRN STÚDENTARÁÐS Há skóla (slands ályktaöi á fundi sínum í gær á þann veg að full samstaða væri með fulltrúum Vöku og Um- bótasinna vegna afstöðunnar til aögeröa mennta- málaráðherra gagnvart Lánasjóöi íslenskra náms- manna. Fyrrnefndir aðilar mynda meirihlutann í ráð- inu. Þessi ályktun fylair í kjölfar deilna innan félags Umbótasinna um þaö hvort halda ætti samstarfinu áfram. ELDUR kom upp í íbúö við Holtagerði 14 í Kópa- vogi í gær. Slökkvilið var kallað á staðinn og gekk greiðlega aö slökkva eldinn. Tjón varö af völdum elds og reyks, en mun ekki vera mikið. Eldsupptök eru ekki kunn. FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS ákvaö á fundi sínum í gær aö fresta ákvöröun um sölu skipa sem auglýst hafa verið til sölu á vegum sjóðsins til næstkomandi þriðjudags. Mörg útgeröarfélög eru um hituna og hafa til dæm- is borist sex tilboö í togarann Kolbeinsey frá Húsavík en mikill styr stendur um hann. Togarinn hefur aflaö nær helming þess bolfiskafla sem kom á land á Húsavík á síðasta ári og Ijóst að mjög alvarlegt ástand mundi skapast þar ef togarinn ,yröi seldur úr byggðarlaginu. Rekstrarkostnaöur 10 ráðherrabíla: Tvöf alt hærri en Fiskvinnsluskólans ■ Tæpar 8,5 milljónir króna kostaði það ríkissjóð að koma ráðherrunum okkar úr einum stað í annan - aðeins hérna innanlands - árið 1984, sam- kvæmt yfirliti forsætisráðu- neytisins um bifreiðakostnað ráðherra, vegna fyrirspurnar á Alþingi. Til samanburðar við þennan kostnaðarlið má nefna að hann er t.d. heldur hærri en rekstrar- kostnaður Fósturskóla íslands það sama ár (8,2 millj.), drjúg- um hærri en rekstrarkostnaður Stýrimannaskólans í Reykja- vík (6,9 millj.) og um tvöfalt hærri en rekstur Fiskvinnslu- skólans (um 4,2 millj. 1984, samkvæmt Ríkisreikningi). Þá má nefna að ráðherrabíl- arnir hafi verið ríkissjóði rúm- lega tvöfalt kostnaðarsamari en rekstur Hæstaréttar. Töluverður meirihluti kostn- aðarins var vegna launa- greiðslna til hinna 10 ráðherra- bílstjóra, eða um 5,3 milljónir, sem jafngilda mundi um 720 þús. króna árslaunum á ný- liðnu ári, miðað við hækkun skattvísitölu milli ára. Til samanburðar við þessar 5,3 milljónir til 10 bílstjóra má geta þess að listamannalaun til um 200 listamanna sarna ár nárnu rúmum 7 millj. króna. sam- kvæm* Ríkisreikningi. Nokkuð voru bílstjóralaunin misjöfn. Þeir Sverrir. Stein- grímur og Halldór virðast hafa verið mest á ferðinni, því laun bílstjóranna þeirra námu frá 650-674 þús. (885-915 þús. á 1985 verðlagi). Yfirlitið nær cinnig til fyrstu 4ra mánaðanna af árinu 1985. Þessa fjóra ntánuði hefur bíl- stjóri Sverris þegið 311 þús. króna laun (slagar væntanlega hátt í ráðherralaunin), scm er um 120 þús. krónurn hærra en hjá nokkrum öðruni ráðherra- bílstjóra á því tímabili. Að rekstrarkostnaði bílanna með- töldum hefur það kostað 550- 560 þús. að koma þeir Sverri og Halldóri rnilli staða þessa 4 mánuði, eða um 140 þús. krón- ur á mánuði að meðaltali. Heildarkostnaður við akst- urinn þessa 4 mánuði nam 3,7 milljónum króna, eða að með- altali um 93 þús. krónur á hvern ráðherrabíl. Hlutfallslega hefur launa- kostnaður vegna bílstjóranna hins vegar lækkað árið 1985 Smyglið var innsiglað ■ Bíræfnir smyglarar náðust á Seyðisfirði, ekki alls fyrir löngu. Fragtskip lagði að bryggju, og við tollskoðun fund- ust rúmlega fjörutíu kassar af áfengu öli. Megin hluti ölsins var geymdur í innsiglisgeymslu í skipinu. Að sögn lögreglunn- ar á Seyðisfirði var leyniop undir koju eins skipverjans, og var þaðan hægt að komast nið- ur í innsiglað herbergið. Skip- verjar munu hafa komið ölinu fyrir, áður en innsiglað var er- lendis. Líklegt er að framhald verði á málinu, þarsem innsigl- isbrot er alvarlegt brot. Áfengi og tóbak var geymt. í öðru innsigluðu herbergi en ölið. Þá fundust 26 kassar af bjór í fragtskipi sem kom til Seyðis- fjarðar í fyrradag. Einriig fannst lítilræði af áfengi og vindlingum, sem reyndist vera í eigu tveggja skipverja. Bæði málin eru upplýst, en lögregla á Seyðisfirði vill ekki láta uppi nöfn þeirra skipa sem eru viðriðin málin. Egill Ragnarsson varðstjóri á Seyðisfirði sagði í samtali við Tímann í gær að nú væri farið að taka mun harðar á málum af þessu tagi, en veriö hefur hing- að til. -ES Bræla á loðnunni ■ Bræla vará loðnumiðunum aðfaranótt fimmtudags og til- kynntu aðeins fjögur íslensk skip samtals um 2000 tonna afla. Einkum hefur veiðst á Kolbeinseyjarsvæðinu fyrir norð-austurlandi að undan- förnu. Heilaraflinn á vertíðinni er nú í kringum 665 þús. lestir, en um áramót var hann 644,799 tonn. í gærmorgun var 31 norskur bátur á miðunum, en 13 voru þá farnir hcim mcð samtals 10.135 tonna afla að sögn land- helgisgæslunnar. Veðurútlit var óhagstætt fyrir austan í gær en eitthvað skárra fyrir norðan. miöað við árið áður, hefur „aðeins" verið um 46.600 krón- ur á mánuði að meðaltali á bíl- stjóra. Þar hefur bílstjóri landbún- aðarráðherra þó borið sýnu skarðastan hlut frá borði. rneð aðeins 31 þús. kr. á niánuði að meðaltali mánuðina jan.-apríl 1985 og er varla neinn ofhlað- inn af því. - HEl rg 0 ■ Skrafað í skjóli styttu* Mynd-Sverrir ’Hli BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.