Tíminn - 10.01.1986, Qupperneq 13

Tíminn - 10.01.1986, Qupperneq 13
Föstudagur 10. janúar 1986 Tíminn 13 HELGIN FRAMUNDAN ■ Úr gamanleiknum SEX í SAMARÚMI. SEX í SAMA... fær góöar viðtökur í Iðnó ■ Gamanleikurinn SEXISAMA RÚMl verður sýndur í Iðnó í kvöld, föstudagskvöld kl. 20.30 og á morgun, laugardagskvöld, á sama tíma. Leikritið var frumsýnt á milli jóla og nýárs og hefur hlotið hinar bestu viðtökur. Höfundarnir eru bresku háðfuglarnir Cooney og Chapman, en þeir hafa skrifað fjölda farsa sem orðið hafa vinsælir á Bretlandi. Með helstu hlutverk í SEXINU fara Þorsteinn Gunnarsson, Val- gerður Dan, Kjartan Ragnarsson og Hanna María Karlsdóttir. Leik- stjóri er Jón Sigurbjörnsson. Hlutverkaskipti í Land mínsföður Stríðsárasöngleikurinn LAND MÍNS FÖÐUR eftir Kjartan Ragnarsson hefur nú verið sýndur rúmlega 60 sinnum. Uppselt hefur venö í öll skiptin og er ekkert lát á aðsókn. Athygli skal vakin á hlut- verkaskiptum í LANDINU, þar sem Steindór Hjörleifsson tekur við af Ágústi Guðmundssyni sem Björn Valdemarsson blaðafulltrúi bandaríska hersins á íslandi. Einn- ig tekur Þröstur Leó Gunnarsson við af Ellerti Ingimundarsyni sem hermaður, sjóliði o.fl. Á milli 30-40 manns koma fram í sýningunni, þar á meðal 6 manna hljómsveit. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Tónlist samdi Atli Heimir Sveinsson. Hljómsveitar- stjóri er Jóhann G. Jóhannsson, leikmynd gerði Steinþór Sigurðs- son og búninga Guðrún Erla Geirsd. LANDIÐ verður sýnt í Iðnó á sunnudagskvöld kl. 20.30. Listá laugardegi - í Gerðubergi ■ Listadagskráin „List á laugar- degi" verður laugard. 11. jan. kl. 15.00 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. í>að er Alþýðubandalagið í Breiðholti. sem stendur fyrir dagskránni, og er þctta þriðja árið sem siík dagskrá er á vegum þess í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi. bar verður söngur, tónlist og upplestur og kaffistofan verður opin. Fram koma: Páll Eyjólfsson, Kolbeinn Bjarnason, Guðrún Hclgadóttir. Jóhanna V. Pór- hallsdóttir, Einar Einarsson, Ey- vindur Erlendsson og Kristín Á Ólafsdóttir. Kynnir verður Tryggvi Þór Aðalsteinsson. Jólaævintýri LA Fáar sýningar eftir ■ Núfersýningumaðfækkahjá Leikfélagi Akureyrar á söng- leiknum Jólaævintýri. Leikritið fékk einstakt lof gagnrýnenda, ekki síst leikurÁrnaTryggvason- ar í gervi hins fræga nirfils Scroo- ges. Næstu sýningar eru: sunnu- daginn 12. janúar kl. 16.00 og fimmtud. 16. jan. kl. 19.00. Síðan mun Leikfélag Akureyr- ar frumsýna Silfurtunglið eftir Halldór Laxness 24. janúar. Norræna húsið: „Tónlist á fslandi<( ■ í Norræna húsinu stendur nú yfir sýningin „Tónlist á fslandi", þar sem rakin er saga tónlistar á íslandi. í tengslum við sýninguna er fyrirlestraröð, þar sem flutt verða erindi og leikin tóndæmi og hefst hún nú á sunnud. 12. janúar kl. 17.00. Þá tala Páll H. Jónsson og Garðar Jakobsson um Tón- mannlíf í S-Þingeyjarsýslu á 19. og 20. öld“. Fyrirlesturinn hefst kl. 17.00 á sunnud. í Norræna húsinu. Að- gangur er ókeypis og allir vel- komnir. KA ■ Ein sýning verður í Þjóð- leikhúsinu á sunnudag kl. 14.00 á barnaleikriti Thorbjörns Egners, Kardemommubænum, ogeftirleið- is verða einungis á sunnudögum sýningar á þessu verki. ■ Ræningjarnir í Kardemommu- bænum: Jcsper (Randver Þ.), Kasper (Pálmi Gestss.) og Jónatan (Örn Áinason). Nýársferð í Skálholt — sunnud. 12. jan. ■ Brottför í nýársferð í Skálholt verður frá BSÍ, bensínsölu kl. 10.30. Litast verður um í Gríms- nesi og m.a. farið að kirkjustaðn- um Mosfclli og gengið á fellið ef veður leyfir. Síðan verður haldið að Skálholti og hlýtt á hugvekju séra Guðmundar Ola Ólafssonar. Þorraferð Útivistar ■ Þorraferð og þorrablót Úti- vistar verður helgina 24. - 26. janúar að Eyjafjöllum. Sjáumst. Tilkynnið þátttöku í síma 14606 og 23732. Þjóðleikhúsið um helgina: H Jólaleikrit Þjóðleikhússins, Villihunang eftir Anton Tsjekhov í leikgerð Michaels Frayn. verður sýnt í 8. sinn á föstudagskvöld. Villihunang var kosið besta leikrit- ið í Bretlandi á sl. ári. VILLIHUNANG Með helstu hlutvcrk fara: Arnar Jónssón, Helga E. Jónsdóttir, Pét- ur Einarsson, Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Bessi Bjarnason, Sig- urður Skúlason, Guðbjörg Thor- oddsen, Steinunn Jóhannesdóttir, Rúrik Haraldsson Róbert Arn- finnsson og Þorsteinn Ö. Stephen- sen. Leikstjóri er Þórhildur Þorlcifs- dóttir cn leikmynd er eftir Alex- ander Vassiliev. H Atriði úr sýningunni Villihunang, eftir Tsjekhov. (Tímamynd Sverrir.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.