Tíminn - 10.01.1986, Page 20

Tíminn - 10.01.1986, Page 20
JUVENTUS MÆTIR BARCELÓNA í átta liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða og er þegar farið að tala um „mestu knattspyrnusýn- ingu í heirni" í sambandi við þá viðureign. Þessi tvö stórveldi í knattspyrnuheiminum leika í mars næstkomandi en í gær var einmitt dregið um hvaða lið mætast í átta liða úrslitum Evrópukeppnanna í knattspyrnu. í Evrópukeppni bikarhafa datt Real Madríd í lukkupottinn en liðið mætir sviss- neska félaginu Neuchatel Xamax og ætti að komast í undanúrslitin án erfiðleika. Sjá nánar um dráttinn á íþróttasíðum Tímans i dag. Norrænt samstarf: Finnar gefa Islend ingum lerkifræ Flugumferðarstjóramálið: Ráðuneytið mun ekki skerast í leikinn - segir Matthías Bjarnason samgönguráðherra ■ Ekki er enn séð fyrir end- ann á deilu flugumferðarstjóra og flugmálastjórnar um nýja skipuritið. Hjálmar Diego Arnarson formaður Félags flugumferðarstjóra sagði í sam- tali við Tímann í gær að flug- umferðarstjórar hefðu marg- sinnis komið með athugasemd- ir við nýja skipuritið, flugmála- stjóri tæki hins vegar ekki rök- um þeirra eða hlustaði á tillög- ur þcirra, heldur ákvæði hlut- ina bara einhliða. Matthías Bjarnason samgönguráðherra segist ekki reikna með að ráðu- neytið skcrist nú í leikinn, því það hafi margsinnis gert það á fyrri stigum málsins og sam- þykkt skipuritið fyrir sitt leyti. Þetta væri að sínu mati ákaf- lega leiðinleg deila og óþörf að auki. „Við höfum farið fram á að framkvæmd nýja skipuritsins yrði frestað þar til búið væri að ræða hvaða afleiðingar það hefði fyrir kjör félagsmanna, t.d. ellilífeyri," sagði Hjálmar Diego Arnarson. Nú væri t.d. starfsheitið varðstjóri ekki til lengur og óvíst um lífeyri ekkna fyrrverandi varðstjóra. Nýju vaktstjórarnir hefðu líka yfirráð í ilugurni untfram gömlu varðstjórana og óljóst væri hvað yrði um kjör varð- stjóra í flugturni. Flugumferð- arstjórar hefðu haft góð sam- skipti við ráðuneytið en flug- málastjóri hefði oftar en einu sinni bannað fulltrúa sínum að mæta á fundi með flugumferð- arstjórum í ráðuneytinu. Hjálmar sagði að ekki hefði komið til tals að reka nýju vaktstjórana tvo sem sótt hefðu um stöðurnar í trássi við sam- þykkt félagsins, þeir hefðu ein- ungis fengið bréf þar sem þeim hefði verið bent á að þeir hefðu unnið gegn hagsmununt félags- ins. Ástandið í flugstjórnar- miðstöðinni væri orðið óbæri- legt og flugumferðarstjórar ætluðu að ræða varnaraðgerðir sínar á fundi unt kvöldið á Hótel Borg. „Það cr bara slúður og'bull að menn sein hafa gegnt varð- stjórastöðu missi lífeyri, það er búið að margsegja mönnununt það, en þeir tala álltaf tóma enda- leysu," sagði Matthías Bjarna- son samgönguráðherra. Hann sagði að mörg ómakleg orð hefðu þessa dagana fallið í garð flugmálastjóra, sem stæði síður en svo cinn að þessu skipuriti og það hefði ekki ncitt annað í för með sér en meiri hagræð- ingu, sem lengi hefði staðið til að gera. Það væri óhætt að segja að flugumferðarstjórar fitjuðu sífellt upp á nýjunt deil- um. Og ef svo færi að þeir gætu ekki lengur farið eftir lögum um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna og verið trú- ir yfirboðurum sínum eins og þeim væri uppálagt í skipun- arbréfum vissu þeir hvað það gæti kostað. Efum ítrekuð brot yrðu að ræða yrði mönnum vísað úr starfi, eins og lög mæJtu fyrir um. Mrún ■ Finnski sendiherrann Anders Huldén afhendir hér Jóni Helgasyni landbúnaðarráðherra gjöf frá fínnska landbúnaðar- ráðuneytinu - 2kg af lerkifræi. IMeð þeint á myndinni er eiginkona sendiherrans. Tímamynd: Árni Bjarna Skagfirðingar og Kjósverjar hraustastir ■ Eru Skagfirðingar og Kjós- verjar manna heilbrigðastir en Strandamenn og Skaftfellingar öðrum fremur lasburða? At- hyglisvert er hve gífurlegur munur kemur fram á útgjöld- um einstakra sjúkrasamlaga í landinu vegna lyfjakaupa sam- lagsmanna sinna, miðað við fólksfjölda á hverjum stað. Þannig voru lyfjaútgjöld Sjúkrasamlags Skagafjarðar- sýslu árið 1984 aðeins 1.150 krónur á hvern íbúa sýslunnar, en samsvarandi kostnaður var um 2.580 krónur hjá sjúkra- samlögunum í Strandasýslu og V-Skaftafellssýslu. Hvergi var þessi útgjaldaliður þó hærri en hjá Sjúkrasamlagi Reykjavík- ur, að meðaltali 2.768 kr. á hvern Reykvíking. En það á sér væntanlega skýringu í háu hlutfalli ellilífeyrisþega í höf- uðborginni. Heildarútgjöld sjúkrasam- laganna í landinu vegna lyfja- kaupa samlagsmanna árið 1984 námu samtals nær 555 milljón- unt króna-þ.e. lyfjakostnaður umfram það sem sjúklingarnir greiða sjálfir beint og þeirra lyfja sem notuð eru á sjúkra- húsum landsins. Þannig greiddu sjúkrasamlögin að meðaltali 2.265 kr. á árinu á hvern landsmann vegna lyfja- kaupa, sem þá hefur væntan- lega farið í um 3 þús. krónur á árinu 1985. Lyfjakostnaðurinn er uni fjórðungur af heildarút- gjöldunt sjúkrasamlaganna. Sem fyrr segir vekur athygli hve kostnaður þessi er mis- munandi miðað við íbúafjölda á hverjum stað. Þannigermeð- alkostnaður á íbúa aðeins 1.460 kr. á Bolungarvík og Sauðárkróki, á móti í kringum 2.700 kr. á Siglufirði, Seyðisfirði og í Neskaupstað. Svipaður munur kemur fram milli sýslusamlaganna eins og áður var nefnt. HEI Ein umsókn hjá nefnd ■ Einkaleyfi hins opinbera á rekstri útvarps og sjónvarps rann út um áramótin er svo- kölluð Útvarpslög tóku giidi. Um leið hóf nýskipuð Útvarps- réttarnefnd störf sín. Gert hef- ur verið ráð fyrir að margir hafi áhuga á að ryðja sér braut á umræddum vettvangi þegar í upphafi. „Okkur hefur borist ein um- sókn en hún hefur ekki enn ver- ið tekin fyrir í nefndinni. Það hefur ekki borist reglugerð til að vinna eftir og því höfum við ekki tekið afstöðu til hennar. En það er von á reglugerðinni í • næstu viku." sagði Kjartan Gunnarsson forntaður Út- varpsréttarnefndar í samtali við Tímann. Kjartan sagði að nefndin hefði fundað frá því að hún var skipuð af Alþingi skömmu fyrir jól, en einungis til að fjalla unt fyrrnefnda realugcrð. -SS ■ Fimmtán ára gamall teigur af Raivolalcrki á Hallormsstað, en þar eru veðurskilyrði fyrir lerki einna best á Islandi. Mynd: Sig. Blöndal sknuræklarsljóri. ■ Finnski sendiherrann á ís- landi, Anders Huldén afhenti í gær gjöf frá finnska landbúnað- arráöuneytinu 2 kg af lerkifræj- um og tók landbúnaðarráð- herra við gjöfinni. Sagði hann við þetta tækifæri að þessi gjöf væri byrjunin á samvinnu og hjálp hvað varðar skógrækt á ísiandi og kvað hana mikilvægt framlag til efl- ingar skógræktar í landinu. Þá nefndi landbúnaðarráðherra að á fjárlögum þessa árs er ein milljón króna til skógræktar í Laugardal á Laugarvatni, en þar hefur fé fækkað mikið og þykir landið sérlega hentugt fyrir skógrækt. Framleiðslu- sjóður mun síðan lcggja til álíka upphæð, en bændur á svæðinu munu annast plöntun trjánna. Landbúnaðarráðherra af- henti síðan Sigurði Blöndal skógræktarstjóra fræin og sagði hann að í hverju kílói væru fimmtíu þúsund fræ og mætti því búast við að hundrað þús- und plöntur risu upp af gjöf Finnanna. Sigurður sagði að fræjunum verði sáð að Mógilsá undir stjórn Þórarins Benediktz, en trjánum verður plantað víða um landið, en lerkitré þrífast hvað best þar sem vetur eru kaldirogsumur tiltölulega hlý. Talsvert er af lerkitrjám hér á landi, einkunt á norðaustur- landi en þar eru veðurskilyrði einna hagstæðust fyrir lerkið hér á landi. Sigurður þakkaði Finnunum að lokum þessa höfðinglegu gjöf og sagði hana mikilsverða búgjöf fyrir íslendinga. AH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.