Tíminn - 18.02.1986, Qupperneq 2

Tíminn - 18.02.1986, Qupperneq 2
2 Tíminn Þriðjudagur 18. febrúar 1986 Gífurleg hækkun á kaffi og kjöti Rúmlega 15% verðhækkun kom fram á liðnum: Kaffi, te og kakó við útreikning framfærsluvísitöl- unnar í byrjun febrúar. Af öðruni matvörum varð lang mest hækkun á kjöti og kjötvörum eða 9,24% og átti sú hækkun ein um fimmtunginn af heildarhækkun framfærsluvísi- tölunnar milli janúar og febrúar. Þá má nefna rúmlega 4% verðhækkun á fiski, en sem kunnugt er, er enn ekki búið að semja um fiskverðs- hækkun til útgerðar eða sjómanna á þessu ári. Hækkun framfærsluvísitölunnar milli mánaða varð nú 2,28%, sem svarar til um 31% árshækkunar. Framfærsluvísitalan reyndist 167,76 stig í febrúarbyrjun, miðað við 100 í febrúar 1984, þannig að verðlag hefur að meðaltali hækkað um 67,76% á þessum tveim árum. Af þessari 2,28% hækkun nú stafa 0,9% af verðhækkun matvöru (þar af um helmingur vegna kjöts- ins sem fyrr greinir). Tæp 0,4% af hækkuninni voru vegna nær 5% verðhækkunar á fötum og skóm. Sömuleiðis varð tæplega 4% hækk- un á húsgögnum og gólfteppum á þessum eina mánuði, rúmlega 4% hækkun á því sem tilheyrir skóla- göngu, tæplega 5% á snyrtingu og snyrtivörum og nærri 42% hækkun á liðnum tryggingar. -HEI FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS RANNSÓKNASTOFNUN BYGGINGARIÐN AÐ ARINS Fræðslumiðstöð iðnaðarins vekur athygli á eftir- töldum námskeiöum á næstunni sem ætluö eru byggingamönnum: Námskeið um glugga og glerjun, frágang og endurnýjun, verður endurtekið dagana 3.-5. mars, n.k„ kl. 16.00 til 20.15. Verð kr. 4000,- Námskeið í steyputækni, um hönnun og gerð steinsteypu og nýjungar í steypugerð, ferfram 10. og 11. mars, n.k. kl. 09 til 16.00. Verð kr. 2.500,- Námskeið um útveggjaklæðningar, um frágang og festingar, efni á markaðnum og kostnað, verður haldið 17.-19. mars, n.k. kl. 09 til 16.00. Verð kr. 6.500,- Öll námskeiðin fara fram á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Keldnaholti, 112 Reykjavík. Innritun og upplýsingar hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins í símum 687440 og 687000. Norrænir starfsmenntunarstyrkir Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar veita á námsárinu 1986-87 nokkra styrki handa íslendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun, til undir- búnings kennslu í iðnskólum eða framhaldsskólum iðnskólakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á Islandi. Fjárhæð styrks í Danmörku er 15.000 d.kr., í Finnlandi 13.600 mörk, í Noregi 16.800 n.kr. í Svíþjóð 9.800 s.kr. miðað við styrk til heils skó- laárs. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 1. apríl nk. Nánari upplýsingar og umsóknareyðu- blöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 14. febrúar 1986. HÚSAÞJÓNUSTAN SF. Tökum að okkur alla málningarvinnu, utan- sem innanhúss, hvar á landi sem er. Einnig: Sprunguviögerðir og þéttingar- Háþrýsti- þvott Sílanúðun - Alhliða viðhald fasteigna. Tilboð - Mæling - Tímavinna. Skiptið við ábyrga fagmenn, með áratuga reynslu. Upplýsingar í síma 91-61-13-44 VÉLSLEDAÞJÓNUSTAN Viðgerðaþjónusta fyrir vélsleða og minni háttar snjóruðningstæki FRAMTÆKNI s/f Skemmuvetj 34 N - 200 Kópavogur Sími 64 10 55 ^__S Slysatíöni í byggingarvinnu meö mesta móti: Um 18 af hverjum 100 slasast árlega Ný úttekt á vinnuslysum sem koma til meðferðar á slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík bendir til þess að árlega verði um 175 slys meðal hverralOOO.manna sem starfa við byggingar, þ.e. 5.-6. hver byggingarmaður að meðaltali á ári. Af þessum 175 slasast sjöundi hver á höfði, að því er fram kom á ráð- stefnu um aðbúnað og öryggi á bygg- ingarvinnustöðvum, sem nýlega var haldin. Er slysatíðni í byggingar- vinnu sögð með mesta móti í saman- burði við aðrar atvinnugreinar. Ástæður hinnar miklu slysatíðni er bæði talið að leita hjá atvinnurek- endunum og byggingarmönnunum sjálfum. T.d. séu öryggishjálmar og öryggisskór oft ýmist ekki fyrir hendi eða látnir liggjaónotaðir. Vinnupall- ar séu óvandaðir, handrið ekki sett þar sem hætta er á falli og ekki séu gerðar nægar ráðstafanir vegna vara- samra efna í sementi, málningarvör- um og lími. Þá eru vinnuskúrar oft sagðir lélegir eða engir. Margar tillögur og ábendingar komu fram um úrbætur, allt frá því að leitast við að efla ábyrgðartilfinn- aðgerða af hálfu Vinnueftirlits ríkis- ingu starfsmannanna sjálfra til ins. ákveðnari fyrirmæla og þvingunar- -HEI Tímamynd S.G. Hólmadrangur ST-70 við bryggju á Hólmavík í gær. Hólmadrangur: Banaslys við Straumsvík Hásetahluturinn 1,8 milljónir Gréta Ingvarsdóttir lést í um- ferðarsiysi á Reykjanesbraut, skammt sunnan Straumsvíkur seinnipart laugardags. Gréta var fædd þann 31/3 1935. Hún var til heimilis að Yrsufelli 13, Reykjavík. Áð sögn farþega sem var í bílnum, varð slysið með þeim hætti, að hin látna missti stjórn á bílnum, þegar áætlunarbifreið ók fram úr þeim. Bíllinn fór fram af þriggja metra háum kanti og lenti úti í hrauninu. Gréta kastaðist út um framrúðuna. Hún lést skömmu eftir að hún kom í sjúkrahús. Farþeginn var að hcita má ómeiddur. Frá Stefáni Gíslasyni, Hólmavík Frystitogarinn Hólmadrangur ST kom til heimahafnar á Hólmavík sl. mánudag eftir 23 daga veiðiferð. Togarinn landaði 115 tonnum af full- unnum fiski, þar af rúmlega 100 tonnum af frystum þroskflökum. Brúttóverðmæti aflans var 12,7 mill- jónir króna, og var hásetahluturinn í þessari veiðiferð 130.000 krónur. Utgerð Hólmadrangs gekk vel á síðasta ári og skilaði nokkrum hagn- aði. Botnfiskafli togarans 1985 var samtals 3004,6 tonn miðað við óslægðan fisk og var brúttóverðmæti þess afla um 109,4 milljónir kr. Þá veiddust á árinu 166,4 tonn af rækju og fór langmest af henni á Japans- markað. Brúttóverðmæti rækjunnar var um 47,3 milljónir kr. Árið 1985 var brúttóaflaverðmæti Hólma- drangs því samtals 156,7 milljónir króna. Sóknardagar ársins 1985 voru 279 og hásetahlutur 1.777.000 kr. Skipstjóri á Hólmadrangi ST er Hlöðver Haraldsson. Það er gott að fá vopnfæra menn í liðið Clint minn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.