Tíminn - 18.02.1986, Page 4

Tíminn - 18.02.1986, Page 4
4 Tíminn Þriðjudagur 18. febrúar 1986 SPEGILL Mclissa Gilbert leikur nú „stórar stúlkur“. Nú er Melissa Gilbert (Lára í Húsinu á Sléttunni) farin að fá „fullorðins-hlutverk" - Flestir líta enn á mig sem „Láru í Húsinu á Sléttunni“, en smám saman er fólk farið að sjá mig sem stúlku - en ekki barn - og því fæ ég hlutverk eftir því, t.d. í myndinni „Val hjartans", segir Melissa. Melissa Gilbert er ekki lengur litla stúlkan með flétturnar heldur glæsileg stúlka sem hefur gaman af að klæðast tískufötum og er klippt og krulluð af hárgreiðslumeistur- um. Hún er nú orðin 20 ára og hefur, ef svo má segja, unnið allt sitt líf við sjónvarp og kvikmyndir. Sem smábarn var Melissa tekin í JJ fóstur.af leikkonunni Barbara Gil- bert og þáverandi manni hennar, Paul Gilbert. Þegar Melissa var tveggja ára var hún orðin fyrirsæta og sýndi barnaföt og auglýsti sápur. Hún vann við auglýsingamyndir þangað til hún var níu ára. Þá var það Michael Landon (pabbinn í Húsinu á Sléttunni) sem uppgötv- aði Melissu. Honum fannst sem telpan væri alveg sköpuð í hlutverk Láru, enda gekk hún svo upp í rull- unni, að margir kalla hana Láru enn þann dag í dag. Melissa var ekki aðeins „sæt stelpa" heldur hafði hún leikhæfi- leika og sterkan vilja og í ellefu ár lék hún Láru af lífi og sál, - og á þessum árum varð Melissa líka milljónamæringur. Fyrsta hlutverkið eftir Húsið lék Melissa í myndinni "Sylvester". Hún var spennt að fá að leika í alvörumynd, og ekki dró það úr ánægju hennar, að nú var hún ást- fangin. Hún og ungi leikarinn Rob Lowe voru talin ástfangnasta parið í Hollywood, og í þrjú ár voru þau alltaf saman þegar færi gafst. Þau voru bæði önnum kafin við kvik- myndaleik, og oft voru þau sitt á hvorum staðnum og sáust þá með höppum og glöppum. Rob og Melissa sögðu það vera draum sinn að leika saman í nýrri útgáfu af „Á hverfanda hveli“ (Gone With the Wind). Nú verður lfklega ekkert úr því, því þau slitu sambandinu með látum í Japan er þau voru þar á kvikmyndahátíð. Sagt var að Rob hafi alls ekki haft áhuga á að binda sig, en Melissa látið sig dreyma um brúðkaup, hús og barnafjöída. SIMON LEBON í það heilaga Nýjustu fregnir herma að Simon Le Bon úr Duran Duran og kærast- Verðandi foreldrar; Julie Ann komin fjóra mánuði á leið. an hans Yasmín Parvaneh hafi gengið í það heilaga þann 27. des- ember. Það brúðkaup var haldið í kyrrþey þar sem bróðir Símons, David flutti tveggja sekúndna ræðui og faðir hans sagði lélega fimm aura brandara í hálftíma. Hin ný- bökuðu hjón fóru til Frakklands í brúðkaupsferð. Reyndar segir Símon, að þau hafi verið í brúð- kaupsferð síðan þau kynntust. Þau eiga von á barni í apríl, en þau eru ekki ein um það því að Nick Rhod- es og Julie Ann eiga líka von á barni, en í maí. J.E.T. (í starfskynningu) Ást er: Simon Le Bon og Yasmin Parvaneh. Illllllll ÚTLÖND 11 FRÉTTAYFIRLIT Reutei PARIS — Frönsk stjórnvöld sendu hersveitir og flugvélar til höfuöborgarinnar í Chad sem svar við loftárásinni á flugvöll- inn í N’DjamenaerLíbýuherer sagður hafa staðið á bak við. Hersveitirnar eiga að aðstoða sveitir Hissene Habre forseta og ríkisstjórnar hans í barátt- unni við skæruliða. Flugfélög um allan heim frestuðu ferðum sínum til N’Djamena vegna skemmda á flugvellinum. LISSABON — Marió Sóar- es, hinn gamalreyndi leiðtogi sósíalista, vann nauman sigur í forsetakosningunum í Portú- gal og þótti reynsla hans og öf- galausar skoðanir þar eiga stærstan hlut að máli. Stjórn- málalegt óöryggi er þó ennþá við lýði þar í landi. MANILA — Philip Habib, sérlegur sendifulltrúi Banda- ríkjastjórnar, átti viðræður við bæði Ferdinand Marcos for- seta og Corazo Aquino stjórn- arandstöðuleiðtoga, þó ekki samtímis. Habib reynir nú að meta stjórnmálaástandið þar í landi eftir hinar umdeildu for- setakosningar. JÓHANNESARBORG — Að minnsta kosti þrettán manns létu lífið og 700 aðrir voru handteknir í óeirðum um helaina, sem voru einar þær blóðugustu síðan uppþotin hófust fyrir tveimur árum. BEIRÚT — Að sögn útvarps- stöðvar í Beirút voru þrír ísra- elskir hermenn felldir er her þeirra réðst inn í þorp í Suður- Líbanon. Útvarpið sagði ísra- elskar hersveitr hafa verið varðar af þyrlum en þær tóku á sitt vald sex þorp fyrir utan „ör- yggissvæði" ísraels norður af landamærum ríkjannatveggja. BAHRAIN — Stjórnvöld í íran sögðu hersveitir sínar hafa náð á sitt vald mikilvæg- um stöðum í Suðaustur írak. Yfirvöld í írak sögðu hins vegar mestan hluta herliði írana, sem fór yfir Shat Al-Arab sundið fyrir átta dögum, hafa verið felldan. BONN — Ríkissaksóknarar í borainni Koblenz sögðu að til stæði að hefja mál gegn vest- ur-þýska kanslaranum Helmut Kohl, vegna ákæru um að hann hefði gefið falskan vitnis- burð í rannsókn á vegum þingsins er snerti spillingu. LUNDÚNIR - Bresk stjórn- völd hafa ákveðið að reyna að binda enda á stirt samband sitt við Argentínustjórn eftir að Falklandseyjastríðinu lauk og ber yfirstandandi heimsókn argentínskra þingmanna til Bretlands þess merki. JAKARTA — Subroto námu- og orkumálaráðherra Indónesíu sagði fimm aðildar- ríki OPEC (Samtaka olíuút- flutningsríkja) vilja auka fram- leiðslu á olíu svo samtökin næðu stærri hlut á heimsmark- aðinum. LÚXEMBORG - Flestað- ildarríki Evrópubandalagsins (EC) skrifuðu í gær undir nýja og endurskoðaða stofnskrá samtakanna. Þar er einnig um ýmis ný atriði að ræða í sam- starfi hinna tólf þjóða Evrópu- bandalagsins. Búist er við að aðrar þjóðir fylgi fljótlega for- dæmi hinna þ.ám. Danmörk.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.