Tíminn - 18.02.1986, Qupperneq 16

Tíminn - 18.02.1986, Qupperneq 16
ISLENSKT frjájs íþróttafólk . setti fjögur íslandsmet á Norðurlandamótinu innanhúss sem fram fór í Stokkhólmi um jl| helgina. Svanhildur Kristjónsdóttir, Aðalsteinn Bernharðsson og Hjörtur Gíslason, sem sló tvö metanna, voru þar að verki. Árangurinn var samt ekki nógu góðurtil að koma Islendingun- um á verðlaunapall. Svanhildur náði fimmta sæti í 60 m hlaupi en engin verðlaun féllu okkar fólki í skaut. Ttminn Þriðjudagur 18. febrúar 1986 Mjólkurstuldurinn hjá MS: RLR opinberaði kaupmannalistann - enginn stórmarkaður keypti þýfi Svo virðist sem rann- sóknarlögregla hafi gengið að kröfum starfsfólks Mjólkursamsölunnar, og veitt forsvarsmanni þess leyfi til að kanna gögn þau sem málið varðar. Skyndilega féll allt í dúnalogn seinni partinn í gær í Mjólkursamsölunni. Þá höfðu fundahöld staðið lengi. Yfirtrúnaðarmaður, Ólafur Ólafsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, Guðlaugur Björgvinsson ásamt lögfræðingi og varaformanni Dagsbrúnar funduðu um „mjólkurmál- ið“. Harðorð yfirlýsing frá starfsfólkinu, snemma í gærmorgun gaf tilefni til þess að ætla að framhald yrði á málinu. Rétt fyrir kvöldmat barst tilkynning frá starfsfólkinu, þar sem sagt var að samkomulag hefði náðst um öll ágrein- ingsatriði. „Við fengum að sjá þau gögn sem við þurftum að skoða. Ég get fullyrt að enginn stórmarkaður hefur keypt stolna mjólk," sagði Ólafur í samtali við Tímann í gær. Hann vildi ekki fara frekar út í þá sálma, hvaða gögn hann hefði fengið að skoða, en neitaði því ekki að þau hefðu borist frá RLR. Ólafur sagði fund sem haldinn var með starfsfólk- inu seinnipart dags í gær hafa leitt í ljós að svona nokkuð hefði ekki komið upp á ef betra samstarf hefði verið rríilli manna í fyrirtækinu. Heimildir Tímans segja að vitneskja um óeðlilega vörurýrnun, hafi verið til staðar snemma í haust, en þá hafi málið verið þaggað niður. -ES Stálu nýjum bíl og skemmdu hann - tveir sextán ára piltar sem fengu sér neðan í því Tvcir sextán ára drengir, undir áhrifum áfengis létu sannarlega að sér kveða um helgina. Vinirnir tveir sem höfðu fengið sér neðan í því, lögðu leið sína að Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Þar stóð yfir hóf starfsmanna og gesta þeirra. Drengirnir könnuðu innihald vasa á yfirhöfnum gesta. Bíl- lyklar sem fundust í einum vasanum freistuðu drengj- anna mest. Þeir lögðu því næst leið sína út á bifreiða- stæðin fyrir utan skólann. Lyklarnir voru reyndir við flest alla bíla, en að lokum1 passaði lykillinn. Gripurinn sem hann gekk að var tíu daga gamall Nissan. Þeir tóku ökutækið trausta- taki og hófu ferðalag um göt- ur Reykjavíkur og lá leið þeirra loks út á Seltjarnarnes. Þar var skipt um ökumann. Fljótlega eftir að hann tók við stjórninni fipaðist honum aksturinn og hafnaði bíllinn á grindverki. Þá var tekið til fótanna í kapphlaupi við Seltjarnarneslögregluna, sem hafði betur á endasprettin- um. Drengirnir hafa játað fíflaskapinn. -ES Landsbankinn: Hyggurá sókná verðbréfa* markaði Landsbankinn hefur verið að hasla sér völl á verðbréfa- markaðinum undarifarna mán- uði. Hefur bankinn þegarstað- ið fyrir lOskuldabréfaútboðum fyrir um samtals á 3. hundrað millj. króna. Einstaklingar hafa keypt flest bréfin, en fyrir- tæki, stofnanir og sjóðir hins vegar keypt fyrir hærri upp- hæðir. Landsbankinn hefur nú haf- ið útgáfu dreifirits til kynningar á því sem er að gerast á vett- vangi verðbréfaviðskipta í bankanum, enda hyggur bank- inn á frekari sókn á þessum markaði á næstu misscrum, að því er segir í fréttatilkynningu. -HEI Forystusveit ASÍ notaði helgina til fundahalda með stjórnum verkalýðsfélaga innan samtakanna víðs vegar um landið. Þar var kynnt staða samningamála og könn- uð afstaða. í Ijósi síðasta tilboðs VSÍ skoraði forystusveitin á þau félög sem ekki hefðu aflað sér verkfallsheimilda að gera það hið fyrsta. Mynd-Sverrir Heimilisstörf: Koma Alþingi alls ekki við Meirihluti allsherjarriefndar sameinaðs Alþingis telur ekki að þingið eigi að taka afstöðu til þess hvort að heimilisstörf verði metin til starfsreynslu. Þingsályktunartillaga þess efn- is var borin fram fyrr í vetur og vísað til nefndarinnar að lok- inni fyrstu umræðu. 1 nefndarálitinu segir að lagt sé til að tillagan verði afgreidd með rökstuddri dagskrá: „Þar sem tillaga þessi fjallar um efni sem ber að semja um í kjara- samningum en ekki ákvarða með fyrirmælum frá Alþingi telur samcinað þing ekki á- stæðu til ályktunar í þessu máli og tekur fyrir næsta mál á dagskrá." Þar undirrita Ólafur Þ. Þórðarson, Pétur Sigurðs- son, Eggert Haukdal, Birgir Isl. Gunnarsson og Eiður Guðnason. Þeir Stefán Bene- diktsson og Guðmundur J. Guðmundsson voru fjarver- andi við afgreiðslu málsins. -SS Um 30% af Ið jufélögum hafa ekki kosningarétt Listi Guðmundar Þ. Jóns- sonar, fyrrv. varaformanns sigraði lista Bjarna Jakobs- sonar, fyrrv. formanns í stjórnarkosningum Iðju fé- lags verksmiðjufólks nú um helgina. með rúmum 600 at- kvæðum á móti rúmlega 300. Áhugi fyrir kosningunum - þeim fyrstu í lOársem kosiðer á milli lista - virðist ekki hafa verið mikill þar sem aðeins rúmlega 900 af alls yfir 2.400 á kjörskrá notfæröu sér kosn- ingarétt sinn. Þar við mætti bæta um þúsund manns sem starfandi er á félagssvæði Iðju - þ.e. hafa borgað félagsgjöld til Iðju á árinu 1985 eða 1986 - sem ekki höfðu kosninga- rétt í félaginu vegna þess að þeir höfðu ekki sótt formlega um inngöngu. Er þannig um þriðjungur starfandi Iðju- fólks án kosningaréttar. þar sem rúmlega 400 af þeim 2.400 sem kosningarétt höfðu eru úr hópi lífeyrisþega í líf- eyrissjóði félagsins og þar með ekki starfandi en alls mundu Iðjufélagar vera um 3.300 ef fyrrnefndir þúsund aukafélagar hefðu formlega gengið í félagið. Samkvæmt upplýsingum á skrifstofu Iðju voru þó ekki nema um eða innan við 10 af þessum þús- und sem hugðust kjósa, en urðu frá að hverfa vegna þess að þeir voru aðeins aukafé- lagar. - HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.