Tíminn - 19.02.1986, Side 1
LÁNASJÓÐSSTJÓRN er enn
bitbein stúdenta því Ólafur Arnarson fulltrúi
Vöku í stjórninni, sem sagöi sig úr stjórninni
6. febrúar s.l., situr enn stjórnarfundi þar til
Sverrir Hermannsson hefur skipað formlega
fulltrúa nemenda í stjórnina. Ólafur stóö aö
því í gær að fella tillögu frá SINE og BIS um
aö varafulltrúar nemenda tækju sæti í stjórn-
inni án skipunar ráöherra enda væru for-
dæmi fyrir slíku. Sverrir hefur lýst því yfir aö
hann ætli aö gefa sér góöan tíma áöur en
hann skipar nýja fulltrúa.
KARLMAÐUR á fertugsaldri hefur
veriö úrskurðaöur í gæsluvarðhald fram til 3.
mars, vegna gruns um tilraun til nauðgunar.
Ólíkt því sem gerist í flestum málum í þess-
um málaflokki, reyndi maöurinn að nauðga
kynbróöur sínum, sem streyttist harkalega á
móti, og lauk viöskiptum þeirra svo aö hiö
tvítuga fórnarlamb náöi aö flýja íbúð
nauögarans, og hefur málið veriö kært til
Rannsóknarlögreglu ríkisins.
VISTMAÐUR MEÐ brunasár var
fluttur á slysadeild [ gærkvöldi frá deild 8 á
Kópavogshæli. Kviknað hafði í fötum
mannsins, út frá sígarettu aö því er talið var,
og mun hann hafa brennst fremur illa, sér-
staklega á bringu.
MIKHAEL TAL teflir fjöltefli við
bankamenn í Utvegsbankanum í kvöld kl
19.00.
SÁTTAFUNDUR var boöaður
meö samninganefndum BSRB og ríkisins í
gærkvöldi, eftir að lítt hafði miðað bæði varö-
andi kaupmáttaraukningu og kaupmáttar-
tryggingu. Óvíst var hversu lengi sá fundur
myndi standa.
RANNSÓKNARlögreglan á Akur-
eyri á von á kærum frá a.m.k. þrem aðilum
sem hafa í hyggju aö kæra Hitaveitu Akureyr-
ar vegna of hárra hitaveitureikninga, aö þvi
aðdagblaöið Ðagursegir. Meö því vilja þeirfá
rannsókn á því hvort upphæö hitaveitureikn-
inganna sé réttlætanleg.
NORRONA, skip Smyril Line, mun á
komandi sumri sigla sömu áætlun og undan-
farin tvö surflur þ.e. frá Seyðisfirði á fimmtu-
dögum mánuðina júní, júlí og ágúst til Fær-
eyja, Danmerkur, Hjaltlandseyja og Noregs.
Þaö eru engar áætlanir uppi um aö m/f
Smyril, skip Strandfaraskipa landsins í Fær-
eyjum, taki upp farþegaflutninga til íslands,
hvorki til Þorlákshafnar, Vestmannaeyja, né
annarra íslenskra hafna. Þessu vill Feröa-
skrifstofa ríkisins kom á framfæri til að forð-
ast misskilning vegna rangs fréttaflutnings
aö undanförnu.
VÍÐIR í STARMÝRI hefurskiptum
eigendur. Guömundur Ragnarsson, bróöir
Jónasar Ragnarssonar kaupmanns í Kefla-
vík hefur fest kaup á versluninni og mun hann
taka viö rekstrinum um mánaöamótin.
Kaupverö verslunarinnar fékkst ekki upp-
gefið. Guðmundur hefur áöur komið nálægt
kaupmannsstörfum og verslunum, því hann
var yfirmaður hjá Jónasi bróöur sínum í
Keflavík í versluninni Nonni og Bubbi. Ekki
hafa verið boöaöar grundvallarbreytingar í
rekstrinum og því viöbúiö aö hún starfi áfram
þar sem fyrri eigendur skilja viö.
VEL VIÐ SKÁL brutust tveir menn
inn í Nesapótek á Eiðisgranda í fyrrinótt.
Mennirnir höföu á brott meö sér talsvert
magn af skiptimynt, en uröu aö hverfa fljótar
úr apótekinu en upphaflega var gert ráö fyrir,
þar sem lögregla kom aö þeim viö innbrotið.
Þeir náöust á tveimur jafnfljótum og hafa ver-
iö í yfirheyrslum hjá Rannsóknarlögreglu
ríkisins.
KRUMMI
Maður fer nú að efast um
hvor er fjármálaráðherra,
Ásmundur eða Þor-
steinn...
Bjöm Þórhallsson varaformaður ASÍ, Magnús L. Sveinsson formaður V.R. og Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri VSÍ, ræðast við í fundarhléi
igær.
Samningar:
HREYFING KOMIN
Á VIDRÆDURNAR
- eftir aö ASÍ varpaöi fram nýjum hugmyndum
Samninganefndir ASÍ, VSÍ og
VMS komu saman til fundar í gær-
kvöld til framhaldsviðræðna um
þær hugmyndir sem ASÍ kom fram
með í fyrrinótt.
í millitíðinni var skipuð sérstök
undirnefnd til að ræða kauptrygg-
ingarmál og að sögn Ásmundar
Stefánssonar fékkst ekki efnisleg
niðurstaða á fundi þeirrar nefndar í
gærdag.
ASÍ hefur lagt fram kröfu um
rauð strik sem eins konar vísitölu-
tryggingu, en vinnuveitendur
lögðu fram í tilboði sínu frá því í
síðustu viku að gerðardómur
ákvarði um laun ef framfærsluvísi-
talan fari fram úr viðmiðunarmörk-
um. Deiluaðilar ákváðu að taka sér
umhugsunarfrest til að skoða þessi
mál betur.
Hugmyndir ASÍ frá því í fyrri-
nótt hafa fengið þokkalegar undir-
tektir hjá atvinnurekendum en í
þeim er gert ráð fyrir stórauknu
hlutverki ríkissjóðs frá því sem
áður var. Hugmyndin er að með
ákveðnum aðgerðum greiði ríkis-
sjóður niður verðlagshækkanir
þannig að verðbólgan lækki allt
niður í 7% í árslok. Helstu leiðir
sem nefndar hafa verið í því sam-
bandi eru lækkun tolla á hátolla-
vörum, sem vega þungt í vísitölu-
grundveliinum, að greiða niður bú-
vöruverð og nota til þess fé sem
annars færi til útflutningsbóta,
lækka verðjöfnunargjald á raf-
orku, auk fleiri atriða s.s. að óbein-
ir skattar yrðu lækkaðir, en beinir
skattar þá lækkaðir minna en gert
var ráð fyrir í hugmyndum ríkis-
stjórnarinnar. Með þessum tillög-
um og útfærslu þeirra vonast ASl
eftir að kaupmáttur þeirra lægst
launuðu sem ekki hafa notið launa-
skriðsins svokallaða gæti hækkað
um 8% en kaupmáttur almennt
héldist sá sami og var að meðaltali í
fyrra.
Atvinnurekendur hafa lýst sig til
umræðu um að kaupmáttur verði
almennt hinn sami og í fyrra, en að-
ilar eru ekki sammála um hvernig
þetta megi útfæra og fá ekki sömu
„Það er lítil ástæða fyrir okkur
íslendinga að óttast aðgerðir þeirra
Grænfrjðunga í Bandaríkjunum í
sumar. Það er greinilegt að slag-
kraftur jreira er ekki sá scm þeir
segja hann vera. Grænfriðungar og
önnur dýraverndunarsamtök hafa
sagt að þau gætu valdið gífurlegum
skemmdum á mörkuðum okkar
víða í Bandaríkjunum, þar sem
þau hafa greiðan aðgang að stjórn-
völdum og svo og svo mikil áhrif á
stjórnsýslusviðinu," sagði Kristján
Loftsson framkvæmdastjóri Hvals
hf. í samtali við Tímann í gær.
Tilefni þessara ummæla Krist-
niðurstöður út úr útreikningum
sínum. Samningamenn beggja
vegna borðsins ítrekuðu það í gær
að hér væri einungis um hugmyndir
að ræða og sögðu að þeir yrðu að
nálgast frekar áður en þeir gætu
farið með þessar hugmyndir til
ríkisstjórnarinnar.
Ásmundur Stefánsson sagði að
ef af samningum á þessum nótum
yrði myndi kostnaður eða tekjutap
jáns er grein sem birtist í helgar-
blaði Tímans 9. febrúar, þar sent sagt
var frá því að Bandaríkjamenn hafi
heimilaö veiðar á ameríska vísund-
inum aftur, eftir nær aldar friðun,
úr stofni sem telur 2000 dýr.
„Stjórnvöld í Bandaríkjunum
eru að friða þessa dýraverndar-
hópa með því að vera að andskot-
ast í öðrum, sem ekki eru á þeirra
heimavelli. Baráttan gegn hval-
veiðum og fleiru, er pólitík sem er
keyrð á erlendum vettvangi til þess
að friða dýraverndunarhópa og
tryggja að friður sé fyrir þeim
heima í Bandaríkjunum," sagði
ríkissjóðs geta orðið einhvers stað-
ar í kringum 1 milljarð króna allt
eftir því við hvaða útreikninga
menn miðuðu.
Mjögmisjafnthljóðvarí samn-
ingamönnum í gærkvöld, sumir
töldu að vel miðaði aðrir mun
minna. Allir voru þó sammála um
að hreyfing væri komin í samkomu-
lagsátt.
- BG
Kristján.
Hann sagði að undirbúningur
væri svipaður og vanalega fyrir
hvalvertíðina sem hefst í júnímán-
uði. Kristján vildi benda á að að-
gerðir gegn Norðmönnum hefðu
verið áhrifalausar á mörkuðum í
Bandaríkjunum. „Þessir menn
bara gala og gala annað veifið en
slagkrafturinn er enginn. Ef við lít-
um til sölu Norðmanna í Banda-
ríkjunum á sjávarafurðum þá hefur
salan aukist ár frá ári þó Grænf-
riðungar segist sjálfir vera með
miklar efnahagsþvinganir í gangi."
-ES
Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf.:
„Þurfum ekki að óttast
hótanir Grænf riðunga“
- slagkraftur þeirra ekki sá sem þeir segja