Tíminn - 11.03.1986, Qupperneq 1

Tíminn - 11.03.1986, Qupperneq 1
STOFNAÐUR 1917 RAUSTIR MENN JP jMk 50 SBJlDIBíLRSTÖÐin FERÐAMÖNNUM til íslands hefur fiölqaö talsvert í ár miðað við sama tíma í fyrra. í febrúar í ár komu 7153 ferðamenn til landsins, þar af 3209 erlendir en í febrúar i fyrra komu 5950 ferðamenn til landsins, þar af 2313 erlendir. Það sem af er árinu hafa um 1500 fleiri ferðamenn komið til landsins en í fyrra, og eru langflestir af erlendu ferða- mönnunum frá Bandaríkjunum. PRÓFASTAR haldasinn árlegafund með biskupi á Akureyri og hefst fundurinn í dag. Fundurinn mun m.a. fjalla um þau laga- frumvörp sem eru á döfinni, t.d. um kirkju- garða og um framkvæmd þeirra laga sem ný- verið hafatekið gildi. Fundurinn verður í kap- ellu Akureyrarkirkju. FLUGFÉLAG Norðurlands hagnaðist um 3,1 milljón kr. á síðasta ári. Velta félags- ins á árinu var 70 milljónir króna og eigið fé í árslok nam 36,5 milljónum. Alls flutti félagið um 20 þúsund farþega og 470 tonn af vörum og pósti. Stór þáttur í rekstri félagsins var Grænlandsflugið, eða 30% og eiga umsvif olfufélagsins ARCO við Scoresbysund veru- legan þátt í að þessi þáttur hefur aukist hjáfé- laginu. SKIPVERJA tók út af rækjubátnum Guðmundi Einarssyni á föstudagskvöld, þar sem báturinn var norð-vestur af Kolbeinsey. Skipverjinn sem heitir Jón Aðalsteinn Sæ- björnsson, bjargaðist eftir um fimm mínútna dvöl í ísköldum sjónum. Talið er að björgun- arnet Markúsar hafi orðið til bjargar mannin- um. Komið var með Jón Aðalstein á sjúkra- húsið á (safirði um hádegi á laugardag og fór hann þangað til eftirlits, en reyndist lítilshátt- ar meiddur. Jón er 29 ára gamall og kvæntur. BRETAR drukku minna af þjóðardrykk sínum tei á síðasta ári samanborið við fyrra ár. Samkvæmt könnun einni nam teneysla á síðasta ári 160.000 tonnum en árið 1984 var hún 177.000 tonn. MARGRÉT II Danadrottning hefur verið sæmd nafnbót- inni heiðursdoktor af heimspekideild Há- skóla Islands. Tildrög þessarar samþykktar heimspekideildar eru þau að deildin vill nú, þegar handritamálið er til lykta leitt heiðra Danadrottningu sem sýnt hefur iðkun fræða og vísinda alúð og jafnframt vill Há- skóli íslands votta dönsku þjóðinni virð- ingu sína og þakk- læti. FLUGLEIÐIR ætla að verðlauna handboltalandsliðið fyrir góðan árangur i Sviss, með því að bjóða liðsmönnum í ferða- lag til Mið-Evrópu ásamt mökum. KRUMMI Ætli það verði bráðum skilyrði fyrir flugprófi að hafabílpróf...? Flugvélin rann stjórnlaust út á götu. Lögreglan lokaði Suðurgötu, en samt sem áður reyndi fólk að komast að flugvélinni. Fyrir aftan vélina sjást slökkviliðsbílar í viðbragðsstöðu. Horft er suður Suðurgötu. Flugleiðavél hlekktist á í flugtaki: Rann stjórn- laust fram af brautinni - stöðvaöist á miðri um- ferðargötu Miklar skemmdir urðu á vélinni. Trjónan rifnaði þegar hún skall niður eftii að nefhjól brotnaöi undan. Annar vængur brotnaði og hrcyfillinn er illa farinn. Tímumyndir Sverrir. Árfari, flugvél Flugleiða fór fram af flugbraut 32,sem Iiggur útað Suðurgötu í Skerjafirði í gær laust fyrir hádegi, þegar hætt var skyndi- lega við flutak. 41 farþegi og fjög- urra manna áhöfn var hætt komin þegar slysið varð. Engin meiðsl urðu á fólki en vélin sem er nýlega uppgerð er stórskemmd ef ekki ónýt. Vélin var á leið í áætlunarflug til Patreksfjarðar og Þingeyrar. Hætt var við flugtak þegar flug- stjóri vélarinnar Árni Sigurbergs- son heyrði hávaða sem olli því að hann taldi óvarlegt að halda áfram flugtakinu. Þá var slegið af. Bremsuskilyrði á vellinum voru í lágmarki, þar sem mikil bleyta var á brautinni. Vélin fór fram af flug- brautinni og skall framhjólið á steyptu holræsi sem stendur við flugbrautarendann. Það brotnaði af og vélin skall á girðingu og þaðan út á götu. Nokkrum sekúndum áður hafði olíubíll farið suður Suðurgötu. Vélin staðnæmdist ekki fyrr en hún lá þvert yfir Suður- götu og lokaði henni algerlega. Annar vængur vélarinnar rifnaði að hluta frá búk hennar. „Það sló dauðaþögn á farþeg- ana,“ sagði einn af farþegunum sem Tíminn ræddi við skömmu eft- ir slysið. Farþegum var skipað að yfirgefa vélina sökum eldhættu. Fyrst fóru konur með börn, og síðan fylgdu aðrir farþegar á eftir. Grciðlega Bolungarvík: Brenndist í eldsvoða Karlmaður var fluttur á sjúkra- húsið á ísafirði á sunnudagskvöld með alvarleg brunasár í andliti, á höndum og baki. Maðurinn brenndist þar sem hann var við vinnu sína í vélaskemmu á bænum Geitastöðum, 2-3 kílómetra frá Bolungarvík. Ekki hefur enn ver- ið hægt að taka skýrslu af mannin- um og því er ekki vitað um elds- upptök. Maðurinn komst af eigin ramm- leik að íbúðarhúsinu á Geitastöð- um og gerði viðvart. Kallað var á slökkviliðið á Bolungarvík klukk- an 20.30. Þegar að var komið var mikill eldur. Slökkvistarf gekk greiðlega, og íbúðarhús sem stend- ur í námunda við vélaskemmuna slapp enda stóð vindur af því. Mikið eignatjón varð í brunan- gekk að koma fólkinu út úr vélinni. Þcgar slökkvilið kom á staðinn voru allir komnir út og byrjað var á því að tæma cldsneytisgeyma vél- arinnar. Lögregla lokaði Suður- götu á móts við Hjarðarhaga, til þess að halda frá forvitnu fólki. í fréttatilkynningu scm flugslysa- nefnd og flugmálastjórn hafa scnt frá sér segir að ekki sé vitað hvers vegna ekki tókst að stöðva vélina áður en hún fór fram af brautinni. Rannsókn á tildrögum slyssins heldur áfram. Árfari er af gerðinni Fokker Fri- endship og nýlega uppgerður af Flugleiðum. Sjá viðtöl við farþega bls 3. -ES um. í vélaskemmunni voru geymd- ar tvær dráttarvélar og tilheyrandi, tveir bílar og sitthvað fleira. Að sögn lögreglunnar á Bolungarvík er þetta allt mcira eða minna skemmt og jafnvel sum farartækin ónýt. Tveir af þremur bílum slökkviliðsins á Bolungarvík slökktu eldinn og var slökkvistarfi lokið um klukkan 22. -ES Fundust hressir Sjötíu manns úr hjálparsvcit- um í Rcykjavík lcituðu í fyrrinótt og fram á gærdag, aö tvcimur meðlimum Islenska alpaklúbbs- ins. Mcnnirnir tvcir scm voru við æfingar í grennd við Botnssúlur fundust í skála Alpaklúbbsins, en þar höfðu þeir leitað skjóls í fyrri nótt, þcgar þcir sáu að veður var orðið mjög slæmt. Beiðni um leit barst frá lög- rcglu og aðstandendurn fjall- göngumannanna. Þegar var kall- að út eftir sérstaklega þjálfuðum fjallamönnum og mönnum þjálf- uðum til leitar í snjóflóðum. Þegar stóðu vonir til þess að mcnnirnir hefðu komist í skálaog rættist sú von. Skilyrði til leitar voru mjög slæm. Krap og skyggni lítið. Snjóflóðahætta setti svip sinn á leitina. Útbúnaður til leitar í snjóflóðum var tekinn með, bæði hundar og stangir. Leitarmenn heyrðu drunur í snjóflóðum á meðan á leit stóð, og eitt flóð féll skammt frá leitar- hóp. Allt fór þó vel og þeir Her- mann Valsson og Stefán Smára- son fundust í skálanum hréssir. -ES.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.