Tíminn - 11.03.1986, Side 3

Tíminn - 11.03.1986, Side 3
Þriðjudagur 11. mars 1986 Tíminn 3 Vélin var hífð upp að framan og ýtf inn á brautina. Skenundirnar sjást á vængnum hægra inegin. Hreyfillinn er skemmdur, og einnig rifnaði búkurinn, þegar hún dúndraðist nið- ur eins og sjónvarvottur orðaði það. Nokkruni mínútum eftir slysið. Svanhildur Kristjánsdótt ir flugfreyja komin út, eftir giftusainlcgar björg- unaraðgcrðir, þar sem allt fór sem skyldi. Farþcgar töluðii sérstaklega um hversu vel gekk að tæma vélina. Mynd: Sverrir. Litlu munaði að Árfari lenti á olíubíl: „Þetta valt á sekúndum" -sagði bílstjórinn Nokkrum sekúndum munaði að stórslys _yrði, þar sem Flug- leiðavélin Árfari fór út í Suður- götu. Stór olíuflutningabíll hafði nýverið farið suður Suðurgötu þegar vélin skall á götuna. Bíll- inn var tómur, eftir flutninga á gasolíu, og var á leið að olíustöðinni í Skerjafirði. „Ég var kominn fyrir flugvall- arendann og kominn á móts við Ingdís Líndal Jensdóttir farþegi Árfara: „Þrýsti barninu að mér“ „Ég vissi að eitthvað var að þegar flugvélin sló af í flugtaki. Það fyrsta sem ég gerði var að þrífa í barnið og þrýsta því að mér,“ sagði Ingdís Líndal Jensdóttir, sem var stödd í flugvélinni með fjögurra ára gamlan son sinn Baldur Baldursson. Sá stutti sagðist bara hafa orðið smávegis hræddur. „Ég þurfti að stökkva úr flugvélinni," sagði hann. „Ég sat aftarlega í vélinni og heyrði skelli á skelli ofan. f>að var gíf- urlegur hávaði samfara þessu. Um leið og ég fann að vélin var stopp, komst aðeins ein hugsun að og það var að komast út með barnið. Ég þreif hann því upp og var líklega önnur út úr vélinni. Fyrst fór kona með ungabarn í burðarrúmi. Við vorum þærfyrstu út úr vélinni. Þegar ég kom út. þá sá ég hvar við vorum stödd, og þá fóru taugarnar að láta til sín taka. f>að myndaðist aldrei neinn troðningur. Flestir gerðu það sem í þeirra valdi stóð. til þess að róa hver annan. Ég persónulega varhræddust við að það kviknaði í.“ sagði Ingdís. -ES. búðina Skerjaver, þegar ég sé ílugvélina fara niður á mikilli ferð og átti von á því að eitthvað væri að. Ég reikna með að ég hafi verið síðasti bíll þarna um. Hefði ég tafist á Hringbrautinni á leið suðureftir má segja að ég hefði kannski verið þarna við endann. í sjálfu sér var þetta sekúndu spursmál,“ sagði bif- reiðarstjóri olíubílsins, Harald- ur Karlsson í samtali viðTímann í gær. Hann sá að eitthvað var að vélinni. „Ég sá að vélin kom eftir flugbrautinni, og er þá komin í hallann. Regnveggurinn stóð á eftir henni og ferðin var gífurleg. Vélin skalf öll og titraði og nötr- aði. Það var greinilegt að eitt- hvað var að. Ég sá að hún ætlaði ekki í loftið og vissi þá strax að hún hlyti að fara fram af braut- inni. Þaðeralvegsérstaktaðvél- in skyldi ekki lenda á neinu. Þarna er stöðugt umferð og því mesta mildi að ekki fór ver. Þegar ég kom síðan á staðinn var allt fólkið komið út úr vél- inni, og greinilegt að það gekk vel fyrir sig,“ sagði Haraldur. -ES Ingibjörg Guðmunds- dóttir farþegi Árfara: „Ég reif upp burð- arrúmið“ „Vélin var komin á mikla ferð, þegar hún var bremsuð niður. Við héldum að hún myndi stoppa áður hún færi fram af brautinni,“ sagði Ingibjörg Guðmundsdóttir, en hún var á leið til Þingeyrar með 2ja mán- aða gamlan son sinn til þcss að láta skíra hann. Með þeim mæðgin- um var Garðar Grétarsson einn- ig frá Þingeyri. Óskírður sonur- inn lá í burðarrúmi í næstu sæta- röð við móður sína. „Ég hugsaði bara um að koma honum út,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagði að fólk hefði brugðist misjafnlega vel við. Þó voru flestir rólegir þar til þeir komust út. „Flugfreyjan var mjög snögg að koma fólkinu út,“ sagði Garðar. Hann benti þó á að hon- um hefði fundist að slökkviliðið hefði mátt koma fyrr á vettvang. „Við vorum komin langleiðina að innanlandsmóttökunni þegar slökkviliðið kom.“ -ES Björgvin Sigur- jónsson farþegi - Árfara: „Það varð dauðaþögn“ „Ég áttaði mig ekki al- mcnnilega á því hvað það var scm gerðist. Vélin var á fullri keyslu og síðan sló hún allt í einu af og flugstjórinn reyndi greinilega að stoppa vélina. Nokkrum sekúndum síðar var ég kominn út úr vélinni. Þctta gerðist allt mjög snögg- lega,“ sagði Björgvin Sigur- jónsson, en hann sat í einu af öftustu sætunum í Árfara. Björgvin var á leið til Tálkna- fjarðar. „Einhversstaðar um miðja brautina fór flugstjórinn að hemla. Slegið var af hreyflun- um ogsíðan hemlað. Vélin var orðin svo að segja kyrr við brautarenda, og höggið sem kom þá var næstum ekki neitt. Eftir að vélin hafði staðnæmst varð dauða þögn. Hún varaði þó ekki lengi því fljótlega barst skipun frá flug- freyjunni um það að fólk ætti að forða sér út úr vélinni,“ sagði Björgvin. Hann sagði að greinilegt hcfði verið að fólk hefði ekki náð því að verða hrætt, þar sem atburð- irnir gerðust svo hratt. Hann nefndi einnig það að flestir hefðu haldið stillingu sinni og fólk hvatt hvert annað til þess að vera rólegt. -ES Félagsfundur hjá blaðamönnum Félagsfundur verður í Blaða- mannafélagi íslands kl. 17.00 í dag á Hótel Borg. Fundarefni er samningamálin. Ingdís og Baldur. Hann var bara smávegis hræddur þegar flugvélin stopp- aði. Mvnd: Sverrír. Ingibjörg Guðmundsdóttir með óskírðan 2ja mánáfta son sinn. Við hlið hennar situr Garðar Grétarsson. Þau biðu meðan verið var að kanna skil- yrði til flugs. Mynd: Svcrrir

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.