Tíminn - 11.03.1986, Síða 16
1 Sykurlausar
Iv© MM 8 mtm % ú' t!. ", ■/, 11
Hálstöflur
HETJUR ÍSLANDS , handknattleiksliðiö sem hafnaði í sjötta sæti á HM
í Sviss, kom heim aðfaranótt sunnudags. Mikið var um blóm og bros er liðið steig
á íslenska grund. Eiginkonur leikmanna svo og forráðamenn ISÍ voru mættir til að
fagna leikmönnunum. Júgóslavar urðu að lokum heimsmeistarar eftir sigur á Ung-
verjum.
T
Tíminn
Þriðjúdagur 11. mars 1986
Klofningur í Alþýðubandalaginu
Fjórar forystukonur
segja sig úr f lokknum
vantraust á verkalýðsforystuna
Formaður og jirír aðrir
stjórnarmenn í vcrkalýðs-
málaráði Alþýðubandalagsins
hafa sagt af scr öllum trúnaðar-
störfum á vcguni flokksins um
lcið og þeir gcngu úr honum.
Þctta cru þær Bjarnfríður
Leósdóttir formaður
verkalýðsmálaráðs, Margrct
Pála Ólafsdóttir, Stclla Hauks-
dóttir og Dagbjört Sigurðar-
dóttir. Úrsögn þessara kvcnna
atti scr stað á fundi verkalýðs-
málaráðs í fyrrakvöld og í álits-
gcrð scm fylgdi úrsögninni scg-
ir m.a. að mcð þcssu scu þær að
lýsa vantrausti á vcrkalýðsfor-
ystuna, scm sc lcidd af Alþýðu-
bandalagsmönnum mcð af-
dráttarlausum stuðningi
flokksforystunnar. Þá scgir að
hugmyndir vcrkalýðsmálaráðs
scm kynntar hafi verið í æðstu
stofnunum flokksins hafi vcrið
samþykktar mótmælalaust, cn
síðan sniðgcngnar í öllum atr-
iðum og ónýttar af þcint scm
cnn halda völdum í flokknum.
Bjarnfríður Lcósdóttir sagði
í samtali við Tímann í gær að
það hafi verið dæmigert á þcss-
um fundi í fyrrakvöld að eftir
að þær höfðu gengið úr flokkn-
um og búast hefði mátt við að
fundurinn gæti haldið áfram,
hefði ekki fengist ræddur
dagskrárliðurinn um kjaramál.
Forystan hefði komið í veg fyr-
ir það með dagskrártillögu og
að þetta væri í annað skipti á
stuttum tíma, sem ekki væri
hægt að ræða um kjaramál í
flokknum.
Bjarnfríður sagðist ekki vera
í minnsta vafa um að fólk
almennt, ekki síst konur, væri,
„hundóánægt með þessa samn-
inga“ og þeir væru lítil bót fyrir
þá sem ekki hefðu notið launa-
skriðs. „Hins vegar veit fólk
ekki hvert það á að snúa sér,“
sagði Bjarnfríður ennfremur
„það treystir ekki þessari for-
ystu til nokkurs hlutar, og því
stendur það eftir háif munaðar-
laust," sagði hún.
-BG.
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var laugardaginn 8. mars, og af því tilefni efndu kvennasamtök til göngu frá Hljómskála í
Hlaðvarpann, kvennahúsin við Vesturgötu, og þar var haldinn sérstakur baráttufundur. Þessi mynd var tekin í Hlaðvarpanum á
laugardaginn og sést þar hluti fundargesta. Tímam.vnd: Svemr
Tollar af
bílum lækka
enn frekar
Lög um frekari tollalækkanir
á bifreiðum voru samþykkt
sem lög frá Alþingi í gær, eftir
að frumvarpinu hafði verið
hraðað í gegnum báðar deildir
þingsins mótatkvæðalaust.
Porsteinn Pálsson fjármálaráð-
herra mælti fyrir frumvarpinu,
sem er fram komið vegna þess
að tollabreytingarnar sem
gerðar voru um daginn í kjölfar
kjarasamninganna reyndust
ekki ná fram tilætluðum áhrif-
um á framfærsluvísitöluna.
Ætlunin var að minni fólksbílar
lækkuðu um a.m.k. 30% og
hefðu þau áhrif á framfærslu-
vísitöluna að hún lækkaði uni
1,5%. í því skyni voru tollar al-
mennt lækkaðir niður í 30% úr
70% jafnframt því að bifreiða-
gjald var fellt niður af minnstu
bifreiðum.
Hins vegar kom í Ijós við
endurskoðaða útreikninga að
þessar aðgerðir dugðu ekki og
að nauðsynlegt er að lækka
tolla á bifreiðum niður í 10%
og breyta álagningu bifreiða-
gjalds þannig að það leggist á í
7 liðum á bilinu 0%-32%, sem
fer stighækkandi eftir stærð
bifreiðarinnar. Lögin gilda frá
ogmeðl.mars. _BG
Eyjafjöll:
Aurskriða
lokaði þjóð-
veginum
Rúmlega 50 metra breið
aur og grjótskriða féll á
þjóðveginn við Steina undir
Eyjafjöllum í gærmorgun
og lokaði veginum. Engin
umferð var um veginn þegar
skriðan féll. Vegagerð ríkis-
ins á Hvolsvelli opnaði veg-
innafturum kl. 14.30 ígær.
Mjög mikið vatnsveður
var undir Fjöllunum í fyrra-
kvöld og nótt og féll skriðan
úr hlíðinni fyrir ofan Steina
um kl. 9.15 ígærmorgun. Þá
höfðu mjólkurbílar nýfarið
þar framhjá á austurleið.
Stóreflis bjarg barst með
skriðunni og stöðvaðist það
í vegkantinum. ,
Vegagerðin notaði veg-
hefil og jarðýtu til að opna
veginn. Vegurinn skemmd-
ist ekki að ráði. -GSH
Listi Framsóknarflokksins á Akureyri:
SigurðurogÚlf-
hildur efst
Sigurður Jóhannesson
bæjarfulltrúi fékk yfirgnæf-
andi kosningu í 1. sæti lista
Framsóknarflokksins fyrir
bæjarstjórnarkosningarnar
á Akureyri, og Úlfhildur
Rögnvaldsdóttir bæjarfulL
trúi fékk svipað fylgi í 2. sæti
listans, í prófkjöri flokksins
á Akureyri sem fór þannig
fram að kosið var í hvert
sæti listans fyrir sig koll af
kolli frá því fyrsta í það átt-
unda.
í 3. sæti var Ásgeir Arn-
grímsson útgerðartæknir, 4.
sæti Kolbrún Pormóðsdóttir
kennari, í 5. sæti Þórarinn
Sveinsson mjólkurbús-
stjóri, í 6. sæti Unnur Pét-
ursdóttir iðnverkamaður, í
7. sæti Sigfús Karlsson
bankamaður og í 8. sæti Ár-
sæll Magnússon umdæmisr
stjóri Pósts og síma. Kjörið
var bindandi fyrir fyrstu átta-
sætin.
Framsóknarmenn 'eiga nú
þrjá bæjarfulltrúa á Akur-
eyri. Einn þeirra, Jón Sig-
urðsson, gaf ekki kost á sér
til næsta kjörtímabils. Hia
Guðmundur Fylkisson lögreglumaður á (safirði:
Heiðraður fyrir
björgunarafrek
Lögreglufélag Vestfjarða
heiðraði Guðmund Fylkisson,
liðlega tvítugan lögregluþjón á
ísafirði, fyrir hetjulega björgun
á tveimur stúlkubörnum í elds-
voða fyrir rúmri viku.
Guðmundur, sem hefur fengið
tilsögn í reykköfun var hjá
slökkviliðinu áður en hann
gekk til liðs við lögregluna. Nú
hefur hann silfurskjöld uppi á
vegg hjá sér, þar sem honum er
þakkað líf stúlknanna tveggja.
En hvað segir Guðmundur um
þessa viðurkenningu?
„Petta er óneitanlega mikill
heiður. Ég verð að viðurkenna
það að sporin sem ég hef tekið
síðustu dagana hafa verið létt-
ari en áður.“ Annars vildi hann
gera lítið úr björgunarafreki
sínu og sagði að hann hefði ein-
faldlega verið réttur maður á
réttum stað á réttum tíma.
„Við vorum staddir í nokk-
urri fjarlægð frá staðnum þar
sem kviknaði í. Við ókum
þangað í dauðans ofboði og á
meðan þá fór ég úr helstu ein-
kennisklæðum því ég gerði mér
ljóst að ég þyrfti jafnvel að fara
inn. Þegar við komum á stað-
inn var slökkviliðið að renna
upp að húsinu. Ég setti á mig
grímuna, og þeir byrjuðu að
sprauta inn um útidyrnar. Ég
fór inn við annan mann og við
leituðum samkvæmt því sem
okkur er kennt. Stúlkurnar
tvær fundust. Ég held mér sé
óhætt að segja að það hafi skipt
sekúndum um líf þeirra," sagði
Guðmundur.
Félagar Guðmundar í lög-
reglunni sögðu hann vel að
þessum verðlaunum kominn og
hefði unnið fyrir þeim, áður
umrætt kvöld. -ES
ísafjörður:
Kveikti í
óviljandi
Kveikt var í mannlausu
húsi við Mjógötu 7a á fsa-
firði um klukkan eitt aðfara-
nótt laugardags. Húsið er
mjög illa farið eftir eldsvoð-
ann.
Óskar Sigurðsson rann-
sóknarlögreglumaður á ísa-
firði sagði í samtali við Tím-
ann í gær að eldsupptök
væru kunn. „Þau eru að
24ra ára gamall ísfirðingur
fór í heimildarleysi inn í
húsið. Hann hefur við yfir-
heyrslur viðurkennt að hafa
óviljandi orðið valdur að
eldsupptökum. Þá hefur
komið fram við rannsókn
málsins að sá hinn sami
revndi að slökkva eldinn en
tókst ekki og þá gerði hann
viðvart um eldinn," sagði
Óskar. -ES