Tíminn - 23.04.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Starfskraftur
Óskað ereftirstarfskrafti í fulltstarf í mötuneytið
Arnarhvoli.
Umsóknum sé skilað til fjármálaráðuneytisins,
Arnarhvoli fyrir 28. apríl 1986.
Fjármálaráðuneytið.
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd gatnamálastjórans í
Reykjavík, óskar eftir tilboöum í steyptar gangstéttir og ræktun
viösvegar í Reykjavík.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík,
gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tilboöin veröa opnuð á sama staö, þriöjudaginn 6. maí n.k. kl. 11.
INNKAUPASTOFNUN REYKlAVÍKURBORGAfL
Fríkirkjuvagi 3 — Simi 25800
Vísindastyrkir
Atlantshafsbandalagsins 1986
Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að
styrkja unga vísindamenn til rannsókna eða framhalds-
náms erlendis. Fjárhæð sú er á þessu ári hefur komið
í hlut íslendinga í framangreindu skyni nemur um 1
millj. ísl. kr. og mun henni varið til að styrkja menn er
lokið hafa kandídatsprófi í einhverri grein raunvísinda
til rannsókna eða námsdvalar við erlendar vísindastofn-
anir, einkum í aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins.
Umsóknum um styrki af fé þessu - „Nato Science
Fellowships" - skal komið til menntamálaráðuneytisins,
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík fyrir 1. júní n.k. Fylgja
skulu staðfest afrit prófskírteina og meðmæla, svo og
upplýsingar um starfsferil og ritverkaskrá. Þá skal tekið
fram hvers konar rannsóknir eða framhaldsnám um-
sækjandi ætli að stunda, við hvaða stofnanir hann
hyggst dvelja, svo og skal greina ráðgerðan dvalartíma.
- Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
18. apríl 1986.
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
F býður þér þjónustu sina við ný-
byggingar eða endurbætur eldra húsnæðis
Við sögum i steinsteypu fyrir dyrum, gluggum, stigaopum, lögnum
- bæði i vegg og gólf.
Ennfremur kjarnaborum við fyrir lögnum í veggi oy gólf.
Þvermál boranna 28 mm til 500 mm.
Þá sögum við malbik og ef þú þarft að láta fjarlægja reykháfinn þá
tókum við það að okkur.
Hifir leitast við að leysa vartda þinn fljótt og vel, hvar sem þú ert
búsettur á landinu.
Greiðsluskilmálar við allra hæfi
ÆfSS Fífuseli 12
H 109 Reykjavík
■■■■■ F sími 91-73747
Bílasími 002-2183
KRANALEIGA • ^TEINSTEYPUSÖGUN • KJARNABORUN
SK
I
I
E
I
1
I
I
H
I
I
I
BÍLALEIGA
Útibú í hringum landið
REYKJAVÍK:.....91-31815/686915
AKUREYRI:.......96-21715/23515
BORGARNES:.............93-7618
BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568
SAUÐÁBKRÓKUR: ....95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489
HÚSAVÍK:........96-41940/41594
EGILSSTAÐIR:...........97-1550
VOPNAFJÖRÐUR:.....97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: . 97-8303
interRent
ÖLL ALMENN PRENTUN ’
LITPRENTUN
TÖLVUEYÐUBLÖÐ
• Hönnun
• Setning
• Filmu- og plötugerð
• Prentun
• Bókband
PRENTSMIDJAN
é^dda h f.
SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR
SÍMU5000
MINNING
Miðvikudagur 23. apríl 1986
Guðmunda Gísladóttir
Innsigli engir fengu
upp á lífsslunda bið,
en þann kost undir gengu
allir að skilja við.
H.P.
Hún er nú óöum að hverfa sjónum
okkar sú kynslóð sem kölluð var
aldamótakynslóðin. Oft hefur verið
vitnað til hennar, og það ekki að
ástæðulausu, þegar rætt er um fram-
farir hér á landi. Þótt vorhugurinn í
íslensku þjóðlífi væri fyrir nokkru
vaknaður, þá reyndi svo sannarlega
á aldamótakynslóðina, að hlúa að
þeim gróðri, sem þegar hafði fest
rætur, og auka þar við.
Ein af þeim sem lagði hug og hönd
að framförum í okkar landi, var
Guðmunda Gísladóttir húsfreyja á
Brekku, en hún andaðist 3. apríl sl.
Guðmunda var fædd í Seljadal í
Kjós 26. nóvember árið 1900. For-
eldrar hennar voru hjónin Gísli
Einarsson, Brynjólfssonar frá Vind-
ási og Jarþrúður Guðmundsdóttir,
Jónssonar frá Valdastöðum.
Á þeim árum þegar Guðmunda
fæddist, og á fyrstu áratugum þessar-
ar aldar, var það, fyrir þá sem unnu
að sveitastörfum, hörð barátta og
strit, að hafa til fæðis og klæðis, og
munu foreldrar hennar sem bjuggu
á fjallabýli, hafa mátt kynnast því.
Ung að árum fór GuðmunÖa upp
að Bakkakoti í Skorradal. Þar
bjuggu föðursystir hennar og móður-
bróðir, þau Guðrún Einarsdóttir og
Jónas Guðmundsson. í Skorradal
var hún nokkur ár.
Rúmlega tvítug trúlofaðist Guð-
munda Ágústi Guðmundssyni, ætt-
uðum frá Fremri-Breiðadal í
Önundarfirði. Þau fluttu austur á
Norðfjörð og bjuggu þar á Strönd.
Guðmunda og Ágúst eignuðust
tvö börn. Sveinbarn sem dó fárra
vikna og Guðrúnu sem býr á Más-
stöðum í Innri-Akraneshreppi og er
gift Gunnari Nikulássyni. Sambýl-
ismann sinn og unnusta missti Guð-
munda vorið 1927, og flutti þá til
Hafnarfjarðar en þar voru systur
hennar og faðir búsett.
Þar stundaði hún meðal annars
fiskvinnu, en fór mörg sumur austur
í sveitir í kaupavinnu og hafði dóttur
sína með sér. Hún var alltaf á sama
bæ og hélt tryggð við það fólk meðan
hún lifði.
í Hafnarfirði átti Guðmunda
heima þar til hún barst upp á Hval-
fjarðarströnd, sennilega vegna
frændsemi við fjölskylduna á
Hrafnabjörgum.
Haustið 1937 réðist Guðmunda
sem ráðskona til Gísla Magnússonar
sem þá hafði tekið við búskap á
Brekku ásamt bróður sínum. Rúmu
ári seinna giftist hún Gísla, og nutu
foreldrar hans sem voru hjá honum,
góðrar umönnunar hennar meðan
þau lifðu.
Þau hjónin Guðmunda og Gísli
áttu ekki börn saman en tóku að sér
ogólu upp stúlkubarn, Ágústu Krist-
ínu Bass, sem nú býr á Brekku.
Sambýlismaður Ágústu er Erlingur
Einarsson.
Að Brekku þótti öllum gott að
koma. Bóndinn hæglátur og gestris-
inn og bauð í bæinn. Húsfreyjan bar
fram góðgerðir sem ekki voru skorn-
ar við nögl. Ekki spillti það, að
samræðurnar urðu líflegar og
skemmtilegar. Guðmunda var vel
greind eins og hún átti kyn til, og
minnið var gott. Fróðlegt var að tala
við hana um löngu liðna atburði.
Einnig kunni hún mikið af ljóðum
og vísum sem margar hafa farið í
gröfina með henni. Hún hafði yndi
af að hlýða á þegar farið var með
ljóð, og einnig að fara með þau sjálf,
og bar glöggt skynbragð á rím og
stuðla, mun einnig hafa verið hag-
mælt þó hún léti lítið á því bera.
Við á Hávarsstöðum viljum að
leiðarlokum flytja henni innilega
þökk fyrir góð kynni á samleið
okkar, og votta eiginmanni hennar,
dóttur og fósturdóttur og öðrum
ættingjum hennar, okkar dýpstu
samúð.
Jón Magnússon.
llllllllllllllllllllllllllll BÆKUR llllllllllllllllllllllilllllillllllllllllllll
Sautján útvarpserindi
Björg Einarsdóttír. Úr ævi og starfi íslenskra
kvenna II. Erindi flutt í Ríkisútvarpið 1984-
1985.
Bókrún 1986.
403 bls.
Ekki er ofmælt að erindi Bjargar
Einarsdóttur, Úr ævi og starfi ís-
lenskra kvenna, sem hún hefur flutt
í Ríkisútvarpið, hafi notið almennra
vinsælda hlustenda. í desember 1984
komu nokkur þessara erinda út á
bók og hér keniur næsti hluti, alls 17
erindi, þarsem sagterfrá 24 konum.
Mun svo eitt hindi enn væntanlegt.
Söguefnið í þáttunum, sem hér birt-
ast er margbreytilegt, enda var ævi-
hlaup þeirra kvenna, sem um er
fjallað jafn misjafnt og ólíkt og þær
voru margar. Hér segir frá þrem
aðaiskonum. Kristfnu Krabbe, Ástu
von Jaden og Þuríði Grimaldi, frá
Jarþrúði Jónsdóttur skáldkonu, frá
Ingibjörgu H. Bjarnason, Ástu mál-
ara og mörgum fleirum, sem of langt
mál yrði upp að telja. Allar eiga
konurnar það þó sameiginlegt, að
þær skáru sig á einhvern hátt úr
fjöldanum og urðu minnisstæðar
Björg Einarsdóttir.
þeim, sem kynntust þeim. Þess.
vegna er til af þeim saga.
Hér er ekki rúm til að nefna öll
erindin, sem birt eru á þessari bók
og mat lesenda á þeim hlýtur að
ráðast nokkuð af áhugasviði hvers og
eins. Sá sem þessar línur ritar hatði
ánægju af lestri allra erindanna, en
sótti mestan fróðleik í það, sem
fjallar um Camillu Torfason. Erindin
um aðalskonurnar þrjár þóttu mér
einnig fýsileg aflestrar, ævihlaup
þeirra var spennandi og sérstakt,
þótt þær komi að sönnu lítt við
þjóðarsöguna, nema þá helst Kristín
Krabbe. Hið sama verður hins vegar
ekki sagt um þingkonurnar, hús-
freyjurnar á Möðruvöilum, Akur-
eyri og í Ólafsdal, Bríeti Bjarnhjeð-
insdóttur eða Sigríði í Brattholti.
Þær höfðu allar mikil áhrif, sumar á
framvindu þjóðarsögunnar, aðrar á
nánasta umhverfi sitt og þann fjölda
æskufólks, sem gisti heimili þeirra.
Þátt úr listasögu má svo telja erindið
um Olufu Finsen landshöfðingjafrú
og erindið um Þóru Gunnarsdóttur
er óneitanlega tengt íslenskri þjóð-
ernisrómantík 19. aidar, þótt sýnt sé
fram á, að líf Þóru var hreint ekki
svo rómantískt sem margir virðast
halda.
Af því, sem hér hefur verið drepið
á, má öllum ljóst vera, að í erindum
þessum er víða komið við. Höfundur
segir í inngangi, að hér sé ekki um
eiginlega sagnfræði að ræða og að
tilgangurinn sé einkum sá, að vekja
athygli á því. að hér sé óskráð saga.
sem ekki komi nema að litlu leyti
fram í almennri söguritun. Víst er
um það, að margar þeirra kvenna,
sem hér segir frá, eiga skilið stærri
sess í sögunni, en þær hafa hlotið
hingað til og höfundi hefur vissulega
tekist að vekja athygli á þeim.
Erindin, sem hér birtast, bera
þess óneitanlega nokkurn svip, að
þau voru fyrst samin til flutnings í
útvarpi. Búningur þeirra til prentun-
ar sýnist mér þó hafa tekist bærilega
og öll eru þau sett fram á skýru og
vönduðu íslensku máli. Allur frá-
gangur bókarinnar er einkar
skemmtilegur og vandaður. I henni
eru margar myndir og hafa sumar
þeirra ótvírætt heimildagildi.
Jón Þ. Þór.
Veðurathugunarmenn á Hveravöllum
Veðurstofa íslands óskar að ráða tvo einstaklinga,
hjón eða einhleypinga, til veðurathugana á Hvera-
völlum á Kili. Starfsmenn verða ráðnir til árs-
dvalar, sem væntanlega hefst seint í júlímánuði
1986. Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir
og reglusamir, og nauðsynlegt er, að a.m.k. annar
þeirra kunni nokkur skil á meðferð véla. Tekið skal
fram, að starfið krefst góðrar athyglisgáfu, ná-
kvæmni og samviskusemi. Laun eru samkvæmt
launakerfi ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar,
menntun, fyrri störf og meðmælum, ef fyrir hendi
eru, skulu hafa borist Veðurstofunni fyrir 6. maí n.k.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar í tækni- og
veðurathuganadeild Veðurstofunnar, Bústaðavegi
9, Reykjavík.