Tíminn - 23.04.1986, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 23. apríl 1986
Tíminn 7
11111111 vettvangur ll!llllllll!l!ll!llllll!l!llll!llllllll!!!ll!llll !I!!II1!!I!I!I!II1!!!!II!!I11!!!!I!!!I!III!I!!!I1II!I1!II!!III11!I!I1I11
Þórður Ægir Óskarsson: Fyrri hluti
Aldraðir og húsnæðismál
Grein þessi birtist upphaflega í
ritinu Skipulagsmál sem geflð
er út af Skipulagsstofu höfuð-
borgarsvæðisins. í síðasta tölu-
blaði er fjallað um málefni
aldraðra.
Aldraðir á
höfuðborgarsvæðinu
Málefni aldraðra í víðum skiln-
ingi eru um þessar mundir að fá
sívaxandi hljómgrunn meðal
ráðamanna í þjóðfélaginu. Enda
fer raunverulegur og enn fremur
hlutfallslegur fjöldi aldraðra ört
vaxandi vegna aukins langlífis
þjóðarinnar og minni frjósemi. Pau
sveitarfélög, sem teljast til höfuð-
borgarsvæðisins, munu ekki fara
varhluta af þeirri þróun.
Málefni aldraðra hafa einkum
verið rædd á grundvelli aldurshóps-
ins 65 ára og eldri. Þegar athuguð
er aldursskipting mannfjöldans á
höfuðborgarsvæðinu kemur líkleg
þróun skýrt í ljós. Aldursskipting
íbúa á höfuðborgarsvæðinu hefur
tekið umtalsverðum breytingum á
undanförnum árum. Þær eru helst-
ar að börnum hefur fækkað hlut-
fallslega en fólki á miðjum aldri og
á ellilífeyrisaldri hefur fjölgað.
Skipulagsstofa höfuðborgar-
svæðisins framkvæmdi 3 fram-
reikninga á mannfjöldaþróun
svæðisins fram til ársins 2034 út frá
mismunandi forsendum (tafla 1).
Þessar forsendur voru eftirfar-
andi:
A. Hámarkskostur, þar sem gert
er ráð fyrir að frjósemi verði óbreytt
(2.05) út tímabilið; dánarlíkur
lækki um 1% á ári og að aðfluttir
til höfuðborgarsvæðisins verði 600
umfram brottflutta fram til 2005 og
jöfnuður eftir það.
B. Lágmarkskostur, sem gerir ráð
fyrir að frjósemi fari dvínandi,
niður í 1.4; dánarlíkur lækki um
1% á ári og jöfnuður sé í búferla-
flutningum.
C. Meðalkostur, sem gerir ráð fyr-
ir að frjósemi minnki í 1.7; dánar-
líkur lækki um 1% á ári og að
aðfluttir verði árlega 300 umfram
brottflutta fram til 2005, en jöfnuð-
ur eftir það.
Skipulagsstofan hefur talið C-
kost raunhæfasta framreikninginn
fyrir höfuðborgarsvæðið. Eins og
tafla 1 sýnir Ijóslega þá verður
hlutfail einstaklinga á aldrinum 65
ára og eldri orðið mjög hátt árið
2034. Meðalkosturinn gerir t.d.
ráð fyrir að 2034 verði umræddur
aldurshópur hartnær fjórðungur
íbúa svæðisins eða 24%.
Til skemmri tíma litið eða ársins
2005, þá verður hlutfall aldurs-
hópsins 65 ára og eldri líkt því sem
gerist nú annars staðar á Norður-
löndunum, en trúlega verður hlut-
fallið hærra hérlendis þegar fram í
sækir því að lífslíkur eru hvað
mestar á íslandi.
Framreikningar til ársins 2005
samkvæmt meðalkosti fyrireinstök
sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu
(tafla 2) gefa einnig sterka vísbend-
ingu um öra fjölgun aldraðra innan
þeirra. Reykjavík hefur löngum
haft hæst hlutfall aldraðra á svæð-
inu á meðan flest nágrannasveitar-
félögin hafa haft tiltölulega lágt
hlutfall þessa aldurshóps eða rúm-
lega helmingi lægra en í Reykjavík.
Fyrirsjáanlegt er þó að í nær öllum
sveitarfélögum nema í Reykjavík
og Kjósarhreppi muni verða
umtalsverð aukning í aldurshópn-
um 65 ára og eldri á næstu tveim
áratugum. og enn frekar ef litið er
til næstu 50 ára.
Það er þó vert að hafa í huga við
þessar vangaveltur um þróun
aldursdreifingar á höfuðborgar-
Fyrirsjáanlegt er aö í
nær öllum sveitarfélög-
um nema í Reykjavík
og Kjósarhreppi muni
verða umtalsverð
aukning á aldurshópn-
um 65 ára og eldri á
næstu tveim áratug-
um, og enn frekar ef lit-
ið er til næstu 50 ára.
svæðinu, að mjög stórir aldurshóp-
ar, sem fæddust á árunum 1959-
1968, eru óðum að bætast í hóp
aldraðra um og upp úr 2034.
Hin öra fjölgun aldraðra í ís-
Iensku þjóðfélagi hefur hrundið af
stað öflugri en þó oft ómarkvissri
umræðu um þau atriði er snerta
velferð aldraðra og er þar af nógu
að taka. Hér verður fjallað um
einn en afar mikilvægan þátt í
málefnum aldraðra, en það eru
húsnæðismálin.
Einnig er vert fyrir
skipulagshöfunda og
sveitarfélög að vera
þess minnug að aldr-
aðir eru öðrum fremur
háðir fyrra umhverfi,
staðbundnum venjum
og gömlum kunningja-
hópi: Af því leiðir að
þeir sækjast mest eftir
húsnæði í sínu gamla
hverfi.
Húsnæðismál aldraðra
Meginhluti aldraðra býr í venju-
legu húsnæði og kemst vel af. Þó
er nokkur fjöldi aldraðra sem
hvorki getur né vill búa í slíku
húsnæði, bæði vegna þess að það
er nú of stórt og jafnframt of dýrt
að reka það. Minnkandi tekjur og
skert starfsorka verða því til þess
að þörf þessa aldurshóps fyrir hent-
ugt húsnæði, bæði með tilliti til
stærðar og hönnunar, fer vaxandi
eftir því sem æviárunum fjölgar.
Allt fram á sjöunda áratuginn
var vart í önnur hús að venda fyrir
aldraða en dvalarheimilin. Aðrir
kostir í húsnæði voru ekki fyrir
hendi. Efasemdir um nauðsyn
dvalarheimila og mikill rekstrar-
kostnaður hafa átt sinn þátt í að
hlutaðeigandi hafa farið í auknum
mæli að hugsa málin upp á nýtt út
frá þeirri meginforsendu að aldrað-
ir eru alls ekki einlitur hópur,
heldur fólk með mismunandi þarfir
um húsnæði og þjónustu.
Samfara þessu fer að verða vart
stefnubreytingar í uppbyggingu
öldrunarþjónustu í átt til vaxandi
fjölbreytileika. Miðar þctta að því
að gera öldruðum fært að vera
lengur í eigin húsnæði, t.d. með
aukinni heimilishjálp, dagvistun og
matarsendingum.
Fyrsta heildarlöggjöfin um mál-
efni aldraðra, sem sett var 1983,
gaf tóninn í þessum efnurn t.d.
varðandi mikilvæg atriði eins og
skipulag öldrunarþjónustu, Fram-
kvæmdasjóð aldraðra og íbúðir og
dvalarstofnanir aldraðra.
I lögunum eru skilgreindar tvær
tegundir sérhannaðs húsnæðis, auk
dvalarstofnana, sem auðvelda
mundu öldruðu fólki sjálfstætt
heimilishald lengur en verið hafði.
Annars vegar er um að ræða þjón-
ustuíbúðir þar sem boðið er upp á
húsvörslu og afnot af sameiginlegu
rými. Hins vegar eru þar skil-
greindar svonefndar verndaðar
þjónustuíbúðir, þar sem veitt þjón-
usta felur í sér húsvörslu, afnot af
sameiginlegu rými, kallkerfi með
vörslu allan sólarhringinn, máltíðir
og ræstingu.
Þessi lög og sú umræða, sem
hefur skapast í kjölfar setningar
þeirra, hafa verið drifkrafturinn í
því að tiltölulega nýlega hefur
verið kröftuglega hafist handa um
að byggja íbúðir á vegum sveitar-
félaga og hagsmunasamtaka, þar
sem reynt cr að tengja íbúðaeining-
arnar annarri félagslegri- og heil-
brigðisþjónustu sem öldruðum er
nauðsynleg.
Á síðustu árum hafa mörg svcit-
arfélög og hagsmunasamtök á
höfuðborgarsvæðinu byggt eða
hafið undirbúning að sérstökum
TAFLA 3
íbúðum fyrir aldraða. (sjá töflu 3).
Er hér bæði um að ræða þjónustuí-
búðir í eigu sveitarfélaganna og
söluíbúðir.
Fjármögnun íbúða fyrir aldraða
er í megindráttum fjórþætt:
í fyrsta lagi er um að ræða
Framkvæmdasjóð aldraðra.
Ákvæði um þennan sjóð er að
finna í lögum um málel'ni aldraðra,
sem fyrst voru sett 1983, en síðan
breytt 1984. Samkvæmt þessum
lögum ber Framkvæmdasjóð aldr-
aðra að styrkja byggingu þjónustu-
íbúða fyrir aldraða, verndaðra
þjónustuíbúða fyrir aldraða, dval-
arheimila fyrir aldraða og byggingu
hjúkrunarrýmis fyrir aldraða á veg-
um einkaaðila. Tekjur sjóðsins eru
nú nefskattur sem lagður er á alla
skattgreiðendur.
í samstarfsnefnd um málefni
aldraðra eiga sæti þrír aðilar til-
nefndir þannig: einn frá Öldrunar-
ráði íslands, einn frá félagsmála-
ráðuneytinu, tilnefndur af Sam-
bandi ísl. sveitarfélaga, og einn
skipaður af heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra án tilnefningar.
Samstarfsnefndin gerir tillögur til
ráðherra um styrkveitingar úr
sjóðnum. Við tillögugerð um út-
hlutanir tekur fulltrúi fjárveitinga-
nefndar Alþingis sæti í nefndinni.
Ráðherra ákvarðar svo endanlega
úthlutun úr sjóðnum. Þcss má og
geta að öllum er heimilt að sækja
um styrki úr Framkvæmdasjóði
Frá 1981 hafa um og yfir 60%
úthlutunarfjár komið í hlut höfuð-
borgarsvæðisins og hefur B-álma
Borgarspítalans fengið mest af því
fjármagni. Hins ýegar hefur Iítið
sem ekkert fjármagn farið til bygg-
inga þjónustuíbúða á svæðinu.
í öðru lagi veitir Byggingasjóður
ríkisins lán til bygginga leiguíbúða
eða heimila fyrir aldraða. Skilyrði
þessara lána eru að fyrir liggi
niðurstöður könnunar, sem sýni
þörf framkvæmda á þessu sviði í
hlutaðeigandi sveitarfélagi og heil-
brigðisráðuneytið mæli mcð fram-
kvæmdinni. Er Fanað allt að 80%
af byggingarkostnaði til 21 árs með
3,5% vöxtum.
Þóröur Ægir Óskarsson cr stjórnmála-
fræöingur og starfar hjá Skipulagsstofu
höfuðborgarsvæðisins.
I. SVEITARFÉLÖC r 9yggi\ar I f ramk v. A*tlaóar
Reyk javík t> )ónust uibúói r Söluibúóir me<*> |ö3Ónustu 2 7 1 lö
Hafnarf )öróur Vemdaóar hlónustuib. Söiuíbúðir meö t’icnustu 30 4 J
So ’ t ) irnar Söiuíbúö.r rae 5 |>3Ónustu u 22
Mosfellssve1 t> jónust ubu N. i óski lor •ínt 6 1S-20
Kópavogur óskilgreinr 7‘)
I I. HACSMUNASAMTÖKi
Hrafnista Ha f na r f . , t ia róaba- Söluibúöir meö |)ónustu ZU 2H
Samtök aldraöra Heykjavik Söluíbúöir raeö J>3cnusr u x 14
Ver slunarmannafé lag Rtyk)avíkur Sóluíbúóir meö |.)ónustu x 60
A1 ls 44 i 12S ca.125
TAF1.A 2
Aldraöir í einstökum svei tarfé] ögutj ■Mannf j. 31/ 12. '04 1004 Gb ára og eldtx Hlutfall Framreikn. mannf j. 2005 Moóalkostur 65 ára og eldri. Hlutfall
K jósarhrei'púr 1B7 22 11.8 2 17 ,2 1
Kjalarneshreppur 366 17 4.6 4 35 36 0. 3
Mosfellssveit 3.627 123 3.4 4. .310 35 4 H. 2
Reykjavik ' 08.505 li.437 12.l) 105.364 1 3.2(>6 12.6
Seltjarnarnes 3.6-; 220 6.0 4. 349 560 1 2.1»
Kópavogu r 14.563 904 6.2 17.335 140 12.3
Garóabær 5.800 213 3.6 7.02 1 956 1 U)
Bessastaóahreppur 706 30 4.2 339 75 .0.0
Hafnarfjöróur 12.982 1.017 7.0 15.456 1.650 10.7
Alls '130.485 13.983 10.7 155.336 19.066 12.4