Tíminn - 23.04.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.04.1986, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Miövikudagur 23. apríl 1986 ÍÞRÓTTIR V-þýska knattspyrnan: Víti í súginn - hjá Bremen og jafntefli gefur Bayern aukna möguleika Frá Guðmundi Karlssyni í Þýskalandi: Pað var hrikaleg spenna í leikslok í viðureign Werder Bremen og Ba- yern Miinchen á heimavelli Brima- borgara í gærkvöldi. Þjálfari Brem- en hafði sent Rudi Völler inná er um 10 mínútur voru eftir og hann fékk skemmtilegan stungubolta fram er um þrjár mínútur voru eftir af leikn- um. Völler ætlaði að vippa boltanum framhjá Lerby en boltinn fór í höfuð Danans. Öllum á óvart þá dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu og allt varð brjálað. Meistaratitillinn var á borðinu er Kutzop skaut á markið úr vítinu. Boltinn hafnaði hinsvegar í stöng og framhjá. Lokatölur urðu því 0-0. Baráttan heldur því áfram fram á laugardag er Bremen fer til Stuttgart og Bayern fær „Gladbach" í heimsókn. Stuttgart tapaði fyrir Leverkusen 1-2 og verður að vinna Bremen til að ná Evrópusæti. Uerdingen vann „Gladbach" í gær 2-1 á útivelli og eru nánast öruggir með Evrópusæti. Uerdingen fór aðeins með þrjá fasta- menn til leiks í „Gladbach" en það dugði. Lárus skoraði annað mark Uerdingen og átti mjög góðan leik að sögn Atla Eðvaldssonar sem lék aftasta varnarmann í leiknumi Mark Lárusar var gott skot í bláhornið. Eins og fyrr segir þá verður síðasta umferðin í þýsku 1. deildinni á laugardag og verður spennandi að fylgjast með henni. KR sigraði Fylki Mörk frá Júlíusi Þorfinnssyni og Steinari Ingimundarsyni í síðari hálf- leik tryggðu KR sigur á Fylki í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi. ÓskarTheódórsson skor- aði fyrir Fylki á lokamínútunni. Lokatölur 2-1. Fimleikafólká NM og EM Fimleikasamband íslands hefur valið keppendur sem fara eiga á NM í fimleikum .1 Kaupmannahöfn um næstu helgi svo og Evrópumeistara- mótið í Þýskalandi í byrjun maí. Keppendur í kvennaflokki á NM verða: Hanna Lóa Friðjónsdóttir, Gerplu. Hlín Bjarnadóttir, Gerplu. Fjóla Ólafsdóttir, Ármanni. Linda S. Pétursdóttur, Björk. í karlaflokki verða keppendur tveir. Enska knattspyrnan Einn leikur var í 1. deild í Eng- landi í gær. WBA náði jafntefli á heimavelli gegn Sheff. Wed. 1-1. Þá voru nokkrir leikir í 2. deild og urðu úrslit sem hér segir: Fulham-Charlton.................... 0-3 Grimsby-Barnsley................... 1-2 Millwall-Crystal Pal............... 3-2 Sheff. United-Leeds................ 3-2 Stoke-Portsmouth .................. 2-0 PSG úr leik Paris Saint-Germain tapaði fyrir Bordeaux í bikarkeppninni í frönsku knattspyrnunni í gær- kvöldi 1-2 á útiveili og er þar með úr leik. Bordeaux mætir hins vegar Marseilles f úrslitaleik þann 30. apríl en Marseilles gerði jafn- tefli 1-1 gegn Rennes og kemst þannig ( úrslit þar sem fyrri leikurinn vannst 1-0. Bræðrasigur Minningarmót um L.H. Múller í skíðum var haldið á vegum Skíða- félags Reykjavíkur um helgina. Keppt var í flokkasvigi þar sem sveit Ármanns sigraði og í göngu karla, kvenna og unglinga. Bræðumir Eirík- ur og Guðni Stefánssynir urðu fyrstir og jafnir í 10 km göngu karla en í öðlingaflokki sigraði Matthías Sveinsson SR. Öðlingarnir gengu 5 km. Konur gengu einnig 5 km og þar sigraði Lilja Þorleifsdóttir. Hjá ungl- ingum sigraði Einar Guðmundsson úr Skíðafélaginu. íslandsmet írisar íris Grönfeld setti um síðustu helgi íslandsmet í spjótkasti á móti í Florida í Bandaríkjunum. Kastaði fris heila 59,12 metra og nálgast hún nú óðum 60 m markið. Má búast við því að hún nái því síðar í sumar ef vel gengur. Þeir eru: Guðjón Guðmundsson, Ármanni. Arnór Diego Hjálmarsson, Ármanni. Þjálfarar fimleikafólksins eru Jónas Tryggvason og Berglind Pétursdótt- ir. Á milli NM og EM verður dvalist í æfingabúðum í Þýskalandi en síðan verður keppt á EM. Þrjár stúlkur keppa þar. Verður Hlín Bjarnadótt- ir til vara. Guðjón Guðmundsson mun keppa í karlaflokki. Þetta er í fyrsta sinn sem ísland sendir svo fjölmennt lið á EM en einu sinni áður hefur ísland átt þátttakanda á EM. Það var Kristín Gísladóttir. Þá fara á EM þrír dómarar frá fslandi og fulltrúi Fimleikasam- bandsins mun sitja þing Evrópu- sambandsins í fimleikum en íslend- ingar gerðust aðilar að því í janúar síðastliðnum. Kölníbanni Knattspyrnusamband Evrópu hef- ur ákveðið að Köln fái ekki að spila heimaleik sinn í úrslitum UEFA- keppninnar á heimavelli sínum. Var þetta ákveðið sem refsing vegna óláta sem áhangendur Kölnarliðsins voru með í Belgíu er Köln lék gegn Waregem í undanúrslitum keppn- innar. Verður Köln að spila í að minnsta kosti 350 km fjarlægð frá heimavelli sínum. Forráðamenn Kölnarliðsins hafa ákveðið að áfrýja til æðsta dómstóls UEFA. Benda forráðamenn félagsins á að Köln hefur ekki lent í vandræðum með áhangendur sína í 140 Evrópuleikj- um sem félagið hefur tekið þátt í. Þá hafði Köln ekkert með öryggis- eftirlit í Belgíu að gera en telur að það hafi ekki verið nógu gott. NM í lyftingum: Tvennsilfurverðlaun íslenskir lyftingamenn komu heim með tvenn silfurverðlaun frá Norðurlandamótinu í lyftingum sem fram fór í Noregi um helgina. Þor- kell Þórisson varð annar í 60 kg flokki og Óskar Kárason varð annar í yfir 110 kg flokki. Þorkell lyfti 115 kg í jafnhöttun en 105 í snörun. Óskar tók upp 165 í jafnhöttun en 135 ísnörun. Birgir ÞórBorgþórsson og Guðmundur Sigurðsson kepptu báðir í 100 kg flokki. Guðmundur féll úr keppni en Birgir varð í fjórða sæti. Hann lyfti 170 kg í jafnhöttun og 130 kg í snörun. Varð hann stigahæstur íslensku keppendanna og fékk hrós fyrir. Hann er einbeittur hann Ólafur Eiríksson er hann býr sig undir að senda þessa kúlu rétta boðleið. Ólafur sigraði í einliðaleik í borðtennis í tveimur flokkuill. Tímamynd: Pétur. íslandsmót fatlaðra: íslandsmeistaramót fatlaðra fór fram um síðustu helgi. Keppt var í Sundhöll Reykjavíkur og Selja- skóla. Fjölmargir keppendur tóku þátt í þessu íslandsmóti sem fór vel fram. Úrslit í einstökum greinum urðu sem hér segir: Boccia-einliðaleikur: Þroskaheftir: ína Valsdóttir, ösp. Sigrún Gudjónsdóttir, ösp. Hreyfihamlaðir sitjandi: Sigurður Björnsson, ÍFR. Lárus Gudmundsson, ÍFR. Hreyfihamladir, standandi: Haukur Gunnarsson. Sigurrós Karlsdóttir, ÍFA. U-flokkur: Helga Bergmann, ÍFR. Stefán Thorarensen, ÍFA. Boccia-s veitakeppni: A-sveit Aspar. A-sveit Eikar. Hreyfihamlaðir: A-sveit ÍFR. B-sveit ÍFR. U-flokkur: A-sveit ÍFR. B-sveit ÍFR. Borðtennis-einliðal.: Þroskaheftir karlar: Jón G. Hafsteinsson, ösp. Jósep Ólafsson, ösp. Þroskaheftar konur: Sonja Ágústsdóttir, ösp. Marta Guðjónsdóttir, ösp. Heyrnarlausir: Olgeir Jóhannesson, IH. Trausti Jóhannesson, ÍH. Hreyf ihamlaðir-sitjandi: Elsa Stefánsdóttir. Jón H. Jónsson. Hreyfihamlaðir-standandi: Ólafur Eiríksson, ÍFR. Elvar Thorarensen, ÍFA. Opinn fl. karla: ólafur Eiríksson, ÍFR. Jón G. Hafsteinsson, ösp. Opinn fl. kvenna: Elsa Stefánsdóttir, ÍFR. Sigurrós Karlsdóttir, ÍFA. Borðtennis-tviliðal.: Hreyfihamlaðir: Stefán og Elvar Thorarensen. Þroskaheftir: Jón Hafsteinsson og Jósep Ólafsson. Bogfimi: Óskar Konráðsson, ÍFR (423 st) Rúnar Björnsson, ÍFA (410 st) Lyftingar: Reynir Kristófersson, ÍFR. Arnar Klemensson, Viljinn. Sund: í sundinu náði Jónas Óskarsson bestum árangri í flokki hreyfihaml- aðra. Hann fékk 353 stig fyrir að synda 100 m baksund á 1:15,08. f flokki blindra og sjónskertra sigraði Halldór Guðbergsson. Hann fékk 120 stig fyrir að fara 100 m baksund á 1:50,94. í flokki þroskaheftra fékk Sigrún H. Hrafnsdóttir flest stig fyrir að fara 100 m bringusund á 1:39,81. Hún fékk 320 stig fyrir vikið. M0LAR B Japaninn Toshihiko Seko sigraði í London-maraþoninu sem háð var um helgina. Hann kom í mark dálítið á undan Bretanum Hugh Jones sem varð annar. í kvennaflokki sigraði norska stúlkan Grete Waitz nokkuð örugglega. Þaö voru 20 þúsund keppendur sem hófu hlaupið en Karl Bretaprins ræsti keppendur. B Trevor Francis, sem á að spila með Englendingum gegn Skotum í kvöld, gæti misst af leiknum. Hann varð fyrir meiðslum í leik Sampdoria og Napólí í ítölsku deildinni um helgina. Hversu al- varleg þau eru á eftir að koma í Ijós. Francis er 32 ára. | Knattspyrnusamband Evrópu er búið að ákveða hvaða dómarar komi til með að dæma úrslitaleik- ina í Evrópukeppnunum þremur. Frakkinn Michel Vautrot mun dæma úrslitaleikinn í meistara- keppninni, Austurríkismaðurinn Franz Wöhrcr dæmir úrslitalcik- inn í keppni bikarhafa og þeir Keith Hackett frá Bretlandi og Robert Valcntinc frá Skotlandi dæma hvor sinn leikinn í UEFA keppninni. Hackett dæmdi leik Oxford og QPR í úrslitum Mjólk- urbikarsins um helgina. | Bæði Bryan Robson og Gary Lineker verða fjarri góðu gamni er Englendingar og Skotar mæt- ast í landsleik í kvöld. Þeir eru báðir meiddir. H V-þýska 1. deildarliðiö í knattspyrnu, Borussia Dortmund licfur ákveðið að reka þjálfara sinn Pal Csernai. Liðið tapaði fyrir Stuttgart 0-4 um helgina og er í 16. sæti í dcildinni. Fall blasir við og þjálfarinn fær að taka pokann sinn. Csernai er sjötti þjálfarinn í 1. deild í Þýskalandi sem er rekinn á þcssu kcppnis- tímabili. | Forseti Knattspyrnusam- bands Evrópu (UEFA), Jacques Georges, lét hafa það eftir sér í fyrradag að hann tcldi ekki tíma- bært að afturkalla bann UEFA á ensk knattspyrnulið vegna at- burðanna á Heysel-leikvangnum í fyrra. UEFA dæmdi þá ensk lið í bann frá þátttöku í Evrópu- mótunum í knattspyrnu um óákvcðinn tíma. „Það vcrður að hafa sýnt sig að enskir geti haft stjórn á áhangendum sínum áður enbanninu verður allétt," sagði Georges. ■ Við sögðum frá því um daginn að ólympíumeistarinn í dýfing- um, Greg Louganis, hefði unnið til síns 36. meistaratitils á banda- ríska meistaramótinu í dýfingum í Indianapolis. Louganis gerði enn beturnæstu tvo keppnisdaga. Hann bætti þá viö verölaun sín tveimur meistaratitlum í viðbót með sigri á 3ja og 10 metra pöllum í dýnngum. Mexíkanar sigruðu eitt sterk- asta félagslið Chile, University Chile, 2-1 í æfingaleik um daginn. Flores gerði bæði mörk Mexík- ana en hann var síðan rekinn af velli ásamt einum Chile-leik- manni. Spennandi forréttur t.d. með graflax- eða piparrótarsósu og ristuðu brauði!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.