Tíminn - 23.04.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.04.1986, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. apríl 1986 Tíminn 5 ‘iiiiiini' útlönd ||I!I'!|;| .ll.llHl^lll|^ .iiiHiff;1: iMiiniir' ... ... .. ~ AUSTURRÍKI: Haldlitlar sannanir um stríðsglæpafortíð - Kirchschláger forseti sagði ekkert mál vera gegn Waldheim Vín-Reuter Rudolf Kirchschláger forscti Austurríkis sagði í sjónvarpsávarpi í gær að hann sem lögfræðingur myndi ekki detta í hug að ákæra Kurt Waldheim, fyrrum aðalritara Sf> og nú forsetaframbjóðanda í Austur- ríki. um stríðsglæpi í þágu nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Kirchschl- áger sagði þetta í ávarpi til þjóðar- innar eftir að hafa rannsakað skjöl um Waldheim og fortíð hans. * Forsetinn sagði aftur á móti að Waldheim hlyti að hafa vitað allt um hegðun herja Hitlers á Balkan- skaganum. ..Hvaða ályktanir þið dragið fyrir forsetakosningarnar.... verða á ykk- ar eigin ábyrgð sagði hinn aldni og virti forseti í ávarpi sínu til þjóðar- innar. Kurt Waldheim býður sig fram til forseta og fara kosningar fram þann 4. maí næstkomandi. Hann hefurþó að undanförnu verið mest í fréttum vegna ásakana um að hafa verið viðriðinn stríðsglæpi nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Waldheim hefur staðfastlega neitað þessum ásökun- um. Ávarpi Kirchschlágers hafði verið beðið með eftirvæntingu í Austur- ríki sem annars staðar. Dómur hins virta forseta var talinn geta haft úrslitaáhrif á útkomuna í væntanleg- um forsetakosningum. Fortíðin hcfur tengst forsetaframtíð Kurts Waldheims að undanförnu. Sannast þar að vond fortíð getur haft áhrif á góða framtíð. Litlar sannanir virðast þó liggja fyrir um stríðs- glæpafortíð Waldheims, fyrrum aðalritara Sameinuðu þjóðanna. EVRÓPA: Líbýumenn sendir til síns heima HAITI: Duvalier virðist ekki dauður úr öllum æðum Forsetaframbjóðandi segir stuðningsmenn Duvaliers enn sitja í mikilvægum valdastöðum Port-Au-Prince-Reuter. Helsti forsetaframbjóðandinn á Haiti sagði í vikunni að ekki væri Namphy hershöfðingi er æðsti mað- ur bráðabirgðastjórnar þeirrar sem nú fer með völd á Haiti. Helsti forsetaframbjóðandinn í væntanleg- um kosningum hefur nú varað Namphy við Duvaliersinnum. óhugsandi að stuðningsmenn Jean- Claude Duvalier, fyrrum einræðis- herra, reyndu að efna til nýrrar stjórnarbyltingar á eynni. „Landið er í hættu,“ sagði Pastor Silvio Claude stofnandi Kristilega lýðræðisflokksins (PDCH) í ræðu sem hann hélt á fundi með þrjú þúsund stuðningsmönnum sínum í höfuð- borginni Port-Au-Prince. Forsetaframbjóðandinn hvatti í ræðu sinni Henry Namphy hershöfð- ingja, sem er æðsti maður í stjórn þeirri sem nú fer með völd í landinu, til að hefjast handa hið snarasta og reka alla stuðningsmenn Duvaliers úr ábyrgðarstörfum. Ef ekkert yrði að gert sagði Claude að svo gæti farið að hópar úr hinni vel vopnuðu fyrrum leyniþjónustu Duvaliers /hinir svokölluðu Tonton Macoutes) gerðu byltingu gegn Namphy og stjórn hans. Claude hvatti stuðningsmenn sína til að flykkja sér um Namphy og stjórn hans sem fer með völd þar til almennar kosningar geta farið fram í landinu. „Við vitum að Namphy hershöfð- ingi reynir að gera vel. Hann er þó ekki öruggur í stöðu sinni og hefur leyft nokkrum stuðningsmönnum Duvaliers að sitja í valdastöðum," sagði Claude í samtali við frétta- menn Reuters í vikunni. Lundúnir-Rcuter. Stjórnvöld í Bretlandi, V-Þýska- landi og Danmörku hafa tekið upp aðgerðir í anda samkomulags þess sem ríki Evrópubandalagsins (EC) gerðu með sér á dögunum um minnkandi umsvif líbýskra sendi- ráða í þessum löndum. Breska ríkisstjórnin lét hand- taka 21 líbýskan borgara í hinum ýmsu hlutum landsins og verður þeim vísað úr landi í nafni þjóðar- öryggis. í Vestur-Þýskalandi herrndu heimildir innan ríkisstjórnarinnar að fækkað yrði verulega í scndi- , ráðsliði Líbýumanna í landinu en það telur rúmlega fjörutíu manns. Líklegt þykir að sendiráðsstarfs- menn Ltbýumanna verði færri en fimmtán eftir aðgerðir vestur- þýsku stjórnarinnar. Þá sagði Uffe Elleman-Jensen utanríkisráðherra Danmerkur í blaðaviðtali að stjórn sín myndi vísa nokkrum af þeim sjö líbýsku sendi- ráðsstarfsmönnum sem í Dan- mörku eru á brott úr landi „eins fljótt og kostur er á“. Engin skothríð í 335 ára stríði UNGVERJALAND: Hækkun á áfengi í nafni heilsuverndar Budapest-Reuter Að sögn MTl, hinnar opinberu fréttastofu í Ungverjalandi, hafa þarlend yfirvöld ákveðið að hækka verð á sterkum drykkjum um 14,1%. Ástæðan var sögð'snúast um heilsuvernd. Fréttastofan sagði íbúa landsins eyða um 10% af tekjum sínum í áfenga drykki. Þetta er sama hlut- fall og þjóðin eyðir í kjöt, mjólk og mjólkurafurðir. „Hlutfall sterkra drykkja, sem skaðlegastir eru heilsu manna, hef- ur aukist mjög undanfarin ár og er nú nærri helmingur af áfe tgi því sem drukkið er,“ sagði í fréttinni. ' Ungversk yfirvöld komu á fót unglingasamtökum í síðasta mán- uði er berjast gegn áfengisdrykkju og hvetja til heilsusamlegra at- hafna. Nepazabadsag, blað ung- verska kommúnistaflokksins, sagði árið 1984 að um 3% Ungverja væru áfengissjúklingar. Utlönd Hollendingar hafa loks samið frið við íbúa Scillyeyja Umsjón: HEIMIR BERGSSON Houston-Rcuter: Mikið var um dýrðir í borgum Texas- fylkis í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Þá fóru fram miklar flugeldasýningar í tíu helstu borgum fylkisins og stóð dýrðin yfir í nákvæmlega 18 mínút- ur. Flugeldasýningarnar voru haldnar í minningu þess að 150 ár eru liðin síðan Texasbúar losuðu sig undan stiórn Mexíkana og að sögn allra sanpra Texasbúa var hér að sjálf- sögðu um stærstu flugeldasýningar í heimi að ræða. Huge Town, Scillyeyjar-Reuter Jonkheer Rein Huydecopersendi- herra Hollands í Bretlandi hefur í nafni stjórnar sinnar samið frið við yfirvöld á Scillyeyjum. Hollendingar og íbúar Scillyeyja, En af hverju 18 mínútur? Jú, sýningin stóð yfir nákvæmlega jafn- lengi og hin óvænta árás uppreisnar- herja Texasbúa gegn Antonio De Santa Anna hershöfðingja og mönn- um hans þann 21. apríl á því herrans ári 1836. Gary Caimano stjórnaði flugelda- sýningunum og vann að undirbún- ingi þeirra í heila sjö mánuði. Þessi sami Gary stjórnaði einnig flugelda- sýningunni miklu í lok Ólympíuleik- anna í Los Angeles 1984. sem alls telja 1450 manns, hafa formlega átt í stríði síðan 1651 en þá hljóp ólund í hollensk stjórnvöld vegna sjóræningjastarfsemi eyja- skeggja. Scillyeyjar eru röð lítilla eyja er tilheyra Bretlandi. Eyjarnar eru í nokkurra kílómetra fjarlægð frá ströndinni í Cornwall í Suð-vestur Englandi. Stríð þetta er ekki einungis þekkt fyrir að hafa staðið í rnargar aldir heldur einnig fyrir að hafa farið fram án þess að einu einasta skoti hafi verið hleypt af. „Hollenskir ferðalangar reka upp stór augu þegar þeir frétta að við eigum í stríði við þá,“ sagði Roy Duncan æðsti maður eyjanna sem framgöngu hafði í að binda enda á stríðið. Sendiherra Hollendinga undirrit- aði friðarskjalið á Scillyeyjum nú nýlega og bað í leiðinni eyjaskeggja afsökunar á að yfirvöld í Hollandi hefðu svo lengi dregið að semja frið við þá. TEXAS: Afmæli fagnað með f lugeldum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.