Tíminn - 23.04.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.04.1986, Blaðsíða 16
HRESSA KÆTA 'erslið meÓVISA WERDER BREMEN ; fékk gulliö tækifæri er mínúta var til leiksloka í viðureign sinni viö Bayern Munchen í þýsku knattspyrnunni í gær. Þá var staðan 0-0 en Kutzop brenndi af víti og lokaniðurstaðan varð jafntefli. Stuttgart tapaði en Uerdingen vann „Gladbach" og gerði Lárus mark í leiknum. Fasteignamarkaðurinn fjárhættuspil: íbúðaverð lækkaði um 20% á einu ári Skuldugir húseigendur tapa hundruðum þúsunda á misgengi fasteignaverðs og vísitölu Harður árckstur varð á mótum Hafnarstrætis, Kaikofiwvefar, Hvcrfísgötu og Lækjargötu í gær. Fólksbifreið ók í átt að Lækjargötu í veg fyrir strætisvagn sem hugðist aka upp Hverfisgötu. Svo virðist sem ökumaður fólksbifreiðarinnar hafí ekki séð biðskyldumerki. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild auk þess sem einn farþegi úr strætisvagnmum hlaut mciðsl. Kalla varð til kranabifreið til að Ijarlægja fólksbifreiðina, sem hafði kastast upp á umferðareyju. Tímainvnd: Sverrir. Slæm aðstaða í fóðurstöðvum: Rangar fjár- festingar orsökin Fóðurstöðvar sem framleiða loð- dýrafóður hafa í mörgum tilfellum verið settar í allt of lítið húsnæði Lofthæð er yfirleitt of lítil og mikil þrengsli bæði inni í fóðurstöðvunum og eins utan þeirra, þannig að litlir eða engir stækkunarmöguleikar eru fyrir hendi. Að sögn Steinþórs Steingrímsson- ar hjá sambandi fóðurframleiðenda, er ástæðan fyrir þessum mistökum aðallega sú, að farið var út í að reisa fóðurstöðvar útum allt land (en þær eru 14 talsins) án þess að vita hvað þurfti til þess að reka fóðurstöð til lengri tíma. Sem dæmi um þessi mistök, nefndi Steinþór fóðurstöð- ina á Selfossi, sem er önnur stærsta fóðurstöð landsins. Hún var reist inn í miðju iðnaðarhverfi þar sem engir stækkunarmöguleikar eru fyrir hendi, auk þess sem fóðurstöðvum þessum fylgir fiskilykt sem nágrannar verksmiðjunnar hrífast lítt af. Á Selfossi voru einnig byggðir frysti- klefar með of lítilli lofthæð. Önnur stór fóðurstöð er á Dalvík og þar voru reistir frystiklefar með gólfum sem ekki þola að lyftari keyri inn á. Allt þetta gerir rekstur fóður- stöðvanna mjög óhagkvæman en þar sem 30-40% af fóðuryerði til loðdýraræktenda er fjármagns- kostnaður, þá er þetta mjög alvar- legt mál að svo ranglega sé fjárfest. Þess má geta að fóðurstöð sem framleiðir um 4.000 tonn af fóðri á ári, kostar um 14 milljónir króna. Að sögri Steinþórs munu þó ekki fleiri fóðurstöðvar verða reistar nema fylgst sé með því hvernig rekstur geti orðið sem hagkvæmast- ur. Samband fóðurframleiðenda var stofnað í júlí í fyrra og það fékk til liðs við sig Jón Lewi Hilmarsson hjá verkfræðistofunni Meku til að sér- hæfa sig í hönnun fóðurstöðva. -ABS Um 27 milljónir lítra af öli , gos- og öörum sykurdrykkjum: Álíka upphæð í sykur drykki og mjólkurkaup Láta mun nærri að íslendingar verji álíka upphæð til kaupa á öli, gos- og öðrum sykurdrykkjum eins og þeir verja til kaupa á mjólk. Framleiðsla á þessum drykkjum var tæplega 27 milljónir lítra árið 1984 og hafði þá aukist um 7% milli ára. Mjólkursala í landinu er innan við 50 millj. lítra á ári og fer minnkandi, en hver lítri af mjólk kostar nær helmingi minna en hinna drykkjanna að meðaltali. Skiptum við framangreindum 27 millj. lítra jafnt niður á landsmenn hafa um 113 lítrar komið í hlut hvers og eins, þar af um 70 lítrar af gosdrykkjum, urn 16 lítrar af öli, rúmir 12 lítrar af Svala og öðrum slíkum drykkjum, en aðeins unt 8 lítrar af hreinum ávaxtadrykkjum. Athyglisverðar breytingar milli ár- anna 1983 og 1984 eru þær að framleiðsla á Svala og slíkum drykkjum hefur u.þ.b. tvöfaldast milli ára. Sömuleiðis hefur sala á pilsner aukist um 27% eða um nær hálfa milljón lítra, sem ekki er ólíklegt að „bjórlíkið" hafi átt þar góðan hlut að máli. Þá hefur fram- leiðsla á áfengum bjór aukist úr um 5 þús. lítrum upp í 207 þús. lítra á milli þessara ára (upp í um 4 flöskur á uppkominn Islending). Á hinn bóginn hefur sala á hrein- um ávaxtasafa stórminnkað milli þessara 2ja ára og enn meira frá árinu 1982, eða úr um 11,6 lítrum niður í um 8 lítra að meðaltali á hvern mann. í þessa drykkjarvöruframleiðslu notuðu framleiðendurnir um 1.814 tonn af sykri árið 1984, en það samsvarar um 7,6 kílóum af hreinum sykri á mann að meðaltali fengnum úr öli og sykurdrykkjum. Tölur þessar eru úr skýrslum Hagstofunnar um iðnaðarvöruframleiðslu árið 1984. Ef við geíum okkur að lítraverð þessara drykkjarvara sé nú um 60 kr. á lítrann að meðaltali (sem mun vægt reiknað) er þarna í kringum 1.620 milljóna króna ársútgjöld að ræða að meðaltali, eða álíka og vegna allra nýmjólkurkaupa lands- manna. Það þýðir um 14 þús. krónur úr buddu hvers starfandi manns í hvorn þessara útgjaldaliða. -HEI Fasteignaverð á höfuðborgar- svæðinu lækkaði í raun um rúm- lega 20% á einu ári, þ.e. frá síðustu mánuðum ársins 1984 til sama tíma 1985, að mati Fast- eignamatsins. Á þessu tímabili hækkaði verðið aðeins um tæp- lega 10% á sama tíma og láns- kjara- og byggingarvísitölur hækkuðu um 38-39%. Áhvílandi verðtryggðar skuldir hafa að sjálfsögðu hækk- að hlutfallslega eins og vísitölu- rnar meðan söluverö íbúðanna hefur nær staðið í stað. Þarna hefur því gífurlegt .misgengi ‘ fasteignaverðs og lánskjara- vísitölu átt sér stað og tekið við af hinu margumrædda misgengi launa og lánskjaravísitölu. Til að átta sig betur á hvað þetta þýðir má taka dæmi af manni sem í byrjun tímabilsins átti 2ja milljón króna íbúö. Segj- um að hann hafi átt 1 millj. í íbúðinni en skuldað aðra í verð- tryggðum lánum. Uppreiknað hefði sú skuld verið komin í 1.380 þús. eftir árið. Á þessu ári hefði verð á íbúð mannsins hins vegar aðeins hækkað í 2.200 þús. og eignar- hluti mannsins því farið niður í 820 þús. Ef íbúðareigandinn hefði átt milljónina sína í ríkis- skuldabréfi með 9% vöxtum hefði hún vaxið í 1.505 þús. á tímabilinu. Má því rökstyðja að íbúðareigandinn í þessu dæmi hafi tapað 685 þús. krónum á þessari eign sinni á einu ári. Það gæti þó að sjálfsögðu næstunni eins og ýmsir hafa minnkað aftur ef fasteignaverð spáð að undanförnu. mundi hækka umfram vísitölu á -HEI Arnarflug: Ríkisábyrgð á elleftu stundu? Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita Arnarflugi ríkisábyrgð á 80-100 milljón króna láni, svo framarlega sem fyrirtækið gæfi viðunandi tryggingar og að eiginfjárstaða þess yrði styrkt með hlutafjár aukningu. Forsætis-, fjár- mála- og samgönguráðherrum var falið að sjá um framkvæmd þessa máls fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Ríkisábyrgðin þarf að hljóta sam- þykki Álþingis sem slitið verður um hádegisbilið í dag. Mikil tíma- pressa er því komin á þá aðila sem staðið hafa í samningaviðræðum, formlegum og óformlegum, síð- ustu daga um hlutafjáraukningu Arnarflugs. Stjórn Arnarflugs ræddi við níumenningana í gær um samstarfsgrundvöll, en í gærkvöld lá enn ekki fyrir fullnægjandi niðurstaða um hvort eða með hvaða hætti af hlutafjáraukningunni yrði. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.