Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 1
HELLIRINN í . Tryggvagötu hefur verið aulglýsturtil gjaldþrotaskipta. Frest- ur til að lýsa kröfum í þrotabúið rennur út í júní. Jón Finnbjörnsson skiptaráðandi sagði í samtali vió Tímann í gær að gróflega ágiskað væru skuldir í kringum ellefu milljónir króna. Jón tók þó fram að það væri ekki endanleg tala, og yrði það að koma í Ijós síðar hver hún er. Veitingastaðnum hefur verið lokað, og hefur hann verið lokaður um nokkurn tíma. Jón Finnbjörnsson sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir verðmæti eigna fyrirtækisins. FJÁRMÁLARÁÐHERRA undirritaði í gær erlendan lánasamning að uþphæð 75 milljónir dala, eða um 3 milljarðar íslenskra króna, og kemur þessi samningur í stað lánssamnings sömu upphæðar sem undirritaður var 1982. Upphaflega lánið var veltilán sem greitt var upp á miðju síðasta ári en hinu nýja láni er aðallega ætlað að vera veltilán, þ.e.a.s. ekki er gert ráð fyrir að á það verði dregið nema að litlu - ef nokkru leyti vegna lánsfjáráætlunar í ár. Það kemur hins vegar til með að standa sem trygging á bakvið sölu ríkissjóðs á skammtíma- skuldabréfum á erlendum markaði. VEXTIR Á ORLOF, sem Póst gíróstofunni ber að greiða fyrir orlofsárið 1. maí 1985 - 30. apríl 1986, verða 24% af orlofsfé, samkvæmt ákvörðun félags- málaráðherra. Orlofssjóður er sem fyrr á verðtryqgðum reikning í vörslu Seðla- banka Islands. 500 KRÓNA verðlaun verða veitt hverjum sem handsamar lausa hunda á Akranesi og kemur þeim til hundaeftirlits- manns. Mikið hefur borið á kvörtunum frá íbúum staðarins vegna ágangs hunda undanfarnar vikur og hafa kærur verið lagðar inn. Flundahald er leyft á Akranesi en þeir hundaeigendur sem láta hunda sína ganga lausa þurfa að greiða sektir. VOVKA ASHKENAZY, son ur Vladimirs og Þórunnar Ashkenazy, mun halda tónleika fyrir Tónlistarfélagið á laugardaginn kl. 17.00 í Austurbæjarbíói. Vovka (Stefán) ólst að mestu leyti upp hér á landi og lærði á píanó hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni en fór síðan til framhalds- náms í Englandi og útskrifaðist frá Kon- unglega tónlistarskólanum í Manchester. Flann hefur undanfarin þrjú ár haldið tónleika víða í Evrópu og Kanada, og hann hélt hljómleika hér á Listahátío 1984, með Filharmonía hljómsveitinni undir stjórn Vladimirs Ashkenazys. INFLÚENSA hefur herjað á höf- uðborgarbúa undanfarið. Samkvæmt skýrslum 12 lækna og læknavaktar í Reykjavlk leituðu 543 sér lækninga vegna inflúensu í mars. 1158 leituðu til sömu aðila vegna kvefs og hálsbólgu, og 82 vegna lungnabólgu. Þá bareinnig nokkuð á skarlatssótt, hlaupabólu og hettusótt, en enginn var með mislinga eða rauða hunda. DERWINSKI, sérstakur sendi- maður bandariska utanríkisráðuneytisins kemur ekki til landsins, eins og fyrirhugað var, til formlegra viðræðna um Rainbow málið svokallaða. Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra telur að frekara starf þurfi að fara fram áður en formlegur fundur sé tímabær. ÁRANGURSLAUSIR sátta fundir voru haldnir með yfir- og undir- mönnum á kaupskipum í kjaradeilum þeirra í gærdag. Undirmenn hafa boðað verkfall frá og með deginum í dag. Verkfallið er ótímabundið. Verkfall yfir- manna stendur yfir, en það hófst á hádegi í gær. KRUMMI „Er þetta nú ekki óþarfi? Flugumferð- arstjórar eru alltaf veikir. “ Alþjóðlega flugmálastofnunin: Setur upp tæki fyrir 30 millj. - verkið greitt af alþjóðlegu fé Áætlað er að lokið verði við uppsetningu , búnaðar fyrir flug- málastjórn í ratsjárstöðinni við Stokknes í mars á næsta ári, en það mun stækka radarsvæði flugmála- stjórnar verulega. Allt vcrkefnið, sem metið er á þrjátíu milljónir króna er greitt af alþjóðlegu fé, en ICAO alþjóðlega flugmálastofn- unin mun fjármagna tækjakaupin og framkvæmdina. Ástæður þess að ICAO féllst á að greiða kostnaðinn, eru þær að með víkkuðu radarkerfi flugmála- stjórnar á íslandi, verður hægt að ná nteiri hagkvæmni í flugi yfir Atlantshafið. Haukur Hauksson varaflugmálastjóri sagði í samtali við Tímann í gær að bctur væri hægt að stjórna tilfærslum véla á fugleiðunt í grennd við landið og með því næðist hagkvæmari eld- sneytisneysla, sent ncmur allt að 3,4 milljónum króna á ári. í Ijósi þcssara upplýsinga ákvaö ICAO að fjármagna tækjakaupin sem þarf til uppsetningar kerfisins. Tækjabúnaður af þcirri gerð sem um er rætt, er afskrifaður á tíu til fimmtán árum. Það var Verkfræðistofnun H.í. sem gerði útreikningana á því hvar og hversu mikið hægt væri að spara á flugleiðum í grennd við ísland, með víkkuðu svæði fluguniíerðar- stjórnar. Niðurstöður þessara rannsókna voru sendar til ICAO sem hefur samninga við íslenska ríkið um veitingu alþjóðlegrar flug- umferðarþjónustu. Þrír verkþættir eru við uppsetn- ingu á þeim tækjum sent til þarf fyrir flugumferðarþjónustu hér á landi. Það er tengibúnaður á Stokknesi, skjár í flugturni og loks tengibúnaöur þar á ntilli. Undirrit- un fyrsta samningsins af þremur fer fram á föstudag. Þá mun Pétur Einarsson llugmálastjóri undirrita samning við enska fyrirtækið Mar- coni, um framleiðslu á tengibúnað- inum við Stokknes. Samið hefur veriö við bandaríska fyrirtækið Sanders um kaup á skjá. Ekki hefur enn verið gengið frá samn- ingum á þriðja þættinum. Með tilkomu radarsvæðisins við Stokknes, eykst radarlangdrægni ílugumferðastjórnar um 220 sjó- mílur til suð-austurs. Haukur Hauksson varaflugmálastjóri sagöi í samtali við Tímann að þessi stækkun á radarsvæðinu þýddi að hægt verði að veita verulega bætta þjónustu fyrir alþjóðlega flugum- ferð í umdæmi íslenskrar flugum- fcrðarstjórnar. „Aukin yfirsýn mun vissulcga auka öryggið,“sagði Haukur. -ES Hafnar eru framkvæmdir við gerð undirganga undir Miklubraut, frá nýja Hagkaupshúsinu. í nokkra daga hafa vélskóflur unnið við að grafa fyrir nýjum vatnsleiðslum, þar sem þær verða færðar áður en hægt verður að hefja uppgröft fyrir sjálf göngin. Ólafur Guðmundsson yfírverkfræðingur hjá gatnamálastjóra sagði í samtali við Tímann í gær að hinir eiginlegu verktakar myndu hefja framkvæmd við sjálf göngin um miðjan maí mánuð. Tímamynd-Róbert Noregur í gærkvöldi: Stjórnarslit yfirvofandi Osió-Reuter stjórn fari svo að tillögur Willochs Kári Willoch forsætisráðherra og félaga verði felldar. hægristjórnarinnar í Noregi hótaði í Ríkisstjórninnýturaðeinseinssæt- gær að segja af sér yrðu nýjar is meirihluta á þingi og varð Ijóst efnahagsráðstafanir ekki samþykkt- eftir að hinir tveir þingmenn Fram- ar á þingi. faraflokksins sögðust greiða atkvæði í gærkvöldi virtist allt benda til að gegn tillögunum, að Willoch og efnahagstillögur Willochs yrðu ekki stjórn hans fengi máli sínu ekki samþykktar og því myndi stjórnin framgengt. falla. Miklar maraþonumræður um Líklegt þykir að Gro Brundtland efnahagsráðstafanirnar fóru fram í reyni að mynda meirihlutastjórn fái norska þinginu í gær og var ekki hún umboð til stjórnarmyndunar. búið að ganga til atkvæða um þær ÞykirBrooghennarsamstarfsmönn- þegar blaðið fór í prentun. um ekki fýsilegt að mynda minni- Gro Harlem Brundtland leiðtogi hlutastjórn sem myndi örugglega Verkamannaflokksins fær nær ör- oftast eiga í erfiðleikum þeirn sem ugglega það verkefni að ntynda nýja nú mæta Willoch og stjórn hans. 5 ára fangelsi vegna fíkniefna Tæplega þrítugur maður, Gunnlaugur Jóhann Frið- geirsson hefur verið dæmd- ur í fimm ára fangelsi fyrir smygl á hinu hættulega of- skynjunarefni, LSD. Tæp- lega tvö þúsund skammtar af efninu fundust í fórum mannsins þegar hann var handtekinn. Þetta er annar þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp hér á landi vegna fíkniefna. Það var félagi Gunnlaugs sem hlaut þann þyngsta sem upp hef- ur verið kveðinn, en þeir stóðu saman að innflutningi á ríflega þrjú þúsund skömmtum af efninu í fyrravor. Efnið var sent í pósti frá Hollandi og stílað á fólk í fjölbýlishúsum, sem send- andi vissi að væri ekki bú- andi í húsunum. Póstburð- armenn skildu bréfin eftir í stigagangi og þangað sóttu smyglararnir þau síðan. Báðum mönnunum hefur verið gert að greiða sektir í ríkissjóð. Dómarnir voru kveðnir upp í Sakadómi í ávana- og fíkniefnum. - ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.