Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 8
Styrkir til náms á Spáni Spænsk stjórnvöld bjóöa fram eftirtalda styrki handa íslendingum til náms á Spáni á námsárinu 1986-87. 1. Einn styrk til háskólanáms í 9 mánuði. Ætlast er til aö styrkþegi sé kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi og hafi gott vald á spænskri tungu. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 30 ára. 2. Tvo styrki til að sækja spænskunámskeið í „Esc- uela de Verona Espanola" í Madrid í júlí sumarið 1986. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. 3 ára námi í spænskri tungu í íslenskum framhaldsskóla. Umsóknir um styrki þessa, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 13. maí n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Umsóknir skulu merktar „beca espanola“. Menntamálaráðuneytið, 28. apríl 1986. í vörslu óskilamuna- deildar lögreglunnar er margt óskilamuna svo sem: reiðhjól, barnavagnar, fatnaður, lyklaveski, lykla- kippur, seðlaveski, handtöskur, úr, gleraugu, hjóla- stólar o.fl. Er þeim sem slíkum munum hafa glatað, bent á að spyrjast fyrir um þá á skrifstofu óskilamuna, Hverfisgötu 113, (gengið inn frá Snorrabraut) frá kl. 14.00-16.00 virka daga. Þeir óskilamunir sem eru búnir að vera í vörslu lögreglunnar ár eða lengur verða seldir á uppboði í portinu að Borgartúni 7, laugardaginn 10. maí 1986. Uppboðið hefst kl. 13.30. Lögreglustjórinn í Reykjavík. Auglýsing um framboðsfrest til sveitarstjórnar- og sýslunefnd* arkosninga í Mosfellshreppi, sem fram eiga að fara á þingstað hreppsins, Hlégarði þann 31. maí 1986. Framboðslistum skal skilað til yfirkjörstjórnar fyrir miðnætti þriðjudaginn 6. maí 1986. Þann dag verður yfirkjörstjórn til viðtals í Hlégarði kl. 21.00-24.00. Yfirkjörstjórn Mosfellshrepps Björn Ástmundsson Gylfi Pálsson Örn Höskuldsson Rafvirkjar Óskum að ráða rafvirkja eða rafiðnfræðing til að veita rafmagnsverkstæði okkar forstöðu. Viðkom- andi þarf að hafa meistarabréf og réttindi til löggildingar, ennfremur óskast rafvirkjar til al- mennra starfa. Upplýsingar veitir framkvæmda- stjóri. Kaupfélag Árnesinga Bifreiðasmiðjur 800 Selfoss Sími 99-2000 Bændur Á ekki einhver bóndi gamla sláttuvél við Farmal A árg. 1945. Ef svo er, vinsamlega hringið í síma 98-2673. Miðvikudagur 30. apríl 1986 STíminn VETTVANGUR ■ Um opinbera þjónustu og samgöngumál Til umhugsunar fyrir góöa íslendinga og aðra íslendinga Kona að norðan bcið eftir sjúkra- rúmi í Reykjavík. Með minna en sólarhrings fyrirvara var hún boðuð suður ella missti hún þetta tækifæri. Samgöngum var þannig háttað að hún komst ekki í tæka tíö. Samgöngur hér á lantli eru oft erfiðleikum háðar, misjafnlega þó eftir árstíðum og landshiutum. Ferð til Reykjavíkur tekur nokkrar klukkustundir með bíl, bið eftir flugi allt að tveimur dögum og síðan setja færð og veður oft alvarlegri strik í reikninginn. Hjón héðan frá Blönduósi fóru með ungt barn sitt í lítils háttar aðgerð til Reykjavíkur í vetur. Sleppa þurfti vinnu vegna þcssa og aka um 300 km leið. Þegar suður kom var þó ekki hægt að gera aðgerðina þar sem svæfingarlæknir- inn var erlendis. Hjónin voru beðin að koma tveimur dögum síðar með barnið. Hvað áttu þau að gera? Aka þessa 300 km heim og aftur suður eftir tvo daga cða bíða í Reykjavík, en það þýddi allmikinn kostnað, uppihald, vinnutap og ýmiss konar óþægindi? Af hverju var hjónunum ekki tilkynnt um breytinguna í síma eða með bréfi? Póstur er misjafnlega lengi að berast milli staða en oftast nær má notasímann. En hvoráaðhringjaog tilkynna um breytingar, sá sem selur þjónustuna eða sá sem kaupir hana? Er það virkilcga svo að þcir scnt leggja á sig dýr og erfið ferðalög vegna brýnna erinda þurfi, áður en lagt cr af staö, að hringja og kanna hvort allt standist nú sem þeint áður var sagt? Þá er nú þjónustan orðin lítils virði. Fyrir hverja cr opinber þjónusta? Væntanlega þá scm greiða fyrir hana? í „velferðarþjóðfélagi", sem við búum í, á hún að standa öllunt jafnt til boða. Hcfur nokkrum dottið í hug að hér í þessu landi séu sumir „jafnari en aðrir“? Eða hefur ein- hverjum dottið í hug að fólkið á landsbyggðinni borgi ekki skatta eins og aðrir? Því miður er hægt að finna því stað sem hér hefur verið sagt. Því miður gerir sumt fólk sér enga grein fyrir því að við búurn í stóru landi sem crfitt er að komast urn. Því miður virðast surnir álíta að höfuð- borgarsvæðið sé fsland. Það er svo sem ágætt að feta þroskabrautina t.d. gegnum Mela- skólann, Hagaskólann, M.R., H.f. og setjast síðan í embætti en varla veitir það eitt þekkingu á staðháttum í okkar strjálbýla landi né reynslu af að búa við erfiðar samgöngur og óblíð náttúruöfl. Unglingarnir og „kerfið“ Stúlka að norðan lauk námi í fyrra úr 9. bekk úr skóla fjarri heimaslóð- um. Hún sótti um skólavist í Iðn- skóla Reykjavíkur sl. vor. Svo lang- an tíma tók að útvega tilskilin gögn. einkunnir og uppáskrift meistara, að henni var synjað um skólavist á ákv. braut þar sem umsóknarfrestur var runninn út er umsóknin barst til skólans. Þó höfðu foreldrar hennar áður haft samband við skrifstofu skólans vegna þess hve tíminn var naumur. I fyrra fengu nemendur 9. bekkjar einkunnir sínar svo seint í hendur að í þessu tilviki nægði umsóknarfrestur ekki umræddum nemenda þótt hann nægði nemend- um af höfuðborgarsvæðinu. Svona atvik geta skipt sköpum í lífi ein- staklings og um áframhald á skóla- göngu hans. Grunnskólamót Körfuknattleiks- sambands íslands stendur nú yfir. Úrslit mótsins áttu að fara fram dagana 25.-27. apríl í íþróttahúsi Seljaskóla skv. bréfi sem grunn- skólunum bárust dags. 26. mars '86. Til úrslita skyldi m.a. keppa lið 13-15 ára ungmenna frá Blönduósi. Ferð þeirra var undirbúin, margt þurfti að skipuleggja, útvega hús- næði, fæði og fjármagn. Kostnaður við slíka ferð nemur tugum þúsunda. Krakkarnir söfnuðu sjálfir fé til ferðarinnar m.a. með því að „rekja bolta 30 km eftir að hafa safnað áheitum hjá einstaklingum og stofn- unum á Blönduósi. Tilhlökkunin var mikil, stundin rann upp, föstudags- morguninn 25. apríl. Skólastjórinn hringdi þó á skrifstofu Körfuknatteikssambandsins áðuren lagt var af stað til að vita hvort allt stæðist ekki sem um hafði verið talað. Honum var þá tilkynnt að mótinu hefði verið frestað um eina viku. Ekki hafði þótt ástæða til að taka upp síma og láta vita af þessari hreytingu. Líklega vegna þess að til er fólk sem ekki veit að vegalengdir milli staða í þessu landi eru mældar í hundruðum kílómetra og að póstur berst ekki samdægurs. Ungmennum á Blönduósi var sýnd nteiri lítilsvirðing en svo að yfir verði þagað, þeim bökuð fyrirhöfn, tilfinningar særðar og þau útilokuð frá keppni þar sem stór hluti þessa hóps mun fermast um næstu helgi þann 4. maí. Þótt tilkynnt hafi verið um breyt- inguna með bréfi sem póstlagt var þann 23. apríl, getur það tæpast talist til málsbóta, 24. apríl, sumar- dagurinn fyrsti, er nefnilega almenn- ur frídagur og það eiga þó allir að vita. Slíkt hefur áður átt sér stað og mun sjálfsagt eiga sér stað meðan menn gera sér ekki grein fyrir því hvar á hnettinum við búum og við hvaða aðstæður. Blönduósi 27. apríl 1986. Sigríður L. Angantýsdóttir. Hlutabréf til sölu Hlutabréf í íshúsfélagi ísfirðinga h.f., eru til sölu. Um er að ræða hlutabréf í eigu Togaraútgerðarfélags ísaf jarðar h.f., sem eru að nafnverði kr. 1.272.110.- og teljast 13,5% af heildarhlutafjáreign. Tilboð skal senda Tryggva Guðmundssyni hdl., Hrannargötu 2, ísafirði. Sími 94-3940, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar ef óskað er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.