Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þær halda samkvæmis- Bubbles þykir fyrirmyndar veisluhaldari. En hún viðurkennir að það sé ekki alltaf jafngaman að standa í því stússi. ég var ung,“ segir h ún. Margaret liertogaynja af Argyll hcfur lengi lifað og hrærst í samkvæmislífínu og gengi hennar hefur ekkert orð- ið minna þrátt fyrir ijölskrúðug hjónabandsmál. Meðal aðdá- enda hcnnar voru Paul Getty, Aly Khan prins og Douglas Fa- irbanks yngri. Þegar hún svo giftist Charlcs Sweeney, sem sagður var á þeim tíma falleg- asti maðurinn í London, raðaði fólk sér upp á gangstéttum til að fylgjast með. Og það gerðist ekki hljóðalaust þegar hertog- inn af Argyll fór fram á skilnað frá konu sinni og bar við að hún hefði haldið framhjá sér. „Ég er orðin leið á að tala um þenn- an blessaðan skilnað sem varð fyrir 23 árum,“ segir hún og lætur engin iðrunarmerki í Ijós. Reyndar vilja sumir meina að líf hennar taki fram Alexis Car- rington í Dynasty, sem þó þyk- ir ckkert blávatn. Hertogaynjan er um þcssar mundir að skrifa bókina Njóttu gestrisni minnar og þar gefur hún húsfreyjum góð ráð um hvernig eigi að umgangast gesti á sveitasetrum, í London, heima fyrir og á veitingahús- um. Þar er að fínna leiðbein- ingar um hvernig eigi að orða boðskort, vísa fólki til sætis, kynna það, sjá um að fólk ein- angrist ekki og sjá til þess að samræðurnar dofni ekki. „ Aðalatriðið er að slaka aldrei á. Það eyðileggur allt.“ Og sum mistök verða aldrei fyrir- gefín. Það er t.d. ólíðandi að stafa nöfn fólks vitlaust. Hertogafrúin er greinilega mjög vel að sér í fræðunum. Margrét prinsessa og Saminy Cahn spiluðu á píanóið og sungu saman. Eða þegar hún hélt veisluna fyrir Barbra Streisand og Ryan O’ Neal og ástin flaut yfír alla barma. Það eru sendiráðspartí, leikhúsa- fólkspartí, allar gerðir af partí- um. Hún hefur m.a.s. haldið veislu fyrir Ronald Reagan! En þó að að Bubbles lifí glæsilegu lífí gætir cftirsjár hjá henni þegar hún minnist þcirra gömlu og góðu daga þcgar hún þótti ung og efnileg kvik- myndastjarna. Enda verður hún að viðurkenna að allt veisluhaldið geti verið býsna innantómt og ekki er allt fólk skemmtilegt sem hún verður að umgangast. Hcrtogavnjaii af Argyll hefur vanist miklii samkvieniislífi allt frá blautu barnsbeini. Hún fæddist með „silfurskeið í munni“ og hefur alla tíð uingcngist fína fólkið eins og jafningja. lífinugang- andi hjá fína fólkinu Umhverfi Marilyn Cole er alveg tilvalið til að halda stórveislur enda er hún dugleg við það. En gestirnir eru aðallega á vegum mannsins hennar, hún á fáa vini þar á ineðal. Marilyn Cole, fyrrum Playboy-kanína og eiginkona Victors Lownes, fyrrv. æðsta yfí.r jnns Playboy-fyrirtækis- ins í Englandi, vakti fyrst at- hygli þegar hún sat fyrir alls- nakin á fyrstu myndinni af því tagi sem skreytti forsíðu tíina- ritsins. Nú er hún fyrst og fremst skyldurækin kona mannsins síns og hristir fram úr erminni eftirsótt partí, þar sem ægir saman sýningarstúlkum, smástirnum, leikurum o.s.frv. Hún hefur líka húsnæðið til þess, 17 hcrbergi, nuddpottur úti í garði, sundlaug, veitinga- staður, tennisvellir og veggja- boltavellir. Reyndar situr hún ekki ein að dýrðinni, hún deilir henni með hciluni klúbbi. En húsakynnin minna lítið á æskuheimili Marilyn, þar var ekki einu sinni baðherbergi. Marilyn fylgist vel með lifn- aðarháttum kunningja sinna af betri stéttunum. Hún segir ekkcrt vafamál að þeir séu mun lauslátari en annað fólk, það byggist á því að þetta fólk hafí meiri frístundir, fleiri tækifæri og umfram allt meiri peninga en aörir. En þó Marilyn sé vel séð í þessum hópum segist hún ekki eiga nána vini meðal þeirra. „ Allir mínir vinir eru frá því að Óþrjótandi fjárráð og rétt staða í þjóöfélaginu gera þær aðþvísemþæreru. Þareru af- kastamiklar í sainkvæmislíf- inu, en veislurnar halda þær frekar af skyldutilfínningu en að þær hafí hið minnsta gaman af því. Bubbles (loftbólur) er ein þeirra kvenna sem hefur lent á þessari hillu í lífinu. Hún gegn- ir reyndar titlinum lafði Rot- hermere, en allir kalla hana Bubbles. Maður hennar er Rothermere lávarður eigandi blaðakeðju (þ.á.m. Daily Mail) og er í góðum cfnunt. Reyndar býr hann í skattaút- legð í París, en hann kemur nógu oft til London til að njóta veislanna, sem kona hans er fræg fyrir. Hún vildi ekki flytja með honum vegna barna þeirra hjóna. Bubbles getur rifjað upp hin og þessi fín boð sem hún hefur haldið. „Það var partíiö þegar Miövikudagur 30. apríl 1986 illlllllllllllllllllllllllll ÚTLÖND lllllllllllllll FRÉTTAYFIRLIT PORT SAID, Egyptaland - Hið kjarnorkuknúða banda- ríska flugmóðurskip Enterprise sigldi í gegnum Suezskurðinn í gær til móts við flota Bandaríkjamanna í Miðjarðar- hafi. Nú eru liðnar tvær vikur frá loftárás Bandaríkjahers á Líbýu. BRÚSSEL — Fram- kvæmdanefnd Evrópubanda- lagsins (EC) fækkaði í sendi- fulltrúaliði Líbýumanna í höfu- ðstöðvum bandalagsins í Brussel. Sendifulltrúarnir voru áður þrettán en verða nú að- eins þrír. JERÚSALEM — Lögreglan í ísrael handtók í gær hóp Palestínumanna sem játaði ao hafa drepið breskan ferða- mann í grafhýsisgarðinum í Austur-Jerúsalem á sunnu- daginn var. BONN — Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra V- Þýskalands sagði stjórn sína vilja vinna með stjórnum Arabaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkum. TOKYO — Sprengingjatrufl- un á lestarsamgöngum og mótmælaaðgerðir vinstrisinn- aðra stúdenta settu svip sinn á hátíðarhöld í tilefni 85. ára afmælis Hirohitos Japanskeis- ara og 60 ára ferils hans sem keisara japönsku þjóðarinnar. TEHERAN — írönsk yfirvöld sögðu heri sína hafa sótt tæpa tvo kílómetra fram á vígstöðv- unum við Fawskagann og hefðufjórar írakaskarherdeild- ir verið sigraðar og 75 írakar herteknir. WINDSOR, England - Hertogaynjan af Windsor var jarðsett í kyrrþey og var athöfn- in látlaus af hálfu bresku kon- ungsfjölskyldunnar. Látleysið þótti merkja að ekki yrði konu þeirri er heillaði kóng frá krúnu sinni fyrirgefið þó dáin væri. DENPASAR, Balí-Ron- ald .Reagan Bandaríkjaforseti kom til Balí í gær og var vel fagnað af Suharto Indónesíu- forseta og ungum börnum er sýndu þjóðdansa. Reagan mun eiga viðræður við utanrík- isráðherra þeirra sex ríkja sem saman mynda Bandalag Suð- austur Asíuríkja. Heimsókn • Reagans stendur yfir í fjóra daga. VIN — Kurt Waldheim, fyrrum aðalritari SÞ og nú forseta- frambjóðandi í Austurríki, hef- ur ekki fengið neitt formlegt boð frá Alþjóða gyðingaráðinu um að koma til Genfar oa svara spurningum um fortíð sína. Þetta var haft eftir tals- manni Waldheims sem sagði einnig að hann gæti ekki þekkst slíkt boð fyrir forseta- kosningarnar þann 4. maí næstkomandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.