Tíminn - 21.05.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.05.1986, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. maí 1986 iiílillllllllllllllll ÚTLÖND Tíminn 5 Lestunar- áætlun Skipadeild Sambands- ins mun ferma til ís- lands á næstunni sem hér segir: 20. maí 1986 Aarhus: Alla þriöjudaga Svendborg: Alla miövikudaga Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Moss: Alla laugardaga Larvik: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriöjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Gloucester: 39. maí New York: 30. maí Portsmouth: 31. maí SKJPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reyk>avik Simi 28200 Teiex 2101 ÚTLÖND Umsjón: Heimir Bergsson Venesúela: Furðubarn veldur deilum Caracas-Reuter Læknar í Venesúcla hafa fram- kvæmt skurðaðgerð á tvcggja höfða barni vegna kviðslits. Barn þetta fæddist í bænum Ciudad Bolivar í Suður-Venesúela fyrir þrcmur vik- um. NOREGUR: Hvalveiðar, hvað sem hótunum líður Osló-Reuter Að sögn talsmanns sjávarútvegs- málaráðuneytisins norska munu Norðmenn halda áfram að veiða sína hvali hvað sem hótunum banda- rískra þingmanna líður. 1 síðustu viku sendu sex banda- rískir þingmenn frá sér bréf þar sem Norðmenn voru hvattir til að hætta hvalveiðum sínum ellegar eiga á hættu að allur innflutningur þeirra á ferskum laxi til Bandaríkjanna yrði stöðvaður. Norðmenn ætla sér að veiða 400 hrefnur á vertíðinni í ár sem hefst formiega í næstu viku þrátt fyrir bann Alþjóða hvalveiðiráðsins á alla hvalveiði utan þeirrar sem telst vera í nafni vísindanna. Sjávarlíffræðingar telja þó hval- stofninn við Norður-Noreg ekki vera í hættu en í honum eru taldir vera milli 44 og 64 þúsund hvalir. Á þessum niðurstöðum byggja Norð- menn hvalveiði sína og hyggjast ekki láta undan alþjóðlegum hótun- um. Hinsvegar gæti bann á laxainn- flutning til Bandaríkjanna haft al- varlegar afleiðingar fyrir útflutning Norðmanna. Alls eiga að fara um 7 þúsund tonn af ferskum laxi frá Noregi á Bandaríkjamarkað á þessu ári og er þar um 20% útfiutnings- markaðarins að ræða. Sumum þykir ákaflega vænt um hvali enda eru þetta vænstu skepnur. Norðmenn hyggjast samt binda enda á líf nokkurra. Drápin hefjast í næstu viku. Barnið, scm var skýrt nöfnunum Pedró og Jcsús Martincz Fuenma- yor, hefur einnig tvo maga, tvö hjörtu og tvo hryggjarliði innan eins líkama. Það hefur hingað til sofið og matast með eðlilegum hætti. Læknar við Hector Nouel almcnn- ingssjúkrahúsiö í Ciudad Bolívar sögðu skurðaðgerðina ekki vera hættulega á þessu stigi cn hún var framkvæmd á Jesús sem er persónan í hægri hluta líkamans. Fæðing barnsins vakti mjög mikla athygli í Venesúela og miklar deilur hafa hrotist út í kjölfar hcnnar. Læknar og lögfræðingar hafa nef ni- lega ekki getaö komið sér saman um hvort hér sé um síamstvíbura aö ræða ellegar hvort líta eigi á harniö sem tvíhöfða einstakling. í síðustu viku var þó barnið skýrt tvcimur áöurnefndum nöfnum eftir miklar dcilur lögfræðinga í Ciudad Bolivar. Kvikmyndahátíðin í Cannes: Trúin traust efni Kvikmynd um átök ríkisvaldsins og kirkjunnar í rómönsku Ameríku var kjörin besta myndin - „Fórn“ Tarkovskys í ööru sæti. Cannes-Reuter. Breski leikstjórinn Roland Joffe fckk Gullpálmann fyrir mynd sína „The Mission" (Leiðangurinn) á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem lauk í fyrradag. Myndin var tekin að mestu í frumskógum Kólumbíu og lýsir ofbeldi því sem indíánar voru beitt- ir er spænskir og portúgalskir léns- herrar reyndu að snúa þeim til rómversk-kaþólskrar trúar. Kvikmyndataka og umgjörð öll í þessari mynd Joffes um deilu kirkjunnar og yfirvalda í rómönsku Ameríku þykir nokkuð minna á fyrri kvikmynd hans, hina frábæru mynd „The Killing Fields" (Víg- vellir). Sovéski útlaginn Andrei Tarkov- sky lenti í öðru sæti með mynd sína „Fórnin" sem Guðrún Gísladóttir leikur í. Gagnrýnendur kepptust um að hlaða lofi á þá mynd og taldi til dæmis kvikmyndagagnrýnandi breska blaðsins „The Times" hana vera eitt af meistarastykkjum kvik- myndasögunnar. Tarkovsky fæst, eins og Joffe, einnig við trúna í þessari tveggja og hálfs tíma löngu mynd sinni þar sem siðferðisleg og trúarleg vanda- mál aldraðs prófessors^ er helsta viðfangsefnið. Sú ákvörðun að veita mynd Joff- es fyrstu verðlaunin var almennt talin sýna að söluleg velgengni hefðiverið sett til jafns við listrænt gildi þegar kvikmyndirnar voru mctnar. Breytti reikningum Varð að segja af sér Frá Mannúsi Magnússyni frcttarilara Tímans í Noregi: Nú hefur verið gert opinbcrt hvers vegna Astrid Gjerdsen, hinn vinsæli Neytenda- og stjórnunarráöherra í ríkisstjórn Kára Willochs sem nú er farin frá völdum, hætti skyndilega störfum um miðjan apríl síðastliðinn og við tók önnur kona, Astrid Hcyt- ber^. Astæðan var sú að Gjerdsen svindlaði dulítið á leigubílarcikning- um þeim sem hún varö að sýna vegna starfsins. Gjcrdsen notaði ekki eigin bíl í starfi sínu og notaðist því við leigubíla. Síðastliðin fjögur ár hafði hún hinsvegar fitlað nokkuð við tölur á leigubílareikningunum, hafði henni með því tekist að draga að sér scm samsvarar um 180 þús- undum íslenskra króna. Pessi smásvindl Gjerdscns komu í Ijós þcgar ríkisendurskoöunin hér í landi gerði skyndirannsókn og var Gjcrdsen yfirheyrð í kjölfar hennar. Þessi vinsæli ráðherra brotnaði þá saman, viðurkenndi allt saman fyrir Willoch, þá forsætisráðherra, sagöi af sér og var lögð hið snarasta inn á sjúkrahús með taugaáfall. Allt þykir þetta mál vera Ieiðinlegt og klaufalegt og ekki er nákvæmlega vitað hvað vakti fyrir Gjerdsen með þessu smásvindli, þó jafnvel talið tengjast persónulegum vandamál- um. Suður-Afríkustjórn greip til hernaðaraðgerða um helgina. Þær hafa mælst illa fyrir. Líkurnar á auknu ofbeldi í landinu fara nú vaxandi. SUÐUR-AFRÍKA: Lítil von um f rið Skyndiárásir hers Suður-Afríku- stjórnar á nágrannaríki sín þrjú hafa enn minnkað líkurnar á að bundinn verði endi á kynþáttadeilurnar í Suður-Afríku. Her Suður-Afríku réðist á skot- mörk við eða í höfuðborgum Zam- bíu, Zimbabwe og Botswana sem Suður-Afríkustjórn segir skæruliða Afríska þjóðarflokksins (ANC) halda til í en ANC berst gegn minnihlutastjórn hvítra í Suður-Afr- íku. Suður-Afríkuher notaði flug- vélar, þyrlur og landgöngulið í árás- araðgerðum sínum. Að minnsta kosti þrír borgarar létu lífið í þessum árásum sem ríki um allan heim hafa fordæmt harð- lega. Meðal þessara ríkja voru Bandaríkin, helstu bandamenn Suð- ur-Afríkustjórnar í óvinveittum heimi, og Bretland. Sendimenn frá Breska samveldinu voru í Suður-Afríku þegar árásirnar voru gerðar. Hlutverk þeirra var að koma á friðarsamningaviðræðum milli Suður-Afríkustjórnar og ANC. Ekki þykir líklegt að þeim verði framhaldið. Aftur á móti þykir lík- legt að ófriður muni enn aukast í landinu en þar hafa nú um 1500 manns látið lífið í ýmisskonar skær- um síðustu tvö árin. Quett Masire forseti Botswana sagði árásirnar hafa verið „algjör- lega tilefnislausar og óréttlætanleg- ar“. f sama streng hafa tekið þeir Kenneth Kaunda forseti Zambíu og Robert Mugabe forsætisráðherra Zimbabwe. Stjórnvöki í Suður-Afríku hafa ekki gefið nákvæmar upplýsingar um árásaraðgerðina. Hún var sögð hafa verið gerð í kjölfar fjölda viðvarana til nágrannaríkjanna um að hætta stuðningi sínum við skæru- liða ANC. Stjórnmálaskýrendur sögðu að árásirnar myndu líklegast hafa bund- ið enda á möguleikann á friðsamlegri lausn kynþáttadeilnanna í Suður-Afr- íku. Bjuggust þeir við að efnahags- þvinganir sem beint væri gegn Suð- ur-Afríku myndu aukast á næstunni og að ofbeldi í landinu færi harðnandi í kjölfar þeirra. Arásirnar á nágrannaríkin hafa verið fordæmdar víða um heim Jóhannesarborg-Reuter

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.