Tíminn - 21.05.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.05.1986, Blaðsíða 14
14Tíminn JOLA T-60 Áburðardreifari ★ Rúmmál 650 kg. (13 pokar) ★ Vinnslubreidd 12-14 m. ★ Myljari sem mylur köggla ★ Stillingar-nákvæmar ★ Fullkominn stjörnudreifibúnaður KAPLAHRAUNI 18 220 HAFNARFIRÐI: S-91.651800 Tæknilega fullkominn og mjög sterkbyggður Til afgreiðslu strax. Styrkir úr sjóði Ludvigs Storr Styrkir til framhaldsnáms og rannsókna fyrir árið 1986 verða veittir úr menningar- og framfarasjóði Ludvigs Storr í samræmi við skipulagsskrá sjóðsins: „Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum á sviði jarðefnafræða, byggingariðnaðar og skipasmíða með því að styrkja vísindamenn á sviði jarðefnafræða, verkfræðinga, arkitekta, tæknifræðinga og iðnaðarmenn til framhalds- náms, svo og að veita styrki til rannsókna á hagnýtum úrlausnarefnum í þessum greinum. Stjórn sjóðsins er ennfremur heimilt að veita lán í sama tilgangi. Við mat á því hvort umsækjandi skuli hljóta styrk, skal lagttil grundvallar, hvortframhalds- nám umsækjanda eða rannsóknir geti stuðlað að raunhæfum framförum í þeirri grein, sem um ræðir.“ Umsóknareyðublöð eru í skrifstofu Háskóla íslands og skal send umsóknir þangað fyrir 1. júlí. Frá Fjölbrauta - skólanum í Breiðholti Skólaslit verða í Bústaðakirkju föstudaginn 30. maí og hefjast kl. 16.00 (klukkan fjögur síðdegis). Allir nemendur Dagskóla F.B. er Ijúka áfangapróf- um og lokaprófum komi að taka á móti prófskírtein- um. Þá eiga allir stúdentar Öldungadeildar F.B. að koma á skólaslitin. Foreldrar, aðrir ættingjar svo og velunnarar skól- ans eru velkomnir á skólaslitin. Skólameistari. Miðvikudagur 21. maí 1986 ARNAÐ HEILLA jiiiniHiiiiiiiiiiiiiiii Guðmundur Sigfússon frá Eiríksstöðum áttræður Guðmundur Sigfússon frá Eiríks- stöðum varð áttræður í gær. Langur áfangi cr að baki cn ef svo fer fram scm horfir gæti glæsilegur hlað- sprcttur vcrið cftir. Guðmundur fæddist í Bólstað- arhlíð, 20. maí 1906 cn þar bjuggu þá foreldrar hans, Sigfús Eyjólfsson og Kristvina Kristvinsdóttir. Þau hjón fluttuoft búferlum ogáæskuár- um Guðmundar bjuggu þau einnig í Blöndudalshólum, á Syðri Löngu- mýri og Bollastöðum. Guðmundur varð atgjörvismaður, glæsimenni, verklaginn og hafði gott auga fyrir skepnum, sérstaklega hrossum. Guðmundur keypti Eiríkssstaði í Svartárdal og setti þar saman bú ásamt konu sinni Guðmundu Jóns- dóttur frá Eyvindarstöðum. Guð- mundur missti hana frá fjórum korn- ungum börnum eftir fárra ára sambúð. Síðan bjó hann með ráðs- konum og giftist einni þeirra Sól- borgu Þorbjarnardóttur. Hún dó á besta aldri. Þá bjó hann og með Guðrúnu Þorbjarnardóttur. Guð- mundi varð margra barna auðið, naut enda kvenhylli, glæsilegur með Ijúfa framkomu. Guðmundur var hestamaður góð- ur og þjóðkunnur varð hann sem slíkur. Hann var aðalhvatamaður að stofnun hestamannafélagsins Óðins og formaður þess um langt árabil. Hrossarækt Guðmundar byggðist einkum á stóðhestinum Feng 457 en Fengur var undan Jarp í Finnstungu sem var undan Ægi 178 á Brands- stöðum en Ægir var undan Þokka. Sigurðar Jónssonar frá Brún. Þess má geta að Ægir var afi Neista 587 í Skollagróf. Fengur var með merk- ustu kynbótahestum landsins og út af honum er mikill fjöldi gæðings- hrossa. Einn sona Fengs er Sörli 653 frá Sauðárkróki og Náttfari er sonar- sonur Fengs. Svona mætti lengi telja og mörgum hafa gefist auðnustundir vegna þess að Guðmundur hreifst af Feng og trúði á hann og þess vegna stend ég eins og fjöldi annarra landsmanna í mikilli þakkarskuld við Guðmund Sigfússon. Það er ótrúlega oft ef maður sér hrífandi gæðing þá á hann með einhverjum hætti ættir að rekja til hrossa Sigurð- ar frá Brún og oft er það í gegnum Feng. Fengur gaf hross með glæsilega eðlislæga fótalyftingu og varð það til þess að hestamenn fóru að leggja mjög mikið upp úr henni svo að oft gengur út í hreinar öfgar. Guðmundur er listrænn hesta- maður og allra manna snjallastur við að temja lullara og umskapa þá í flotta töltara. Söngmaður er Guð- mundur ágætur og hefur faliegan og hljómmikinn tenór. Var hann enda í meira en fjóra áratugi einn af burðarásum í Karlakór Bólstaðar- hlíðarhrepps og einsöngvari með kórnum lengst af. Oft er það svo með mikla hestamenn að þeir eru listrænir á fleiri sviðum. Guðmundur er kappsamur á hesti og hefur það reiðlag að hann fer greitt, eru mér minnisstæðir margir gæðinga hans Vinur, Hörður, Elding og Sindri, landsfræg hross. Guðmundur er við góða heilsu og sýslar við hross sín í skjóli dóttur sinnar Ingibjargar í Sauðanesi. Ég óska Guðmundi margra auðnu- stunda og vona að hlaðsprettur hans verði langur enn og farinn á greiðu glæsilegu tölti, Eiríksstaðatöltinu. Páll Pétursson. Traktor sturtuvagn Okkur vantar nýlegan (1-2 ára) vel með farinn traktor 65-85 hestöfl, sturtuvagn 7-10 tonna óskast einnig til kaups. Upplýsingar í síma 91-687787. S.H. Verktakar hf. Sumar 15 ára dreng vantar sumarvinnu í sveit, er vanur hestum og hefur dráttarvélanámskeið. Nánariupplýsingarísíma 91 -72731 eftirkl. 17.30. Bændur Ég er strákur að verða 14 ára og vil komast í sveit í sumar, helst á Vestfjörðum, ekki skilyrði. Er vanur. Upplýsingar í síma 72105 á kvöldin. t Ástkær faðir okkar tengdafaðir, afi og langafi Magnús Scheving Dalbraut 27 Reykjavík verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 23. maí kl. 15.00. Eyjólfur Magnússon Sigrún Magnúsdóttir Ragna Sólveig Eyjólfsdóttir Magnús Eyjólfsson Hjörtur Már Eyjólfsson Jón Magnús Jónsson. Þórveig Hjartardóttir Kári Einarsson Sólveig Klara Káradóttir Ragnhildur Káradóttir t Faðir okkar Ingvar Magnússon Hofsstöðum Stafholtstungum verður jarðsunginn frá Gilsbakkakirkju í Hvílársíðu laugardaginn 24. maí kl. 14.00. Bílferð frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.00 sama dag. Þeim sem vildu minnast hans er bent á björgunarsveitina Heiðar eða aðrar líknarstofnanir. Ingólfur Ingvarsson Ingunn Ingvarsdóttir Júlíus Ingvarsson Helga Ingvarsdóttir /UBIMMM BM mmmrn Islendingar langhæstir Norðurlandaþjóðanna í „Þjóðarátaki gegn krabbameini“ Uppgjöri vegna landssöfnunar Krabbameinsfélags íslands „Þjóðar- átak gegn krabbameini“ er nú að mestu lokið. Heildarupphæð söfn- unarfjár er um 27 milljónir króna, eða meira en 100 krónur á hvern íbúa þessa lands. Safnanir af sama toga fóru fram á hinum Norðurlöndunum sömu daga og hér. íslendingar voru með lang- hæsta framlag á hvern íbúa. Svíar koma næstir á eftir íslendingum með um 65 krónur á hvern íbúa. Hinar þjóðirnar eru með enn minna, Finn- ar með innan við 50 krónur á íbúa. Árangur söfnunarinnar fór fram úr björtustu vonum. Nærri lætur, að um 1700 manns hafi tekið þátt í söfnunarstarfinu. JC-hreyfingin og kvenfélög um allt land lögðu fram mikla og ómetanlega vinnu. Við sögu komu fleiri félög s.s. aðildarfé- lög Krabbameinsfélagsins, og hundr- uð einstaklinga, sem gáfu sig fram til sjálfboðaliðsstarfa. Krabbameinsfélag íslands vill nota þetta tækifæri til að koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra, er lögðu fram krafta sína. Söfnunarféð verður félaginu mikil lyftistöng í því mikla starfi, sem framundan er og til að hrinda í framkvæmd margvíslegum verkefn- um, sem ekki hefur verið unnt að takast á við sökum fjárskorts.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.