Tíminn - 21.05.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.05.1986, Blaðsíða 13
Miövikudagur 21. maí 1986 Tíminn 13 Frá aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík: Tap á rekstrinum þrátt fyrir 686 milljón króna veltu Á aðalfundi Kaupfélags Pingey- inga á Húsavík, semhaldinn var nýlega, kom m.a. fram að heildar- velta félagsins á síðasta ári varð 686 milljónir króna. Tap varð af rekstri félagsins að upphæð 7,8 milljónir. Fjármagns- kostnaður félagsins á síðasta ári varð 25 milljónir og hækkaði úr 16 milljónum árið 1984. Hreiðar Karlsson kaupfélagsstjóri sagði í samtali við Tímann að þetta væri þó skárri afkoma en í fyrra. „Hér hefur verið samdráttur bæði í sjávarafla og í landbúnaði," sagði Hreiðar, „og við berum þess náttúr- lega einhver merki. Við erum líka með dýra smásöludreifingu, líkt og kaupfélögin flest, með margar og smáar einingar, sem kallar á hlut- fallslega mikið mannahald og mikið birgðahald, sem aftur leiðir af sér þungan vaxtakostnað. Einnig er ekkert vafamál að við erum hér nú orðið með töluvert mikla sam- keppni, sem stafar m.a. af stóraukn- um verðsamanburði fólks, og að við erum að keyra okkur niður í verðum . líka, sem aftur skerðir sölulaunin í versluninni." „Þá varð líka samdráttur í sölu á fóðri og áburði," sagði Hreiðar, „og einnig gjaldfærðum við tap á sauð- fjárafurðum og fleiru að upphæð 2,1 milljón. Líka varð verðvöntun í kjöti, sem ágreiningur varð um inn- an félagsins, en við framkvæmdum þannig að við borguðum aðeins litla vexti af eftirstöðvum sauðfjár- afurða. Menn voru þó með hug- Teitur Björnsson á Brún - hætti eftir 15 ára formennsku. myndir um að þetta ætti að greiðast að fullu, en á aðalfundinum var samþykkt að láta stjórnina leita álits Framleiðsluráðs og löggiltra endur- skoðenda um það hvernig með þetta skyldi farið.“ Á aðalfundinum hætti Teitur Björnsson á Brún formennsku í félaginu, en formannsstarfinu hefur hann gegnt frá 1971. Einnig hætti Jóhann Hermannsson á Húsavík stjórnarsetu. í þeirra stað voru kosin í stjórnina Egill Olgeirsson á Húsa- vík og Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir að Rein í Reykjahverfi. í varastjórn voru kosin þau Ari Teitsson, Hrísum, og Helga Valborg Péturs- dóttir í Reynihlíð í Mývatnssveit. Er þetta í fyrsta skipti í 104 ára sögu félagsins að konur eru kosnar í stjórn og varastjórn þess. Á fundinum urðu miklar og málefnalegar umræður um fjölda- mörg málefni félagsins. Sérstök nefnd var kosin þar til að gera áætlun um nýskipan í verslanarekstri KÞ fyrir næsta aðalfund. Líka var samþykkt tillaga um að fela stjórn og sláturhússtjóra að kanna vetrar- slátrun á lömbum og þá sérstaklega hvort hagkvæmt geti verið að slátrá lömbum á tímabilinu frá desember og fram í janúar. Ur Menningarsjóði KÞ var úthlut- að 90.000 krónum til Héraðssam- bands Þingeyinga, vegna landsmóts UMFÍ, sem haldið verður á Húsavík á næsta ári. Á fyrsta fundi sínum eftir aðal- fundinn skipti nýkjörin stjórn með sér verkum. Formaður er núna Baldvin Baldursson á Rangá, en varaformaður Böðvar Jónsson á Gautlöndum. _ Þjóðlíf 2.tölubladerkomiðút Annáð tölublað tímaritsins ÞJÓÐLÍFS er kpmið út. Áf efni þessa tölublaðs má nefna athygl- isverða grein um stjórnarkosninguna í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík og nágrenni í febr. sl. Þá er ýtarleg grein um stjórnmála- leiðtogann Olof heitinn Palme og þá Svíþjóð, sem hann átti drjúgan þátt í að móta. Einnig er í blaðinu grein um listamanninn og snillinginn Pic- asso, viðtöl við tvær fyrrv. verkakon- ur í Bæjarútgerðinni. grein er um Kröfluævintýrið svokallaða, ýtarleg grein um tæknifrjóvganir og glasa- börn. grein um menntamál, gagnrýni á vinsælar unglingabækur, gaman- söm grein um kynferðismál, sagt frá tískuhirðinni í París og stórleikurum sem ekki hafa hlotið Óskarsverð- laun. Tímaritið ÞJÓÐLÍF er 92 bls. að stærð og kemur út sex sinnum á ári. Félagsútgáfan hf. gefur út, en það er hluthafafyrirtæki á annað hundrað einstaklinga sem áhuga hafa á út- gáfumálum. Ritstjóri ÞJÓÐLÍFS er Auður Styrkársdóttir, framkvæmda- stjóri Margrét Hálfdánardóttir og auglýsingastjóri Ása Jóhannesdótt- ir. Útlitshönnuður er Björn Br. Björnsson. Prentmyndastofan ann- aðist litgreiningar og filmuvinnslu, Oddi hf. prentun og bókband. Miðnesingar! Kosningaskrifstofa B-listanserað Hjailagötu 7, sími: 7420. Skrifstofan er opin öll kvöld frá kl. 20.00 og á kjördag frá kl. 8.00. Frambjóðendur og sveitarstjórnarfulltrúi B-listans eru til viðtals á skrifstofunni. Kosningastjórar: Óskar Guðjónsson og Jón Frimannsson Njarðvík Framsóknarfélag Njarðvíkur er með opna kosningaskrifstofu alla virka daga frá kl. 18:00 til 22:00 og 14:00 til 18:00 laugardag og sunnudag. Simi 4634 og 4435. Kosningaskrifstofa B-listans ísafirði Opið daglega frá kl. 13.00 til 18.00 og á kvöldin, sími 4316 og 3890. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarflokkurinn ísafirði. Kópavogur Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins í Kópavogi að Hamraborg 5, verður opin daglega frá kl. 10-12 og 14-22. Sími 41590. Akranes Kosningaskrifstofa Framsóknarfélaganna á Akranesi opin daglega frá kl. 14.00 til 22.00. Heitt á könnunni. Komið og fylgist með kosningastarfinu. Símar 2050 og 3248. Akranes Kaffi í Framsóknarhúsinu sunnudaginn 25. maí frá 15.30 til 17.30. Kaffihlaðborð, tónlist, frambjóðendur ræða við gesti. Allir velkomnir. Kosningaskemmtun á Akranesi Kosningaskemmtun Framsóknarflokksins veröur fimmtudaginn 22. maí í Hótel Akranes og hefst stundvíslega kl. 21.00. Dagskrá: Jóhannes Kristófersson eftirherma skemmtir, stutt ávörp efstu frambjóðenda, tónlist, skemmtiatriði sem yngstu kjósendur sjá um. Dansað til kl. 1 eftir miðnætti. Allir velkomnir, ekkert kynslóðabil. Framsóknarfélögin á Akranesi. Ávinnsluherfi: Þrautreynd við íslenskar aðstæður Mjög hagstætt verð Til í stærðum 3,0 og 4,2 m vinnslubreidd KAPLAHRAUNI 18 220 HAFNARFIRÐI: S-91.651800 ' .............. * Gluggakarmar opnanleg fög Útihurðir - Svalahurðir Rennihurðir úr timbri eða áli Bílskúrshurðir Bílskúrshurðarjárn Sólhýsi - Qarðstofur úr timbri eða áli Gluggasmiðjan Sp Aðalfundur síðari hluti Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks, síðari hluti verður haldinrí í Domus Medica, þriðjudaginn 27. maí n.k. kl. 20.00. Fundarefni: 1. Reikningar félágsins fyrir árið 1985. 2. Tillagaum hlutafjáraukningu í Alþýðubankanum. 3. Lagabreytingar. 4. Önnur mál. Kaffiveitingar. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir árið 1985 liggja frammi á skrifstofu félagsins f. og m. fimmtudeginum 22. maí. Stjórn Iðju. Sveitardvöl Tek börn á aldrinum 7-11 ára til dvalar í sveit. Vikudvöl eða lengur. Uppl. í síma 99-5189. ______ ______________ ”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.