Tíminn - 21.05.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.05.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 21. maí 1986 Hér í blaðinu hafa undanfarið verið að birtast fréttir af aðalfundum allmargra kaupfélaga, sem standa yfir núna þessar vikurnar. Þar hefur komið í ljós að verulegt tap virðist vera nú í ár hjá velflestum þeirra. Þetta eru alvarlegar fréttir fyrir landsmenn alla. Kaupfélögin eru víðast hvar burðarásarnir í at- vinnulífinu, hvert á sínum stað. Ef illa gengur hjá þeim þá er hætt við að brestir geti myndast í undirstöður þess atvinnulífs sem byggðarlögin standa og falla með. Að vísu er ljóst að þessi taprekstur á sér ýmsar eðlilegar skýringar. Ástæður þessa virðast aðallega vera tvær. Ánnars vegar er þar um að ræða þungar byrðar vegna fjármagnskostnaðar, og hins vegar eru þar orsakavaldur þeir erfiðleikar sern við er að etja í frystiiðnaðinum. Á síðasta ári jókst verðbólguhraðinn, og það leiddi af sér að fjármagnskostnaðurinn hækkaði verulega frá því sem verið hafði áður og reiknað hafði verið með á síðasta ári. Afleiðingar þessa eru með öðrum orðum að koma í ljós núna í reikning- um kaupfélaganna, og reyndar flestra annarra fyrirtækja í landinu. Vextir, gengismunur og verð- bætur af lánum hafa orðið býsna þungur baggi á öllum atvinnurekstri landsmanna á liðnu ári. Eins og rakið hefur verið sér á parti hér í blaðinu eru líka gífurlegir erfiðleikar víða í frystihúsunum. Þar er fyrst og fremst um að kenna því misgengi sem varð á síðasta ári á milli helstu gjaldmiðla í nálægum löndum. Það skilar sér hér heima í fjármagnsskorti og greiðsluerfiðleikum. Þetta hittir kaupfélögin flest hver illa fyrir. Þau taka alhliða þátt í atvinnurekstri á heimaslóðum sínum, og af því leiðir að stór hluti þeirra á beinan eða óbeinan þátt í frystihúsarekstri og útgerð. Hins vegar er það ánægjuefni að á báðum þessum sviðum virðist nú bjartara framundan. Fjármagnskostnaður fer nú lækkandi, og því ætti afkoma fyrirtækjanna að geta orðið léttari í ár en í fyrra. Reynsla síðasta árs kennir okkur hins vegar að fjármagn er orðið dýrt og að þar má lítið út af bera ef atvinnureksturinn á að geta staðið undir þeim peningum sem þar þarf á að halda til daglegra nota. Ríkisstjórnin er einnig, undir ötulli forystu sjávarútvegsráðherra, að vinna að því að rétta hlut frystiiðnaðarins. Að því er snýr að þeim iðnaði öllum horfir því einnig þannig að þar geti orðið bjartara framundan í ár en í fyrra. Varðandi kaupfélögin þarf einnig að gæta þess að þau halda uppi dýrri smásöludreifingu í verslun- um sínum, oft á tíðum við erfiðar aðstæður. Þau versla í dreifbýlinu, þar sem hagnaðarvonin er mun minni en í þéttbýlinu. Þessu fylgir að birgðahald þeirra er dýrt og þjónustuhlutverkið yfirgnæfandi. Af því leiðir að á miklu ríður að stjórnvöld og þjóðfélagið allt búi þeim þá starfsaðstöðu að rekstri þeirra sé ekki stefnt inn á hættubrautir. GARRI Lýðræði Sjáifstæðis- flokksins í framkvæmd Ellert B. Schram, annar af rit- stjórum DV og alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ritar í blað sitt sl. laugardag hugleiðingar um 'komandi borgarstjórnarkosningar i Reykjavík. Meginefni pistils hans fjallar m.a. um neitun kosninga- stjórnar Sjálfstæðisflokksins í ' Reykjavík að taka þátt í almennum kosningafundi í Háskólabíói um borgarmál á jafnréttisgrundvelli. Hann harmar það, að kosninga- nefndin skyldi taka þessa afstöðu og reynir að koma því inn hjá kjósendum í Rcykjavík, að Davíð Oddsson borgarstjóri hafi þar hvergi nærri komið, eða þá öllu heldur, að þessi ákvörðun hafi verið tekin af „kosningastjórninni“ í andstöðu við Davíð. Grein Ellerts Schram lýkur nefnilega á þessum orðum: „Von- andi fara nú ekki einhverjar kosn- ingastjórnir að eyðileggja stöðuna hans (Davíðs, innsk. Tímans) með hégómaskap. I guðanna bænum - Davíð á betra skilið.“ Er þetta helber hégómi? I'eir sem unna lýðræði og jafn- rétti, en undirstaða þess er mál- frelsi og ritfrelsi, þ.e. rétturinn til að kynna og bcrjast fyrir skoðun- um sínum í frjálsu lýðræðisþjóðfé- lagi, telja það vart til hégóma, þegar stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavík neitar að taka þátt í almcnnum kosningafundi nema hann fái jafnlangan ræðutíma á slíkum fundi og allir aðrir fram- boðslistar til samans! Þetta er ekki hégómi heldur mjög alvarlegur brcstur í þeim stjórnmálaflokki, sem kallar sig mesta lýðræðisflokk hér á landi ef ekki á allri heims- byggðinni. Þessi ákvörðun flokks- ins sannar þann einræðishroka og drembilæti, sem einkennt hefur stjórn Reykjavíkurborgar þetta kjörtímabil. Davíð tekur nefnilega bindandi ákvarðanir í veigamiklum málum einn en „samráðin“ fara öll fram eftir á til að berja niður gagnrýni og þagga niður í óánægju- röddum! Davíð Oddsson, borgarstjóri, n Ellert Davíð Jafnvel íhaldsmönnum erfarinn að blöskra fjárausturinn í Ölfusvatn. hcfur einn og án samráðs við samflokksmenn sína tekið afdrifa- ríkar og bindandi ákvarðanir, sem mjög orka tvímælis og sumar svo umdeildar og afdrifaríkar lyrir fram- tíðarhag Reykvíkinga, að stappar nærri ófyrirgefanlegum glöpum. Þær verstu, ef vísvitandi eru gerðar, flokkast til hneyksla og spillingar. „Fífldirfska og pólitískt þrek“! En Ellert gerir sitt besta til að bera blak af einræðistilhneiging- um borgarstjórans. Hann minnist ekki á framkvæmdaáætlunina um Nesjavallavirkjunina, sem byggir á tvöfalt meiri fjölgun húsa í Reykja- vík á næstu áratugum en skipulags- stofa höfuðborgarsvæðisins gerir. Ótímabær offjárfesting þar leiðir til stórfelldrar verðhækkunar hita- veitu, sem skiptir milljörðum króna á næstu áratugum fyrir íbúa Reykjavíkur. Þegar Ellert kemur að Granda h.f. hrífst hann innilega af einræð- isherranum. Hann staðfestir einn- ig, að þetta hafi verið hugmynd Davíðs og framkvæmdin alfarið hans. Þetta sanni fífldirfsku hans og pólitískt þrek!! Einræðisherrar hafa jafnan verið búnir þessum „kostum“, og flestir á fífldirfsk- unni fallið! Orðrétt segir Ellert: „Sameining BÚR og ísbjarnarins er að vísu umdeild, en reiknast áreiðanlega borgarstjóranum til tekna, þó ekki væri fyrir annað en að láta sér detta slík fifldirfska í hug og framkvæma hana. Til þess þarf pólitískt þrek.“ Ölfusvatnsmálið En svo kemur Ellert að Ölf- usvatnsmálinu og segir að það sé það eina „sem bitastætt sé í þeirrí gagnrýni sem sett er fram gagnvart svoköliuðu einræði borgarstjór- ans. “ Bragð er að þá barnið finnur! Og Ellert fær ekki orða bundist yfir því reginhneyksli sem stappar nærri refsiverðri meðferð á fjár- munum Reykvíkinga. Orðrétt seg- ir Ellert: „Ölfusvatnsmálið er miklu krítí- skara og hættulegri höggstaður. Öllum að óvörum og nánast upp pr þurru samþykkti borgarstjórnar- meirihlutinn kaup á jarðeign aust- ur I Grafningi af þekktri reykvískri fjölskyldu fyrir sextiu milljónir króna, með þeim skilmálum að eigendurnir hefðu afnot af eigninni í hálfa öld og hefðu síðan forleigu- réttindi eftir það. Kannski finna menn það út eftir fímmtiu ár að þessi kaup hafi verið mikil forsjálni hjá Reykjavíkurborg en íslending- ar eiga því ekki að venjast að fasteignakaup séu gerð fimmtiu ár fram í tímann. Þess vegna er pólit- ísk lykt af þessum kaupum. Það má vel vera að Davíð sé meiri háttar framsýnismaður og landeig- endurnir í Grafningnum séu svona göfugir en þegar gengið er til kosninga er ekki spurt um göfug- mennsku eða framsýni. Meðan há- hitasvæðin eru enn óbeisluð í fjöll- unum verða sextíu milljónir króna hálfa öld fram í tímann harla óþægilegar til útskýringar í kosn- ingaslag.“ Eftir þetta innlegg í umræðuna og viðurkenningu á cinræðis- og gjörræðisákvörðunum Davíðs, a.m.k. í þessu máli fer nú að fara lítið fyrir gildi þeirrar viðleitni Ellerts að koma því inn hjá fólki, að Davíð hafi verið á móti því að synjað var um þátttöku í fundinum í Háskólabíói. Auðvitað var ákvörðunin hans, og hans cins. Hún er aðeins enn ein sönnun um einræðishrokann. Ellert er aðeins að reyna að firra Davíð ámælis af einni vitleysunni enn! Garri Sár yf ir Sambandsins raunum í Morgunblaðinu nú um helgina birtist vísa undir fyrirsögninni Vísa vikunnar. Þetta er limra, vel að merkja ekki nema miðlungi lipur- lega ort, cn er svona: Eg er sár yfir Sambandsins raunum, jreir eru sognir af vöxtum og launum. Þetta megurðar ár einar milljónir þrjár tókst að halda í bónus af baunum. Hér er tilefnið að fyrir nokkru kom stutt viðtal í Morgunblaðinu við Erlend Einarsson forstjóra Sambandsins, þar sem hann skýrði svo frá að 3,2 milljóna króna hagnaður hefði orðið af rekstri þess á síðasta ári. í vtsunni er hins vegar hnikað til staðreyndum. Þar er gefið í skyn að þessi tekjuafgangur sé af kaffi- baunum. Með því er verið að vísa til kaffibaunamálsins. sem menn þekkja, og gefið í skyn að þessi þriggja milljóna króna hagnaður sé til kominn vegna þeirra við- skipta sent það mál snýst utn. Þeir, sem með því máli hafa fylgst í fjölmiðlum, vita þó að slíkt getur ekki staðist. Kaffibaunamálið er til komið vegna viðskipta sem gerð voru árin 1979-81. og þar af leiðir að þau hafa ekki haft áhrif á afkomu Sambandsins 1985. Með öðrum orðunt þá er hér verið að hnika til staðreyndum í því skyni að koma höggi á andstæðinga. Þegar pólitíkin er annars vegar hendir það menn að grípa til ýmissa ráða. Þetta leiðir líka hugann að öðru. Skammt er síðan annað viðtal birtist við Erlend Einarsson, í tímaritinu Heimsmynd. Þar vekur sérstaka athygli hve Erlendur tekur Tekjuaf gangur Sam- bandsins 3,2 nulljomr l["SsÆ^3g"Mlur Vísa vikunnar Ég er sár yftr Sambandsins raunum, þcir erasogniraf vöxtum og launum. Þettameguriarár einarmilljónirþrjár tókstaðhaldaíbónusafbaunum^ sterkt til orða um þau meðöl sem andstæðingar samvinnuhreyfingar- innar beita í baráttu sinni gegn henni. Hann segir þar berunt orð- um að hann þykist hafa komist á snoðir um að það séu hér í Reykja- vík einhver samtök manna sem vinni kerfisbundið gegn Samband- inu, til dæmis hvað blaðaskrif varðar. Yfirlýsing af þessu tagi hlýtur að vekja athygli, enda kom- ið frá manni sem tæpast léti slíkt frá sér, væri hann ekki nokkuð viss í sinni sök. Það hendir Morgunblaðið af og til að birta efni sem gæti verið samið með það í huga að skaða viðskiptahagsmuni Sambandsins, svo að aftur sé gripið til orða Erlendar Einarssonar í áminnstu viðtali. Og það er fullkomlega eðlilegt að mönnum fljúgi í hug í tilefni af slíku efni að það kunni að vera skipulagt af einhverjunt hópi manna sem svífist einskis til að þess að reyna að brjóta niður samvinnureksturinn hér á landi. En hitt er nýtt að verk skáldskap- arættar séu notuð í þessum til- gangi. Höfundur limrunnar í Morgunblaðinu nefnirsig Hák. Og hér vakna spurningar. Hvaða hvat- ir lágu að baki því að Hákur setti þetta saman? Var hann að vinna í þágu einhverra leynilegra sam- taka? Fékk hann máski einhver „skáldalaun" fyrir vikið? -esig. Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjóri: NíelsÁrni Lund Aðstoöarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjóri: Guðmundur Hermannsson Aðstoðarfréttastjóri: Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Alvarlegar fréttir frá kaupfélögunum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.