Tíminn - 21.05.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.05.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn Miðvikudagur 21. maí 1986 NEYTENDASÍÐAN eftir Svanfríði Hagvaag Tveir grænmetisréttir Stundum vill grænmetiö hjá okkur ofsoöna. Kjötiö þarf kannski l() mínútur í viðbót svo við minnkum hitann á grænmetinu og það breytist smám saman í mauk. En hér kemur ráð til að forðast þetta vandamál, scrstaklega þegar verið er með gesti. Dálitlu áður en gestirnir koma er grænmetiö soðið í litlu vatni eöa gufsoðiö þangað til það er næstum soðið. Þá er látiö renna af því og það kælt. Þerrið það vel. Rétt áður en á að bcra það fram er það steikt í smjöri í 2 mínútur cða svo á mcðan það cr að gegnhitna og ögn af sítrónusafa er að síðustu krcistur yfir. En hér koma svo tvær uppskriftir af grænmctisréttum. Kryddaöar grænar baunir 300 gr frosnar grænar baunir l msk matarolía 1 lítill laukur í þunnum snciðum Va tsk timian 'A stk orcgano salt og pipar 2 msk sýrður rjómi Sjóðið baunirnar í vatni í 4 mínútur og látið renna vel af þeim. Hitið olíuna á pönnu, látið laukinn út í og sjóðið í olíunni þangað til hann cr meyr. Hrærið saman viö timianinu, oregano og baununum, bætiö salti og pipar í eftir smekk. Sjóðið í 2-3 mínútur eða þangað til allt cr hcitt. Takiö pönnuna af hitanum, hrærið saman við sýrða rjómanum. Smakkið og ieiðréttið krydd ef meö þarf. Berið fram strtix. Hvítkál meö eplum »g byggi 1 hvítkálshöfuö (um I kg ) Vi bolli bygg lA bolli smjör 2 laukar í sneiðum 3 matarcpli, afhýdd í 8 bátum Va tsk múskat Va tsk allrahanda Va tsk timian salt og pipar rifinn sítrónubörkur 2 hvítlauksbátar, fínsaxaðir 2 msk púöursykur 2 '/: bolli rauðrófusafi Fjarlægið ytri blöðin, skerið úrstilkinn ogskcrið síðan kálið í ræmur um það bil Vi cm breiðar. Bræðið smjörið á stórri pönnu og sjóðið hvítkálið og byggiö í því við meðalhita í 5 mínútur. Takið stórt ofnfast mót og leggiö þar í lögum hvítkálið, síðan laukinn, þá eplin. Stráið kryddinu og sítrónubcrkinum á milli laga, endið mcð lagi af hvítkáli. Stráið púðursykrinum cfst. Hellið rauðrófusafa yfir ofnfasta mótið. Látið lok yfir og bakið í ofni í 170° C í I /2-2 klukkutíma eða þangaö til kálið er meyrt. Þetta er stór skammtur en það er auðvelt að hita þennan rétt upp. Tvær súpur Kryddaða eplasúpan og Maíssúpan eru bæði auðveldar í tilbúningi og fljótlagaðar. Það tekur aðeins um 20 mínútur að elda þær svo þær eru upplagðar þegar tíminn er naumur. Krydduð eplasúpa 6 epli, hreinsuð í sneiðum 4 bollar vatn 1/4 bolli sykur 1 msk. smjör 2 tsk. kanell 1 tsk. maizena 1/2 bolli sýrður rjómi Blandið öllu saman í pott nema sýrða rjómanum. Látið malla í 15 mínútur, hrærið oft í. Berið fram með sýrðum rjóma. Maíssúpa 4 sneiðar beikon, saxað 1/2 bolli saxaður laukur 1/4 bolli saxað selleri 1 msk. hveiti 2 bollar kjúklingasoð 1 stór kartafla í bitum 2 bollar mjólk 1 stór dós maískjarnar salt og pipar Steikið beikonið í þykkbotna potti. Bætið út í lauk og selleri og sjóðið þangað til hvort tveggja er farið að mýkjast en ekki byrjað að brúnast. Hrærið hveitinu saman við. Blandið síðan soðinu út í ásamt kartöflunni og sjóðið í 10 mínútur eða þangað til hún er orðin meyr. Hrærið saman við mjólk og maís. Látið vera við suðu í um það bil 10 mínútur en súpan má alls ekki sjóða eða hún getur yst. Að seinustu er kryddað með salti og pipar eftir smekk. Bætt lýsing betra líf: Góð heimilislýsing er nauðsynleg Lýsing á heimilinu hefur meiri áhrif á líðan okkar og myndar svip- mót heimilisins meira en fólk al- mennt gerir sér grein fyrir, en með lýsingu má gera umhverfið hlýlegra og meira aðlaðandi, og hægt er að draga athygli að myndum eða sér- stökum húsgögnum. Lýsingin getur létt heimilisstörfin, minnkað slysa- hættu og stuðlað að auknu hreinlæti. Ljóstæknifélag íslands var stofnað 1954 og markmið þess er að stuðla aö bættri lýsingu og sjónskilyrðum. Félagið veitir einnig almcnna hlut- lausa fræðslu um þessi mál. Að þessu er unnið með útgáfu félags- bréfa, fræðslufundum og námskeið- um. Ljóstæknifélag fslands hefur sér- stakan viðtalstíma að Hallveigarstíg I, sími 29266 (Byggingarþjónustan). Viðtalstíminn er á fimmtudögum kl. 16.00-18.00. Þargeta húsbyggjendur og aðrir fengið góðar upplýsingar um hvernig best má haga lýsingu heimilanna. Á vorin er oft að húseigendur taka sig til og hreingera rbúðir og mála, og er þá tilvalið að huga að því um lcið, hvort ekki mætti gera eitthvað til að bæta lýsingu um leið. Setja upp nýja lampa eða breyta til svo þeir gömlu nýtist betur. Eldhús í eldhúsinu þurfa að vera Ijós yfir vinnuborði, eldavél, vaski og mat- borði. Eitt Ijós á miðju lofti er oftast ófullnægjandi. Ljós undir efri skáp- um skal setja við fremri brún. Hæð lampa yfir borðplötu sé u.þ.b. 55 sm yfir boröplötu. Lýsing í stigum þarf að vera það góð, svo að hvert þrep sjáist greini- lega. þetta er mikilvægt til að minnka slysahættu. Stofa í stofunni þurfa að vera möguleik- ar á margs konar lýsingu, sem hægt er að kveikja og deyfa á ýmsa vegu, hvort heldur að fólk vill hafa hlýlega hátíðarlýsingu eða vinnulýsingar. Heppilegt er að hafa leslampa við hægindastólana og rétt Ijós bak við sjónvarpið er nauðsynlegt. Nota má Ijóskastara til að gera málverk og húsgögn meira áberandi. Blómin þurfa Ijós til að dafna og best er að lýsa blóm - sem eru langt frá glugga - með flúrþípum eða sérstökum gróðurpcrum. Þess háttar lampar mega þó ekki vera nær blómunum en 30 sm og kastarar ekki nær en 1 m til að skaða ekki blómin. Barnaherbergi Þar sem börnin leika sér um allt herbergið er nauðsynlegt að hafa góð loftljós, sem gefa jafna birtu yfir allt gólfið. Heppilegra er að nota ljós, sem íestast beint á loft en hangandi Ijós. Þar að auki þarf vegglampa við höfðagaflinn og still- anlegan borðlampa á vinnuborðið. Gætið þess að velja traustbyggða lampa og festa þá vel, þannig að þeir þoli þá hörðu meöhöndlun sem þeir [ es. 0g vinnulampar við hægindastóla í stofunni eru ómissandi, en annars þeim mUnUm 513 6k 3 lampar og Ijós, sem, hægt er að nota til að hafa hlýlega birtu. Ef tveir leslampar eru fyrír ofan rúmið, getur annað hjónanna sofið í fríði, Spegilljósin á baðinu þurfa að vera þó hinni aðilinn lesi fram eftir. góð. Eldra fólk þarf mun meiri birtu en ungt fólk til þess að sjá jafnvel. Sextugur mað- ur þarf 10 sinnum meiri birtu heldur en tvítugur og 5 sinnum meiri en fertugur, sem þarf helmingi minna en fimmtugur. O O 0)0) oo oo oo oo 212 20 ára 40 ára 60 ára Á þessari mynd er sýnt hvernig þörfin fyrir betri lýsingu vex með aldrinum. Svefnherbergi Loftljósin þurfa að lýsa vel inn í skápa í svefnherberginu og gefa góða vinnulýsingu við þrif. Hentugt lesljós yfir hjónarúmi eru tveir still- anlegir lampar með ca. 50 sm milli- bili yfir höfðagafli. Með þessu móti truflar sá sem les ekki þann sem sefur. Baðherbergi Lýsa þarf allt herbergið upp með einu eða fleiri ljósum í loftinu. 1 litlum baðherbergjum getur góð spegillýsing verið nægjanleg. Speg- illýsingin er mikilvæg. Besta lýsingin fæst með lömpum beggja vegna spegilsins. Veljið lampa með stóru lýsandi yfirborði til að minnka of- birtuna. Ef notaðir eru flúrlampar, skal nota flúrpípur sem gefa hlýlegt Ijós. Lýsing fyrir aldraða og sjónskerta Norrænt ljóstæknimót var haldið í Reykjavík á sl. ári. Þar kom fram, að í undirbúningi er sérstakt átak á Norðurlöndum til bættrar lýsingar fyrir aldrað og sjónskert fólk. Á komandi hausti hefur félagið í hyggju að koma upp sýningu til skýringa á helstu þáttum góðrar iýsingar - með sérstöku tilliti til þarfa aldraðra og sjónskertra. Hug- myndin er að sýningin verði færanleg svo unnt verði að setja hana upp á nokkrum völdum stöðum. Birtuþörfin vex með aldrinum, þannig að talið er að fólk þurfi 10 sinnum meiri birtu um sextugt en um tvítugt. Á meðfylgjandi fnynd má sjá hvernig þörf fyrir betri birtu vex með aldrinum. Upplýsingar um Ljóstæknifélagið fengum við hjá Eyjólfi Jóhannssyni, framkvæmdastjóra félagsins, og myndir af birtuþörf eldra fólks o.fl. myndir eru birtar með góðfúslegu samþykki hans, en þær eru úr kynningarbæklingi Ljóstæknifélags- ins. Bæði einstaklingar og fyrirtæki eru meðlimir þess félags.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.