Tíminn - 23.05.1986, Síða 6

Tíminn - 23.05.1986, Síða 6
Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoðarfréttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrniLund OddurÓlafsson Guömundur Hermannsson Eggert Skúlason Steingrí mur G íslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Sjálfstæðismenn forðast samkeppni Nú hafa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík lýst því opinberlega yfir að þeir muni ekki greiða því atkvæði að Mikligarður fái áframhaldandi rekstrarleyfi. Svo sem kunnugt er fékk Mikligarður framlengingu á rekstrarleyfi sínu fyrir nokkru. F*að leyfi rennur út eftir tvö ár. Menn hafa velt því fyrir sér hvort þessi framlenging hafi verið herbragð af hálfu borgarstjóra sem telur sig betur í stakk búinn að neita framlengingu á miðju kjörtímabili í stað þess að ákveða slíkt bann rétt fyrir kosningar. Hann treystir því að Sjálfstæðisflokkurinn muni áfram fá hreinan meirihluta og geti ákveðið upp á sitt eindæmi hverjir fá hin og þessi leyfi borgarinnar. Pannig vinnubrögð hefur borgarstjórnarmeirihlutinn við- haft og þannig hugsar hann sér að vinna áfram ef hann nær völdum á ný. Þegar frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins lýsa því nú yfir að framlenging komi ekki til greina má sjá hver raunverulegur vilji og ætiun sjálfstæðismanna er. Enginn vafi leikur á því að með tilkomu Miklagarðs lækkaði vöruverð á höfuðborgarsvæðinu til muna sem þýddi kjarabót fyrir neytendur. Það vckur vissulega athygli að það helsta sem fundið er Miklagarði til foráttu er að húsnæði það sem verslunin er í sé ekki verslunarhúsnæði. Á það má benda að Hagkaup, sem einnig getur státað ,af lágu vöruverði, er með verslun sína í iðnaðarhúsnæði og hefur starfað þar án sérstaks leyfis þar að lútandi til fjölda ára. í þeirra augum er Jón og séra Jón sitthvað. Staðreyndin er sú að sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur hafa frá fyrstu tíð verið á móti Miklagarði og má m.a. benda á að þeir hafa staðið í vegi fyrir betri frákeyrslu af verslunarsvæðinu. Prátt fyrir allt tal þeirra, yfirlýsingar og samþykktir um aukið frelsi í viðskiptum og að samkeppni sé af hinu góða þá leggjast þeir á eitt um að koma í veg fyrir að slíkt geti þróast. Hræsni þeirra ríður ekki við einteyming. Hana hljóta borgarbúar sem aðrir að sjá í gegn um. Þögn Sjálfstæðis- f lokksins vekur athygli Athygli vekur hve Sjálfstæðisflokkurinn og frambjóð- endur hans í Reykjavík hafa sig lítið í frammi fyrir væntanlegar borgarstjórnarkosningar. Svo virðist sem málefnafátækt þeirra sé algjör og að þeir treysti á að góðverk þeirra á líðandi kjörtímabili muni nægja þeim til sigurs. Af einskærri heppni geta þeir notfært sér 200 ára afmæli borgarinnar til að koma fram og segja nokkur orð. Að sjálfsögðu hefur borgarstjórinn þar algeran forgang og finnur sér ótrúlegustu tækifæri á að klippa borða og stíga, í pontu. Við þetta fær hann athygli fjölmiðla sem barist er um á þessum dögum. Þó fyrst tók steininn úr þegar sjálfstæðismenn neituðu að koma fram á opinberum fundi með frambjóðendum annarra flokka. Fyrirsláttur þeirra um að þeir eigi rétt á meiri tíma en aðrir frambjóðendur er hlægilegur í eyrum ,kjósenda. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa einfaldlega ekkert að gera í kappræður við frambjóðendur hinna flokkanna. Málefnafátækt þeirra er algjör og þeir gera sér fulla grein fyrir því. Pögnin talar sínu máli. 6 Tíminn Föstudagur 23. maí 1986 GARRI llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllí „Reyfarakaupin“ á Ólfusvatni í grein, sem Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgarfulltrúi og for- maður skipulagsnefndar Reykja- víkurborgar, skrifar í Mbl. í fyrra- dag, reynir hann að halda uppi vörnum vegna hinna umdeiídu kaupa Reykjavíkurborgar á jörð- inni Ölfusvatni. Lcsendum til glöggvunar er rétt að rilja hvað seljendur landsins fengu fyrir snúð sinn: Jöröin Ölfusvatn var keypt á 60 milljónir (72 milljónir á núvirði). Seljendurnir halda fullum afnota- rétti í fímmtíu ár, þar með talin hlunnindi í laxveiði í Sogi og sil- ungsveiði í Þingvallavatni. Þeir fá að reisa 6 sumarbústaði til viðbótar við þá þrjá, seni þegar eru þar. Þeir fá forleigurétt fyrir afkom- endur sína að 50 árum liðnum. Til viðbótar fá seljcndurnir stál- heppnu svo tryggan og góðan veg að landi sínu og heitt vatn í aila sumarbústaöina. Reyfara-sala Það má með sanni scgja að hér sé seði vel gert við fólk af réttu kyni og réttum flokki! Þessi kaupsamn- ingur á sér enga hliöstæðu í saman- lagðri sögu lundsins. Þetta eru ckki reyfarakaup heldur er þctta alveg einstök „reyfara-sala*1! Og hver er svo hagur Reykvík- inga, hinna nýju cigcnda Ölf- usvatns, af þcssum kaupunt? Það er með öllu óvist hvort hann verður nokkurn tíma nokkur! Má i þvi samhnndi benda á að margir mjög álitlcgir virkjunarstaðir fyrir hita- Vilhjálmur. Davíð. veitu eru miklu nær Reykjavík, og eru þegar i eigu Rcykjavíkurborgar eins og t.d. Kolviöarhóll, þar sem frumrannsóknir hafa lofað mjög góðu. Mörg sveitarfélög hafa lagt hitaveitur á undanförnum árum og í flestum tilvikum hafa þau aðeins fest sér nýtingarrétt jarðhitans og nauðsynlega aðstöðu þar að lút- andi en ekki hcilar jarðir. Má þar til nefna t.d. Deildartunguhvcr fyr- ir hitaveitu Borgarness og Akra- ness. Vilhjálmur reynir að draga Orkustofnun til ábyrgðar fyrir kaupunum á Ölfusvatni i grein sinni. Orkustofnun hefur að sjálf- sögðu vcriö fylgjandi því að Reykjavíkurborg tryggði sér nýt- ingarétt jarðhita í nágrenni Nesja- vallavirkjunar. En að hún hafí lagt til að jörðin öll, án annars afnota- réttar cn til nýtingar á jarðhita, yrði keypt á 60 milljónir króna, jörð, scm var að fastcignamati 400 þúsund krónur, sjá allir að er hrein skröksaga. Villandi samanburður í grcin sinni reynir Vilhjálmur í Hamarshúsinu að sannfæra Reyk- víkinga um hvflík reyfarakaup Davíð hafí gert í Ölfusvatni með því að bera saman verð á fermetra í Ölfusvatni (kr. 3,67) og kaupum vinstri meirihlutans á Reynisvatni 1979 (kr. 5.30). Þetta þýkir Vil- hjálmi góður samanburður, enda er hann tvítekinn með feitu og stærra letri í grein hans. En þar fer Vilhjálmur hcldur betur villur vegar. Hann talar eins og Ölf- usvatn eigi að verða næsta úthverfí Rcykjavíkurborgar! Ölfusvatn er 70-80 km frá Reykjavík og mun aldrei verða byggingarland í lög- sagnarumdæmi Reykjavikur. Það er heldur ekki keypt sem surnar- bústaöaland fyrir Reykvíkinga. Þar verða aðeins byggð Engeyjar- hús og cigendum landsins, Reyk- víkingum, verður þar stranglega bannaður aðgangur langt fram á næstu öld. Villti Villi Reynisvatnsland er hins vegar byggingarland Reykjavíkur í næstu framtíð. Það var forsjálni að kaupa það land. Þar var gætt framtíðar- hagsmuna Reykvíkinga. Gegn þeim kaupum trcysti íhaldið sér ekki til að standa. Að leyfa sér að gera samanburð á kaupum Ölfusvatns sem Reyk- víkingum verður bönnuð afnot af næstu 50 ár og kannski í öld eða aldir vegna forleiguréttarins, er hin frcklcgasta nióðgun við dóm- greind kjósenda í Rcykjavík. Sé hér ekki vísvitandi tilraun Vil- hjálms til að slá ryki í augu Reyk- víkinga að ræða, má segja að Villi vaði í villu og svíma. Það mætti kalla hann Villta-Villa. Garri III VÍTT OG BREITT EFNISEM EKKIA AÐ TAKA HÁTÍÐLEGA Staksteinar Morgunblaðsins í gær eru helgaðir leiðara Tímans frá í fyrradag, svo og smágrein í sama blaði um heldur böksulega skrifaða limru sem Morgunblaðið birti um helgina. Að vanda eru Staksteinar skrifaðir nafnlausir; það eru því skoðanir ritstjórnar blaðsins sem þar birtast. Meginatriðið í þessum Stak- steinum er sú skoðun, sem þar kemur fram, að engu skipti þótt kaupfélög í hinum dreifðu byggð- um landsins séu rckin mcð tapi. Morgunblaðið sér ekkert nema gott um almennan taprekstur þeirra. Boðskapur þess er að kaup- félög eigi að starfa í samkeppni við kaupmcnn. Standi þau sig ekki þá eigi þau ekkcrt betra skilið en að fara á hausinn. Það er að vísu dáh'tið til í þessu hjá Morgunblaðinu. Forsvarsmenn samvinnufyrirtækjanna eru al- mennt skoðað síður en svo hræddir við samkeppni. Reynslan hefur einmitt leitt það í ljós að samvinnu- fyrirtæki standa sig yfirleitt býsna vel í verslunarsamkeppni við einkafyrirtæki. Úti um land stafar þetta trúlega a.m.k. öðrum þræði af því að fólk treystir samvinnufyrirtækjunum betur en einkafyrirtækjunum. Þar veit fólk að hagnaður af rekstri samvinnufélags, ef einhver verður, stendur kyrr í byggðarlaginu. Sam- vinnufyrirtækin hafa þann stóra kost að þau sitja kyrr heima fyrir, hvað sem á dynur. Þau hlaupa ekki burt með uppsafnað fjármagn sitt ef í augsýn er gróðavon í öðru byggðarlagi eða í þéttbýlinu hér syðra. Af þessum sökum er það áhyggjuefni ef kaupfélögin ganga upp til hópa illa. Svo er að sjá að á síðasta ári hafi það verið hár fjár- magnskostnaður fyrst og fremst sem olli nokkuð almennum tap- rekstri hjá kaupfélögunum. Eins og stendur verður ekki betur séð en að það séu verulega margir Jh 10'*u°*rrocJL m • ***~TM"' S'"* Uuv ^abieðið Tmlapá kauPfélöqum isssf tóSör srrr**-* ** ollt "S, víkur í gamano birt er með Sfi . kveinstafi Islendingar sem eigi mikið undir því komið núna að það takist að lækka hann. Mjög víða um landið hefur það nefnilega komið í hlut kaupfélag- anna að standa undir nánast öllu atvinnulífi í byggðarlögum sínum. Þetta er kannski ekki síst á stöðum þar sem einkafjármagnið hefur hvorki eygt ávöxtunarmöguleika né hagnaðarvon, og þar af leiðandi ekki sótt þangað. A slíkum stöðum eiga heimamenn allt sitt undir því að kaupfélögin standi á traustum fótum. Hrun kaupfélags getur þá þýtt hrun byggðarlags. En annað er líka athyglisvert í þessum Stakstcinum. Þar gefur Morgunblaðið þá yfirlýsingu, að það efni, sem það birtir um málefni samvinnufélaganna, eigi ekki að taka hátíðlega. Þetta á við um vísuna góðu sem blaðið birti um síðustu helgi. Það fer ekki á milli mála að þar er maðurinn, sem skrifaði Staksteina, að reyna af veikum burðum að bera í bætifláka fyrir blaðið sitt og afsaka þennan samsetning. Kannski hefur hann smekk fyrir vísnagerð og kann að gera þar mun á góðu og vondu? Staksteinahöfundur hefur greinilega fundið það undir niðri að hér var á ferðinni réttmæt aðfinnsla hjá Tfmanum. Skiljan- lega hefur hann ekki viljað viður- kenna það opinberlega. En hann hefur þó samvisku sinnar vegna ekki talið sér fært að láta blaðið sitt standa og falla með ritsmíð af þessu tagi. Þess vegna gefur hann þá yfirlýs- ingu að það, sem í Morgunblaðinu birtist um málefni samvinnuhreyf- ingarinnar, eigi ekki að taka hátíð- lega. Þetta sé „gamanefni, sem vekur bros á vör í grámyglu hvunn- dagsins“, eins og hann orðar það. Þá höfum við það. En ætli fólkið, sem á allt sitt undir traustum rekstri kaupfélaganna, sé upp til hópa sama sinnis? -esig

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.