Tíminn - 23.05.1986, Qupperneq 7

Tíminn - 23.05.1986, Qupperneq 7
Föstudagur 23. maí 1986 Tíminn 7 Séð yfir land Skógræktar ríkisins í Fossvogi. Fossvogsbraut nivndi liggja þvert í gegnum það og stofna framtíð Skógræktarinnar á þessum stað í óvissu. FOSSVOGSDALURINN - einstætt útivistarsvæði „Ég hef stundum sagt. að svæðið frá Öskjuhlíð sunnanverðri og Fossvogsdalurinn að Elliðaárdal sé annað lunga Reykjavíkurborgar. Hitt lungað er þá Elliðaárdalurinn og Laugardalurinn og svæðið þar á milli. “ Þetta sagði Einar Egilsson formaður Náttúruverndarfélags Suð-Vesturlands er Tíminn ræddi við hann um Fossvogsdalinn og verndun hans, með tilliti til hinnar umdeildu Fossvogsbrautar, sem samkvæmt skipulagsdrögum fyrir Reykjavíkurborg á að liggja þvert í gegnum hina mjóu landspildu eftir endilögnum Fossvogsdal. Bæjarstjórn Kópavogs hefur hins vegar einróma lagst gegn öllum hugmyndum um Fossvogsbraut, en hluti brautarinnar liggur gegnum lönd og mannvirki Kópavogsbæj- ar, samkvæmt skipulagsuppdrætti. Útivistarsvæðin mynda heildstæða keðju Einar sagði að vel mætti líta á útivistarsvæðin í borgarlandinu sem eina keðju og Fossvogsdalinn, sem hlekk í þcirri keðju, sem alls ekki mætti rofna. „Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því hve mikið og stór- kostlegt útivistarsvæði Reykvík- ingar eiga. Hugsum okkur að við hefjum gönguferð við Víkurgarð- inn í hjarta borgarinnar. Við göng- um meðfram Tjörninni, gegnum Hljómskálagarðinn og yfir í Vatnsmýrina og Scljamýrina aust- an flugvallarins. Við göngum Öskjuhlíðina suður í Nauthólsvík, og síðan með fjörunni sunnan Oskjuhlíðar. Þegar við höfum komist yfir Kringlumýrarbrautina erum við komin í Skógræktarstöð- ina í Fossvogi. Þegar við höfum gefið okkur góðan tíma til að skoða hana höldum við áfram aust- ur eftir Fossvogsdalnum, þar sem þegar hafa verið lagðir göngustíg- ar. Þannig komumst við hindrunar- lítið alla leið upp í Elliðaárdal. Við höfum ekki farið um mikið landrými, en landið sem við höfum farið um býður upp á alveg ótrú- Einar Egilsson. lega fjölbreytni. Vötn, mýrar, mýr- lendi, mólendi, fjörur og skóg- lendi. Það er ótrúlegt, að við skulum eiga aðgang að öllu þessu mitt í borgarlandinu. Og það er vert að veita því athygli að það er stutt inn á þetta svæði úr íbúðahverfum borgarinnar. Én við þurfum ekki að Ijúka gönguokkar í EÍIiðaárdalnum. Við getum gengið þaðan niður í Elliða- árvog og yfir í Laugardalinn. Síðan getum við haldið áfram í Laugar- nesið og meðfram strandlengjunni alla leið niður í Grófina. Við getum meira að segja lagt lykkju á leið okkar, farið upp Rauðarárstíg- inn og upp á Miklaíún. Þá erunt við búin að fara um stærstu opin svæði borgarinnar og lokað hringnum þar sem við lögðum upp." En uppá hvað býður Fossvogs- dalurinn sjálfur? Áður er minnst á Skógræktar- stöðina vestast í dalnum. Þar er mikið fuglalíf, m.a. er þar mesta þrasta- og starrabyggö í Norður- Evrópu. Raunar cr allur dalurinn viðkomustaður farfugla. Lækur rennur eftir miðjum dalnum og heitir Fossvogslækur, en svo sér- kennilega háttar til að vatnaskil eru í miðjum dalnum og fellur lækurinn þaðan bæði vestur í Foss- vog austur í Elliðaár. Að áliti Einars mætti hreinsa lækinn og bæta skilyrði fyrir silung í honum. Einar bendir á að með því að halda Fossogsdalnum opnum og gcfa möguleika á því svæði sem að ofan var lýst sem útivistarsvæði, sc verið að friða land, sem sé næsta einstætt inni í miðri borg. Land- rými sé ekki mikið, en þeim mun fjölbreyttara, hvað náttúrufar snertir og einnig verða á vegi manna um svæðið merkilegar mannvistarleifar. Svæðið henti til útivistar allan ársins hring, þar sé til dæmis upplagt skíðagöngusvæði á vetrum. „Náttúruverndarmenn vonast til að borgaryfirvöld, arkitcktar og verkfræðingar svifti ekki borgar- búa þessu einstæða svæði, heldur beiti hugviti sínu til að leysa um- ferðarmál höfuðborgarsvæðisins án þess að farga Fossvogsdalnum," sagði Einar Egilsson. Séð austur Fossvogsdalinn úr turni Borgarspítalans. Eins og sést á myndinni er aðeins mjó ræma óbyggð og aðskilur byggðina í Fossvogi og Kópavogi. Fossvogsbraut myndi liggja um hlaðvarpana í cinbýlishúsabyggðinni neðst í Fossvogi. Milli Fossvogskirkjugarðsins og sjávarins er gönguleið sem tengir Fossvogsdalinn við Nauthóls- víkina. Þar er hægt að skapa ákjósanlega aðstöðu til fjöruskoðunar. Tímamyndir Pétur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.