Tíminn - 23.05.1986, Side 10

Tíminn - 23.05.1986, Side 10
10 Tíminn Föstudagur 23. maí 1986 íþróttir 1;: t Omar Khalifa frá Súdan er nú á leið um heiminn með logandi eld sem tendra skal stóran kyndill fyrir franian hús SÞ í New York á sunnudaginn. Hann ferðastá milli heimsborga og víðast hvar taka lciðtogar á móti honum með fé til handa hungruðum í Afríku. Nú hlaupa allir með Afríkuhlaupið verður á sunnudag - Hlaupið um allt land - Uppákomur á Lækjartorgi Afríkuhlaupið verður haldið á sunnudaginn 25. maí og hefst það í Lækjargötu kl. 15.00. Hlaup þetta er í samvinnu við svokallað Sport Aid hlaup sem nú stendur yfir um allan heim og nær hámarki á sunnu- daginn en þá munu hlauparar koma að byggingu Sameinuðu þjóðanna í New York með Bob Geldof, aðal- forsprakka söfnunarinnar, í farar- broddi. Á íslandi verður söfnunarfé notað til að reka barnaheimili í Eþíópíu sem nú er verið að byggja fyrir þá peninga sem söfnuðust með útgáfu plötunnar „Hjálpum þeim“. Þannig rennur allt fé sem héðan kemur til íslensks málefnis sem skil- ar sjáanlegum árangri. Það verður ekki aðeins í Reykja- vík sem hlaupið verður þennan dag heldur verða milli 20 og 30 staðir útá landi með hlaup og víðast hvar verða seld merki þau og bolir sem söfnunin byggir á. Á Akureyri verða einhverjar uppákomur í göngugöt- unni fyrir hlaupið og á Þingeyri er stefnan að alíir hlaupi í bolum merktum Afríkuhlaupinu. Það er stefna þeirra sem standa að hlaupinu hér á landi að sem flestir taki þátt í því og ef vel tekst til þá verður ísland hugsanlega það land sem flestir taka þátt í hlaupinu - miðað við fólksfjölda að sjálfsögðu. Svo það er að einhverju að keppa fyrir utan það að safna peningum fyrir munaðarlaus börn í Áfríku. Ýmsar uppákomur munu verða á Lækjartorgi kl. 13.00 á sunnudaginn og koma þar fram ýmsar hljómsveitir og skemmtikraftar aðrir. Hlaupið sjálft hefst kl. 15.00 eins og áður segir og geta allir verið með. Ekki er nauðsynlegt að hlaupa af krafti alla leið. Mönnum er frjálst að ganga hluta leiðarinnar en um tvær mis- munandi vegalengdir verður að ræða. Fólk er þó hvatt til að vera í góðum skóm og vera vel klætt. Aðstaða tii að geyma utanyfirgalla verður til staðar. Þá er bara að kaupa merki eða bol og vera með í hlaupinu á sunnudaginn kemur. íslandsmótiö 3. deild: Steindauður leikur -Ármannog Reynirskildujöfn 1-1 ágervimottunni Ármenningar og Reynir Sand- gerði skildu jöfn í fyrsta leiknum í 3. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í gærkvöldi á gervigrasinu í Laugar- dal. Liðin leika í SÁ-riðli 3. deildar. Leikurinn, sem var sennilega sá jafnlélegasti sem spilaður hefur ver- ið á mottunni, endaði með einu marki gegn einu. Sandgerðingar gerðu sjálfsmark er um korter var eftir af leiknum og Pétur Brynjars- son jafnaði síðan fyrir þá úr víta- spyrnu. írsku landsliðsmennirnir komu til landsins í gær. Þar er valinkunnur maður er í hverju rúmi en við látum lesendur spreyta sig á myndunum. Tímamynd Pciur Reykjavíkurleikar í knattspyrnu: Þriggja liða mót - írar og Tékkar mæta til leiks - Keppt um Reykjavíkurbikarinn Um helgina hefjast á Laugardals- velli svokallaðir Reykjavíkurlcikar í knattspyrnu. Þrjú landslið keppa á þessum leikum og eru það lið Islands, írlands og Tékkóslóvakíu. Fyrsti leikurinn verður á sunnudag- inn kemur þann 25. maí og leika þá íslendingar gegn írum. Hefst leikur- inn kl. 17:00. Á þriðjudaginn 27. maí spila síðan írar og Tékkar og mótinu lýkur síðan á fímmtudaginn 29. maí með leik íslendinga og Tékka. Báðir síðasttöldu leikirnir hefjast kl. 19:00. Knattspyrnusamband íslands heldur þessa leika í samvinnu við Reykjavíkurborg í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar. Borgin gefur fagran grip til keppninnar og veitir auk þess verðlaunapeninga. Erfyrir- hugað að Davíð Oddsson, borgar- stjóri, veitir verðlaunin að loknum síðasta leik þann 29. maí. KSI hefur fengið hingað til lands enskan dómara að nafni Joe Worrall og mun hann dæma leiki íslands en Óli Ólsen mun dæma leik íra og Tékka. Línuverðir verða íslenskir í öllum leikjunum. Þetta verða fyrstu landsleikirnir á heimavelli undir stjórn hins nýja landsliðsþjálfara Sigi Held. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með leikmönnum (slands í keppni við þessa sterku andstæðinga. Þá er Ijóst að einhverjir af atvinnumönnum Islands erlendis munu koma og spila í öðrum eða báðum landsleikjum. Má nefna Arnór Guðjónsen, Sigurð Jónsson, Pétur Pétursson og Sigurð Grétarsson. (rarnir koma með lið skipað þekktum nöfnum úr ensku knatt- spyrnunni og eru margir þeirra fastir gestir á sjónvarpsskjám íslendinga meðan á keppnistímabili enskra stendur. Tékkneska liðið er ungt að árum en harðsnúið þrátt fyrir það. Forsala aðgöngumiða stendur nú yfir. Miðar eru seldir í versluninni Torginu Austurstræti og á Akranesi í versluninni Óðni og í Sportvík í Keflavík. Verð aðgöngumiða er kr. 550 í stúku, 350 í stæði en 100 fyrir börn. Þá er hægt að kaupa miða á alla leikina og eru þeir á sama verði og á tvo leiki eða 1100 í stúku, 700 í stæði og 200 fyrir börn. Þess skal getið að hægt er að nota greiðslukort við kaup á miðum á Reykjavíkur- leikana. Houston Rockets unnu sinn fjórða sigur í röð á L.A. Lakers í úrslita- keppni NBA körfuknattleiksdeild- arinnar í Bandaríkjunum og munu því mæta Boston Celtics í úrslita- leikjunum um meistaratitilinn. Liðin áttust við í fyrrinótt og sigruðu Houston með 114 stigum gegn 112. Það var Ralph Sampson sem skoraði sigurkörfu Rockets á síðustu sek- úndu leiksins og var það í eina skipti sem Rockets komust yfir í leiknum. Þetta var fimmta viðureign félag- anna en Lakers unnu þá fyrstu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1981 sem Lakers eru ekki í úrslitaleikjun- um en þess má geta að Lakers unnu* Rockets í fjórum leikjum af fimm í deildarkeppninni í vetur. Lakers, drifnir áfram af góðum leik Kareem Abdul-Jabbar, náðu góðri forystu í Rummenigge meiddur Nú er talið víst að Karl-Heinz Rumenigge missi af fyrsta leik V-Þjóðverja í HM í knattspyrnu í Mexíkó vegna meiðsla. Hann á við meiðsl að stríða í hné þar sem liðbönd eru rifin. Önnur hetja í HM, Mexíkaninn Hugo Sanchez mætti hinsvegar til æfingar með landsliðinu í gær eftir þriggja vikna meiðslaerfiðleika í hné. Er nú nokkuð víst að hann verður með Mexíkönum í fyrsta leik þeirra í keppninni. Fimleikakeppni I dag verður í íþróttahúsinu Sel- tjamamesi hópkeppni í fimleikum. Hefst keppnin kl. 14.00 og koma fram 14 glæsileg sýningaratriði. Dómnefnd velur besta hópinn en áhorfendur velja vinsælasta hópinn. Puma gefur öll verðlaun í mótinu. báðum hálfleikjum í leiknum og höfðu unr tíma 14 stig framyfir Rockets í þriðja fjórðungi leiksins. Þá tóku þeir við sér Ralph Sampson (2,24m) og Akeem „The Dream“ Olajuwon (2,13m) og fóru að saxa á forskot Lakers. Þegar svo aðeins fimm mínútur voru eftir af leiknum voru Olajuwon og Mitch Kupchak reknir af velli fyrir slagsmál sín á milli. Þrátt fyrir þetta náðu Houston að jafna leikinn og skora sigurkörf- una eins og áður segir. Olajuwon skoraði 30 stig fyrir Houston en Sampson gerði 29. Jabbar skoraði 26 fyrir Lakers en Magic Johnson gerði 24. Ekkert fréttist af Pétri Guð- mundssyni og er sennilega að hann hafi ekkert spilað. Þess má geta að íslenska sjónvarp- ið mun sýna úrslitaleikina eins og undanfarin ár. NBA-körfuknattleikurinn: Lakers úr leik Houston unnu fimmta leikinn og mæia Boston í úrslitunum „Draumurinn“ hann Olajuwon treð- ur hér með tilþrifum. Hann átti mikinn þátt í sigri Houston á Lakers. Landsliðshópurinn Sigfried Held, landsliðsþjálf- ari, og landsliðsnefnd íslands hafa valið eftirtalda leikmenn til þátttöku í landsleikjum íslands gegn írum og Tékkum á Reykja- víkurleikunum: Markverðir: Leikir Bjarni Sigurdsson, Brann..........11 Fridrik Friöriksson, Fram..........4 Þorsteinn Bjarnason, ÍBK..........28 Varnarmenn: Viðar Þorkelsson, Fram ............3 Loftur Ólafsson, KR................3 Gunnar Gíslason, KR...............20 Ágúst Már Jónsson, Kr..............3 Ólafur Þórðarson, ÍA...............5 Guðni Bergsson, Val................6 Miðjumenn: Pétur Ormslev, Fram ..............22 Arnór Guðjónsen, Anderlecht......18 Sigurður Jónsson, Sheff. Wed.......6 Ómar Torfason, Luzern.............20 Guðmundur Þorbjörnsson, Baden . . 36 Framherjar: Pótur Pétursson, Hercules.........26 Sigurður Grétarsson, Luzern......17 Ragnar Margeirsson, Waterschei . . 18 Guðmundur Steinsson, Fram..........9 Halldór Áskelsson, Þór.............7 Þetta er tiltölulega óreynt lið enda níu leikmenn með minna en 10 landsleiki. Hinsvegar hafa margir góða reynslu í deildar- leikjum og engin ástæða til ann- ars en að vera bjartsýnn um gengi liðsins. Opið-unglingamót Fyrsta opna unglingamótið fer fram á Hólmsvelli í Leiru sunnu- daginn 25.maí og hefst kl. 10.00. Allir unglingar fæddir 1970 og síðar hafa heimild til þátttöku í mótinu. Tekið er við skráningu í golfskálanum í síma 92-2908 laug- ardaginn 24. maí frá kl. 11.00 til kl. 17.00.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.