Tíminn - 23.05.1986, Síða 19
Föstudagur 23. maí 1986
Tíminn 23
Úr leikritinu í deiglunni eftir Arthur Miller. Hákon Waage og Elfa
Gísladóttir takast hér á.
Þjóðleikhúsið:
I deiglunni, efftir Arthur Miller
Á laugardagskvöld sýnir Þjóðleikhúsið
leikril Arthurs Millers, í deiglunni, í
leikstjórn Gísla Alfreðssonar. Magnað
drama um trúarofsóknir, heimsku og
hetjulund. Verk sem á sífellt erindi við
samtímann og er allt í senn: áminning,
aðvörun og spásögn. Með helstu hlutverk
fara Hákon Waage, Edda Þórarinsdóttir,
Gunnar Eyjólfsson, Erlingur Gíslason,
Sigurður Skúlason, Guðrún Gísladóttir
og Elfa Gísladóttir.
Atriði úr LAND MÍNS FÖÐUR: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og
Aðalsteinn Bergdal líta hýruin augum hvort á annað.
Land míns föður
Sýningar á föstudags- og
sunnudagskvöld
Nú um hclgina verða 134. og I35.
sýningar á stríðsárasöngleik Kjartans
Ragnarssonar LAND MINS FÖÐUR.
LANDIÐ hefur verið sýnt síðan í haust
við metaðsókn. Nú eru síðustu forvöð að
tryggja sér miða því aðeins örfáar sýning-
ar eru eftir á lcikárinu.
Með helstu hlutverk fara Sigrún Edda
Björnsdóttir, Helgi Björnsson, Jón Sigur-
björnsson, Margrét Hclga Jóhannsdóttir,
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Aðal-
steinn Bergdal og Ragnheiður Arnardótt-
ir.
Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson, tón-
list samdi Alli Heimir, leikmynd gerði
Steinþór Sigurðsson, búninga Gerla, Jó-
hann G. Jóhannsson sér um tónlistar-
stjórn, David Williams geröi lýsingu en
Ólafía Bjarnleifsdóttir dansa. 1
Jakoli Þór Einarsson og Þorsleinn Gunnarsson í hlutverkuni Eyjólfs prests
(á ungaaldri ogsíðará ævinni) og Gísli Rúnar .lónssoní lilutverki sýsluinanns.
Þjóðleikhúsið - frumsýning:
Helgispjöll
í kvöld, föstudagskvöldið 23. maí,
frumsýnir Þjóðleikhúsið lcikritið
HELGISPJÖLL. eftir breska leikskáldið
Peter Nichols, í þýöingu og leikstjórn
Benedikts Árnasonar. Leikmynd er eftir
Stíg Steinþórsson, búningar eftir Guð-
nýju Björk Richards og lýsing í höndum
Árna Baldvinssonar.
Með helstu hlutverk fara: Róbert Arn-
linnsson, Margrét Guðmundsdóttir,
Anna Kristín Arngrímsdóttir, Bessi
Bjarnason, Þórunn Magnea Magnúsdótt-
ir og Sigurveig Jónsdóttir.
Þetta er fyrsta leikrit eftir Peter
Nichols, sem sýnt hefur verið hérá landi,
en hann er talinn einn athyglisverðasti
leikritahöfundur Breta síðustu 20 árin. í
Hclgispjöllum fjallar hann uni hjóna-
bandið og ástina. Önnur sýning er á
sunnudagskvöld.
Magnús Tómasson myndlistarmaður og
Magnús Skúlason arkitekt eru þátttak-
endur fyrir íslands hönd.
Sýning í Ásmundarsal:
Byggingarlist - myndlist
HLIDVIDHLID
Nýlega var opnuð í Ásmundarsal sýn-
ing á hugmyndasamvinnu myndlislar-
manns og arkitekts. Að sýningunni stend-
ur Norræna myndlistabandalagið og
kynnir samvinnu myndlistarmanns og
arkitekts að tillögum á endurbótum á
Grimsta, sem er ein af útborgum
Stokkhólms.
Þátttakendur eru myndlistarmaður og
arkitekt frá hverju Norðurlandanna. Frá
íslandi sýna Magnús Tómasson myndlist-
armaður og Magnús Skúlason arkitekt.
Sýningin stendur til 29. maí og er opin
daglega kl. 14.00-19.00.
Fundur um opinberar listskreytingar
með þátttöku fulltrúa myndlistarmanna
og arkitekta í Listskreytingasjóði ríkisins
verður haldinn 29. maí. Kynntur verður
nýr bæklingur með upplýsingum um List-
skreytingasjóð ríkisins.
Úr vinnustofu Tolla.
TOLLI sýnir í Listasafni ASÍ
- síðasta sýningarhelgi
Málverkasýningu Tolla í Listasafni ASf
lýkur nú á sunnudaginn 25. maí. Tolli
hefur haldið sex einkasýningar og tekið
þátt í fjölda samsýninga. Á sýningunni í
Listasafni ASf eru 49 málverk. Sýningin
er opin virka daga kl. 16.00-20.00 og um
helgar kl. 14.00-22.00.
Flauta og gítar í
Dalvíkurkirkju
Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og
Páll Eyjólfsson gítarleikari munu halda
tónleika í Dalvíkurkirkju mánudags-
kvöldið 26. mai kl. 9. Á efnisskránni er
alls konar tónlist, gömul og ný, innlend
(eftir Eyþór Þorláksson og Atla Heimi
Sveinsson) og erlend, auðmelt og tormelt.
Elsta verkið er frá öndverðri 18. öld, það
yngsta er samið vorið 1986.
Þeir félagar hafa spilað mikið saman
síðan þeir komu úr námi fyrir tveimur
árum en þetta eru fyrstu sameiginlegu
tónleikar þeirra utan Reykjavlkur.
Leikfélag Reykjavíkur:
Síðustu sýningar leikársins:
Svartfugl
- 2 sýningar eftir -
Á laugardagskvöld verður næstsíðasta
sýning á Svartfugli Gunnars Gunnarsson-
ar í Ieikgerð Bríetar Héðinsdóttur. Með
helstu hlutverk fara: Þorsteinn Gunnars- ■
son. Jakob Þór Einarsson, Sigurður
Karlsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir,
Gísli Rúnar Jónsson o.fl.
Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir, leik-
mynd gerði Steinþór Sigurðsson. tónlist
Jón Þórarinsson en David Walters sá um
lýsingu.
Schubert-tónleikar í
Norræna húsinu
Laugardaginn 24. maí kl. 16.00 halda
Martin Berkofsky og Anna Málfríður
Sigurðardóttir sjöttu og síðustu tónleika
sína í heildarflutningi á fjórhentum
píanóverkum Franz Schuberts.
Allur ágóði af tónleikunum rennur til
styrktar flygilkaupum fyrir Norræna
húsið.
Fjölskylduhátíð
Kvennalistans
Kvennalistinn verður með Fjölskyldu-
hátíð í Sóknarsalnum. Skipholti 50A
sunnud. 25. maí kl. 14.00. Eitthvað
skemmtilegt verður fyrir alla fjölskyld-
una, svo sem leikþáttur, söngur, upplest-
ur og fl. skemmtiatriði. Fyrir börnin
verður leiksmiðja, tónsmiðja og mynd-
smiðja. Einnig verða seldar veitingar og
blóm.
Ávörp flytja Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarfulltrúi og Sigrún Ágústs-
dóttir kennari. - Kvennalistinn.
Sýning Ole Kortzau
í Norræna húsinu
Sýning á verkum Ole Kortzau, hins
fjölhæfa danska listamanns, verður opn-
uð í Norræna húsinu á morgun, laugar-
daginn 24. maí kl. 14.00 og stendur hún
til 8. júní. Kortzau er arkitekt að mennt,
en hefur hlotið frægð og viðurkenningu
fyrir grafíklist sína, textílmynstur, postul-
ín, silfurmuni og húsgögn.
Það er verslunin Epal sem gengst fyrir
sýningunni hér. enda hefur hún gert
mikið að því að kynna danska listhönnun
hér á landi.
Sendiherra Dana á Islandi, Hans And-
reas Djurhuus mun opna sýninguna og
listamaðurinn sjálfur verða viðstaddur.
26 nýirþroskaþjálfar
útskrifuðust í vor
Föstud. 16. maí voru 26 þroskaþjálfar
brautskráðir frá Proskaþjálfaskóla ís-
lands að Skipholti 31. Fjölmenni var við
athöfnina og heiðraði forseti ísland há-
tíðina með nærveru sinni. Ávarp fluttu
Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráð-
herra og Ingimar Sigurðsson formaður
skólastjórnar. Bel Canto kórinn söng
undir stjórn Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur.
Námstími við skólann er 3 ár og skiptist
ár hvert í bóklega og verklega önn. í
vetur stunduðu 64 nemendur nám við
skólann. 3 fastakennarar eru við skólann.
Stundakennarar og gestafyrirlestrar voru
alls 32. Útskriftarnemendur fara ár hvert
i námsferð til útlanda. í vor verður farið
til Boston í Bandaríkjunum. Tilgangur
námsferðar er að kynnast málefnum
þroskaheftra eftir því sem við verður
komið hverju sinni. Nemendur fjár-
magna sjálfir ferð sína með ýmiss konar
samvinnu. Skólastjóri Þroskaþjálfaskóla
Islands er Bryndís Víglundsdóttir.
Erla B. Skúladóttir í hlutverki sínu í
söngleiknum Blóðbræður.
Leikfélag Akureyrar:
Blóðbræður
allra síðasta sýning
Allra síöasta sýning á söngleiknum
BLOÐBRÆÐUR hjá Leikfélagi Akur-
eyrar vcrður á laugardagskvöld kl. 20.30.
Þar með lýkur leikárinu í ár.
Félagsstarf aldraðra
í Reykjavík
Félagsmálastofnun Rcykjavíkurborgar
hefur sent út sumardagskrá um félagsstarf
aldraðra í borginni: Sumarferöir. orlof,
sýningar og utanlandsferðir.
Sýningar verða haldnar í 3 félagsmiö-
stöðvum og sýndir munir og handavinna
sem unnin var þar í vetur í félagsmið-
stöðvum aldraðra. Sýningarnar verða
dagana .24., 25.. 26., maí, laugard.
sunnud. og mánud. í Norðurbrún 1,
Lönguhlíð 3 og Furugeröi 1.
Ný félagsmiðstöð var nýlega tekin í
notkun fyrir íbúa Vesturbæjar í KR-
heimilinu við Frostaskjól og verður þar
opið hús tvisvar í viku á miðvikudögum
og föstudögum.
Sumardagskráin verður send öllum
íbúum Reykjavíkurborgar 67 ára og eldri.
Sumarferðir Neskirkju
Til Skotland og um
Sprengisand norður í land
Ákveðið hefur verið að utanlandsferð-
in í ár verði til Skotlands 21. maí. Flogið
verður til Glasgow og ekið þaðan til
Edinborgar þar sem dvalið verður í
nokkra daga. Þá liggur leiðin til Aberdeen
en þaðan er ætlunin að fara í skoðunar-
ferðir upp í skosku Hálöndin, sem eru
margrómuð fyrir einstæða náttúrufegurð.
Síðustu dagana er dvalið í Glasgow.
Ferðin kostar 34.200 kr. Þeir sem áhuga
hafa á að skella sér með verða að skrá sig
í síðasta lagi mánudaginn 26. á milli kl.
5-6 í síma 11144.
Ferðaáætlunin í innanlandsferðina um
miðjan júlímánuð er í stórum dráttum
þessi: 1. dagur: Ekið sem leið liggur austur
yif ir fjall að Sigöldu og Þórisvatni. Há-
degisverður snæddur í Nýja dal. Af
Sprengisandi er komið í Bárðardal. Gist-
ing á Eddu hótelinu á Stóru-Tjörnum. 2.
dagur: Haldið gegnum Vaglaskóg yfir
Vaðlaheiði til Akureyrar, þar sem merkir
staðir verða skoðaðir. Áfram er svo
haldið yfir Öxnadalsheiði til Skagafjarð-
ar. Gisting og kvöldverður á hótel Mæli-
felli á Sauðárkróki. 3. og 4. dagur: Farið
fyrir Skaga til Skagastrandar og Blöndu-
óss. Gisting á Edduhótelinu á Húnavöll-
um í tvær nætur. Á meðan dvalist er í
Húnavatnssýslu verður víða komið við.
Ekið um Svínadal, Vatnsdal um Vestur-
hóp út Vatnsnes til Hvammstanga, farið
út á Heggstaðanes og að Reykjum í
Hrútafirði. 5. dagur: Ekið um Blöndudal
suður Kjöl. Hádegisverður á Hveravöll-
um. Komið að Gullfossi og Geysi og
Lyngdalsheiðin farin til Þingvalla í leið-
inni til baka til Reykjavíkur. Ferðin
kostar 12.800 kr. og er allt innifalið:
akstur, gisting á hótelum matur og kaffi.
Skráning hjá kirkjuverði í síma 16783 á
milli kl. 5-6 alla virka daga.
Frank M. Halldórsson,
sóknarprestur.
Ásta Sigurðardóttir í
Tímariti Máls og menningar
Tímarit Máls og menningar 2. hefti
1986 er nýkomið út. Á forsíðu þess er
litrík mynd af spaðadrottningu, ogdrottn-
ingarnar tvær á spilinu eru rammíslenskar
galdrakonur - þær Höfðubrekku-Jóka og
Straumfjarðar-Halla. Þetta er úr spilum
sem Ásta Sigurðardóttir listakona lét eftir
sig, en eru enn óútgefin. ( heftinu eru
tvær greinar um skáldskap Ástu, eftir
Matthías Viðar Sæmundsson og Dagnýju
Kristjánsdóttur. Auk þess segir Stein-
grímur Sigurðsson frá kynnum sínum af
skáldkonunni.
I ritinu er áður óbirt ræða eftir Kristján
E. Andrésson, sem hann mun hafa haldið
á framhaldsstofnfundi Félags byltingar-
sinnaðra rithöfunda 1933, og finnst í
handritasafni hans. Mörg Ijóð eftir ís-
lcnska höfunda eru í ritinu. Formviljinn
heitir grein Guðmundar Andra Thorsson-
ar, en þar fjallar hann um frumsamdar
íslenskar skáldsögur sl. árs. Ingunn Þóra
Magnúsdóttir segir frá Málfríði Einars-
dóttur og sauma hennar í stramma: Um
strammaskáldskap Málfríðar. Fleiri
greinar eru í ritinu og einnig ritdómar.
Pétur Gunnarsson ritar ádrepu um menn-
ingararfinn.
Ritstjóri er Silja Aðalsteinsdóttir.
Pennavinur í Englandi
Okkur hefur borist bréf frá fertugum
manni í Reading í Englandi. sem hefur
mikinn áhuga á fslandi og öllu sem
íslenskt er. Hann hefur hug á að hefja
bréfaskipti við Islending hið fyrsta og hér
kemur nafn hans og heimilisfang.
Mr. M. Wise,
141 Elgar Road,
Reading,
Berkshire
RG2ODH
England
Húnvetningafélagið
Aðalfundur Húnvetningafélagsins í
Reykjavík verður haldinn sunnud. 25.
maí kl. 14.00 í Skeifunni 17 (Ford-hús-
inu). Venjuleg aðalfundarstörf. Laga-
breytingar.
Stjómin