Tíminn - 23.05.1986, Síða 20

Tíminn - 23.05.1986, Síða 20
'erslið meðVISA SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins við borgarstjornarkosningarnar 31. maí 1986. STUÐLUM AÐ VALDDREIFINGU OG STYRKJUM LÝÐRÆÐI Útflutningsverðmæti af f iskeldi 10 milljarðar - um aldamót, ef forsendur standast „Fyrirliggjandi hugmyndir unr fiskeldisstöðvar og líklegur vöxtur markaða næstu árin benda til [ress að fiskeldisstöðvar hérlendis gætu viö næstu aldamót flutt út um 25 þúsund tonn af eldisfiski, 40 milljón göngu- seiöi eða hrogn og ungfisk af öðrum stærðum til áframeldis annars staðar. Verðmæti útflutnings þessa gæti nálgast 10 milljarða króna og numið 20-25% af útflutingsverðmæti landsmanna eða álíka og allur iðnað- arútflutningur. Starfsliö við fiskeldi gæti þá verið 17(K)-2(K)0 manns og annað eins í tengdum störfum og þjónustu við fiskeldið," segir í ný- útkominni skýrslu frá Rannsóknar- ráði ríkisins um þróun fiskeldis. Skýrslan er byggð á athugunum starfshóps sem Rannsóknarráð skip- aði árið 1982. Skýrslan sem er nákvæm og viða- mikil tekur á flestum þáttum sem tengjast fiskeldi. Bent er á að rann- sóknir í þágu fiskeldis hafi verið vanræktar að miklu leyti og brýna nauðsyn beri til að stórefla þær til þess að draga sem mest úr hættu á mistökum og áföllum í fiskeldinu. Starfshópurinn leggur til í skýrslu sinni að hið opinbera veiti 35 millj- ónum króna árlega á verðlagi ársins 1985 til rannsókna og þróunarstarfs í fiskeldi næstu fimm árin. Þá leggur hópurinn til að Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði verði nýtt sem tilrauna- stöð í fiskeldi, fyrst og frcmst til þess að sinna langtímarannsóknum. Skýrt er tekið fram í skýrslunni að hvergi hafi verið sýnt fram á að fiskeldi yrði rekið með hagnaði til langframa hér á landi, þegar verð á laxi tckur að lækka eins og búist er við eftir lok þessa áratugs. Ein af niðurstöðum starfshópsins er að fiskeldi hér á landi er mun fjárfrekara en annars staðar. Sam- keppnishæfni fiskeldisfyrirtækja hér á landi erþví sögð liggja í því að nýta sér þá möguleika að stjórna þroska- ferli eldisfisksins þannig að sem örastur vöxtur og mest framleiðsla náist á hverja fjárfesta krónu. -ES Núgetabændursér- pantað fóðurblöndur Nú hillir undir það, að bændur geti sérpantað fóðurblöndur scnt hæfi sérstaklega þörfum búsmala þeirra, allt eftir því hvernig fóður- gildi heyja er á hverjum bæ. Forsvarsmenn Fóðurblöndunnar hf. skýrðu frá þessu í gær þegar Fóðurblandan tók formlega til starfa í nýjum og glæsilegum húsakynnum við Kornhöfða í Sundahöfn í Reykjavík. Hin nýja verksmiðja get- ur framleitt allar tegundir kjarnfóð- urs fyrir landbúnað og fiskeldi, en tækjakostur verksmiðjunnar er svissneskur og tæknilega mjög full- kominn, m.a. er stýribúnaður allur tölvuvæddur. Stýribúnaður tölvunn- ar geymir uppskriftir í sérstöku minni og stjórnar hún jafnframt blönduninni. Rafeindavogir tryggja að nýting og skömmtun hráefna og bætiefna sé nákvæm og mögulegt er að köggla allt fóður fyrir búfé, fugla og fiska. Þá cru í verksmiðjunni framleiðslulínur sem gera mögulega fituhúðun á kögglunum, en með henni eykst fóðurgildi kögglanna auk þess sem unnt er að losna við ryk. Vcgna þess hve verksmiðjan er tæknilega fullkomin skapast nú sá möguleiki að blanda fóður fyrir einstaka bændur í samræmi við fóð- urgildi heyja er á hverjum stað. En lil þess þarf að efnagreina heyin og gera fóðuráætlanir fyrirfram. Að sögn Hjörleifs Jónssonar forstjóra Fóðurblöndunnar hf. myndi slíkt ekki bætast ofan á , heldur yrði hér um aukna þjónustu við viðskiptavini að ræða. Farið verður að huga að þessum þætti þegar reksturinn kemst í fastar skorður. Kostnaður vegna byggingar verk- smiðjunnar mun vera í kringum 100 milljónir, en hún stendur á tiltölu- lega smáum bletti og er verksmiðjan sjálf á 6 hæðum. Framleiðslugetan er um fjórfalt meiri en geta gömlu verksmiðjunnar, sem staðsett var úti á Granda. Nýja verksmiðjan stendur við hliðina á Kornhlöðunni hf., sem er í sameiginlegri eign SÍS, Mjólkurfé- lags Reykjavíkur og Fóðurblönd- unnar, og gerir það meðferð og flutning hváefna hina ákjósanleg- ustu. í stjórn Fóðurblöndunnar hf. eru Gunnar Jóhannsson, stjórnarfor- maður, Kolbeinn Kristinsson, Árni Möller, Karl Sigurgeirsson og Egg- ert Haukdal. Forstjóri er Hjörleifur Jónsson, en framkvæmdastjóri Árni Gunnarsson. - BG Hjörleifur Sigurðsson forstjóri og Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri í hinni nýju verksmiðju Fóðurblöndunnar hf. (Tímumynd Pctur) Agnar Friöriksson: „Engum dyrum íokað á Arnarflug" - viðræður í gangi við lánardrottna „Mér vitanlega er ekki búið að gera upp reikninga fyrirtækisins á þessu ári og við höfum gefið það út að tapið fyrstu fjóra mánuði þessa árs verði um 50 milljónir," sagði Agnar Friðriksson fram- kvæmdastjóri Arnarflugs í gær þegar Tíminn bar undir hann frétt Morgunblaðsins í gær um að tap á rekstri Arnarflugs hafi farið langt fram úr því sem áætlað hafi verið og að eiginfjárstaðan sé nú neikvæð um talsvert á þriðja hundrað milljónir og framtíð fyrir- tækisins þvf óljós. „Sú tala okkar er frá því í byrjun apríl og miðuð við rekstraráætlun, þannig að á þessu stigi er hvorki hægt að segja að hún sé of há eða of lág," sagði Agnar ennfremur. Um við- ræður við erlenda lánardrottna sagði Agnar þær standa yfir og að engum dyrum hefði verið lokað á Arnarflug í því sambandi. Vænt- anlegir hluthafar hafa tekið þátt í viðræðum við lánardrottna. Drengur fyrir bifreið Sjö ára drengur varð fyrir bifreið í gærkvöldi á Selásbraut við Reykás. Drengurinn sem var að koma út úr strætisvagni með móður sinni, hljóp aftur fyrir vagninn og fyrir aðvífandi bifreið. Mun drengurinn hafa fót- brotnað og hlotið áverka á höfði. Var farið með hann á sjúkrahús eftir slysið. Að sögn lögreglu bendir ekk- ert til að bifreiðin hafi verið á of miklum hraða. ÍSLENSK ÞROSKALEIKFÖNG DÚA LEIKFANGASERÍAN Við framleiðum nú þrjár gerðir af hinum góðkunnu Dúa bílum. Þaðnýjasta hjáokkurergamli íslenski dúkkuvagninn endurborinn. Við köllum hann Dú-dú. Með eða án sængurfata. Svo er nú dýrfirski rugguhesturinn orðinn full taminn. Nafn fylgir ef óskað er. Nú er ekkert vandamál lengur með tækifæris- og afmælisgjafir. Kaupum íslensk þroskaleikföng. Bjóðum sérstök kjör fyrir barna- heimili og dagmömmur. SENDUM í PÓSTKRÖFU_______________________________ Sláið á þráðinn. Síminn er 94-8181. LEIKFANGASMIÐJAN ALDA HF., ÞINGEYRI, DÝRAFIRÐI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.