Tíminn - 06.06.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.06.1986, Blaðsíða 5
Föstudagur 6. júní 1986 Tíminn 5 Samskipti Kína og Vestur-Evrópu dafna: Hu í Evrópuför Væntanlegur arftaki Deng mun eiga viöræöur viö fjölda stjórn- málaleiötoga í fjórum löndum V-Evrópu Pelúng-Reuter Leiðtogar helstu ríkja Vestur- Evrópu munu á næstunni taka á móti manni þeim sem flestir stjórn- málaskýrendur telja væntanlegan arftaka Deng Xiaopings, æðsta leið- toga Kínverja. Þessi maður er hinn 71. árs gamli Hu Yaobang en heim- sókn hans til Vestur-Evrópu hefst um næstu helgi. Hu er fyrsti aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, sem í eru 42 milljónir manna, er heimsækir lönd í Vestur-Evrópu frá því kínverskir kommúnistar tóku völdin í Kína árið 1949. Leiðtogi kommúnistaflokksins mun á ferð sinni heimsækja Bretland, Frakkland, V-Þýskaland og Ítalíu og er ferðin mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni kínverskra stjórnvalda að efla samskipti sín við lönd Vestur-Evrópu. Kínverskir stjórnmálamenn verða reyndar mikið á ferðinni í Evrópu í sumar, mikil umskipti frá dögum Mao formanns þegar leiðtogar Kín- verja sátu einatt heima og tóku þar á móti erlendum gestum. Þó Hu hafi ekki áður komið í opinbera heimsókn til Vestur- Evrópu hefur hann ekki setið heima öll þau fimm ár sem hann hefur stjórnað kommúnistaflokknum. Hu hefur heimsótt bæði Japan og Ástral- íu og einnig farið til landa Austur- Evrópu. Hu mun á tveggja vikna ferðalagi sínu til Vestur-Evrópu hitta leiðtoga áðurnefndra fjögurra landa og einnig mun hann eiga viðræður við áhrifamikla stjórnmálamenn í þess- um löndum. Ríkisstjórn Frakklands, sem er undir forsæti Jacques Chiracs, kann- ar nú fréttir um að frönsk stjórnvöld hafi fyrir sjö árum látið rannsaka stríðsferil Kurts Waldheim, fyrrum aðalritara Sameinuðu þjóðanna og nú forsetaframbjóðanda í Austur- ríki. Denis Baudoin talsmaður frönsku stjórnarinnar sagði beiðni um þessa athugun hafa komið frá Símon Wies- enthal stofnuninni í Los Angeles í Stjórnmálaskýrendur telja að heimsókn Hu sýni vilja kínverskra stjórnvalda til að efla pólitísk og efnahagsleg tengsl við ríki Vestur- Evrópu. Kínverskir leiðtogar viija einnig sjá Vestur-Evrópu betur sam- einaða sem sjálfstætt afl gegn stór- veldunum tveimur. Viðskiptatengsl milli Kína og ríkja Vestur-Evrópu hafa aukist verulega á síðustu árum og er Vest- ur-Þýskaland t.d. nú fjórði stærsti viðskiptaaðili Kínverja á eftir Japan, Bandaríkjunum og Hong Kong. Lögreglumenn á Englandi, sumir vopnaðir hríðskotabyssum, stóðu í ströngu í gær þegar þeir handtóku 42 manns og gerðu bæði eiturlyf og vopn upptæk. Aðgerðir þessar fóru fram víðsvegar um landið og var síðustu viku. Stofnun þer.si hafði árið 1979 farið fram á að rannsaka skjöl um feril Waldheims sem geymd eru í þýska stríðsminjasafninu í Berlín. Talsmaður stjórnarinnar sagði í gær að skjalavörður þessi hefði fund- ist og nú væri verið að kanna hvaðan skipanir hans komu. Waldheim er nú í framboði til forsetakosninganna í Austurríki og verður gengið að kjörborðinu næst- Líklegt þykir að Hu muni ræða við leiðtoga Evrópuríkjanna fjög- urra á víðum pólitískum grundvelli en láta smáatriðin eftir ferðafélaga sínunt og varaforseta landsins Li Peng. Hinn 56 ára gamli Peng mun líklega taka við forsetaembættinu á næsta ári af Zhao Ziyang. Víst er að evrópskir ráðamenn, jafnt sem kínverskir, líta á komandi viðræður sem mikilvægt skref í aukn- um samskiptum Vestur-Evrópu og Kína. þeini lýst sem stærstu aðgerðum gegn eiturlyfjahringjum Englands. Maureen Busby talsmaður lög- reglunnar sagði að aðgerðirnar, sem fram fóru undir dulnefninu „Enmesh“ og skipulagðar voru af lögregluyfirvöldum í Devon og komandi sunnudag. Waldheim, sem þykir búa yfir vafasamri stríðsfortíð, er líklegur sigurvegari í þessum kosningum. Hann hefur neitað bæði beinni og óbeinni þátttöku í stríðs- glæpum nasista. Boudoin sagðist vonast til þess að stjórn sín gerði fulla grein fyrir þessu máli, jafnvel í dag. Ekki var hann þó bjartsýnn á að niðurstaðan myndi varpa einhverju ótvíræðu ljósi á mál Waldheims. Hu Yaobang er á leiðinni til Evrópu. Margir ætla að ræða við þennan væntanlega arftaka Deng Xiaopings. Cornwall, hefðu verið árangur fimm mánaða starfs leynilögreglumanna. Lögreglan gerði upptækt verulegt magn af kókaíni, hassi, LSD og amfetamíni auk nokkurs magns af vopnum ma. skammbyssurog hnífa. Lögreglan handtók nienn í Cornwall og Devon á suðurströnd Englands, í Lundúnum og norður í Manchester. Alls tóku þáft í aðgerð- unum um 200 lögreglumenn auk þess sem þyrlur voru notaðar. í Lundúnum sögðu vitni frá hvern- ig lögreglan hefði ráðist inn í íbúðir í nágrenninu með hríðskotabyssur sér við öxl. Að sögn lögreglunnar tókust aðgerðir þessar með ágætum. Angóla: Stjórnarher- inn sækir að skæruliðum UNITA LLssabon-Rcutcr UNITA-skæruliðahreyfingin í Angóla sagði í yfirlýsingu í vikunni að her ríkisstjórnarinnar hefði tekið aftur á sitt vald mikilvægan bæ í austurhéraðinu Moxico en þó ekki fyrr en 80 hermenn stjórnarinnar hefðu verið felldir og hundruð særðir. í yfirlýsingu UNITA voru kúbanskir hermenn sagðir hafa að- stoðað stjórnarherinn í árásinni. UNITÁ sagði í yfirlýsingu sem gefin var út í Lissabon að bærinn Cangumbe hefði fallið í hendur stjórnarhernum síðastliðinn mánu- dag eftir „harða bardaga“ sem stóðu yfir í þrjá daga. Bær þessi hefur verið í höndum UNITA síðast- liðin ár. Stjórnarherinn, sem nýtur stuðnings Sovétmanna og Kúbum- anna, hóf í síðustu viku sókn gegn skæruliðum í austur og suð-austur hluta landsins, sem fréttaskýrendur hafa lengi búist við. UNITA-skæruliðarnir sem studd- ir eru af Suður-Afríkustjórn hafa barist gegn hinni marxísku ríkis- stjórn síðan landið öðlaðist sjálf- stæði frá Portúgal árið 1975. Engin yfirlýsing um bardagana hefur verið gefin út af hálfu stjórn- valda í Angóla sem reyndar minnast mjög sjaldan á baráttu sína gegn skæruliðum. Atvinnumálaráöherrar Evrópubandalagsríkjanna: Fatlaðir fái tækifæri Lúxcmborg-Rcuter. Atvinnumálaráðherrar ríkja Evrópubandalagsins (EC) hvöttu í gær til þess að aukinn gaumur yrði gefinn fötluðu fólki og atvinnutæki- færum þess. Embættismenn sögðu ráðherrana hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem ráðamenn ríkja EC voru hvattir til að leggja meira upp úr atvinnu- tækifærum fatlaðra. Var sérstaklega bent á nauðsyn þess að fatlaðir fengju tækifæri til jafns við aðra þegar sótt væri um atvinnu ellegar atvinnunámskeið. Það er nú komið undir ráðamönnum ríkja EC hvernig þeir bregðast við þessum tillögum atvinnumálaráð- herranna. Ráðherrarnir munu hafa lagt til í tillögum sínum að ríkisrekin fyrir- tæki og stór einkafyrirtæki settu upp nokkurs konar kvóta þ.e. að viss hluti starfsfólks þessara fyrirtækja væri fatlað. Enn um Waldheim: Er Waldheim stríðsglæpamaður eða aðeins misskilinn barnavinur? Könnun á könnun Franska stjórnin athugar hvort hún hafi athugað feril Waldheims París-Reuter. England: Lögregla greip til skotvopna Mikið af eiturlyfjum og vopnum gert upptækt í heljar mikilli aðgerð Lundúnir-Reuter Leiðrétting í frétt Tímans á forsíðu í gær, um rannsókn á atviki því sem átti sér stað yfir Egilsstöðum á mánu- dag, voru flugumferðarstjórar kallaðir flugmálastjórar. Þetta leiðréttist hér með. Viðkomandi eru beðnir yelvirðingar. VID SELJUM ALLABÍLA Láttu skrá bílinn strax Umboð fyrir Bílaborg Gióbus NÝJAR OG NOTAÐAR LANDBÚNAÐAR- VÉLAR O.FL. O.FL. Opið virka daga frá kl. 10-21 Sunnudaga frá 13-19 BÍLASALAN Vélar og vagnar LANDSBYGGÐAR- ÞJÓNUSTAN Sími 99-1504-1506 Eyrarvegi 15 Selfossi ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ I • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSM ID JAN Tíniann EKKl FIJÚGA FRÁ ÞÉR ÁSKRIFTARSÍMI 686300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.