Tíminn - 06.06.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.06.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn - Föstudagur 6. júní 1986 Meðalland: Hátíðarmessa í Langholti - kirkjan verður 200 ára á sunnudag Hátíðarguðsþjónusta verður í Langholtskirkju í Meðallandi næst- komandi sunnudag, 8. júní, en þá minnast Meðallendingar þess er séra Jón Jónsson á Eystri Lyngum vígði kirkjuna þann dag fyrir 200 árum. Veturinn áður hafði Jón messað í skemmu sem breytt var í kapellu á Ytri Lyngum. Kirkjan hafði verið flutt frá Skarði vegna sandfoks að Hólmaseli og stóð þar í 30 ár þar til Skaftáreldahraunið rann fyrir kirkjuna 23. júní 1783. Kirkju sveitarinnar var þá valinn staður að Langholti. Kirkjan sem nú stendur var byggð úr timbri 1863 og er hún enn í dag með sama sniði og smiðir hennar gengu frá henni þá en hefur verið endurbætt, síðast 1963. Við guðsþjónustuna verða prestar sýslunnar og prófastar en dr. Sigur- björn Einarsson biskup prédikar. Prestur sóknarinnar er séra Sighvat- ur Birgir Emilsson í Ásum. Guðsþjónustan hefst kl. 14.00. Suðurland: Kjartan Ragnarssun leikari tekur á móti bjartsýnisverðlaunum, bjartsýnn á svipinn. Sérleyfi sameinast Kjartan hlýtur verð- laun fyrir bjartsýni Fréttaritari Tímans á Selfossi, Svcinn Helgason. Sérleyfisbílar Selfoss og Ólafur Ketilsson h/f hafa nú sameinað rekst- ur sinn og einnig keypt fyrirtæki Kristjáns Jónssonar sérleyfishafa. Um helgina var formlega gengið frá stofnun nýs fyrirtækis og nefnist það S.B.S. h/f. Fyrirtækið mun aka á flestum leiðum í Árnessýslu og segja for- ráðamenn þess að þjónusta í byggða- laginu muni nú stóraukast. Alls eru nú 18 bílar í bílaflota S.B.S., en innan skamms bætast tveir nýir við og mun þá sætafjöldi vera kominn upp í 950. f sumar verða um 25 starfsmenn í fullu starfi hjá fyrirtæk- inu og sagði framkvæmdarstjóri þess Þórir Jónsson, að með sameining- unni næðist betri nýting á starfsfólki og bílakosti. Aðspurður um fjár- hagsafkomu þeirra fyrirtækja sem standa að S.B.S., sagði Þórir að hún hefði ekki verið sérlega góð og skýrir það að einhverjum hluta fyrr- nefndar breytingar. Aðalstöðvar S.B.S. verða á Selfossi og mun afgreiðslustöð þar verða í hinu nýja félagsheimili Selfossbúa, Ársölum. Kjartan Ragnarsson leikari hlaut sl. þriðjudag bjartsýnisverðlaun Bröste fyrirtækisins. Það var kennslumálaráðherra Dana Bertel Haarder, sem afhenti verðlaunin að viðstöddu fjölmenni úr dönsku leikhúsh'fi. Jazz-hljómsveit ís- lenskra námsmanna lék fyrir gesti. Þetta var í sjötta skiptið sem þessi bjartsýnisverðlaun eru veitt til íslenskra listamanna, og tilgang- ur þeirra að tengja ísland og Dan- mörku traustari menningarbönd- um. Verðlaunaupphæðin nemur 30.000,00 dönskum krónum. phh ERTÞÚ GÓÐUR? FJÁRÖFLUN 5. OG 6. JÚNÍ 1986 til tækjakaupa fyrir endurhæfingardeild hjartasjúklinga að Reykjalundi :||1§> LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKUNGA j Aflahorfur næsta áratug: Botnfiskafli gæti aukist verulega - ýmsir stofnar ónýttir í álitsgerðum um þróunarhorfur í íslenskum sjávarútvegi sem lagðar voru fram á ráðstefnu Rannsóknar- ráðs ríkisins um „þróun sjávarút- vegs“ í fyrri viku, kemur m.a. fram að samkvæmt útreikningum Haf- rannsóknarstofnunarinnar eru líkur á að jafnstöðuafli botnfisks á næstu 10 árum geti verið um 700 þúsund tonn á ári. Þar af er hlutur þorsks 380 þúsund lestir og hlutur annars botn- fisks 320 þúsund tonn. Þorskstofninn hefur verið í lágmarki síðan 1982, enda hafði nýliðun verið með léleg- asta móti síðan 1977. Það eru einmitt árgangar frá þessu tímabili (1977- 1982) sem eru undirstaða þorsk- stofnsins um þessar mundir og verð- ur jafnstöðuafli við slík skilyrði varla meiri en 250-300 þúsund tonn á ári og botnfiska í heild um 550-600 þúsund tonn. Horfur eru því á 100-150 þúsund tonna aukningu í jafnstöðuafla botnfisks á næstu tíu árum, en þessi aukning verður enn meiri ef farið verður að veiða ónýtt.a botnlæga fiskstofna s.s. gulllax, lang- hala, beinhákarl skrápflúra eða stofna sem hafa verið vannýttir s.s. hákarl, úthafskarfi og spærlingur. 60 konur á hvíldarviku: Húsmæðravika í Bifröst - á vegum Sambandsins og kaupfélaganna í Bifröst í Borgarfirði er nú að Björn Th. Björnsson listfræðingur, hefjast árleg húsmæðravika Sam- Jón Sigurðsson skólastjóri, Héðinn bandsins og kaupfélaganna. Að Emilsson tryggingafulltrúi og ísólfur þessu sinni sækja vikuna um 60' Gylfi Pálmason kennari að Bifröst. konur, víðs vegar að af landinu, en Þá mun Dómhildur Sigfúsdóttir á dagskrá eru fyrirlestrar, kvöldvök- húsmæðrakennari annast ostakynn- ur, fræðsluefni og stutt ferðalög um ingu á vegum Osta- og smjörsölunn- Borgarfjörð. ar. Húsmæðravikan stendur að Meðal fyrirlesara verða Sigrún þessu sinni dagana 4.-11. júní. Jóhannesdóttir kennari að Bifröst, -esig Samkvæmt þeim hugmyndum sem Hafrannsóknarstofnun hefur um magn þessara stofna er jafnstöðuafli þeirra á tímabilinu 50-150 þúsund lestir. Gert er ráð fyrir í að afli uppsjáv- arfiska verði sveiflukenndur eins og verið hefur, einkum loðnuaflinn. Möguleikar virðast vera á aukningu kolmunnaafla en síldaraflaaukning er hins vegar háð óvissum göngum frá öðrum hafssvæðum. Þá telur Hafrannsókn að meðal botnlægra hryggleysingja séu ýmsir mögulegir vannýttir stofnar, s.sr kúfskel, kræklingur, ýmsar krabbategundir og ígulker. Hins vegar telur stofnun- in ekki líklegt að aukning verði í afla úthafsrækju og hörpudisks á næstu árum, heldur muni veiðarnar finna nýtt jafnvægi. í forsendum Hafrannsóknarstofn- unar fyrir þessum spám segir, að stofnstærðir og afrakstur þeirra sé mjög háður sveiflum í umhverfisað- stæðum og gerði stofnunin ráð fyrir að þessar sveiflur yrðu með sama »«iiði og verið hefur síðan 1965. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.