Tíminn - 06.06.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.06.1986, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. júní 1986 Tíminn 7 VETTVANGUR lllllllll llill ■llllllllllli Vilhjálmur Einarsson, skólameistari: í nútímaþjóðfélagi þurfa þegnar síaukna menntun Ræða flutt við útskrift stúdenta M.E. Sjöunda starfsári M.E. er að ljúka. Að lokinni þessari athöfn hafa liðlega 200 stúdentar braut- skráðst frá skólanum. Þetta er miklu meiri fjöldi er bjartsýnustu menn þorðu að áætla við upphaf skólans 1979. Tvennt kemumr til: t fyrsta lagi hafa Austfirðingar staðið dyggan vörð um skólann og ávallt hafa um fjórir fimmtu hlutar nemenda verið úr fjórðungnum. í öðru lagi tókst strax í upphafi hið ágætasta samstarf allra framhalds- skóla og deilda fjórðungsins, sem hefur skilað M.E. inn á 2. eða 3. ár drjúgum fjölda nemenda. Það er því langt því frá að allir þessir 200 stúdentar hafi verið 4 ár í skólan- um, margir aðeins tvö eða þrjú. En er öll þessi stúdentafram- leiðsla til góðs? Ég veit að skoðanir eru skiptar og til eru þeir, hér í fjórðungi, sem líta M.E. homauga og telja hann fyrst og fremst stökkbretti suður, segja jafnframt að fjöldi langskólagengins fólks sé orðið eða sem óðast að verða þjóð- arböl. Þetta er mikill misskilning- ur. í nútímaþjóðfélagi þurfa þegn- arnir síaukna menntun. Flestir þurfa að sækja hana í skóla. Skyldunámið nægir ekki til að búa fólk undir virka þátttöku í atvinnu- lífi og ákvarðanatöku lýðræðisins. Stúdentsprófið er fyrst og fremst breiður almennur grundvöllur, traustur grunnur til að byggja eitt og annað á, ekki endilega háskóla- nám. Stúdentar úr M.E. hafa snúið sér að hinum aðskiljanlegustu við- fangsefnum. Nemendur eru upp til hópa harðduglegt og vel verki farið fólk, sem vinnur baki brotnu á sumrin fyrir megni skólakostnaðar. Hvað er betra ungu fólki en nota árin fram um tvítugt til að auka þekkingu sína og þroska? En ef okkur tekst ekki í M.E. að skila frá okkur fólki, sem kann vel að meta kosti okkar góða fjórðungs hyggur gjarnan á þátttöku í atvinnulífi hér eystra og þykist ekki of gott eða menntað að taka til höndum við hvers kyns þjóðnýt störf, þá hefur mistekist mikilvægt hlutverk menntaskóla Austfirðinga. Skólahald liðins vetrar Víkjum þá að greinargerð um skólahald nýliðins vetrar. Flestir urðu nemendur að þessu sinni í upphafi vorannar, eða 208 talsins. Við þessa tölu bætist svo öldunga- deildin, en í henni stunduðu 32 konur og karlar nám. Sem fyrr eru konur í meirihluta 118 á móti 90 piltum í dagskóla. Nemendur skiptust á brautir sem hér segir: alls: stúlkur: piltar: Heilsugæslubraut Eðlisfræði og 12 12 0 tölvubraut 10 0 10 Náttúrufræðibraut 27 12 15 Félagsfræðibraut 22 12 10 Iþróttabraut 17 6 11 Málabraut 21 17 4 Uppeldisbraut 18 16 2 Viðskiptabraut 39 25 14 Óbrautarskiptir 42 22 20 Tekin var upp á vorönn ný mælingaregla; auk hámarksfjölda leyfilegra fjarvista f tímum saman- lagt, má nú ekki fara fram úr þessu sama fjarvistahlutfalli í einstökum fögum. Nemendur sem gerðust djarfir til fjarveru úr tímum voru varaðir við og við þá var rætt um það hvert stendi áður en í óefni var komið. Þetta hafði áhrif til betri mætinga en líklega nokkru sinni fyrr. Eng- inn skrópaði sig úr skóla, en fari fjarvistir fram úr 150 einingum (50 kennslustundir á önn) jafngildir það úrsögn úr skóla og falli á önninni. 200 stúdentar á 7 árum Framkvæmdir við kennsluhús munu hefjast næsta ár. Þessu lýsti Sverrir Hermannsson menntamála- ráðherra yfir í sjónvarpi fyrir nokkru og kann ég honum, fyrir skólans hönd, miklar þakkir fyrir stuðning við skólann. Þá vil ég þakka öllum þingmönnum fjórð- ungsins störf þeirra í skólans þágu því þeir hafa ávallt verið einhuga um framgang hans. Fleira er vert að þakka. Það mikla traust sem Austfirðingar hafa sýnt stofnuninni og best lýsir sér í mikilli aðsókn að skólanum: Rúmlega 200 stúdentar á 7 árum segja sína sögu. Og það þótt húsnæðismálin séu síður en svo í lagi, sem auðvitað hefur hamlað ýmissi starfsemi t.d. hvað varðar félagslíf. Hér er mér ljúft og skylt að bæta einum hóp við sem þakka ber - og það eru kennarar ogstarfslið allt. Líf og starf við þær bráðabirgðaaðstæður, sem búið hefur verið við, gerir miklar kröfur til þeirra, sem því stýra. Ef ekki kæmi til raunveruleg umhyggja fyrir velferð nemenda og áhugí fyrir því að leggja þeim lið þekkingar- og þroskaleitinni vær: starfið við þessi skilyrði óþolandi. Oft hefur það glatt mig að sjá hið frjálslega og vingjarnlega samband kennara og nemenda sem einkenn- ir skólastarf í M.E. Kannske hafa hin frumstæðu skilyrði til kennslu Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum og nýstúdentar. haft áhrif í þessa átt, hver veit? En sé það svo sannast enn máltækið: Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Útílífið Þið hafið nú sett upp hina lang- þráðu hvítu kolla, sitjið með stú- dentsprófsskírteinin í höndunum og gangið innan stundar af þessum fundi og út í lífið. Sum hafið þið verið fjögur ár í M.E. önnur skemur. Innilegar árnaðaróskir fylgja ykkur frá gamla skólanum ykkar á vegferð þeirri sem framundan er. Út í lífið sagði ég; út í hvers konar líf? Hvernig er sá heimur og það samfélag sem þið takið í arf og eigið að leitast við að bæta? Að mörgu leyti ljótur og óréttlátur. Meirihluti mannkynsins sveltur meðan sumir(þ.á.m. viðíslending- ar) lifum við ofgnótt lífsgæða, að vísu misskipta. Milljónir pólitískra flóttamanna berjast fyrir rétti til búsetu á landi feðra sinna og að fá þar að njóta aimennra mannrétt- inda. Milljónir skrælna og svelta í hel á þurrkasvæðum Afríku. Hryðjuverk eru framin í nafni allskonar baráttumála og saklausir borgarar drepnir fyrir málstað sem sumir telja heilagan, aðrir af hinu illa. Og ógnir kjarnorkunnar hafa aldrei síðan 1945 birt heiminum hrikaleik geislaryksins eins og undanfarnar vikur. Eiturlyfin flæða um heimsbyggðina sem aldrei fyrr og taka vaxandi toll af æsku þjóðanna. Vistkerfi jarðar er ógnað, skógar fölna og fiskur deyr í vötnum. Það bjátar eitthvað mikið á svo mikið er víst. Hvað er til ráða? Ekki að fljóta með straumnum að feigðarósi og afsaka eigið aðgerðarleysi með vonsku heimsins. Heldur að leita móti straumnum, beita til þess orku sinni að bæta umhverfi sitt. Leggja lóð á þá vogarskál, sem fegrar og göfgar mannlífið hvar sem við störfum. Taka þátt í uppbyggingar- starfi er miði að bættri framtíð landsins okkar og þar sem við erum flest Austfirðingar: efla og styrkja fjórðunginn með því að sýna dugnað og atorku og trú á framtíðina. Og þetta er góður fjórðungur, en þetta er líka erfiður fjórðungur. Austfjarðafjallgarður- inn, þetta samsafn fjalla og tinda, sem gefur hverri byggð sín skíru, einstöku sérkenni (persónuleika mætti kalla það) hefur jafnframt hneppt mannlífið í álög nú um sinn. Álagahamurinn er fyrst nú á allra síðustu árum að falla og við sem eldri erum höfum enn varla áttað okkur á því, þaðan af síður neytt þeirra færa, sem nú hafa skapast. Hvað á ég við þegar ég tala um álög? Jú, mannlíf og at- vinnultf nú á tímum gerir kröfu um góðar samgöngur. Fámennar byggðir sem einangr- ast mánuðum saman á vetrum eru dæmdar til að tapa í samkeppnini um fólk og atvinnufæri. Og lítum á samgöngurnar á sjó: Þessi fjórð- ungur var alla sögu landsins og fram á 20. öld í bestu samandi við umheiminn allra byggða á landinu. Flest Islandsför komu við á Aust- fjörðum til að fá sér vatn og vistir. Þetta leggst af og Austurland verð- ureinn afskekktasti hluti landsins. Enn efldi þetta flótta úr fjórð- ungnum. Öflug byggð styrktist í sumum greinum getum við Austfirðingar sjálfum okkur um kennt að byggð er ekki öflugri: Sveitarígur og hreppapólitík hefur stundum staðið í vegi fyrir framför- um. „Ja, þá vil ég heldur Reykja- víkurvaldið en Egilsstaðavaldið" á einhver fjarðabúi að hafa sagt. Ég þykist sjá merki þess að þetta horfi til betri vegar. Öflug byggð, hvar sem er, eflir út frá sér. Ég vona að M.E. eigi þátt í þessari jákvæðu þróun og trúi því að svo muni verða í framtíðinni í vaxandi mæli. Hvers vegna? í fyrsta lagi: Sam- starf um rekstur framhaldsskóla hefur verið með ágætum. í öðru lagi: f skólanum kynnast og starfa saman væntanlegir forystumenn austfirskra byggða og hann þannig liður í að rjúfa einangrunina, efla samstöðu og samstarf. Höfum ávallt hugfast að sameinaðir stönd- um vér, sundraðir föllum vér. Austurland á framtíðina fyrir sér: fámennsti fjórðungur landsins með mikil vannýtt náttúrugæði til lands og sjávar og þróttmikið æsku- fólk sem í vaxandi mæli leitar sér menntunar á ýmsum sviðum. Þið kæru vinir eruð talandi tákn um það. Ræða skólamcistara er nokkuð stytt í prentun. Nýútkomin bók eftir Doris Lessing Grasið syngur f tilefni af komu Doris Lessing á Listahátíð hefur FORLAGIÐ gefið út fyrstu skáldsögu höfundarins í þýðingu Birgis Sigurðssonar Tithöf- undar. Doris Lessing fæddist í Persíu árið 1919. Fimm ára gömul fluttist hún með breskum foreldrum sínum til Suður-Rhódesíu þar sem hún ólst upp í sveit, líkri þeirri sem hún lýsir í Grasið syngur. Árið 1949 fluttist hún til Englands og ári síðar kom út fyrsta skáldsaga hennar sem nú birt- ist á íslensku. Grasið syngur vakti strax mikla athygli og var brátt þýdd á fjöldamörg tungumál. Síðan hef- ur hróður höfundarins vaxið með hverri nýrri skáldsögu, sem nú telja tæpa tvo tugi. Doris Lessing hefur verið sýndur margvíslegur sómi fyrir ritstörf sín. Hún hefur hlotið verð- laun og viðurkenningar víða um heim og oftsinnis verið orðuð við Nóbelsverðlaunin. Hún er nú búsett í London. Um efni bókarinnar segir á kápu- baki: „Grasið syngur er saga Mary, hvítrar konu í Rhodesíu, sem kveð- ur tilbreytingarlaust líf í borginni og hafnar í gæfusnauðu hjónabandi með bónda nokkrum. Hún hefur andúð á lífinu í sveit- inni og lítur niður á þá innfæddu. Af ofstækisfullri hörku snýst hún gegn svörtum þjóni sínum sem hún bæði laðast að og fyrirlítur, uns valdið snýst að lokum í höndum hennar... Grasið syngur vitnar um djúpan mannskilning og tilfinningahita þessa mikla rithöfundar. Doris Less- ing lýsir sambandi hvítra og svartra af hreinskilni og vægðarleysi en einstæðri réttlætiskennd." Grasið syngur er 200 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Ragnheið- ur Kristjánsdóttir hannaði kápu. Bókin er gefin út með styrk úr Þýðingarsjóði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.