Tíminn - 06.06.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.06.1986, Blaðsíða 11
Tíminn 11 Föstudagur 6. júní 1986 HM í knattspyrnu: Glæsimark Maradona Argentínumenn og Italir skildu jafnir 1-1 í A-riðli Litli snillingurinn Diego Armando Maradona skoraði glæsilegt mark fyrir Argentínumenn er þeir og ítalir skildu jafnir í A-riðli á HM í gær. Markið kom í fyrri hálfleik og jafnaði leikinn fyrir Argentínu- menn. ítalir höfðu fengið sannkall- aða óskabyrjun er Bruno Conti skaut í hendina á Burruchaga innan vítateigs og hollenski dómarinn Keizer dæmdi umsvifalaust víti. Alt- obelli skoraði úr vítinu og ítalir komust yfir 1-0. Strax eftir markið sem kom á sjöundu mínútu þá sóttu Argentínu- menn án afláts og komust ítalir varla framyfir miðju. Þrátt fyrir að hafa verið mikið með boltann þá komust Argentínumenn ekki mikið áleiðis gegn frábærri vörn Italanna. Loks slapp Maradona inní teiginn og tók boltann viðstöðulaust með vinstra fæti nokkuð óvænt framhjá mark- verði ítala sem bara stóð og fórnaði höndum. Fallega gert. Leikurinn hjaðnaði síðan eftir þetta og í síðari hálfleik þá var aðeins eitt umtalsvert færi. Bruno Conti fékk þá boltann á vítateig aleinn og skaut í stöng. Síðan fjaraði leikurinn út. Argentínumenn ættu nú að vera nokkuð öruggir með sigur í riðlinum svo framarlega sem þeir vinna Búlg- ari. Þessi lið virka bæði mjög sterk, vörn ítalanna er "frábær. Þau eiga væntanlega eftir að komast langt í keppninni ef að líkum lætur. HM í knattspyrnu: Geislavirkni úti? - Jafntefli 1-1 varö í leik Sovétmanna og Frakka Frakkar og Sovétmenn skildu jafnir í leik sínum á HM í gærkvöldi. Vormótöldunga Árlegt vormót öldunga verður haldið á frjálsíþróttavellinum í Laugardal þriðjudaginn 10.6 og hefst kl. 20.00. (Ath. breytingu frá mótaskrá FRÍ!). Keppt verður í eftirtöldum greinum í þeim aldurs- flokkum sem næg þátttaka verður í (karlar 35 og eldri, konur 30 ára og eldri): 200 m hlaup karla og kvenna. 400 m hlaup karla og kvenna. 400 grindahlaup. Kringlukast karla og kvenna. Sloggjukast. hástökk karla og kvenna. 10.000 m hlaup karla. 5.000 m hlaup kvenna. Tímaseðill liggur frammi á skrif- stofu FRÍ, á Laugardalsvelli og hjá mótsstjóra Ólafi G. Guðmundssyni (s. 75292). Bæði liðin skoruðu eitt mark sem tryggir þeim báðum 3 stig og miklar líkur á sæti í 16 liða úrslitum keppn- innar. Fyrri hálfleikur var markalaus í gær en í þeim seinni byrjaði Vasily Rats á að skora á 54. mínútu. Ekki héldu Sovétmenn forystunni þó lengi því á 62. mínútu jafnaði Luis Fern- andez fyrir Frakka og þar við sat. Þessi úrslit eru viðunandi fyrir bæði liðin, og rúmlega það. Met hjá Linford Evrópumeistari karla í 200 m hlaupi innanhúss, Linford Christ- ie frá Bretlandi, setti nýtt breskt met í 100 m hlaupi innanhúss í fyrradag. Hann keppti þá á stór- móti í Madrid og sigraði í hlaup- inu á 10.04 sek. Þar með bætti hann met Allan Wells um 0,07 sekúnd- ur. Á þessu sama móti sigraði Sebastian Coe i 800 m hlaupi á tímanum 1:45,66 mín. Deildarbikarslagur ■ Barcelona steig einu skrefi nær úrslitaleiknum í spænsku deildarbik- arkeppninni í knattspyrnu í gær með 1-0 sigri á At. Madrid á útivelli. Það var Pedraza sem skoraði markið. Seinni leikur liðanna verður á sunnudaginn. Þá bendir allt til þess að Real Betis komist í úrslitin einnig eftir 2-1 sigur á Zaragoza á úti- velli. Þessi lið mætast einnig í síðari leiknum á sunnudaginn. ■ Á Ítalíu voru einnig undanúr- slitaleikirnir í deildarbikarkeppninni í knattspyrnu. Þar komst Roma í úrslitaleikinn með 1-1 jafntefli gegn Fiorentina eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-1. í seinni viðureign Como og Sampdoria var staðan 1-1 eftir venjulegan leiktíma og þurfti að framlengja þar sem fyrri leikurinn endaði einnig 1-1. Þá skoruðu heimamenn en síðan fengu leikmenn Sampdoria víti. Þegar þeir voru að undirbúa sig undir að taka vítið var einhverjum hlut kastað í dómara leiksins svo hann vankaðist. Þá var leiknum hætt og líklegt að Sampdor- ia verði dæmdur sigur þar sem leikið var á heimavelli Como og þeirra hlutverk að halda uppi lögum og reglu. Trevor Francis jafnaði fyrir Sampdoria í leiknunt. Allt á útopnu Heil umferö í 1. deild í kvöld og leikið í öðrum Það verður allt á útopnu í knatt- spyrnunni hér á landi í kvöld. Þá verður heil umferð í 1. deild og leikir í öllum öðrum deildum karla og kvenna. í 1. deild leiða saman hesta sína. ÍA og FH á Akranesi kl. 19:00, ÍBK og ÍBV í Keflavík kl. 19:00, Blikar og Víðir í Kópavogi kl. 20.00, Þór og KR á Akureyri kl. 20:00 og loks Valur og Fram að Hlíðarenda kl. 20:00. í 2. deild spila Völsungar og Njarðvíkingar á Húsavík kl. 20:00 og KS og ÍBÍ spila á Siglufirði kl. 20:00. Þá eru nokkrir leikir í 3. og 4, deild auk leika í 1. og 2. deild kvenna. Förster-bræður farnir Þýska 1. deildarliðið Stuttgart, sem Ásgeir Sigurvinsson spilar með í þýsku knattspyrnunni, hefur á- kveðið að endurnýja ekki samning sinn við Bernd Förster, en hann rennur út um næstu mánaðamót. Þar með eru báðir Förster-bræðurnir hættir hjá Stuttgart en Karl Heinz Förster hefur þegar skrifað undir samning við franska liðið Marseilles. Þeir bræður hafa spilað með Stutt- gart síðan 1978 og báðir leikið í þýska landsliðinu. Hver er þessi maður og hvað er hann að gera? Jú, þetta er enginn annar en knattspyrnusnillingurinn Diego Armando Maradona sem gælir hér á snilldar- legan hátt við svart hvítan Tangobolta. Maradona skoraði frábært mark fyrir Argentínumenn í gærdag þegar liðið gerði jafntefli við heimsmeistara Ítalíu 1-1. Brotið var oft á kappanum að venju en að sögn þeirra sem leikinn sáu í sjónvarpi (þökk sé þessum nýju og yndislegu viðtökuskermum) lét litli Argentínumaðurinn sem ekkert væri, setti undir sig hausinn og skoraði mark, gott hjá honum. ámmdBé HM-M0LAR Nú þegar önnur umferð er rétt hafin á HM í Mexíkó er rétt að líta á stöðuna í riðlunum sex: A-riðiU: Ítalia-Búlgaría .... Argentína-S-Kórea . . Ítalía-Argentina . . . . Búlgaría-S-Kórea . . . . Staðan: Argentína............ Ítalía .............. Búlgaría ............ S-Kórea ............. B-ridill: Mexíkó-Belgía ....... Paraguay-írak........ Staðan: Mexíkó............... Paraguay ............ Belgía............... írak ................ C-ridill: Frakkland-Kanada . . . Sovótr.-Ungverjal. . . . Frakkland-Sovétr. . . . Staða: Sovétríkin........... Frakkland............ Ungverjaland......... Kanada .............. D-riðill: Brasilía-Spánn....... Alsír-N-Írland....... Staðan: Brasilía ............ Alsír................ N-írland............. Spánn ............... E-riðill: V-Þýskaland-Uruguay Skotland-Danmörk . . Staðan: Danmörk.............. Uruguay ............. V-Þýskaland.......... Skotland ............ F-riðiU: Pólland-Marokkó .... England-Portúgal.... Staðan: Portúgal............. Marokkó ............. Pólland ............. England.............. ......... 1-1 ......... 3-1 ......... 1-1 . kom of seint 2 110 4-23 2 0 2 0 2-2 2 10 10 1-11 10 0 11-31 2-1 1-0 1 1 0 0 2-1 2 110 0 1-02 10 0 11-20 10 0 10-10 1-0 6-0 1-1 2 110 7-13 2 110 2-13 10 0 10-60 10 0 10-10 1-0 1-1 110 0 1-02 10 10 1-11 10 10 1-11 10 0 10-10 i ......... 1-1 ......... 0-1 110 0 1-02 10 10 1-11 10 10 1-11 10 0 10-10 0-0 0-1 110 0 1-02 10 10 0-01 10 10 0-01 10 0 10-10 Tilkynning frá Vatnsveitu Reykjavíkur um vatnsleysi Vegna gerð gangna undir Miklubraut norðan Nýja miðbæjarins (Kringlunn- ar) þarf að breyta legu aðalæðar. Við þá framkvæmd verður vatnslaust í þeim hverfum sem liggja vestan Kringlumýrarbrautar og norðan Suður- landsbrautar, sjá þó nánar skyggðu svæðin á meðfylgjandi uppdrætti. Lokun hefst strax eftir miðnætti aðfaranótt næstkomandi laugardags þ. 7. júní. Ekki er vitað hve langan tíma verkið tekur, en gera verður ráð fyrir vatnsleysi í flestum fyrrgreindum hverfum fram eftir laugardeginum. Sú takmarkaða aðfærsla vatns sem fyrir hendi er eftir að aðalæðinni hefur verið lokað mun þó halda uppi einhverjum þrýstingi á vatninu í þeim hverfum sem lægst liggja í austustu hverfunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.